Fullveldisdagurinn 1 Des...
Dagurinn þar sem mótmælendur og lögreglan töluðu saman.
Maður veit ekki alveg hvort það var, að mótmælendur hefðu lesið sinn Martin Luther King eða þá að löggan er sammála mótmælendum og langar ekkert að lemja þá í nafni ríkissins.
En allaveganna er það magnað að motmælendur bjóði lögreglunni samning, "Þið farið - við förum" og lögreglan verði við því. já, og mótmælendur.
Það er eitthvað göfugt við svona enda. Ofbeldi leysir engan vanda.
----------
En ég held að ég hafi komist að því fyrir mig hvert vandamál mótmælanna er. Það er engin stefna. Fólk er að mótmæla til þess að fá breytingar. Það er offramboð á gagnrýni og skortur á skýrri sýn.
Þetta útskýrir það sem sagt var í bók sem ég las um Wachlav Havel og hvernig "atvinnumenn-byltingarmenn" hefðu tekið yfir tékknesku byltinguna.
Það sem þeir gerðu (rétt eins og í Rússlandi) var að gefa henni fókus. Gefa byltingunni sýn. Hvert bæri að stefna.
Og urðu þar með rödd byltingarinnar.
Ég man að þetta fór ferlega í taugarnar á mér, að menn rændu byltingum, en skil það betur núna þegar ég fylgist með því sem er að gerast.
Fækkunin mun halda áfram nema að það komi fókus.
-----------
Og ég held að ég verði að afþakka frekari ræðuhöld. Ég hef heyrt allt frá Einari Má sem ég þarf að heyra.
Það er ekkert nema eigingirni að halda ræðu í 15 mínútur í 10 stiga frosti og vindi.
Ég er ekki að hlusta á ræðurnar. Ég er ekki einu sinni sammála ræðunum.
Ég vil ekki öskra upphátt "niður með Davíð" og vil ekki vera beðinn um það.
En ég tel mótmælin með því mikilvægasta sem gerst hefur á þessu landi.
Þetta er ekki persónulegt, þetta er kall á breytingar.
Ég vil ekki afturhald sem lokar landinu, vil ekki gjaldeyrishöft, vil ekki sitja undir því að stjórnmálamenn, sem ég tel að séu ekki viljandi að vinna þjóð sinni skaða, séu kallaðir skítberar, og vi lekki láta bera upp á mig persónulegan kala.
Nei, Ég vil ESB, ég vil opin viðskipti, ég vil frelsi og ábyrgð hönd í hönd.
Þessi mótmæli eru að verða VG mótmæli og það er of þröngt.
Það er vandamálið.
Þorleifur
þriðjudagur, desember 02, 2008
sunnudagur, nóvember 30, 2008
Reykjavík er köld.
Á sama tíma og upplifun af henni er betri úr fjarlægð en reynd er það einhvernveginn alltaf notaleg tilfinning að koma aftur heim.
Ég hef mikið verið að hugsa um stöðuna í samfélaginu okkar. Hvernig komum við okkur hingað?
Hubris kemur ekki úr neinu. Hubris kemur frá því þegar meirihlutinn missir tökin á veruleikanum, trúir uppspunanum sem sannleika.
Í þessu þarf ekki endilega að felast dómur.
Þetta var óumflýjanlegt.
Neyslusamfélagið er samfélag þar sem neysla þarf sífellt að aukast til þess að standa undir vextinum. En laun geta ekki haldið í við neysluna heldur þarf framleiðsluaukning að gera það. Henni er hægt að ná fram með því að vinna meira og þannig er minni tími eftir aflögu til þess að njóta lífins. Neyslu verður því það sem fylla á upp í tómleikan sem fer að grafa um sig hjá þeim sem aldrei hefur tíma til þess að anda aðeins.
Þannig að kaupa flatskjá er ekki endilega merki um samsekt heldur einkenni samfélags sem búið er að missa fótana, hvað varðar manneskjurnar sínar.
Og svo springur blaðran og allir tapa.
Ósanngjarnt þó að þeir tapa mest sem áttu minnst. Einhvernveginn skýtur það skökku við.
Munum við læra af reynslunni?
mér sýnist að við ætlum að halda áfram með sama kerfið ogsama fólkið að stjórna því. Sama hugmyndafræðikerfi og sömu verkfæri. Ef eitthvað er þá er meira vald komið í hendurnar á pólitíkusunum til þess að misnota.
En svo birtir, eða við kveikjum á ljósunum og þá fellur birtan kannski á snjóinn í nýjum vinkli og heimurinn breytist. Og breytist og breytist.
Það er þó allaveganna hægt að gleðjast yfir því.
Þorleifur
Á sama tíma og upplifun af henni er betri úr fjarlægð en reynd er það einhvernveginn alltaf notaleg tilfinning að koma aftur heim.
Ég hef mikið verið að hugsa um stöðuna í samfélaginu okkar. Hvernig komum við okkur hingað?
Hubris kemur ekki úr neinu. Hubris kemur frá því þegar meirihlutinn missir tökin á veruleikanum, trúir uppspunanum sem sannleika.
Í þessu þarf ekki endilega að felast dómur.
Þetta var óumflýjanlegt.
Neyslusamfélagið er samfélag þar sem neysla þarf sífellt að aukast til þess að standa undir vextinum. En laun geta ekki haldið í við neysluna heldur þarf framleiðsluaukning að gera það. Henni er hægt að ná fram með því að vinna meira og þannig er minni tími eftir aflögu til þess að njóta lífins. Neyslu verður því það sem fylla á upp í tómleikan sem fer að grafa um sig hjá þeim sem aldrei hefur tíma til þess að anda aðeins.
Þannig að kaupa flatskjá er ekki endilega merki um samsekt heldur einkenni samfélags sem búið er að missa fótana, hvað varðar manneskjurnar sínar.
Og svo springur blaðran og allir tapa.
Ósanngjarnt þó að þeir tapa mest sem áttu minnst. Einhvernveginn skýtur það skökku við.
Munum við læra af reynslunni?
mér sýnist að við ætlum að halda áfram með sama kerfið ogsama fólkið að stjórna því. Sama hugmyndafræðikerfi og sömu verkfæri. Ef eitthvað er þá er meira vald komið í hendurnar á pólitíkusunum til þess að misnota.
En svo birtir, eða við kveikjum á ljósunum og þá fellur birtan kannski á snjóinn í nýjum vinkli og heimurinn breytist. Og breytist og breytist.
Það er þó allaveganna hægt að gleðjast yfir því.
Þorleifur
miðvikudagur, nóvember 26, 2008
Kaffihús í Berlín
Á næsta borði situr stúlka og mænir á varir stráksins sem situr á móti. Í klukkutíma hafa þau setið svona, það er óvissa, er hann að segja henni upp eða þorir hann ekki að kissa hana.
Stundum er svo stutt á milli löngunar og aðskilnaðar, milli komu og brottfarar.
Og hann hallar sér upp að henni, rétt eins og hann vilji hvísla að henni, eða kissa á henni hálsinn, en hann gerir hvorugt. Hún horfir sorgmædd yfir öxlina á honum.
------------
Ég horfði á ráðherrana á borgarafundinum. Þeir skildu loksins.
------------
Stúlkan er falleg. Djúpbrún augu, sterk kinnbein, dökk spænskættað hár, síður toppur fellur við fagurlega sköpuð eyrun. Suðræn fegurð máluð vonbrigðum, eða eftirvæntingu.
Þetta er skrítinn dans sem þarna fer fram. Þau stöðvast stuttu frá hvoru öðru , hún horfir á varir hans, langar að kissa hann. Engin tekur af skarið.
------------
Ráðherrana langar bara til þess að segja sorry. Geta það ekki - nema einn.
----------
Ef þau eru að hætta saman þá er það tregabundin skilnaður. Jafnvel mistök.
Hún brosir við, en það er skilningur í brosinu, svona sem maður brosir þegar maður veit að lógíkin mun hafa tilfinningarnar undir.
Kannski er hann að fara til Afganistan.
Hann stríkur henni ljúflega um vangann.
Aftur þetta skrítna blik í augunum...
Ég er eins og pervert hvar ég sit og fylgist með þessu, en hvernig getur maður ekki fylgst með. Lífið á sér stað beint fyrir framan nefið...
-----------
Ég horfði á fundinn á netinu. Fékk fjarlægð. Jafnvel skilning.
Ótrúlegt lýðræði. Vonin kviknaði um betri tíma.
En ekkert virðist sefa reiðina.
-----------
Kannski er hún ólétt... eða hann?
Kannski eru þau 16 ára...
Ég hef ekki séð framan í hann. En hann er í hetupeysu, ekki flottir týpu heldur svona Berlínarsveitttýpu. mér líkar umsvifalaust ekki við hann.
Þau fjarlægjast en haldast samt í hendur undir borði.
Hún er greinilega kaþólikki.
----------
Ísland og kreppan er fjarlæg.
Þegar fólkið á Islandi kom af fundinum þá fél snjórinn fyrir utan gluggan. Hér er öllum sama um borgarafund, öllum nema mér, göturnar urðu bara hvítar.
En net áhorf veitti mér nýtt sjónarhorn
-----------
Hún starir í augun á honum eins og hverjum dreng dreymir um. Rómantík. Ást.
Er það ekki það sem allir vilja?
Er það ekki það sem gleymdist í öllum kapítalismanum, að fólk vill ekki peninga, það vill bara vera elskað og virt. Og það kaupa peningar ekki.
Þessi drengur hefur ekkert borgað fyrir þetta augntillit sem hann fær þrátt fyrir hettupeysuna.
En þó svo hann sé með hendina um hálsinn á henni þá er hún sorgmædd. Horfir niður í borðið. Elskar hann. Getur ekki horft á hann. Getur ekki litið framan í heiminn.
------------
Hvernig ætli það sé að vera ráðherra í dag? Vilja en geta ekki talað við þjóðina...
Engin skilur þig. Nema fjölskyldan sem kysi þig hvort sem er
------------
Hún brosir þegar hún horfir á hann, er það feik?
------------
Það er talað af yfirlæti. Það virkaði alltaf hingað til. Ekki lengur. Tími íróníunnar er að baki, nú vill fólk bara raunveruleika og sannleika.
------------
Og þau faðmast. Það er eitthvað svo endanlegt við þetta. Það er svo mikil kveðja. Hún kreystir á honum öxlina.
-----------
Ráðherrarnir voru niðurlútir. Það styttist í kvðjustund
-----------
Þau sátu og horfðust í augu í klukkutíma. Nú faðmast þau eins og það sé í síðasta skipti. Hún brosir við honum en þegar hann fer til þess að narta í hálsinn á honum þá hverfir glittið úr brosinu.
Ég fæ aldrei að vita af hverju en ég veit að þetta er í síðasta skipti sem þau hittast. Það segir mér augu hennar sem sýna hvað hún vill en hún gerir það ekki. Sýnir mér hvernig hún kreistir aftur augnlokin þegar þau faðmast. Sýnir mér er hún leyfir honum að strjúka sér um kinn með handarbakinu en víkur sér svo fimlega undan.
-----------
Hvernig ætli það sé að missa trúnað heillar þjóðar?
Hvernig á maður að segja bless?
-----------
Hann lítur við og ég sé framan í hann. Hann reynir að bera sig vel en hann getur ekki falið að hann langar mest til þess að gráta.
Og þau faðmast.
Þorleifur
Á næsta borði situr stúlka og mænir á varir stráksins sem situr á móti. Í klukkutíma hafa þau setið svona, það er óvissa, er hann að segja henni upp eða þorir hann ekki að kissa hana.
Stundum er svo stutt á milli löngunar og aðskilnaðar, milli komu og brottfarar.
Og hann hallar sér upp að henni, rétt eins og hann vilji hvísla að henni, eða kissa á henni hálsinn, en hann gerir hvorugt. Hún horfir sorgmædd yfir öxlina á honum.
------------
Ég horfði á ráðherrana á borgarafundinum. Þeir skildu loksins.
------------
Stúlkan er falleg. Djúpbrún augu, sterk kinnbein, dökk spænskættað hár, síður toppur fellur við fagurlega sköpuð eyrun. Suðræn fegurð máluð vonbrigðum, eða eftirvæntingu.
Þetta er skrítinn dans sem þarna fer fram. Þau stöðvast stuttu frá hvoru öðru , hún horfir á varir hans, langar að kissa hann. Engin tekur af skarið.
------------
Ráðherrana langar bara til þess að segja sorry. Geta það ekki - nema einn.
----------
Ef þau eru að hætta saman þá er það tregabundin skilnaður. Jafnvel mistök.
Hún brosir við, en það er skilningur í brosinu, svona sem maður brosir þegar maður veit að lógíkin mun hafa tilfinningarnar undir.
Kannski er hann að fara til Afganistan.
Hann stríkur henni ljúflega um vangann.
Aftur þetta skrítna blik í augunum...
Ég er eins og pervert hvar ég sit og fylgist með þessu, en hvernig getur maður ekki fylgst með. Lífið á sér stað beint fyrir framan nefið...
-----------
Ég horfði á fundinn á netinu. Fékk fjarlægð. Jafnvel skilning.
Ótrúlegt lýðræði. Vonin kviknaði um betri tíma.
En ekkert virðist sefa reiðina.
-----------
Kannski er hún ólétt... eða hann?
Kannski eru þau 16 ára...
Ég hef ekki séð framan í hann. En hann er í hetupeysu, ekki flottir týpu heldur svona Berlínarsveitttýpu. mér líkar umsvifalaust ekki við hann.
Þau fjarlægjast en haldast samt í hendur undir borði.
Hún er greinilega kaþólikki.
----------
Ísland og kreppan er fjarlæg.
Þegar fólkið á Islandi kom af fundinum þá fél snjórinn fyrir utan gluggan. Hér er öllum sama um borgarafund, öllum nema mér, göturnar urðu bara hvítar.
En net áhorf veitti mér nýtt sjónarhorn
-----------
Hún starir í augun á honum eins og hverjum dreng dreymir um. Rómantík. Ást.
Er það ekki það sem allir vilja?
Er það ekki það sem gleymdist í öllum kapítalismanum, að fólk vill ekki peninga, það vill bara vera elskað og virt. Og það kaupa peningar ekki.
Þessi drengur hefur ekkert borgað fyrir þetta augntillit sem hann fær þrátt fyrir hettupeysuna.
En þó svo hann sé með hendina um hálsinn á henni þá er hún sorgmædd. Horfir niður í borðið. Elskar hann. Getur ekki horft á hann. Getur ekki litið framan í heiminn.
------------
Hvernig ætli það sé að vera ráðherra í dag? Vilja en geta ekki talað við þjóðina...
Engin skilur þig. Nema fjölskyldan sem kysi þig hvort sem er
------------
Hún brosir þegar hún horfir á hann, er það feik?
------------
Það er talað af yfirlæti. Það virkaði alltaf hingað til. Ekki lengur. Tími íróníunnar er að baki, nú vill fólk bara raunveruleika og sannleika.
------------
Og þau faðmast. Það er eitthvað svo endanlegt við þetta. Það er svo mikil kveðja. Hún kreystir á honum öxlina.
-----------
Ráðherrarnir voru niðurlútir. Það styttist í kvðjustund
-----------
Þau sátu og horfðust í augu í klukkutíma. Nú faðmast þau eins og það sé í síðasta skipti. Hún brosir við honum en þegar hann fer til þess að narta í hálsinn á honum þá hverfir glittið úr brosinu.
Ég fæ aldrei að vita af hverju en ég veit að þetta er í síðasta skipti sem þau hittast. Það segir mér augu hennar sem sýna hvað hún vill en hún gerir það ekki. Sýnir mér hvernig hún kreistir aftur augnlokin þegar þau faðmast. Sýnir mér er hún leyfir honum að strjúka sér um kinn með handarbakinu en víkur sér svo fimlega undan.
-----------
Hvernig ætli það sé að missa trúnað heillar þjóðar?
Hvernig á maður að segja bless?
-----------
Hann lítur við og ég sé framan í hann. Hann reynir að bera sig vel en hann getur ekki falið að hann langar mest til þess að gráta.
Og þau faðmast.
Þorleifur
þriðjudagur, nóvember 25, 2008
Ég ákvað að sitja við her í Berlín og horfa á borgarafundinn á rúv.
Ég get sagt að ég var stoltur af því sem ég sá.
Mikið hefur maður nú kvartað yfir skort á lýðræði undanfarið og gegnsæji og þó svo mér hafi ekki líkað allt það sem ég heyrði á þessum fundi þá hlýtur það að vera einsdæmi að ráðamenn þjóðar mæti og sitji fund með 1500 borgurum.
Þessir borgarar voru ekki valdir af stjórnmálamönnunum, stjórnmálamennirnir höfðu ekki fundarstjórn og sátu þarna undir beinum spurningum og jafnvel móðgunum.
Mér er það til efs að stjórnmálamenn annars staðar hefðu látið annað eins yfir sig ganga.
Ekki skal ég svo segja hvort þetta sé til marks um ótta þeirra og ráðaleysi eða lýðræðisást, en þetta fannst mér mögnuð sjón. Og það er kannski að þetta breyti farveg mótmælanna. Það er mér þó til efs.
Ég held að undiraldan sé orðin það sterk að ekkert fái stöðvað ölduna sem nú stefnir á land. Maður bara vonar að hún brjótist ekki út í ofbeldi. Eða að menn og konur ríkisstjórnarinnar sjái að sér áður en að því kemur.
Bestu kv.
Þorleifur Berlín
sunnudagur, nóvember 23, 2008
Frá Berlín
Ég sá Baader Meinhof Komplex í bíó í dag. Myndin rekur sögu RAF hreyfingarinnar, hryðjuverkahreyfingar í Vestur Þýskalandi sem spratt uppúr róstri 7 áratugarins.
Það var svo óhuggulegt að koma heim og horfa á fréttamyndir af árásinni á lögreglustöðina.
RAF spratt upp úr stúdentahreyfingunni eftir að forrystumenn þeirra voru beittir ofbeldi, eftir að ekki var hlustað á þau og þessu unga fólki fannst eins og þau hefðu enga aðra leið en að beita ofbeldi.
Og það sem meira er, það bjóst engin við þessu. Bjóst engin við því að upplýst vestræn ungmenni myndu grípa til ofbeldis, en það gerðist nú samt.
Ef stjórnvöld heima bregðast ekki við kröfum fólksins á götunum þá leitar þessi reiði sér annara leiða til þess að fá útrás.
Og þá er hætta á ferð.
Það er ekki bara hægt að tala um rannsóknir og ekki megi rugga bátnum.
Það er of mikil undiralda til þess.
Fólk mun ekki sætta sig við að stjórnmálamenn hvítþvoi sjálfan sig í gölluðum könnunum unnum undir þeirra nefi. Hver sakfellir sjálfan sig og vini sína í slíku mati?
Nei, tími tvískinnungsháttar er liðinn og nú verða stjórnmálamennirnir okkar að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara.
Annars gæti Ísland fengið að upplifa hluti sem við höfum hingað til aðeins séð í fréttum utan úr heimi.
Og gott er að hafa það í huga að fólk er ekki byrjað að finna kreppuna á eigin skinni, þetta er ennþá að mestu leyti hugmyndarfræðileg mótmæli. Hvað gerist þegar þau fara að snúast um lífsviðurværi og sjálfsvirðingu?
Þorleifur
Ég sá Baader Meinhof Komplex í bíó í dag. Myndin rekur sögu RAF hreyfingarinnar, hryðjuverkahreyfingar í Vestur Þýskalandi sem spratt uppúr róstri 7 áratugarins.
Það var svo óhuggulegt að koma heim og horfa á fréttamyndir af árásinni á lögreglustöðina.
RAF spratt upp úr stúdentahreyfingunni eftir að forrystumenn þeirra voru beittir ofbeldi, eftir að ekki var hlustað á þau og þessu unga fólki fannst eins og þau hefðu enga aðra leið en að beita ofbeldi.
Og það sem meira er, það bjóst engin við þessu. Bjóst engin við því að upplýst vestræn ungmenni myndu grípa til ofbeldis, en það gerðist nú samt.
Ef stjórnvöld heima bregðast ekki við kröfum fólksins á götunum þá leitar þessi reiði sér annara leiða til þess að fá útrás.
Og þá er hætta á ferð.
Það er ekki bara hægt að tala um rannsóknir og ekki megi rugga bátnum.
Það er of mikil undiralda til þess.
Fólk mun ekki sætta sig við að stjórnmálamenn hvítþvoi sjálfan sig í gölluðum könnunum unnum undir þeirra nefi. Hver sakfellir sjálfan sig og vini sína í slíku mati?
Nei, tími tvískinnungsháttar er liðinn og nú verða stjórnmálamennirnir okkar að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara.
Annars gæti Ísland fengið að upplifa hluti sem við höfum hingað til aðeins séð í fréttum utan úr heimi.
Og gott er að hafa það í huga að fólk er ekki byrjað að finna kreppuna á eigin skinni, þetta er ennþá að mestu leyti hugmyndarfræðileg mótmæli. Hvað gerist þegar þau fara að snúast um lífsviðurværi og sjálfsvirðingu?
Þorleifur
laugardagur, nóvember 22, 2008
Frá Berlín
Var að horfa á Kastljós. Það var spyrpa þar sem farið var yfir mótmæli líðandi stundar.
Sitjandi í Þýskalandi þá brá mér heldur við að sjá Viðar Þorsteinsson kalla lýðræði, lýðræði, lýðræði með hægri hendi á loft.
Sá svo ekki betur en að bakvið hann stæði Hörður Torfason með klút um hægri upphandlegg, sem hófst svo á loft undir köllum Viðars.
Svona táknmyndir eru einfaldlega bannaðar hérna.
Vona samt að sem flestir mæti á morgun á Austurvöllog að þar haldist sá frábæri andi sem hefur ríkt hingað til.
Og að mótmælin haldist friðsöm og skynsöm.
Þ
Var að horfa á Kastljós. Það var spyrpa þar sem farið var yfir mótmæli líðandi stundar.
Sitjandi í Þýskalandi þá brá mér heldur við að sjá Viðar Þorsteinsson kalla lýðræði, lýðræði, lýðræði með hægri hendi á loft.
Sá svo ekki betur en að bakvið hann stæði Hörður Torfason með klút um hægri upphandlegg, sem hófst svo á loft undir köllum Viðars.
Svona táknmyndir eru einfaldlega bannaðar hérna.
Vona samt að sem flestir mæti á morgun á Austurvöllog að þar haldist sá frábæri andi sem hefur ríkt hingað til.
Og að mótmælin haldist friðsöm og skynsöm.
Þ
föstudagur, nóvember 21, 2008
Frá Berlín
Ég velti því fyrir mér hvort að stjórnarslit séu best.
Ef af stjórnarslitum yrði er hætt við því að VG undir Steingrími myndi stökkva upp í með Sjálfstæðisflokknum og þá myndi stefna Davíðs verða ofaná. Afturhald og hafta-samfélagið yrðu kjörorð dagsins...
Og nú er komin fram þessi vantraust tillaga sem hlýtur að loka fyrir samstarf þeirra flokka við ríkisstjórnina.
Ég tel reyndar ekki að þetta fáist samþykkt enda er of mikið í húfi fyrir þá stjórnarþingmenn sem kjósa skulu. Kjósi þeir með falli stjórnar og mistakist þeim verða þeir gerðir útlægir úr ranni sinna flokka og slíkt er áhætta sem fáir taka.
En hins vegar gæti það orðið stökkpallur framávið ef rétt spilast. En það er of erfitt verkefni fyrir flesta til að reikna. Einu sem myndi treysta sér í þannig eru stjórnmálamenn á stærð við Davíð Oddson eða Ingibjörgu. Er slíkur leiðtogi í felum?
Þegar allt kemur til alls þá stýra eiginhagsmunir fólki almennt, ekki síst við svona aðstæður.
Og því mun þjóðin þurfa að búa áfram við þetta vonda leikhús sem finna má við austurvöll.
Er ennþá að vinna að pistlum um Absúrd leikhúsið sem ég mun birta hér.
Bk
Þorleifur
Ég velti því fyrir mér hvort að stjórnarslit séu best.
Ef af stjórnarslitum yrði er hætt við því að VG undir Steingrími myndi stökkva upp í með Sjálfstæðisflokknum og þá myndi stefna Davíðs verða ofaná. Afturhald og hafta-samfélagið yrðu kjörorð dagsins...
Og nú er komin fram þessi vantraust tillaga sem hlýtur að loka fyrir samstarf þeirra flokka við ríkisstjórnina.
Ég tel reyndar ekki að þetta fáist samþykkt enda er of mikið í húfi fyrir þá stjórnarþingmenn sem kjósa skulu. Kjósi þeir með falli stjórnar og mistakist þeim verða þeir gerðir útlægir úr ranni sinna flokka og slíkt er áhætta sem fáir taka.
En hins vegar gæti það orðið stökkpallur framávið ef rétt spilast. En það er of erfitt verkefni fyrir flesta til að reikna. Einu sem myndi treysta sér í þannig eru stjórnmálamenn á stærð við Davíð Oddson eða Ingibjörgu. Er slíkur leiðtogi í felum?
Þegar allt kemur til alls þá stýra eiginhagsmunir fólki almennt, ekki síst við svona aðstæður.
Og því mun þjóðin þurfa að búa áfram við þetta vonda leikhús sem finna má við austurvöll.
Er ennþá að vinna að pistlum um Absúrd leikhúsið sem ég mun birta hér.
Bk
Þorleifur
fimmtudagur, nóvember 20, 2008
Veruleikinn er horfinn, það er ekkert eftir nema skringilegt samansafn súrrealískra atburða.
Allir segjast bera fulla ábyrgð en það er greinilega einhver önnur ábyrgð en venjulegir borgarar bera þegar þeir klúðra sínum ábyrgðum. Í þeim tilfellum er gengið á mann með lögum eða vinnumissi. En þetta á greinilega ekki við um stjórnmálamenn og embættismenn.
Menn tala um að þeir hafi ekki vitað en gögn segja annað.
Menn segjast hafa varað við en gögn segja annað.
Menn segja hlutina vera einhverju öðru að kenna en gögn segja annað.
Menn segjast vera að segja allt sem má en gögn segja annað.
Menn segjast skilja mótmæli en aðgerðir þeirra (eða aðgerðaleysi) segja annað.
Menn segja eitt og eru annað.
Þetta er grunntvískinnungur samtímans. Svokallað paradox.
Og maður var orðinn þessu svo samdauna að maður kippti sér ekki upp við það. Ekki fyrr en maður upplifði að þetta fólk hefur áhrif á framtíð manns, standa milli manns og gjaldþrots. Þá hættir manni að vera á sama um paradox stjórnmálanna og vill bara sannleikann, ekki pólitíkina, eki lygarnar og blekkingarnar, ekki valdaleikina og allt hitt.
Bara sannleikann.
Mun a næstunni skrifa pistla um Súrrealista leikhús nútímans - veruleikann
Þ
Allir segjast bera fulla ábyrgð en það er greinilega einhver önnur ábyrgð en venjulegir borgarar bera þegar þeir klúðra sínum ábyrgðum. Í þeim tilfellum er gengið á mann með lögum eða vinnumissi. En þetta á greinilega ekki við um stjórnmálamenn og embættismenn.
Menn tala um að þeir hafi ekki vitað en gögn segja annað.
Menn segjast hafa varað við en gögn segja annað.
Menn segja hlutina vera einhverju öðru að kenna en gögn segja annað.
Menn segjast vera að segja allt sem má en gögn segja annað.
Menn segjast skilja mótmæli en aðgerðir þeirra (eða aðgerðaleysi) segja annað.
Menn segja eitt og eru annað.
Þetta er grunntvískinnungur samtímans. Svokallað paradox.
Og maður var orðinn þessu svo samdauna að maður kippti sér ekki upp við það. Ekki fyrr en maður upplifði að þetta fólk hefur áhrif á framtíð manns, standa milli manns og gjaldþrots. Þá hættir manni að vera á sama um paradox stjórnmálanna og vill bara sannleikann, ekki pólitíkina, eki lygarnar og blekkingarnar, ekki valdaleikina og allt hitt.
Bara sannleikann.
Mun a næstunni skrifa pistla um Súrrealista leikhús nútímans - veruleikann
Þ
laugardagur, nóvember 15, 2008
Ég er rokinn út á land.
Bauðst að koma á meðferðarstofnun alkóhólsjúklinga og flytja smá hugvakningu.
Þar sem ég tel mig vera hér á landi til þess að rannsaka fylliríið sem þjóðin er búin að vera á undanfarið fannst mér þetta upplagt.
Ef maður er of lengi á fylleríi, virðir allar viðvaranir að vettugi, ert í fullkominni afneitun á ástandið, ferð ekki eftir læknisráði og drekkur allt frá þér hegina áður en þú leggst inn á vog, þá átu við vandamál að stríða.
Og eftirköstin eru erfið...
Heimsókn á meðferðarheimili er því líkleg besti staðurinn til mikro kosmós rannsókna sem hægt er að finna.
Svo er líka svo gaman að fólki sem búið er að gefast upp í auðmýkt fyrir ástandinu og hefur snúið af fyrri vegi og stefnir nú á að byggja upp í stað þess að halda sig í gamla minstrinu.
Þ
föstudagur, nóvember 14, 2008
já, og by the way
Björgvin segir: "eigum peninga til þess að borga ICE SAVE"og vitnar í Björgólf eldri. Þetta lét bankamálaráðherran í alvöru út úr sér. Og svo eru menn að velta fyrir sér af hverju hann eigi að víkja sæti.
Rétt eins og þegar jón Ásgeir skrifar í blaðinu að eignir hans hafi numið 1200 milljörðum um mitt ár hafa enga þýðingu (markaðir hafa hrunið síðan þá) hefur yfirlýsing Björgólfs í Kastljósi gærkvöldsins enga þýðingu.
Hvað menn áttu fyrir bankahrunið, hvert verðmæti hlutanna var fyrir hrunið hefur enga merkingu í dag. Það kaupir engin fyrirtæki í dag á markaðsvirði af þeirri einföldu ástæðu að þess þarf ekki. Og það borgar engin meira en hann þarf.
Svo er nú hitt að menn eru byrjaðir að búa til pakka sem þeir selja út úr bönkunum, aðallega vinum sínum og félögum. Aldrei hafa aðstæður í íslensku stjórnkerfi boðið upp á meiri spillingu.
Eru eftirlitsstofnanirnar sem flutu sofandi að feigðarósi, með okkur innbirðis, vaknaðar?
Þ
Ég sagðist ætla að þegja.
En er það hægt.
Svona einvhernveginn standa málin fyrir mér:
- 53.363 Íslendingar hafa skrifað undir skjarinn.is og er tilgangurinn þar að draga RÚV af auglýsingamarkaði. Þetta kemur í kjölfar uppsagna allra starfsmanna fyrirtækisins og í stað þess að leggjast í kör þá snúa þeir taflinu við og efna til stærstu undirskriftarsöfnunar í Íslandssögunni. Flott framtak og eftirtektarverður baráttuhugur.
- 4.420 hafa skrifað undir kjosa.is sem snýst um það að knýja stjórnvöld til kosninga. Þegar þetta er skrifað hafa stjórnvöld ekki svarað því hvort boðað verði til kosninga að öðru leyti en því að forsætisráðherra segir að það sé ekki á dagskrá.
Niðurstaðan er sú að rúmlega 10 sinnum fleiri eru tilbúin að leggja nafn sitt við að halda auglýsingarsjónvarpsstöð gangandi en að krefjast þess að hið lýðræðislega gangverk virði vilja fólksins.
Og við erum undrandi á því að það sé komin kreppa?
Þorleifur
miðvikudagur, nóvember 05, 2008
Þetta er mögnuð stund.
Obama er forseti.
Og í fyrsta skipti í langan tíma getur maður hugsað til þessa mikla en skrítna, ljóta en heillandi ríkis með hlýhug og eftirvæntingu.
Það eru nýjir tímar framundan.
Og ég tel að þeir timar hafi hafist þegar John Mccain flutti ræðuna þar sem han gaf kosningarnar. Þetta er ein sú magnaðasta sem ég hef séð.
Innan um fólk sem langaði ekkert annað en að púa á Obama flutti hann göfuga ræðu þar sem hann bað Bandarísku þjóðina að sameinast og standa sem einn maður bakvið forsetann í gegnum þá erfiðu tíma sem framundan eru.
Hann sagðist hafa reynt sitt best en fólkið hafi valið það sem það taldi að væri réttast og því vali myndi hann hlýða.
Maður hugsar nú til annara leiðtoga sem maður myndi óska að sýndu af sér svona stórmennsku.
En sumsé, get farið glaður að sofa í kvöld og hlakkað til morgundagsins, enda nýjir tímar að renna upp.
Því ef Bush gaf okkur eitthvað þá var það langlundargeð. Hann kenndi okkur að það er sama hversu hrikalegir hlutirnar eru, hversu lélegir stjórnmálamennirnar, hversu dimmt útlitið er þá mun sólin alltaf rísa að nýju.
Góðar stundir
Þorleifur
Obama er forseti.
Og í fyrsta skipti í langan tíma getur maður hugsað til þessa mikla en skrítna, ljóta en heillandi ríkis með hlýhug og eftirvæntingu.
Það eru nýjir tímar framundan.
Og ég tel að þeir timar hafi hafist þegar John Mccain flutti ræðuna þar sem han gaf kosningarnar. Þetta er ein sú magnaðasta sem ég hef séð.
Innan um fólk sem langaði ekkert annað en að púa á Obama flutti hann göfuga ræðu þar sem hann bað Bandarísku þjóðina að sameinast og standa sem einn maður bakvið forsetann í gegnum þá erfiðu tíma sem framundan eru.
Hann sagðist hafa reynt sitt best en fólkið hafi valið það sem það taldi að væri réttast og því vali myndi hann hlýða.
Maður hugsar nú til annara leiðtoga sem maður myndi óska að sýndu af sér svona stórmennsku.
En sumsé, get farið glaður að sofa í kvöld og hlakkað til morgundagsins, enda nýjir tímar að renna upp.
Því ef Bush gaf okkur eitthvað þá var það langlundargeð. Hann kenndi okkur að það er sama hversu hrikalegir hlutirnar eru, hversu lélegir stjórnmálamennirnar, hversu dimmt útlitið er þá mun sólin alltaf rísa að nýju.
Góðar stundir
Þorleifur
laugardagur, október 25, 2008
Hin ærandi þögn
Ég hef þagað þunnu hljóði í gegnum hamfarirnar sem nú ganga yfir.
Fyrir þetta hef ég fengið skammir í hattinn í samtölum, bréfum og jafnvel á bloggsíðum vina minna.
En ástæðan er einföld. Maður veit ekki hvað maður á að segja og þegar svo er ástatt þá er betra að þegja (eitthvað mér var ráðlagt ungum en hef ekki tekið upp fyrr en núna)
Samfélagið er líka sneysifullt af skoðunum. Misgáfulegum. Varla er við það bætandi.
En þegar tíminn er réttur mun ég láta í mér heyra, en það verður ekki á þessum vettvangi.
Ég átti að vera í heimsreisu. Það get ég ekki. Ég er Íslendingur. ég er á leiðinni heim.
Þorleifur
Ég hef þagað þunnu hljóði í gegnum hamfarirnar sem nú ganga yfir.
Fyrir þetta hef ég fengið skammir í hattinn í samtölum, bréfum og jafnvel á bloggsíðum vina minna.
En ástæðan er einföld. Maður veit ekki hvað maður á að segja og þegar svo er ástatt þá er betra að þegja (eitthvað mér var ráðlagt ungum en hef ekki tekið upp fyrr en núna)
Samfélagið er líka sneysifullt af skoðunum. Misgáfulegum. Varla er við það bætandi.
En þegar tíminn er réttur mun ég láta í mér heyra, en það verður ekki á þessum vettvangi.
Ég átti að vera í heimsreisu. Það get ég ekki. Ég er Íslendingur. ég er á leiðinni heim.
Þorleifur
laugardagur, október 11, 2008
miðvikudagur, september 24, 2008
Góða kvöldið
Kominn til Berlínar og get ekki anað segt en ég sé farinn að sakna Íslands nú þegar.
Þetta er búið að vera stórkostlegt sumar og ég hef það svo mörgum að þakka.
Elsku krökkunum sem ég vann Vini með og þá sérstaklega honum Símoni sem kallaði mig heim og gaf mér þar með tilgang með því að koma. Vinnan var gefandi, braut niður fordóma, opnaði mér nýjar víddir sem leikstjóri og þar að auki stórkostleg leikferð. Djúpavík gleymst aldrei!
Ekki síður vinum mínum í hádegisdeild Hvíta Hússins. Anna og Sigurjón, Hreizi og Dagur, Sigrún og Brynja, Pétur og Jósi að ógleymdum mönnunum sem kenndu mér svo margt - Ingólfur og Einar Björgvin.
yndislegt að geta eitt smá tíma með Sólveigu og Jósa og pjökkunum tveimur. Vikan sem ég átti þá var mér ómetanleg. Mömmu og pabba, og ekki síst Oddu sys!
ZikZak kom inn í líf mitt fyrir tilstilli örlaganna og þar urðu Grímur, Ottó og hún Hlín yndislega á vegi mínum.
Starri vinur minn hóf ferðalag sem gaman var að fylgjast með.
Gummi kom sterkur inn í lokin.
Stefán birtist að nýju.
Andri Snær opnaði mér nýjar dyr að venju.
Andri hvarf í kreppunni en rétt eins og Þórlindur þá virðist það vera svo að ég sjái þá frekar utan lands en innan, en það þýðir ekki að þeir standi hjarta mínu ekki nærri.
Ætli móment sumarsins hafi þó ekki verið afmælið mitt, fiskisúpan stóð þá rjúkandi á borðinu eftir 30 tíma undirbúning og ég horfi yfir vinahópinn en gat ekki stamað upp orði öðru en því hversu glaður ég er að eiga svona marga og góða vini. Það eru þeir sem gefa lífinu gildi.
Loks er það hún Anna og Flóki litli snillingur. Töfrar sumarsins urðu í návist hennar. Hún veit ekki hversu mikið hún gaf mér, hversu mikla ró hún veitti mér, hversu mikið hún byggði mig upp og hversu mikinn styrk og kærleik ég fann í návist hennar. Henni þakka ég í lok sumars tíma uppgötvanna og gleði.
Ráðstefnan var svo frábær endir á frábæru sumri. Ég fékk að heimsækja gamla tíma fyrir tilstilli vina minn Sollu og Ella og fyrir það verð ég þeim lengi þakklátur. Mikið lærði ég um sjálfan mig með því að heimsækja liðna tíma í núinu.
Fyrir alla hina sem ég hitti bið ég fyrir kveðju, þið eruð hluti af keðju hins líðandi tíma ævinnar og ég hlakka til þess að sjá ykkur öll aftur sem fyrst.
Bestu kv.
Þorleifur
Kominn til Berlínar og get ekki anað segt en ég sé farinn að sakna Íslands nú þegar.
Þetta er búið að vera stórkostlegt sumar og ég hef það svo mörgum að þakka.
Elsku krökkunum sem ég vann Vini með og þá sérstaklega honum Símoni sem kallaði mig heim og gaf mér þar með tilgang með því að koma. Vinnan var gefandi, braut niður fordóma, opnaði mér nýjar víddir sem leikstjóri og þar að auki stórkostleg leikferð. Djúpavík gleymst aldrei!
Ekki síður vinum mínum í hádegisdeild Hvíta Hússins. Anna og Sigurjón, Hreizi og Dagur, Sigrún og Brynja, Pétur og Jósi að ógleymdum mönnunum sem kenndu mér svo margt - Ingólfur og Einar Björgvin.
yndislegt að geta eitt smá tíma með Sólveigu og Jósa og pjökkunum tveimur. Vikan sem ég átti þá var mér ómetanleg. Mömmu og pabba, og ekki síst Oddu sys!
ZikZak kom inn í líf mitt fyrir tilstilli örlaganna og þar urðu Grímur, Ottó og hún Hlín yndislega á vegi mínum.
Starri vinur minn hóf ferðalag sem gaman var að fylgjast með.
Gummi kom sterkur inn í lokin.
Stefán birtist að nýju.
Andri Snær opnaði mér nýjar dyr að venju.
Andri hvarf í kreppunni en rétt eins og Þórlindur þá virðist það vera svo að ég sjái þá frekar utan lands en innan, en það þýðir ekki að þeir standi hjarta mínu ekki nærri.
Ætli móment sumarsins hafi þó ekki verið afmælið mitt, fiskisúpan stóð þá rjúkandi á borðinu eftir 30 tíma undirbúning og ég horfi yfir vinahópinn en gat ekki stamað upp orði öðru en því hversu glaður ég er að eiga svona marga og góða vini. Það eru þeir sem gefa lífinu gildi.
Loks er það hún Anna og Flóki litli snillingur. Töfrar sumarsins urðu í návist hennar. Hún veit ekki hversu mikið hún gaf mér, hversu mikla ró hún veitti mér, hversu mikið hún byggði mig upp og hversu mikinn styrk og kærleik ég fann í návist hennar. Henni þakka ég í lok sumars tíma uppgötvanna og gleði.
Ráðstefnan var svo frábær endir á frábæru sumri. Ég fékk að heimsækja gamla tíma fyrir tilstilli vina minn Sollu og Ella og fyrir það verð ég þeim lengi þakklátur. Mikið lærði ég um sjálfan mig með því að heimsækja liðna tíma í núinu.
Fyrir alla hina sem ég hitti bið ég fyrir kveðju, þið eruð hluti af keðju hins líðandi tíma ævinnar og ég hlakka til þess að sjá ykkur öll aftur sem fyrst.
Bestu kv.
Þorleifur
sunnudagur, september 14, 2008
Góða kvöldið
Ég get ekki orða bundist...
Þegar maður skoðar "mest lesið" listann hjá visir.is þá snúast allir linkarnir að einum undanskildum um nauðganir og misþyrmingar á börnum. Sá eini sem ekki gerir það er video af því þegar einhver hillbillý í BReiðholti tekur upp dráp á mink sem hrökklaðist undan honum inn í sjopu og var þar að manni sýnist barinn til dauða upp við búðarborð.
Síðasta fréttin á vísi og sú nýjasta fjallar um einhvern breskan barnanýðing og er líklega það hryllilegasta sem ég hef lesið á ævinni. Lýsingarnar á því hvað þessi maður gerði börnum, aðallega litlum stúlkum, fengu svo á mig að ég veit varla mitt rjúkandi ráð.
Og það er eins og það sé holskefla af þessum fréttum. Eftir Frizl þá hafa dottið inn fréttir frá Póllandi, Finnlandi og Svíþjóð með svipuðum innilokunarsögum, Eyrarbakki er svo nýjasta dæmið hér heima og svo dælast inn fréttir af þvílíku á visi undanfarið.
Er þetta það að blaðamenn þar hafa allt í einu svona aukinn áhuga á þessu, eða eru erlendir fjölmiðlar og kannski lögreglan að taka betur á þessum málum í kjölfarið á Austurríkisfréttunum?
Hvernig svo sem það er, er þarna ljóstustu mynd af mannlegu samfélagi að finna og ekki get ég dæmt um hvort að þetta hafi verið svona fyrr á öldum en þetta virðist vera landlægt í nútímasamfélaginu.
Og þetta eru undantekningalaust karlmenn að fá útrás fyrir hvatir sínar á þeim sem minnst meiga sín.
Ekki veit ég hvað hægt er að gera í þessu en þratt fyrir frjálshyggjuleg sjónarmið mín þá fer maður að velta fyrir sér gerræðislegum lausnum á þessu, því að svona viðbjóða ætti ekki nokkurt barn að þurfa að þola.
Reiðilestri líkur
Þorleifur
Ég get ekki orða bundist...
Þegar maður skoðar "mest lesið" listann hjá visir.is þá snúast allir linkarnir að einum undanskildum um nauðganir og misþyrmingar á börnum. Sá eini sem ekki gerir það er video af því þegar einhver hillbillý í BReiðholti tekur upp dráp á mink sem hrökklaðist undan honum inn í sjopu og var þar að manni sýnist barinn til dauða upp við búðarborð.
Síðasta fréttin á vísi og sú nýjasta fjallar um einhvern breskan barnanýðing og er líklega það hryllilegasta sem ég hef lesið á ævinni. Lýsingarnar á því hvað þessi maður gerði börnum, aðallega litlum stúlkum, fengu svo á mig að ég veit varla mitt rjúkandi ráð.
Og það er eins og það sé holskefla af þessum fréttum. Eftir Frizl þá hafa dottið inn fréttir frá Póllandi, Finnlandi og Svíþjóð með svipuðum innilokunarsögum, Eyrarbakki er svo nýjasta dæmið hér heima og svo dælast inn fréttir af þvílíku á visi undanfarið.
Er þetta það að blaðamenn þar hafa allt í einu svona aukinn áhuga á þessu, eða eru erlendir fjölmiðlar og kannski lögreglan að taka betur á þessum málum í kjölfarið á Austurríkisfréttunum?
Hvernig svo sem það er, er þarna ljóstustu mynd af mannlegu samfélagi að finna og ekki get ég dæmt um hvort að þetta hafi verið svona fyrr á öldum en þetta virðist vera landlægt í nútímasamfélaginu.
Og þetta eru undantekningalaust karlmenn að fá útrás fyrir hvatir sínar á þeim sem minnst meiga sín.
Ekki veit ég hvað hægt er að gera í þessu en þratt fyrir frjálshyggjuleg sjónarmið mín þá fer maður að velta fyrir sér gerræðislegum lausnum á þessu, því að svona viðbjóða ætti ekki nokkurt barn að þurfa að þola.
Reiðilestri líkur
Þorleifur
þriðjudagur, ágúst 19, 2008
miðvikudagur, júlí 23, 2008
Frá Grundarfirðinum
Ég hef alltaf verið haldinn fordómum út í grundarfjörð. Veit ekki af hverju, kannski er það nafnið, kannski þessi óhuggulega vondi matur sem ég át hér að kvöldlagi um árið, kannski inngróinn plebbismi þess sem alinn er upp á mölinni í 101 eða kannski bara hreinir fordómar.
Hvað sem því líður þá hef ég neyðst til þess að endurskoða þessa afstöðu mína. Ég er sumsé staddur á Grundarfirði og hef sjaldan átt betri daga.
Ef einhver hefði sagt mér að ég myndi eyða fyrstu dögum nýss áratugar í lífi mínu hér í þessu pleisi þá hefði ég umsvifalaust afskrifað viðkomandi sem sjúkling en ætli það sé ekki ég sem er sjúkilingurinn...
Í mér hefur blundað fjallagarpur mikill um ómuna tíð. Blundað svo sterkt reyndar að hans hefur vart orðið var, svona nema rétt í morgunsárið þegar ég lít um um gluggan á kompunni í 101 og sé falleg fjöllin í fjarska.
En hann var vakinn með látum hér í fyrradag þegar lagt var á helgrindur í rigningu og þoku. Ég gekk með vinkonu minni upp á þetta mikilúðuga fjall og þvílíkt ævintýraland sem finna má í háum hlíðum fjallsins.
Eltum fossarunu upp (enda þokan svo stíf að skyggnið var sama sem ekkert) og við hvern foss sem birtist úr móðunni tókum við andköf. Fossarnir runnu niður hlíðarnar í ótrúlegri sinfóníu græns, rauðs og guls mosa. Steinarnir tóku á sig svart sigg sem gerði á dularfyllri og stungu þeir í augun mitt í þessum litakonsert og minntu okkur á að þeirra er tíminn - við erum hér bara í heimsókn.
Miðja leið upp stóð svo stór klettur uppúr jafnsléttunni. Ekki var nokkur leið að sjá hvaðan þessi klettur hefði getað komist þangað, of langt var í hlíðina en passaði hann þó ekki í umhverfi sitt.
Ég ákvað að þarna stæðum við við fjallshjarta. Einu ummerkin sem eftir væru af fjalli sem þar hefði staðið. Tíminn, vindurinn og vatnið hefðu sorfið fjallið niður og eftir stæði ekkert nema þessi klettur, tímaklettur, eilífðarklettur.
Ég faðmaði tímaklettinn í nokkrun tíma og hlustaði eftir enduróm aldanna.
Ég sver það að ég heyrði það.
Þorleifur
Ég hef alltaf verið haldinn fordómum út í grundarfjörð. Veit ekki af hverju, kannski er það nafnið, kannski þessi óhuggulega vondi matur sem ég át hér að kvöldlagi um árið, kannski inngróinn plebbismi þess sem alinn er upp á mölinni í 101 eða kannski bara hreinir fordómar.
Hvað sem því líður þá hef ég neyðst til þess að endurskoða þessa afstöðu mína. Ég er sumsé staddur á Grundarfirði og hef sjaldan átt betri daga.
Ef einhver hefði sagt mér að ég myndi eyða fyrstu dögum nýss áratugar í lífi mínu hér í þessu pleisi þá hefði ég umsvifalaust afskrifað viðkomandi sem sjúkling en ætli það sé ekki ég sem er sjúkilingurinn...
Í mér hefur blundað fjallagarpur mikill um ómuna tíð. Blundað svo sterkt reyndar að hans hefur vart orðið var, svona nema rétt í morgunsárið þegar ég lít um um gluggan á kompunni í 101 og sé falleg fjöllin í fjarska.
En hann var vakinn með látum hér í fyrradag þegar lagt var á helgrindur í rigningu og þoku. Ég gekk með vinkonu minni upp á þetta mikilúðuga fjall og þvílíkt ævintýraland sem finna má í háum hlíðum fjallsins.
Eltum fossarunu upp (enda þokan svo stíf að skyggnið var sama sem ekkert) og við hvern foss sem birtist úr móðunni tókum við andköf. Fossarnir runnu niður hlíðarnar í ótrúlegri sinfóníu græns, rauðs og guls mosa. Steinarnir tóku á sig svart sigg sem gerði á dularfyllri og stungu þeir í augun mitt í þessum litakonsert og minntu okkur á að þeirra er tíminn - við erum hér bara í heimsókn.
Miðja leið upp stóð svo stór klettur uppúr jafnsléttunni. Ekki var nokkur leið að sjá hvaðan þessi klettur hefði getað komist þangað, of langt var í hlíðina en passaði hann þó ekki í umhverfi sitt.
Ég ákvað að þarna stæðum við við fjallshjarta. Einu ummerkin sem eftir væru af fjalli sem þar hefði staðið. Tíminn, vindurinn og vatnið hefðu sorfið fjallið niður og eftir stæði ekkert nema þessi klettur, tímaklettur, eilífðarklettur.
Ég faðmaði tímaklettinn í nokkrun tíma og hlustaði eftir enduróm aldanna.
Ég sver það að ég heyrði það.
Þorleifur
fimmtudagur, júlí 17, 2008
Fyrst ég er hér...
Maður er orðinn 30 ára. Maður minn lifandi. Þetta er náttúrulega hrikalegt. Eða stórkostlegt. Eða bæði. Eða hvorugt.
Mér finnst satt best að segja bara ekki nokkur breyting á mér. Ég er eiginlega spældur ef eitthvað.
Ég hefði eiginlega á tilfinningunna að þetta ætti að vera svona transformational móment, en svo er þetta bara eins og hver annar dagu, byrjar vel endar vel og slatti af hlutum sem gerast inn á milli.
Annars er ég að leikstýra nýju verki, alveg ferlega skemmtilegu verki. Það er einhver óræð vídd í verkinu sem ferlega gaman og hvertjandi er að vinna með.
Einnig er óhugnanlega gaman að vinna með ungum íslenskum leikurum (þetta er reyndar einn af pörkunum að vera orðinn þrítugur, maður getur farið að tala niður til fólks sem ekki er komið á fertugsaldurinn). Ekki bara að vinna loks aftur á sínu ilhlýra heldur er einhver geipileg orka, óbeisluð en heillandi sem ég dregst að.
Já, eins og margsagt er...
Ef þetta er bara ekki stórgott alltsaman, þá veit ég ekki hvað gæti verið það...
Njótið dagsins.
Þorleifur
Maður er orðinn 30 ára. Maður minn lifandi. Þetta er náttúrulega hrikalegt. Eða stórkostlegt. Eða bæði. Eða hvorugt.
Mér finnst satt best að segja bara ekki nokkur breyting á mér. Ég er eiginlega spældur ef eitthvað.
Ég hefði eiginlega á tilfinningunna að þetta ætti að vera svona transformational móment, en svo er þetta bara eins og hver annar dagu, byrjar vel endar vel og slatti af hlutum sem gerast inn á milli.
Annars er ég að leikstýra nýju verki, alveg ferlega skemmtilegu verki. Það er einhver óræð vídd í verkinu sem ferlega gaman og hvertjandi er að vinna með.
Einnig er óhugnanlega gaman að vinna með ungum íslenskum leikurum (þetta er reyndar einn af pörkunum að vera orðinn þrítugur, maður getur farið að tala niður til fólks sem ekki er komið á fertugsaldurinn). Ekki bara að vinna loks aftur á sínu ilhlýra heldur er einhver geipileg orka, óbeisluð en heillandi sem ég dregst að.
Já, eins og margsagt er...
Ef þetta er bara ekki stórgott alltsaman, þá veit ég ekki hvað gæti verið það...
Njótið dagsins.
Þorleifur
sunnudagur, júlí 06, 2008
Það meikar ekkert sens að ég sé hér
ég meina, ég las það í bók einhversstaðar að ef við værum tekin í sundur atóm fyrir atóm (ég myndi reyndar vilja sjá flísatöngina sem gæti það...) þá myndi liggja eftir okkur hrúga af dauðum atómum.
Og ekki nóg með það, ekki væru öll atómin dauð, heldur hefðu þau aldrei verið lifandi!
Sumsé, ég er samsettur úr dauðum atómum og því er það í raun kraftaverk að ég skuli vera að skrifa þessi orð og hlustandi á úrslitaleik Wimbledon í útvarpinu sem maður getur fundið á þessu magnaða ósýnilega neti, sem líka er og hefur alltaf verið dautt. Og segið svo að ég geti ekki multi-taskað.
Ég er sumsé dauður og lifandi - samtímis.
Og dauða atómin mín voru kannski einhvertímann í heimsókn á plánetunni xhtty449877 í úrgala vetrarbrautinni, talandi um að vera hluti af einhverju stærra, eða líða stundum ekki heima sjá sér í sófanum sínum.
Dauðlifandi horfi ég svo upp í stjörnurnar og hugsa - mikið væri gaman að komast þangað. Stuttu seinni fylgir hugsunin, hvernig ætli það sé að stunda kynlíf í 0 þyngdarafli...
Eða kannski er þetta minning, kannski hef ég sem intergalatískur úrapi einhvertímann stundað kynmök þarna og sakna þess, en það er lokað inn í undirmeðvitundinni (sem ég veit ennþá minna um en Freud, og hef þó prufað kókaín) og ég skil því ekki tilfinninguna og hugsa með mér... humm...djöfull væri gaman að kunna að fljúga í geimnum. Svona eru minningarnar, eg sakna þess sem ég man ekki eftir af hafa gert...
Og ef það er ekki nóg þá pælið í þessu.
Sá sem skrifar þessi orð tilheyrir tegund sem skreið úr hafinu og þar sem sjóndeildarhringurinnar er svo leiðinlega takmarkandi þá skreið tegundin upp í tré. Eftir nokkur þúsund ár, hafandi þróað upp þumal til þess að hanga betur, þá fór tegundinni að leiðast og stökk niður aftur og fór á flakk.
Hún svo reið og drap sig í gegnum nokkrar heimsálfur, lærði að veiða saman og kveikja í trjám (þakklæti það) og lifði þannig af ís sem reyndi að frysta undan henni, og þegar ísinn gafst upp og varð að stöðuvötnum og drullupyttum þá fór tegundin aftur af stað og fann loks land langt langt í burtu sem hafði fundið upp púður, en notaði það bara til þess að skemmta sér með flugeldum, tók púðrið og lærði að drepa aðra af tegundinni sinni. Þetta var gaman í nokkurn tíma en þá fór tegundinni að leiðast. Hún var búin að prufa hafið (boring og dimmt), trén (lonely) og það voru því fáir staðir eftir til þess að finna og eyðileggja. Reyndi við tunglið en komst bara upp á sprengisand.
Á meðan vorum við nú samt búin að búa til sprengju sem getur eytt öllu, líka atómunum (sem ég býst við að væri reyndar saman) og ákvaðum að leiðin til þess að nota þær ekki væru að búa til ógeðslega margar og miða þeim hvor á aðra.
Vorum líka búin að búa til vélar sem fara rosa hratt en eyðileggja samt plánetuna í leiðinni (annarra manna vandamál).
Já, þessi tegund var bara í stuði...
Miðað við dauða tegund hefur hún verið ansi dugleg. Alltaf að leita að nýjum stöðum til þess að upplifa og svo eyðileggja. En kannski er það ekki skrýtið, enda er hún dauð.
Og loks situr eitt eintak af henni á kaffihúsi í Berlín og er ekki alveg að ná þessu. En nýtur þess samt...
Svo ég vitni nú aftur í KV...and so it goes!
Þorleifur
PS: Ég fer nú ekki einu sinni út í það að upphafið var Búmmsalabúmm og úr engu varð eitthvað - ansi stórt eitthvað
ég meina, ég las það í bók einhversstaðar að ef við værum tekin í sundur atóm fyrir atóm (ég myndi reyndar vilja sjá flísatöngina sem gæti það...) þá myndi liggja eftir okkur hrúga af dauðum atómum.
Og ekki nóg með það, ekki væru öll atómin dauð, heldur hefðu þau aldrei verið lifandi!
Sumsé, ég er samsettur úr dauðum atómum og því er það í raun kraftaverk að ég skuli vera að skrifa þessi orð og hlustandi á úrslitaleik Wimbledon í útvarpinu sem maður getur fundið á þessu magnaða ósýnilega neti, sem líka er og hefur alltaf verið dautt. Og segið svo að ég geti ekki multi-taskað.
Ég er sumsé dauður og lifandi - samtímis.
Og dauða atómin mín voru kannski einhvertímann í heimsókn á plánetunni xhtty449877 í úrgala vetrarbrautinni, talandi um að vera hluti af einhverju stærra, eða líða stundum ekki heima sjá sér í sófanum sínum.
Dauðlifandi horfi ég svo upp í stjörnurnar og hugsa - mikið væri gaman að komast þangað. Stuttu seinni fylgir hugsunin, hvernig ætli það sé að stunda kynlíf í 0 þyngdarafli...
Eða kannski er þetta minning, kannski hef ég sem intergalatískur úrapi einhvertímann stundað kynmök þarna og sakna þess, en það er lokað inn í undirmeðvitundinni (sem ég veit ennþá minna um en Freud, og hef þó prufað kókaín) og ég skil því ekki tilfinninguna og hugsa með mér... humm...djöfull væri gaman að kunna að fljúga í geimnum. Svona eru minningarnar, eg sakna þess sem ég man ekki eftir af hafa gert...
Og ef það er ekki nóg þá pælið í þessu.
Sá sem skrifar þessi orð tilheyrir tegund sem skreið úr hafinu og þar sem sjóndeildarhringurinnar er svo leiðinlega takmarkandi þá skreið tegundin upp í tré. Eftir nokkur þúsund ár, hafandi þróað upp þumal til þess að hanga betur, þá fór tegundinni að leiðast og stökk niður aftur og fór á flakk.
Hún svo reið og drap sig í gegnum nokkrar heimsálfur, lærði að veiða saman og kveikja í trjám (þakklæti það) og lifði þannig af ís sem reyndi að frysta undan henni, og þegar ísinn gafst upp og varð að stöðuvötnum og drullupyttum þá fór tegundin aftur af stað og fann loks land langt langt í burtu sem hafði fundið upp púður, en notaði það bara til þess að skemmta sér með flugeldum, tók púðrið og lærði að drepa aðra af tegundinni sinni. Þetta var gaman í nokkurn tíma en þá fór tegundinni að leiðast. Hún var búin að prufa hafið (boring og dimmt), trén (lonely) og það voru því fáir staðir eftir til þess að finna og eyðileggja. Reyndi við tunglið en komst bara upp á sprengisand.
Á meðan vorum við nú samt búin að búa til sprengju sem getur eytt öllu, líka atómunum (sem ég býst við að væri reyndar saman) og ákvaðum að leiðin til þess að nota þær ekki væru að búa til ógeðslega margar og miða þeim hvor á aðra.
Vorum líka búin að búa til vélar sem fara rosa hratt en eyðileggja samt plánetuna í leiðinni (annarra manna vandamál).
Já, þessi tegund var bara í stuði...
Miðað við dauða tegund hefur hún verið ansi dugleg. Alltaf að leita að nýjum stöðum til þess að upplifa og svo eyðileggja. En kannski er það ekki skrýtið, enda er hún dauð.
Og loks situr eitt eintak af henni á kaffihúsi í Berlín og er ekki alveg að ná þessu. En nýtur þess samt...
Svo ég vitni nú aftur í KV...and so it goes!
Þorleifur
PS: Ég fer nú ekki einu sinni út í það að upphafið var Búmmsalabúmm og úr engu varð eitthvað - ansi stórt eitthvað
Sunnudagur til hugsa...
Kurt Vonnagut skrifaði um mótmælin gegn Víetnamstríðinu:
"We might as well have been throwing cream pies"
Ég er ósammála honum.
Ég er svona í meginatriðum afar hlynntur mótmælum. Þar kemur vilji minnihlutans oftar en ekki í ljós (og reyndar stundum meirihlutans). En það er misskilningur að halda að mótmæli eins og sér breyti einhverju.
Það væru bærileg stjórnmálin sem myndu skipta um stefnu við hver mótmæli.
Mótsögnin í nútíma stjórnmálum, og líklega stjórnmálum allra tíma, er að þau eiga að leiða landið áfram en a á sama tíma að fylgja vilja fólksins í dag. Og þegar maður leiðir þá þarf maður stundum að taka erfiðar ákvarðanir sem hvorki eru vinsælar né hugsefjandi - en kannski það sem heildinni er fyrir bestu þegar fram líða stundir.
Gott dæmi um þetta eru fríverslunarsamningar. Þeim er iðulega mótmælt hatrammlega heima fyrir en í lengra tíma perspektívi koma þeir hagkerfum þeirra þjóða sem landamæri sín opna oftar en ekki vel.
Þarna takast á skamtíma og langtíma hagsmunir. Þeir sem gætu misst vinnuna sína daginn eftir undirskrift eru vissulega á móti, því að þar er verið að tala um brauðið í næstu viku. Visslega hugnast þeim ekki að þurfa að takast á við óvissu nýss starfsvettvangs, læra nýja atvinnuhætti eða skipta um frama.
En þarna er verið að horfa til lengri tíma. Það sem ódýrara er að framleiða annars staðar á að framleiðast annars staðar og þá geta þeir sem heima eru einbeitt sér að því sem þeir eru bestir í.
Og það kemur þeim sem fáí kjölfarið að framleiða í löndum sem stödd eru nær iðnbyltingunni vel, enda koma þau löndum sínum í vinnu, þeir læra hæfni og geta því farið að byggja grunn til þess að byggja velmegun á.
Opin landamæri koma því öllum vel, og á að gerast þrátt fyrir mótstöðu heima fyrir.
Mótmæli gegn þessu, eins og eru að hefjast í G8 fundinum í Japan um þessar mundir, eru engu að síður miklvæg því að ríkisstjórnir verða að passa það að hafa uppbyggingu eigin landa, eigin þegna í huga þegar þau opna landamæri sín. Það er ekki bara hægt að skilja fólk eftir úti í kuldanum.
En að mótmælum...
Mótmæli eins og þau sem nú standa fyrir höndum í Japan eru í raun merkingarlaus því að bakvið þau standa hundruðir hópa sem hver er með sitt eigið agenda. Það er engin einn skilgreindur vilji sem stýrir ferð og rétt eins og þegar keyrt er um í ókunnri borg, þá minnka líkurnar á því að komast á áfangastað eftir því sem fleiri eru við stýrið. Þessi mótmæli munu því engu skila.
Á hinn bógin geta mótmæli byggð á skýrum vilja skilað heilmiklu, og þar tel ég að Vonnagut vanmeti eigið ágæti sem og sammótmælenda sinna.
mótmælin gegn Írak stoppuðu ekki Íraksstríðið, enda datt engum heilvita manni í hug að slíkt myndi takast. En það sem þau skiluðu var að ólíkt í fyrra persaflóastríðinu, þar sem BNA teppalagði borgir og sveitir með sprengjum sínum, þá urðu þau, vegna þrýstings reiðs massa þegna þeirra, til þess að einbeita sér að hernaðarlegum skotmörkum.
Auðvitað klúðruðu þau því á köflum en fengu það líka rækilega borgað.
Stjórnmálamennirnir sem fóru inn á fölskum forsendum eru nú allir meira og minna farnir úr embættum við litlar vinsældir. Blair í Englandi, Bush situr getulaus í hvíta húsinu og engin vill hlusta á hann, Howard í Ástralíu, Davíð og Halldór á fróni.
Þetta er að hluta til afrakstur mótmælanna.
Færri dóu í stríðinu sjálfu og þeir sem báru ábyrgðina hafa lognað útaf og horfið af sjónarsviðinu.
En kannski er Vonnagut á réttum nótum þegar hann segir að við hendum kremkökum, enda hafa kjósendur gert það - þar sem það á best við - í kjörklefunum.
Þorleifur
Kurt Vonnagut skrifaði um mótmælin gegn Víetnamstríðinu:
"We might as well have been throwing cream pies"
Ég er ósammála honum.
Ég er svona í meginatriðum afar hlynntur mótmælum. Þar kemur vilji minnihlutans oftar en ekki í ljós (og reyndar stundum meirihlutans). En það er misskilningur að halda að mótmæli eins og sér breyti einhverju.
Það væru bærileg stjórnmálin sem myndu skipta um stefnu við hver mótmæli.
Mótsögnin í nútíma stjórnmálum, og líklega stjórnmálum allra tíma, er að þau eiga að leiða landið áfram en a á sama tíma að fylgja vilja fólksins í dag. Og þegar maður leiðir þá þarf maður stundum að taka erfiðar ákvarðanir sem hvorki eru vinsælar né hugsefjandi - en kannski það sem heildinni er fyrir bestu þegar fram líða stundir.
Gott dæmi um þetta eru fríverslunarsamningar. Þeim er iðulega mótmælt hatrammlega heima fyrir en í lengra tíma perspektívi koma þeir hagkerfum þeirra þjóða sem landamæri sín opna oftar en ekki vel.
Þarna takast á skamtíma og langtíma hagsmunir. Þeir sem gætu misst vinnuna sína daginn eftir undirskrift eru vissulega á móti, því að þar er verið að tala um brauðið í næstu viku. Visslega hugnast þeim ekki að þurfa að takast á við óvissu nýss starfsvettvangs, læra nýja atvinnuhætti eða skipta um frama.
En þarna er verið að horfa til lengri tíma. Það sem ódýrara er að framleiða annars staðar á að framleiðast annars staðar og þá geta þeir sem heima eru einbeitt sér að því sem þeir eru bestir í.
Og það kemur þeim sem fáí kjölfarið að framleiða í löndum sem stödd eru nær iðnbyltingunni vel, enda koma þau löndum sínum í vinnu, þeir læra hæfni og geta því farið að byggja grunn til þess að byggja velmegun á.
Opin landamæri koma því öllum vel, og á að gerast þrátt fyrir mótstöðu heima fyrir.
Mótmæli gegn þessu, eins og eru að hefjast í G8 fundinum í Japan um þessar mundir, eru engu að síður miklvæg því að ríkisstjórnir verða að passa það að hafa uppbyggingu eigin landa, eigin þegna í huga þegar þau opna landamæri sín. Það er ekki bara hægt að skilja fólk eftir úti í kuldanum.
En að mótmælum...
Mótmæli eins og þau sem nú standa fyrir höndum í Japan eru í raun merkingarlaus því að bakvið þau standa hundruðir hópa sem hver er með sitt eigið agenda. Það er engin einn skilgreindur vilji sem stýrir ferð og rétt eins og þegar keyrt er um í ókunnri borg, þá minnka líkurnar á því að komast á áfangastað eftir því sem fleiri eru við stýrið. Þessi mótmæli munu því engu skila.
Á hinn bógin geta mótmæli byggð á skýrum vilja skilað heilmiklu, og þar tel ég að Vonnagut vanmeti eigið ágæti sem og sammótmælenda sinna.
mótmælin gegn Írak stoppuðu ekki Íraksstríðið, enda datt engum heilvita manni í hug að slíkt myndi takast. En það sem þau skiluðu var að ólíkt í fyrra persaflóastríðinu, þar sem BNA teppalagði borgir og sveitir með sprengjum sínum, þá urðu þau, vegna þrýstings reiðs massa þegna þeirra, til þess að einbeita sér að hernaðarlegum skotmörkum.
Auðvitað klúðruðu þau því á köflum en fengu það líka rækilega borgað.
Stjórnmálamennirnir sem fóru inn á fölskum forsendum eru nú allir meira og minna farnir úr embættum við litlar vinsældir. Blair í Englandi, Bush situr getulaus í hvíta húsinu og engin vill hlusta á hann, Howard í Ástralíu, Davíð og Halldór á fróni.
Þetta er að hluta til afrakstur mótmælanna.
Færri dóu í stríðinu sjálfu og þeir sem báru ábyrgðina hafa lognað útaf og horfið af sjónarsviðinu.
En kannski er Vonnagut á réttum nótum þegar hann segir að við hendum kremkökum, enda hafa kjósendur gert það - þar sem það á best við - í kjörklefunum.
Þorleifur
laugardagur, júlí 05, 2008
Kallað úr rólegheitunum....
Mikið óskaplega er gaman að gera lítið sem ekki neitt. Hefði ég vitað þetta hefði ég hingað til gert mun meira af þessu.
Maður hefur allt í einu tíma til þess að vera, hugsa, pæla, gagnrýna, hugsa ekki, spóka mig, sólbaðast, lesa Kurt Vonnagut, lesa leikrit, pirra sig á því að vera ekki að gera neitt af viti, fundast og hitta fólk.
En aðallega bara að vera...
Ég komst að því í fyrradag að næstu 8 mánuðir hjá mér eru ein allsherjar afslöppun. Ég skil ekki að ég hafi ekki komist að þessu fyrr, en þessi staðreynd kom algjörlega í bakið á mér.
Ég er búinn að vera í skóla undanfarin 3 ár, þar á undan 2 ár þar sem ég var úti í atvinnulífinu og auðvitað alltaf eitthvað að bralla, og svo 4 ár þar á undan var ég í skóla. Þannig ég er búinn að vera í skóla og vinnu undanfarin 9 ár. (Svo ég tali nú ekki um tímabilið þar á undan þar sem ég var fullur og ómögulegur og því ekki margt að frétta af því tímabili).
Og þetta hefur einhvernveginn gengið meira og minna af sjálfu sér og því var ég ekkert að reyna að fylla þennan tíma, gerði bara ráð fyrir því að það myndi gerast. En svo gerðist það ekki og ég horfi fram á eigin tíma, minn tíma, þar sem ég get gert það sem ég vill!
Og ég ætla mér að nýta þennan tíma, ekki fylla hann af vinnu og hlaupum og stressi og rugli, ég ætla bara að reyna að vera. Og gera það vel!
-------------
Enda kominn tími á það að taka sér frí frá Þjóðverjunum.
Það kemur sá tímapunktur að maður fær eiginlega nóg af þeim. Ekki hafði það mikil áhrif á mig rétt áðan þegar konurnar á næsta borði færðu sig - með svip - af því að ég var að skypast...upphátt.
Eða þegar þjóðverjinn á næsti borði í gær sagðist ekki hafa áhuga á því að hlusta á samtöl mín og ég bað því vinsamlegast um að hætta að hlera.
en svo koma svona sólarmómentin inn á milli.
Ég á tvö.
Annars vegar þegar ég var að hjóla á gagnstéttinni. Það þarf líklega ekki að taka það fram að þetta er STRANGLEGA BANNAÐ hér. Svo bannað að systir mín var einu sinni felld af hjóli sínu af gamalli konu sem skellti innkaupakerunni sinni undir hjólið hennar þannig hún steyptist fram fyrir sig. Og þar sem hún lá í blóði sínu, grátandi í sjokki hélt sú gamla yfir henni ræðu. En sumse...
Ég var að hjóla og sá að framundan var lítill strákur með mömmu sinni. Verandi annálað góðmenni og skilningsseggur, þá stoppaði ég hjólið og steig af því svo ekki myndi ég keyra barnið niður. Móðir hans gekk framhjá og leit á mig. Hugsaði sig um og ákvað svo að ég væri greinilega þess virði að kenna mér smá lexíu.
"Gatan er þarna" sagði hún (á þýsku auðvitað)
"Ég veit, ég sá drengin þinn og þess vegna stoppaði ég hjólið" SVaraði ég brosandi eins og engill
"En, Gatan er þarna" sagði hún aftur
"Ég veit, en..."
"Gatan er þarna!" hvesti hún þá
Og var mér þá nóg borið. Þetta var bara svo ótrúlegt að mér datt ekkert annað í hug en
"Mímímímí"
"En..."
"Mímímímí etc.."
Og ég hélt svona áfram þangað til móðirin labbaði í burtu og vissi hvorki þennan heim né annan.
En þetta er ekki uppáhaldsatvikið mitt, það gerist í fyrradag.
Ég var að keyra og kom þar að er flutningabíll hafði lagt öðru megin í götuna. Ég sá að það var bíll að koma úr hinni áttinni en ég væri langt á udan honum. Ég stakk mér því yfir á hinn vegarhelminginn og skaust af stað (enda á tryllitæki). Ég hafði eitthvað misreiknað mig því að þegar ég var kominn að enda flutningabílsins þá var hinn kominn að. Og til þess að kenna mér lexíu þá keyrði hann lengra og lokaði leiðinni. Nú sat þjóðerjinn glottandi í mórölskum yfirburðum sínum. Ég hélt áfram til þess að þvinga hann til þess að bakka enda hefði ég annars þurft að bakka 50 metra (þetta var langur flutningabíll). Þjóðverjinn sá skynsemina í þessu en til þess að ég lærði nú örugglega af þessu ákvað hann að blikka á mig ljósunum, svona ef ég væri ekki búinn að fatta að hann hefði haft rétt fyrir sér!
Hann var sumsé að bakka og blikka þegar það heyrist skerandi hljóð. Þjóðverjinn hafði keyrt á hjólreiðamann sem var bakvið hann og rústað hjólinu hans.
Þar sem ég keyrði hlægjandi í burtu (eftir af hafa staðist freistinguna að stoppa og útskýra fyrir þjóðverjanum hvað væri svona skemmtilegt) sá ég hann stíga út undir fyrirlestri reiða hjólreiðamannsins.
Oh, hvað er stundum gaman að vera til!
Kem svo heim á föstudaginn!!!
HÚRRA
Þorleifur
Mikið óskaplega er gaman að gera lítið sem ekki neitt. Hefði ég vitað þetta hefði ég hingað til gert mun meira af þessu.
Maður hefur allt í einu tíma til þess að vera, hugsa, pæla, gagnrýna, hugsa ekki, spóka mig, sólbaðast, lesa Kurt Vonnagut, lesa leikrit, pirra sig á því að vera ekki að gera neitt af viti, fundast og hitta fólk.
En aðallega bara að vera...
Ég komst að því í fyrradag að næstu 8 mánuðir hjá mér eru ein allsherjar afslöppun. Ég skil ekki að ég hafi ekki komist að þessu fyrr, en þessi staðreynd kom algjörlega í bakið á mér.
Ég er búinn að vera í skóla undanfarin 3 ár, þar á undan 2 ár þar sem ég var úti í atvinnulífinu og auðvitað alltaf eitthvað að bralla, og svo 4 ár þar á undan var ég í skóla. Þannig ég er búinn að vera í skóla og vinnu undanfarin 9 ár. (Svo ég tali nú ekki um tímabilið þar á undan þar sem ég var fullur og ómögulegur og því ekki margt að frétta af því tímabili).
Og þetta hefur einhvernveginn gengið meira og minna af sjálfu sér og því var ég ekkert að reyna að fylla þennan tíma, gerði bara ráð fyrir því að það myndi gerast. En svo gerðist það ekki og ég horfi fram á eigin tíma, minn tíma, þar sem ég get gert það sem ég vill!
Og ég ætla mér að nýta þennan tíma, ekki fylla hann af vinnu og hlaupum og stressi og rugli, ég ætla bara að reyna að vera. Og gera það vel!
-------------
Enda kominn tími á það að taka sér frí frá Þjóðverjunum.
Það kemur sá tímapunktur að maður fær eiginlega nóg af þeim. Ekki hafði það mikil áhrif á mig rétt áðan þegar konurnar á næsta borði færðu sig - með svip - af því að ég var að skypast...upphátt.
Eða þegar þjóðverjinn á næsti borði í gær sagðist ekki hafa áhuga á því að hlusta á samtöl mín og ég bað því vinsamlegast um að hætta að hlera.
en svo koma svona sólarmómentin inn á milli.
Ég á tvö.
Annars vegar þegar ég var að hjóla á gagnstéttinni. Það þarf líklega ekki að taka það fram að þetta er STRANGLEGA BANNAÐ hér. Svo bannað að systir mín var einu sinni felld af hjóli sínu af gamalli konu sem skellti innkaupakerunni sinni undir hjólið hennar þannig hún steyptist fram fyrir sig. Og þar sem hún lá í blóði sínu, grátandi í sjokki hélt sú gamla yfir henni ræðu. En sumse...
Ég var að hjóla og sá að framundan var lítill strákur með mömmu sinni. Verandi annálað góðmenni og skilningsseggur, þá stoppaði ég hjólið og steig af því svo ekki myndi ég keyra barnið niður. Móðir hans gekk framhjá og leit á mig. Hugsaði sig um og ákvað svo að ég væri greinilega þess virði að kenna mér smá lexíu.
"Gatan er þarna" sagði hún (á þýsku auðvitað)
"Ég veit, ég sá drengin þinn og þess vegna stoppaði ég hjólið" SVaraði ég brosandi eins og engill
"En, Gatan er þarna" sagði hún aftur
"Ég veit, en..."
"Gatan er þarna!" hvesti hún þá
Og var mér þá nóg borið. Þetta var bara svo ótrúlegt að mér datt ekkert annað í hug en
"Mímímímí"
"En..."
"Mímímímí etc.."
Og ég hélt svona áfram þangað til móðirin labbaði í burtu og vissi hvorki þennan heim né annan.
En þetta er ekki uppáhaldsatvikið mitt, það gerist í fyrradag.
Ég var að keyra og kom þar að er flutningabíll hafði lagt öðru megin í götuna. Ég sá að það var bíll að koma úr hinni áttinni en ég væri langt á udan honum. Ég stakk mér því yfir á hinn vegarhelminginn og skaust af stað (enda á tryllitæki). Ég hafði eitthvað misreiknað mig því að þegar ég var kominn að enda flutningabílsins þá var hinn kominn að. Og til þess að kenna mér lexíu þá keyrði hann lengra og lokaði leiðinni. Nú sat þjóðerjinn glottandi í mórölskum yfirburðum sínum. Ég hélt áfram til þess að þvinga hann til þess að bakka enda hefði ég annars þurft að bakka 50 metra (þetta var langur flutningabíll). Þjóðverjinn sá skynsemina í þessu en til þess að ég lærði nú örugglega af þessu ákvað hann að blikka á mig ljósunum, svona ef ég væri ekki búinn að fatta að hann hefði haft rétt fyrir sér!
Hann var sumsé að bakka og blikka þegar það heyrist skerandi hljóð. Þjóðverjinn hafði keyrt á hjólreiðamann sem var bakvið hann og rústað hjólinu hans.
Þar sem ég keyrði hlægjandi í burtu (eftir af hafa staðist freistinguna að stoppa og útskýra fyrir þjóðverjanum hvað væri svona skemmtilegt) sá ég hann stíga út undir fyrirlestri reiða hjólreiðamannsins.
Oh, hvað er stundum gaman að vera til!
Kem svo heim á föstudaginn!!!
HÚRRA
Þorleifur
föstudagur, júní 27, 2008
Góðan daginn
Hér í Berlín er gaman að vera þessa dagana. Hér eru Þjóðverjar að fagna því að komast í leik gegn Spánverjum. Þeir virðast ekki ætla að taka það nærri sér að þeir muni tapa þessum leik, hér er bjór til sölu út um allt - lausn við vonbrigðum segir á söluskiltunum.
Ég er svo að ganga frá mínum málum hér, koma öllu í röð og reglu áður en ég kem heim til þess að vinna í sumar.
Reyndar verð ég með annan fótinn hér - sumsé - flökugeitin er ekki aveg farin í frí, en samt, ég hef ekki verið heima lengur en í 10 daga svo árum skiptir. Eða þannig....
Ég var orðinn leiður á því að hitta vini mína á fundum, vera rétt búinn með upptalninguna á því hvað maður er að gera áður en maður þurfti að fara á næsta fund.
Sumsé, ég kem glaður heim í rokið og rigninguna, eða réttara sagt slydduna sem spáð er á morgun.
Þangað til, góða skemmtun...
Þorleifur
Hér í Berlín er gaman að vera þessa dagana. Hér eru Þjóðverjar að fagna því að komast í leik gegn Spánverjum. Þeir virðast ekki ætla að taka það nærri sér að þeir muni tapa þessum leik, hér er bjór til sölu út um allt - lausn við vonbrigðum segir á söluskiltunum.
Ég er svo að ganga frá mínum málum hér, koma öllu í röð og reglu áður en ég kem heim til þess að vinna í sumar.
Reyndar verð ég með annan fótinn hér - sumsé - flökugeitin er ekki aveg farin í frí, en samt, ég hef ekki verið heima lengur en í 10 daga svo árum skiptir. Eða þannig....
Ég var orðinn leiður á því að hitta vini mína á fundum, vera rétt búinn með upptalninguna á því hvað maður er að gera áður en maður þurfti að fara á næsta fund.
Sumsé, ég kem glaður heim í rokið og rigninguna, eða réttara sagt slydduna sem spáð er á morgun.
Þangað til, góða skemmtun...
Þorleifur
sunnudagur, júní 22, 2008
Og enn léttist í röflinu
Fyrir þá sem það ekki vita er ég forfallinn fótboltaáhugamaður, og hef því litlu getað komið í verk undanfarna daga. Ég hef nefnilega verið að lesa fréttir um liðið mitt Arsenal sem virðist vera að takast það að selja allt liðið sitt og það eins hratt og framherjarnir geta hlaupið.
Þetta hefur dregið mjög úr ánægju minni af því að horfa á Evrumótið og kann ég herra wenger litlar þakkir fyrir.
Ekkert gat samt kastað skugga á hrikalega gott spil Rússanna sem eru hér eftir uppáhaldsliðið mitt.
Og vil ég því leggja til við sölustjórann Wenger að hann kaupa tíuna hjá Rússum.Þetta er einhver besti leikmaður sem ég hef séð og hann myndi smellpassa inn í Arsenal liðið.
Milli þess sem ég örvænti hér í Berlíanrþrumuveðrinu er ég að lesa verkið sem ég er að fara að leikstýra heima í sumar, sem og Rómeó og Júlíu sem ég er að fara að gera í Sviss næsta vor. Hingað er að koma maður til þess að ræða verkið við mig, bera saman þýðingar og svona, og þá er eins gott að hafa eitthvað pínkulítið gáfulegt að segja.
Sumsé örvænting í fótboltanum og hjá parinu eilífa, en ekki hjá mér, enda hef ég lausnir á flestu...
Bestu kv.
Þorleifur
Fyrir þá sem það ekki vita er ég forfallinn fótboltaáhugamaður, og hef því litlu getað komið í verk undanfarna daga. Ég hef nefnilega verið að lesa fréttir um liðið mitt Arsenal sem virðist vera að takast það að selja allt liðið sitt og það eins hratt og framherjarnir geta hlaupið.
Þetta hefur dregið mjög úr ánægju minni af því að horfa á Evrumótið og kann ég herra wenger litlar þakkir fyrir.
Ekkert gat samt kastað skugga á hrikalega gott spil Rússanna sem eru hér eftir uppáhaldsliðið mitt.
Og vil ég því leggja til við sölustjórann Wenger að hann kaupa tíuna hjá Rússum.Þetta er einhver besti leikmaður sem ég hef séð og hann myndi smellpassa inn í Arsenal liðið.
Milli þess sem ég örvænti hér í Berlíanrþrumuveðrinu er ég að lesa verkið sem ég er að fara að leikstýra heima í sumar, sem og Rómeó og Júlíu sem ég er að fara að gera í Sviss næsta vor. Hingað er að koma maður til þess að ræða verkið við mig, bera saman þýðingar og svona, og þá er eins gott að hafa eitthvað pínkulítið gáfulegt að segja.
Sumsé örvænting í fótboltanum og hjá parinu eilífa, en ekki hjá mér, enda hef ég lausnir á flestu...
Bestu kv.
Þorleifur
mánudagur, júní 16, 2008
Að léttara hjali
Boston Legal.
Need I say more (nema vera skildi Denny Crane!).
Það er ekki nokkur spurning að þetta eru bestu þættir sem sýndir eru um þessar mundir í sjónvarpi.
Þættirnir eru ekki aðeins snilldarlega skrifaðir, hugmyndaríkir, frábærlega leiknir og skemmtilegir heldur er þeir vonarstjarna um hvað er listinni er mögulegt í hinum markaðsvædda nútíma.
Maður getur séð fyrir sér dílemmuna sem nútíma höfundur finnur sig bundin af. Hann þarf að þjóna almenningi sem gæti vel verið að líkaði að skoða heiminn út frá oft tyrfnum augum hins flókna listamanns en hefur hreinlega ekki tíma til þess (eða hið minnsta að þessi hópur sérlega þögull þegar kemur að skoðanakönnunum, hver getur slegið Britney við?) eða getur ekki fundið þessa sýn innan um allt ruslið.
Þessi höfundur þarf líka að díla við pródúsenta sem lítinn sem engan áhuga hafa á listrænni sýn viðkomandi heldur verður að skila sínum aur í kassann.
Bundinn af skoðanakönnunum byggðum á vilja hins háværa meirihluta annars vegar og hinum hrædda pródúsent hins vegar, neyðist höfundurinn til þess að þræða hinu þunnu línu milli listar hans og hinnar ýtnu raddar markaðarnis.
Engum tekst að þræða þessa línu betur enn höfundi Boston Legal.
Við fyrstu sýn virðast þessir þættir vera venjulegir lögmannaþættir. Lögmaður fær mál og ver sinn skjólstæðing og vinnur, venjulega með snjöllu tvisti.
Boston Legal eru spinoff frá the Practice, sem voru ágætir þættir í sjálfu sér, en hafa tekið sér stöðu fyrir framan þessa móðurseríu og skotið sér meðal bestu þátta sem gerðir hafa verið. Svo mikillar virðingar nýtur höfundur þessi að þegar CBS bauð honum að gera nýja seríu þá játaði hann með því skilyrði að hann fengi að gera 13 nýja þætti af Boston Legal og var því umsvifalaust tekið.
Þættirnir taka fyrir öll helstu pólitísku mál samtímans og notast við réttarsalinn til þess að kasta á milli lögmanna hinum ýmsu sjónarhólum og tekst þeim oft furðu vel að vera kurrent í þeim málum semliggja hvað þyngst á ammríksu þjóðarsálinni. Þeir hafa tæklað trúarbrögð, stríðið gegn hryðjuverkum, repúblíkana vs demókrata, veðmálastarfsemi, móralskar ákvarðanir, fegurðarþráhyggju hins kapítalíska samfélags, dauðarefsinu og svo mætti lengi telja.
En þetta í sjálfu sér er ekki nóg til þess að gera þessa þætti svona frammúrskarandi. Það sem skilur þá frá öðrum viðlíka þáttum er hvernig farið er með persónurnar, hversu brostnar og mannlegar þær eru, hversu erfitt þær hafa það, hversu veikar þær eru og hveru mikið þær eru að reyna að verða mennskari - sem þeim oftar en ekki misstekst.
Rétt eins og annar stórkostlegur höfundur - Shakespeare - sem einnig þurfti að dansa línu milli markaðar og listar (skrifaði reyndar undir valdboði krónunnar, svona til þess að gera dæmið ennþá flóknara) þá hefur þessum höfundi skilist að til þess að við áhorfendurnir njótum þess að horfa þá verðum við að geta tengt við persónurnar, skilið þær, hatað þær, öfundað þær og fyrirlitið - stundum allt ofantalið samtímis. Og þetta tekst þessum höfundi.
Það er því að vissu leyti léttir að sjá þætti sem þessa koma frá Ameríku, vegna þess að mitt í allri markaðshyggjunni þá er gott að vita til þess að listamenn finna sér leið sama hvað stendur í veginum og slíkar hindranir geti hreinlega verið nýttar til þess að skapa listaverk sem virka fyrir alla.
Og takist manni slíkt þá hlýtur maður að geta sofnað rólegur og fullnægður.
Bestu kveðjur frá Berlín
Þorleifur
PS: Hér er kalt og rigning, ég öfunda ykkur sólarbörnin heima á Íslandi!
Boston Legal.
Need I say more (nema vera skildi Denny Crane!).
Það er ekki nokkur spurning að þetta eru bestu þættir sem sýndir eru um þessar mundir í sjónvarpi.
Þættirnir eru ekki aðeins snilldarlega skrifaðir, hugmyndaríkir, frábærlega leiknir og skemmtilegir heldur er þeir vonarstjarna um hvað er listinni er mögulegt í hinum markaðsvædda nútíma.
Maður getur séð fyrir sér dílemmuna sem nútíma höfundur finnur sig bundin af. Hann þarf að þjóna almenningi sem gæti vel verið að líkaði að skoða heiminn út frá oft tyrfnum augum hins flókna listamanns en hefur hreinlega ekki tíma til þess (eða hið minnsta að þessi hópur sérlega þögull þegar kemur að skoðanakönnunum, hver getur slegið Britney við?) eða getur ekki fundið þessa sýn innan um allt ruslið.
Þessi höfundur þarf líka að díla við pródúsenta sem lítinn sem engan áhuga hafa á listrænni sýn viðkomandi heldur verður að skila sínum aur í kassann.
Bundinn af skoðanakönnunum byggðum á vilja hins háværa meirihluta annars vegar og hinum hrædda pródúsent hins vegar, neyðist höfundurinn til þess að þræða hinu þunnu línu milli listar hans og hinnar ýtnu raddar markaðarnis.
Engum tekst að þræða þessa línu betur enn höfundi Boston Legal.
Við fyrstu sýn virðast þessir þættir vera venjulegir lögmannaþættir. Lögmaður fær mál og ver sinn skjólstæðing og vinnur, venjulega með snjöllu tvisti.
Boston Legal eru spinoff frá the Practice, sem voru ágætir þættir í sjálfu sér, en hafa tekið sér stöðu fyrir framan þessa móðurseríu og skotið sér meðal bestu þátta sem gerðir hafa verið. Svo mikillar virðingar nýtur höfundur þessi að þegar CBS bauð honum að gera nýja seríu þá játaði hann með því skilyrði að hann fengi að gera 13 nýja þætti af Boston Legal og var því umsvifalaust tekið.
Þættirnir taka fyrir öll helstu pólitísku mál samtímans og notast við réttarsalinn til þess að kasta á milli lögmanna hinum ýmsu sjónarhólum og tekst þeim oft furðu vel að vera kurrent í þeim málum semliggja hvað þyngst á ammríksu þjóðarsálinni. Þeir hafa tæklað trúarbrögð, stríðið gegn hryðjuverkum, repúblíkana vs demókrata, veðmálastarfsemi, móralskar ákvarðanir, fegurðarþráhyggju hins kapítalíska samfélags, dauðarefsinu og svo mætti lengi telja.
En þetta í sjálfu sér er ekki nóg til þess að gera þessa þætti svona frammúrskarandi. Það sem skilur þá frá öðrum viðlíka þáttum er hvernig farið er með persónurnar, hversu brostnar og mannlegar þær eru, hversu erfitt þær hafa það, hversu veikar þær eru og hveru mikið þær eru að reyna að verða mennskari - sem þeim oftar en ekki misstekst.
Rétt eins og annar stórkostlegur höfundur - Shakespeare - sem einnig þurfti að dansa línu milli markaðar og listar (skrifaði reyndar undir valdboði krónunnar, svona til þess að gera dæmið ennþá flóknara) þá hefur þessum höfundi skilist að til þess að við áhorfendurnir njótum þess að horfa þá verðum við að geta tengt við persónurnar, skilið þær, hatað þær, öfundað þær og fyrirlitið - stundum allt ofantalið samtímis. Og þetta tekst þessum höfundi.
Það er því að vissu leyti léttir að sjá þætti sem þessa koma frá Ameríku, vegna þess að mitt í allri markaðshyggjunni þá er gott að vita til þess að listamenn finna sér leið sama hvað stendur í veginum og slíkar hindranir geti hreinlega verið nýttar til þess að skapa listaverk sem virka fyrir alla.
Og takist manni slíkt þá hlýtur maður að geta sofnað rólegur og fullnægður.
Bestu kveðjur frá Berlín
Þorleifur
PS: Hér er kalt og rigning, ég öfunda ykkur sólarbörnin heima á Íslandi!
mánudagur, júní 09, 2008
Góða kvöldið
Eftir langa þögn er kominn tími til þess að láta heyra í sér að nýju.
Frumsýningin gekk frábærlega og góðum dómum hefur ringt yfir okkur. Ég er ferlega stoltur af þessari frábæru vinnu, sem unnin var af einurð, áhuga, hugrekki og stálvilja af leikaranna hendi og við slíkar aðstæður þá er erfitt að hugsa sér hvernig ekki getur tekist vel til.
Síðan þá hef ég aðallega verið í því að taka til í kringum mig, inn í mér. Þetta er í raun búinn að vera frábær tími.
Ég hef tengst manneskju nokkurri sterkum tengslum en vegna erfiðra aðstæðna þá hefur lífið staðið okkur í veginum, í þónokkurn tíma. Þetta hefur svo haft í för með sér að ég varð að skoða ákveðnar forsendur í lífi mínu og heimssýn.
Breytingar sem þessar eru alltaf erfiðar en velkomnar eru þær, sérstaklega þar sem mér hefur lærst að það er aðeins í gegnum erfiðleika sem ég er tilbúinn að horfast í raun á við sjálfan mig og líf mitt, og þetta skipti er engin undantekning.
Hluti af því sem ég þarf að gera er að breyta samskiptamunstrum mínum, að minnsta kosti tímabundið, og þó svo það sé erfitt þá tel ég það vera nauðsynlegt. En vonandi er það einungis undanfari af því sem koma skal, og upphaf nýrra og spennandi tíma.
Því stundum er það þannig að söknuðurinn sínir manni hvað maður gæti verið að fara á mis við ef maður aktar ekki.
Bestu kv.
Þorleifur
Eftir langa þögn er kominn tími til þess að láta heyra í sér að nýju.
Frumsýningin gekk frábærlega og góðum dómum hefur ringt yfir okkur. Ég er ferlega stoltur af þessari frábæru vinnu, sem unnin var af einurð, áhuga, hugrekki og stálvilja af leikaranna hendi og við slíkar aðstæður þá er erfitt að hugsa sér hvernig ekki getur tekist vel til.
Síðan þá hef ég aðallega verið í því að taka til í kringum mig, inn í mér. Þetta er í raun búinn að vera frábær tími.
Ég hef tengst manneskju nokkurri sterkum tengslum en vegna erfiðra aðstæðna þá hefur lífið staðið okkur í veginum, í þónokkurn tíma. Þetta hefur svo haft í för með sér að ég varð að skoða ákveðnar forsendur í lífi mínu og heimssýn.
Breytingar sem þessar eru alltaf erfiðar en velkomnar eru þær, sérstaklega þar sem mér hefur lærst að það er aðeins í gegnum erfiðleika sem ég er tilbúinn að horfast í raun á við sjálfan mig og líf mitt, og þetta skipti er engin undantekning.
Hluti af því sem ég þarf að gera er að breyta samskiptamunstrum mínum, að minnsta kosti tímabundið, og þó svo það sé erfitt þá tel ég það vera nauðsynlegt. En vonandi er það einungis undanfari af því sem koma skal, og upphaf nýrra og spennandi tíma.
Því stundum er það þannig að söknuðurinn sínir manni hvað maður gæti verið að fara á mis við ef maður aktar ekki.
Bestu kv.
Þorleifur
þriðjudagur, maí 13, 2008
Góðan daginn héðan frá Schwerin
Því hefur verið varpað fram að ég sé frjálshyggjumaður.
Og það er ég vissulega, en því miður ekki í þeirri vitlausu skilgreiningu sem orðið hefur á sér í íslensku samfélagi.
hvað þýðir það að vera frjálshyggjumaður?
Í klasískum skilningi myndi það vera maður (eða kona) sem styddi grundvallarkenningar um frelsið eins og þær komu fram hjá John Stuart Mill. Mill skilgreindi frelsi sem frelsi einstaklingsins til hugsana, orða og athafna sem ekki sköðuðu aðra eða samfélagið í heild.
Mikið flóknara er það nú ekki.
Og í þessum skilningi er ég frjálshyggjumaður.
Því miður hefur hægri vængurinn á Íslandi eignað sér hugtakið og viðskiptafrelsispostular í félagi nefndu eftir frjálshyggjunni, tekið orðið í sína vörslu.
Hugmyndin um frelsi er stærri en svo að hægt sé að skilgreina hana til hægri eða vinstri.
Sem gegnpóll við Mill væri líklega hægt að nefna Georg Wilhelm Hegel sem skilgreindi frelsið sem frelsi manna til þess að framfylgja vilja Guðs í lífi sínu. Örlögin voru sett en eins og leikari á sviði fær ákveðið frelsi innan ramma textans og uppsetningarinnar til þess að fara sínu fram. Seinna víkkaði Hegel reyndar keninningar sínar út og yfirfærði á ríki. Að Guð hefði valið ákveðin ríki til þess að reka stefnu sína og hefðu því grundvallarrétt til þess að beita öllum aðferðum, meðal annars vopnavaldi, til þess að framfylgja þessum meinta vilja Guðs. Grunnur hugmynda hans snúast því um að leita að hinum guðlega sannleika í lífinu, hvort sem um einstakling eða þjóð er að ræða, og berjast svo fyrir þessum sannleik.
Hegel þróar kenningar sínar eftir að hann verður prófessor í heimspeki við Berlínarháskóla á þeim tíma er þýska keisaraveldið er að verða til, og beintengdi hann þessar hugmyndir sínar um frelsið við uppgang þess ríkis.
Kenningar hans hafa á 20 öld reynst miklu áhrifaríkari en kenningar Mills (Mill byggði kenningar sínar á frelsishugmyndum Locks á meðan Hegel byggði á Plató annars vegar en hugmyndunum um Þjóðfélagssáttmála Rousseau)
Hegel lagði með þessum bollaleggingum sínum grunninn annars vegar að þjóðernishyggjunni og hinsvegar að Marxisma. Báðar stefnurnar snérust um það að leita að sannleikanum, önnur reyndar nátengdari guðlögum örlögum en hin, en báðar trúðu á stóra sannleik.
Mill, sem var mikill baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna, skipti sér minna af réttlæti þegar hann var að leggja fram kenningar sínar. Honum var umhugað um einstaklinginn en tók efnahagslegt frelsi ekki með í reikninginn. Vissulega mætti telja þetta honum til lasts en ég tel að seinni tíma heimspekingar (og ekki síður einstaklingar sem seinna börðust fyrir frelsi sem aktívístar frekar en heimspekingar) hafi bætt þar úr skák.
(Fremsta meðal aktívista mætti líklega nefna Emmu Goldman (sem ég mun innan skamms skrifa grein um) en auðvitað mætti svo setja Gandhi og Martin Luther King á þennan lista)
Samfélög hafa í raun verið að leita að jafnvægi milli frelsiskenningar Mill og þjóðfélagssáttmála Rousseau allar götur síðan þessar hugmyndir konu fram, og tel ég að af öllum löndum heims séu norðurlöndin þau sem næst standa því að geta uppfyllt slíka skilgreiningu.
En erum við nær því að vera búin að skilgreina hvað frelsi er og þar með að svara því hvað frjálshyggjumaður er? Nei, enn vantar stórt púsl til þess að fullkomna myndina.
Ég tel að til þess að hægt sé að skilgreina frelsi þurfi maður að horfa til fleiri þátta en aðeins þeirra réttinda sem varin eru af stjórnarskrá og með öðrum skrifuðum og óskrifuðum sáttmálum.
Frelsi skiptist í raun í tvennt. Annars vegar hið ytra frelsi; Frelsi til skoðana, tjáningar og aðgerða og svo hið innra frelsi; frelsi til þess að þora og geta sett fram hugsanir, tjáð sig og framkvæmt hluti.
Þetta innra frelsi er vissulega tengt hinu ytra, sérstaklega í gegnum það sem kallast mætti efnahagslegt frelsi. Frelsi sem samanstendur af því að vilja gera eitthvað og hafa til þess efnahagslegar forsendur.
En innra frelsi er að mestu huglægt. Að vera ekki annarra manna þjónn, hvort sem er í raunverulega eða í hugrænum skilningi. Að vera frjáls innra með sjálfum sér, og því aðskilinn að vissu leyti ríkjandi viðhorfum, lífsmáta eða áhrifum og hafa þar í gegn þor og vilja til þess að standa með sjálfum sér.
Þetta frelsi er fyrst nefnt í elstu heimildum sem við höfum um hugtakið frelsi. Hugtakið Scorage (vantar rétta stafsetningu) er að finna í ritum "Upanishads"og hefur tvöfalda en óaðskiljanlega merkingu; frelsi til þess að vera eigin herra bæði í ytri og innra skilningi.
Og þarna er ég farinn að nálgast það sem ég myndi flokka sem raunverulegt frelsi. Að maður standi sem frjáls maður bæði í ytri og innra skilningi.
Að manni ætti að vera frjálst til þess að eiga og framkvæma; og þessar gjörðir, verlaldlegar eða huglægar hafi maður rétt til þess að verja og standa ekki í annars manns skugga.
Í þessum skilningi er ég frjálshyggjumaður. Því ekki hægri eða vinsti maður heldur frjáls maður. Restin er bara rökræða um útfærslur og aðferðir.
BEstu kv.
Þorleifur
Því hefur verið varpað fram að ég sé frjálshyggjumaður.
Og það er ég vissulega, en því miður ekki í þeirri vitlausu skilgreiningu sem orðið hefur á sér í íslensku samfélagi.
hvað þýðir það að vera frjálshyggjumaður?
Í klasískum skilningi myndi það vera maður (eða kona) sem styddi grundvallarkenningar um frelsið eins og þær komu fram hjá John Stuart Mill. Mill skilgreindi frelsi sem frelsi einstaklingsins til hugsana, orða og athafna sem ekki sköðuðu aðra eða samfélagið í heild.
Mikið flóknara er það nú ekki.
Og í þessum skilningi er ég frjálshyggjumaður.
Því miður hefur hægri vængurinn á Íslandi eignað sér hugtakið og viðskiptafrelsispostular í félagi nefndu eftir frjálshyggjunni, tekið orðið í sína vörslu.
Hugmyndin um frelsi er stærri en svo að hægt sé að skilgreina hana til hægri eða vinstri.
Sem gegnpóll við Mill væri líklega hægt að nefna Georg Wilhelm Hegel sem skilgreindi frelsið sem frelsi manna til þess að framfylgja vilja Guðs í lífi sínu. Örlögin voru sett en eins og leikari á sviði fær ákveðið frelsi innan ramma textans og uppsetningarinnar til þess að fara sínu fram. Seinna víkkaði Hegel reyndar keninningar sínar út og yfirfærði á ríki. Að Guð hefði valið ákveðin ríki til þess að reka stefnu sína og hefðu því grundvallarrétt til þess að beita öllum aðferðum, meðal annars vopnavaldi, til þess að framfylgja þessum meinta vilja Guðs. Grunnur hugmynda hans snúast því um að leita að hinum guðlega sannleika í lífinu, hvort sem um einstakling eða þjóð er að ræða, og berjast svo fyrir þessum sannleik.
Hegel þróar kenningar sínar eftir að hann verður prófessor í heimspeki við Berlínarháskóla á þeim tíma er þýska keisaraveldið er að verða til, og beintengdi hann þessar hugmyndir sínar um frelsið við uppgang þess ríkis.
Kenningar hans hafa á 20 öld reynst miklu áhrifaríkari en kenningar Mills (Mill byggði kenningar sínar á frelsishugmyndum Locks á meðan Hegel byggði á Plató annars vegar en hugmyndunum um Þjóðfélagssáttmála Rousseau)
Hegel lagði með þessum bollaleggingum sínum grunninn annars vegar að þjóðernishyggjunni og hinsvegar að Marxisma. Báðar stefnurnar snérust um það að leita að sannleikanum, önnur reyndar nátengdari guðlögum örlögum en hin, en báðar trúðu á stóra sannleik.
Mill, sem var mikill baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna, skipti sér minna af réttlæti þegar hann var að leggja fram kenningar sínar. Honum var umhugað um einstaklinginn en tók efnahagslegt frelsi ekki með í reikninginn. Vissulega mætti telja þetta honum til lasts en ég tel að seinni tíma heimspekingar (og ekki síður einstaklingar sem seinna börðust fyrir frelsi sem aktívístar frekar en heimspekingar) hafi bætt þar úr skák.
(Fremsta meðal aktívista mætti líklega nefna Emmu Goldman (sem ég mun innan skamms skrifa grein um) en auðvitað mætti svo setja Gandhi og Martin Luther King á þennan lista)
Samfélög hafa í raun verið að leita að jafnvægi milli frelsiskenningar Mill og þjóðfélagssáttmála Rousseau allar götur síðan þessar hugmyndir konu fram, og tel ég að af öllum löndum heims séu norðurlöndin þau sem næst standa því að geta uppfyllt slíka skilgreiningu.
En erum við nær því að vera búin að skilgreina hvað frelsi er og þar með að svara því hvað frjálshyggjumaður er? Nei, enn vantar stórt púsl til þess að fullkomna myndina.
Ég tel að til þess að hægt sé að skilgreina frelsi þurfi maður að horfa til fleiri þátta en aðeins þeirra réttinda sem varin eru af stjórnarskrá og með öðrum skrifuðum og óskrifuðum sáttmálum.
Frelsi skiptist í raun í tvennt. Annars vegar hið ytra frelsi; Frelsi til skoðana, tjáningar og aðgerða og svo hið innra frelsi; frelsi til þess að þora og geta sett fram hugsanir, tjáð sig og framkvæmt hluti.
Þetta innra frelsi er vissulega tengt hinu ytra, sérstaklega í gegnum það sem kallast mætti efnahagslegt frelsi. Frelsi sem samanstendur af því að vilja gera eitthvað og hafa til þess efnahagslegar forsendur.
En innra frelsi er að mestu huglægt. Að vera ekki annarra manna þjónn, hvort sem er í raunverulega eða í hugrænum skilningi. Að vera frjáls innra með sjálfum sér, og því aðskilinn að vissu leyti ríkjandi viðhorfum, lífsmáta eða áhrifum og hafa þar í gegn þor og vilja til þess að standa með sjálfum sér.
Þetta frelsi er fyrst nefnt í elstu heimildum sem við höfum um hugtakið frelsi. Hugtakið Scorage (vantar rétta stafsetningu) er að finna í ritum "Upanishads"og hefur tvöfalda en óaðskiljanlega merkingu; frelsi til þess að vera eigin herra bæði í ytri og innra skilningi.
Og þarna er ég farinn að nálgast það sem ég myndi flokka sem raunverulegt frelsi. Að maður standi sem frjáls maður bæði í ytri og innra skilningi.
Að manni ætti að vera frjálst til þess að eiga og framkvæma; og þessar gjörðir, verlaldlegar eða huglægar hafi maður rétt til þess að verja og standa ekki í annars manns skugga.
Í þessum skilningi er ég frjálshyggjumaður. Því ekki hægri eða vinsti maður heldur frjáls maður. Restin er bara rökræða um útfærslur og aðferðir.
BEstu kv.
Þorleifur
sunnudagur, maí 11, 2008
Góðan daginn
Ég hef verið beðinn um að halda aftur af útlistunum mínum á veðráttu hérna megin atlantshafsins.
Þessi ritskoðunarkrafa kom frá Íslandi þar sem veðrið er yfirleitt ömurlegt, og fór víst eitthvað fyrir brjóstið á lesendum þessarar síðu (sem jú flestir eru íslendingar) að ég skildi sífellt tala um sólina og vorið og sólgleraugun og fallegu konurnar sem svona veður framkallar.
Eftir töluverða íhugun hef ég ákveðið að verða við þessari beiðni,enda þykir mér vænt um lesendur mína, og vil síst af öllum valda skaða með lýsingum á veðráttu sem Íslendingar njóta sjaldan ef nokkur tímann.
En sumsé...
Vorið er tími hugmyndanna. Ég er við það að klára skólann og er því farinn að horfa fram á veginn. Og ég hlakka í raun verulega til að sjá hvað verður. Ég hef ekkert ákveðið. Mig langar að grufla í heimildarmyndum, leikhúsi, hugmyndavinnu, skrifum og fleiru og ég held hreinlega að ég muni leyfa mér að gera það. Leyfi mér að fljóta.
Ég býst við því að vera heima í sumar, langar að upplifa náttúruna og vera þarna í einhvern tíma. Ekki bara kíkja við og pressast í það að heimsækja alla,heldur einfaldlega að vera þarna og njóta þess í friði.
Svo er ég búinn að leggja niður fyrir mig hvað ég ætla að skrifa næst og ég er svona að legja drögin að þeirri vinnu núna.
Og svo er ég auðvitað að leikstýra. Það eru 3 vikur í frumsýningu og ég hlakka bara til þess að fara inn í síðasta fasann. Það er létt yfir vinnunni, afslappað andrúmsloft og hlutirnar liggja bara einhvernveginn.
Ég er í raun búinn að skissa verkið upp og get því leyft mér að stunda tilraunir á næstu vikum með verkið, reyna á þanþol þess og möguleika. Eins og maður vill gera með verk sín. Ég er glaður yfir að hafa hitt á þennan hóp, þetta leikhús, sem er tilbúið að fara í svona spennandi ferðalag.
Það er ekki áhættulaust að vinna svona, ef mikið óöryggi er fyrir hendi þá þýðir lítið að ætla sér að vera bara slakur og sjá hvað kemur, vita innst inni hvað maður vill en vera ekki að pressa því heldur að matcha fantasíu leikarans við fantasíu leikstjórans og treysta því að mótunin, sem byggir á innsæinu frekar en hugvitinu, muni skila manni á góðan stað.
Hausinn vill oft meina það að aðeins í gegnum hann hafi hluti vægi, en listin er óræðari en svo. Hausinn er besta tækið til undirbúnings, en innsæið til þess að framkalla líf. Því þegar uppi stendur þá er leikstjórinn fyrsti áhorfandinn og er í raun að hanna virkni leikenda á áhorfendans.
Og það er annað sem þýskir leikarar hafa svo sterk, sem er svo gaman að vinna með, en það er meðvitund um virkni. Þetta kemur vissulega beint frá Shakespeare með stuttu en mikilvægu stoppi í meistara Brecht. Post-Brecht er hinn þýski leikari ekki aðeins skapari sjálfstæðrar persónu heldur er hann leiðsla fyrir samfélagslega gagnrýni, sýn, skoðun eða komment.
Sem gerir svo vinnu leikstjórans ennþá áhugaverðari því að rýmið sem spilað er með verður við það opnara en um leið flóknara.
En nóg um það í bili.
Júní er ég svo í raun ferlega rólegur, lítill skóli, auðvelt að vera til og verður sá tími nýttur vel til lestra og skrifta.
En þangað til er það ánægjuleg vinna.
gerist lífið betra?
Þorleifur
Ég hef verið beðinn um að halda aftur af útlistunum mínum á veðráttu hérna megin atlantshafsins.
Þessi ritskoðunarkrafa kom frá Íslandi þar sem veðrið er yfirleitt ömurlegt, og fór víst eitthvað fyrir brjóstið á lesendum þessarar síðu (sem jú flestir eru íslendingar) að ég skildi sífellt tala um sólina og vorið og sólgleraugun og fallegu konurnar sem svona veður framkallar.
Eftir töluverða íhugun hef ég ákveðið að verða við þessari beiðni,enda þykir mér vænt um lesendur mína, og vil síst af öllum valda skaða með lýsingum á veðráttu sem Íslendingar njóta sjaldan ef nokkur tímann.
En sumsé...
Vorið er tími hugmyndanna. Ég er við það að klára skólann og er því farinn að horfa fram á veginn. Og ég hlakka í raun verulega til að sjá hvað verður. Ég hef ekkert ákveðið. Mig langar að grufla í heimildarmyndum, leikhúsi, hugmyndavinnu, skrifum og fleiru og ég held hreinlega að ég muni leyfa mér að gera það. Leyfi mér að fljóta.
Ég býst við því að vera heima í sumar, langar að upplifa náttúruna og vera þarna í einhvern tíma. Ekki bara kíkja við og pressast í það að heimsækja alla,heldur einfaldlega að vera þarna og njóta þess í friði.
Svo er ég búinn að leggja niður fyrir mig hvað ég ætla að skrifa næst og ég er svona að legja drögin að þeirri vinnu núna.
Og svo er ég auðvitað að leikstýra. Það eru 3 vikur í frumsýningu og ég hlakka bara til þess að fara inn í síðasta fasann. Það er létt yfir vinnunni, afslappað andrúmsloft og hlutirnar liggja bara einhvernveginn.
Ég er í raun búinn að skissa verkið upp og get því leyft mér að stunda tilraunir á næstu vikum með verkið, reyna á þanþol þess og möguleika. Eins og maður vill gera með verk sín. Ég er glaður yfir að hafa hitt á þennan hóp, þetta leikhús, sem er tilbúið að fara í svona spennandi ferðalag.
Það er ekki áhættulaust að vinna svona, ef mikið óöryggi er fyrir hendi þá þýðir lítið að ætla sér að vera bara slakur og sjá hvað kemur, vita innst inni hvað maður vill en vera ekki að pressa því heldur að matcha fantasíu leikarans við fantasíu leikstjórans og treysta því að mótunin, sem byggir á innsæinu frekar en hugvitinu, muni skila manni á góðan stað.
Hausinn vill oft meina það að aðeins í gegnum hann hafi hluti vægi, en listin er óræðari en svo. Hausinn er besta tækið til undirbúnings, en innsæið til þess að framkalla líf. Því þegar uppi stendur þá er leikstjórinn fyrsti áhorfandinn og er í raun að hanna virkni leikenda á áhorfendans.
Og það er annað sem þýskir leikarar hafa svo sterk, sem er svo gaman að vinna með, en það er meðvitund um virkni. Þetta kemur vissulega beint frá Shakespeare með stuttu en mikilvægu stoppi í meistara Brecht. Post-Brecht er hinn þýski leikari ekki aðeins skapari sjálfstæðrar persónu heldur er hann leiðsla fyrir samfélagslega gagnrýni, sýn, skoðun eða komment.
Sem gerir svo vinnu leikstjórans ennþá áhugaverðari því að rýmið sem spilað er með verður við það opnara en um leið flóknara.
En nóg um það í bili.
Júní er ég svo í raun ferlega rólegur, lítill skóli, auðvelt að vera til og verður sá tími nýttur vel til lestra og skrifta.
En þangað til er það ánægjuleg vinna.
gerist lífið betra?
Þorleifur
miðvikudagur, maí 07, 2008
Góða kvöldið
Eisn og venjulegt er þá skrifa ég ekki mikið þegar ég er í miðjum uppsetningum, hugurinn er einfaldlega annars staðar.
En mikið óskaplega ganga æfingarnar vel, stemmingin er frábær, hugur í fólki, heiðarleg samskipti, frjáls vinnuandi, kreatívt flæði og í raun allt eins og best verður á kosið.
Eg hristi stundum hausinn og velti fyrir mér af hverju þetta sé ekki alltaf svona, en sé þá að það sem er í gangi er að ég er á betri stað í lífinu en ég hef verið á í langan langan tíma. Vinnan með sjálfan sig er farin að segja til sín og ég get gengið óttalaus í gegnum ferlið, leitt með opnum og óhræddum huga og það smitar út frá sér.
Í kvöld bauð aðstoðarleikstójrinn, öllum að óvörum, uppá kampavín eftir æfingu. Aðspurð hvað stæði til glotti hún við og sagði að henni langaði bara að bjóða samstarfsfélögunum uppá þetta til þess að þakka fyrir sig - og við erum bara hálfnuð!
Jú, þetta eru góðir dagar hér í sólinni
Bestu kv frá Schwerin
Þorleifur
Eisn og venjulegt er þá skrifa ég ekki mikið þegar ég er í miðjum uppsetningum, hugurinn er einfaldlega annars staðar.
En mikið óskaplega ganga æfingarnar vel, stemmingin er frábær, hugur í fólki, heiðarleg samskipti, frjáls vinnuandi, kreatívt flæði og í raun allt eins og best verður á kosið.
Eg hristi stundum hausinn og velti fyrir mér af hverju þetta sé ekki alltaf svona, en sé þá að það sem er í gangi er að ég er á betri stað í lífinu en ég hef verið á í langan langan tíma. Vinnan með sjálfan sig er farin að segja til sín og ég get gengið óttalaus í gegnum ferlið, leitt með opnum og óhræddum huga og það smitar út frá sér.
Í kvöld bauð aðstoðarleikstójrinn, öllum að óvörum, uppá kampavín eftir æfingu. Aðspurð hvað stæði til glotti hún við og sagði að henni langaði bara að bjóða samstarfsfélögunum uppá þetta til þess að þakka fyrir sig - og við erum bara hálfnuð!
Jú, þetta eru góðir dagar hér í sólinni
Bestu kv frá Schwerin
Þorleifur
sunnudagur, maí 04, 2008
Góða kvöldið
tók helgi í Berlín. Það er nauðsynlegt af og til...
Þetta er einhver sú alyndislegasta borg sem fyrir finnst þegar það fer að vora.
Sat áðan við árbakka Spree og át ljúffenga pizzu í góðum félagsskap í glampandi sólskyni. Borgin er vöknuð að vetrardvalanum. Pör hjúfra sér upp að hverju öðru um allar brekkur, fólk með bjór spilar borðtennis og beachblak í görðunum og það er eins og öll borgin léttist og hressist.
Eins og það er gaman að vinna þessa dagana þá langar mann eiginlega bara helst að sitja úti í garði með áfengislausan bjór, góða bók og hitta skemmtilegt fólk svona af og til á röltinu.
Mikið meira á maður ekki að gera, eða láta gera sér eftir þungan og leiðinlegan vetur.
Svo er ég farinn að hugsa um fjallgöngur. Var að hugsa að ég myndi ganga hæsta fjall Sviss í sumar. ég er ekki að lofa því að ég geri það, en ég er að hugsa um það að lofa því að gera það og gera það svo.
tók 3200 metra síðasta sumar og því væri núna alveg málið að fara yfir 4000 metrana!
En sjáum til...
Lífið er yndælt eftir og þrátt fyrir allt saman!
Bestu kv.
Þorleifur
tók helgi í Berlín. Það er nauðsynlegt af og til...
Þetta er einhver sú alyndislegasta borg sem fyrir finnst þegar það fer að vora.
Sat áðan við árbakka Spree og át ljúffenga pizzu í góðum félagsskap í glampandi sólskyni. Borgin er vöknuð að vetrardvalanum. Pör hjúfra sér upp að hverju öðru um allar brekkur, fólk með bjór spilar borðtennis og beachblak í görðunum og það er eins og öll borgin léttist og hressist.
Eins og það er gaman að vinna þessa dagana þá langar mann eiginlega bara helst að sitja úti í garði með áfengislausan bjór, góða bók og hitta skemmtilegt fólk svona af og til á röltinu.
Mikið meira á maður ekki að gera, eða láta gera sér eftir þungan og leiðinlegan vetur.
Svo er ég farinn að hugsa um fjallgöngur. Var að hugsa að ég myndi ganga hæsta fjall Sviss í sumar. ég er ekki að lofa því að ég geri það, en ég er að hugsa um það að lofa því að gera það og gera það svo.
tók 3200 metra síðasta sumar og því væri núna alveg málið að fara yfir 4000 metrana!
En sjáum til...
Lífið er yndælt eftir og þrátt fyrir allt saman!
Bestu kv.
Þorleifur
sunnudagur, apríl 27, 2008
Góða kvöldið
Ég er ennþá staddur í Berlín, Schwerin reynir maður auðvitað að flýja ef kostur er á. Til þess var náttúrulega bíltryllitækið keypt, og það sinnir sínum tilgangi vel. Bílinn er þaninn vel á hraðbrautum Þýskalands. Vegalengdir eru manni engin fyrirstaða.
Það gengur alveg frábærlega á æfingum, þetta fæðir bara einhvernveginn áfram, fyrirhafnarlaust, formið velur sig pínkulítið sjálft, þetta er bara hreint út sagt eins og best verður á kosið.
Og miðað við verðbólguna og ruglið heima þá held ég hreinlega að maður sé nú bara betur geymdu hér úti í bili.
en njótið Bónuss, sem vinnur fyrir hinn vinnandi mann!
Þorleifur
Ég er ennþá staddur í Berlín, Schwerin reynir maður auðvitað að flýja ef kostur er á. Til þess var náttúrulega bíltryllitækið keypt, og það sinnir sínum tilgangi vel. Bílinn er þaninn vel á hraðbrautum Þýskalands. Vegalengdir eru manni engin fyrirstaða.
Það gengur alveg frábærlega á æfingum, þetta fæðir bara einhvernveginn áfram, fyrirhafnarlaust, formið velur sig pínkulítið sjálft, þetta er bara hreint út sagt eins og best verður á kosið.
Og miðað við verðbólguna og ruglið heima þá held ég hreinlega að maður sé nú bara betur geymdu hér úti í bili.
en njótið Bónuss, sem vinnur fyrir hinn vinnandi mann!
Þorleifur
föstudagur, apríl 25, 2008
Góða kvöldið
Æfingar ganga frábærlega, mikið stuð, mikið kreativití, mikið hlegið og mikið af alvöru.
Svona á þetta að vera...
Annars er ég að læra mikið þessa dagana, um æðruleysi í vinnu (að þora að treysta ferlinu, að vita ekki alltaf allt fyrirfram heldur að skapa rétta andrúmsloftið til kreatívrar vinnu) um æðruleysi í einkalífinu, um sjálfstæði, vera sjálfum sér trúr og gefa ekki umhverfi sínu vald til þess að stjórna sér.
Raunverulegt frelsi...
Er að hlusta á frábæra seríu frá Teaching company um sögu frelsisins. Um hvaðan hugmyndin kemur og hvernig henni hefur verið beitt í gegnum tíðina, magnað stuff.
Mun skrifa almennilega um það þegar ég er ekki að lognast niður úr þreytu.
Góða nótt
Þorleifur
Æfingar ganga frábærlega, mikið stuð, mikið kreativití, mikið hlegið og mikið af alvöru.
Svona á þetta að vera...
Annars er ég að læra mikið þessa dagana, um æðruleysi í vinnu (að þora að treysta ferlinu, að vita ekki alltaf allt fyrirfram heldur að skapa rétta andrúmsloftið til kreatívrar vinnu) um æðruleysi í einkalífinu, um sjálfstæði, vera sjálfum sér trúr og gefa ekki umhverfi sínu vald til þess að stjórna sér.
Raunverulegt frelsi...
Er að hlusta á frábæra seríu frá Teaching company um sögu frelsisins. Um hvaðan hugmyndin kemur og hvernig henni hefur verið beitt í gegnum tíðina, magnað stuff.
Mun skrifa almennilega um það þegar ég er ekki að lognast niður úr þreytu.
Góða nótt
Þorleifur
sunnudagur, apríl 20, 2008
Góða kvöldið
Það segir einhversstaðar að skoðanir séu eins og rassgöt, allir fá að njóta þess að hafa eitt slíkt.
Ég hef mikið verið að hugsa um þetta í dag.
Ég er fullur skoðana, oftar en ekki, fyllri en ég kæri mig um eða er gott fyrir mig.
En það er svo skrambi erfitt að njóta þeirra ekki.
Maður nýtir þær til þess að kasta skoðunum sínum á heiminum og lífinu fram, á stundum sýna snilli sína, reyna að koma öðrum upp á eigin sjónarhorn, kemur jafnvel fyrir að maður opinberi fordóma sína.
Þar með er ég ekki að segja að skoðanir séu að hinu illa, þær eru það ekki, en spurningin er hversu háður maður er þeim, hversu óhagganlegur maður stendur á þeim og hversu mikilvægt það er manni að aðrir fallist á þær.
Og þær geta verið mönnum eins og mér stórhættulegar, sérstaklega þær sem byggjast frekar á tilgátum en raunverulegum staðreyndum. Því slíkar skoðanir eru byggðar á fordómum og um fordóma hefur eftirfarandi verið sagt:
Það er til prinsipp sem stendur í vegi fyrir öllum nýjum upplýsingum, virkar sem mótrök í hverju samtali og getur ekki annað en haldið manni í ævarandi fáfræði, þetta prinsipp er dómur áður en rannsókn hefur farið fram.
Svo mörg voru þau orð.
Þorleifur
Það segir einhversstaðar að skoðanir séu eins og rassgöt, allir fá að njóta þess að hafa eitt slíkt.
Ég hef mikið verið að hugsa um þetta í dag.
Ég er fullur skoðana, oftar en ekki, fyllri en ég kæri mig um eða er gott fyrir mig.
En það er svo skrambi erfitt að njóta þeirra ekki.
Maður nýtir þær til þess að kasta skoðunum sínum á heiminum og lífinu fram, á stundum sýna snilli sína, reyna að koma öðrum upp á eigin sjónarhorn, kemur jafnvel fyrir að maður opinberi fordóma sína.
Þar með er ég ekki að segja að skoðanir séu að hinu illa, þær eru það ekki, en spurningin er hversu háður maður er þeim, hversu óhagganlegur maður stendur á þeim og hversu mikilvægt það er manni að aðrir fallist á þær.
Og þær geta verið mönnum eins og mér stórhættulegar, sérstaklega þær sem byggjast frekar á tilgátum en raunverulegum staðreyndum. Því slíkar skoðanir eru byggðar á fordómum og um fordóma hefur eftirfarandi verið sagt:
Það er til prinsipp sem stendur í vegi fyrir öllum nýjum upplýsingum, virkar sem mótrök í hverju samtali og getur ekki annað en haldið manni í ævarandi fáfræði, þetta prinsipp er dómur áður en rannsókn hefur farið fram.
Svo mörg voru þau orð.
Þorleifur
laugardagur, apríl 19, 2008
Þetta er áhugavert.
Glitnisfólk í sundi
Ferðir sem þessar eru alsiða og í raun ekkert skrítið við þær.
Fólkið sem vinnur í þessum deildum eru með gríðarleg laun og eru vön svona framkomu frá fyrirtæki sínu, annars færi það bara eitthvað annað.
Auðvitað má spyrja sig hvernig Glitni dettur í hug að gera þetta akkúrat á þessum tímapunkti, algerlega ótrúlegt svona frá PR sjónarmiði, en eins og áður segi ekki úr karakter.
Ennþá áhugaverðara er að lesa kommentin fyrir neðan. Þar brýst gremja fólks gagnvart ástandinu út.
Allt í einu eru svona ferðir af hinu illa, bankarnir græðslupúkar og nýðingar, Ingibjörg og co. svín og so on and so forth.
Alki íslensku þjóðarinnar kominn með timburmenn. Og í stað þess að horfa í eigin barm þá skal rífast yfir nágrannanum.
Ég skal samþykkja það að fólk gagnrýni svona ef það hefur staðið í þeirri trú alla tíð, ekki bara þegar draumar þeirra ná ekki lengur utan um það að fá að vera með - að geta komist þangað sjálft.
Bestu kv.
Þorleifur
Glitnisfólk í sundi
Ferðir sem þessar eru alsiða og í raun ekkert skrítið við þær.
Fólkið sem vinnur í þessum deildum eru með gríðarleg laun og eru vön svona framkomu frá fyrirtæki sínu, annars færi það bara eitthvað annað.
Auðvitað má spyrja sig hvernig Glitni dettur í hug að gera þetta akkúrat á þessum tímapunkti, algerlega ótrúlegt svona frá PR sjónarmiði, en eins og áður segi ekki úr karakter.
Ennþá áhugaverðara er að lesa kommentin fyrir neðan. Þar brýst gremja fólks gagnvart ástandinu út.
Allt í einu eru svona ferðir af hinu illa, bankarnir græðslupúkar og nýðingar, Ingibjörg og co. svín og so on and so forth.
Alki íslensku þjóðarinnar kominn með timburmenn. Og í stað þess að horfa í eigin barm þá skal rífast yfir nágrannanum.
Ég skal samþykkja það að fólk gagnrýni svona ef það hefur staðið í þeirri trú alla tíð, ekki bara þegar draumar þeirra ná ekki lengur utan um það að fá að vera með - að geta komist þangað sjálft.
Bestu kv.
Þorleifur
fimmtudagur, apríl 17, 2008
Afsakið þögnina
Ég er búinn að vera á miklum þeytingi.
Fyrst var það ferðalagið til Sviss, kynnast leikhúsinu, fólkinu, leikurunum, umhverfinu . Sérstaklega heillandi var róninn á bensínstöðinni (þar sem feitur matur er seldur af sveittri fitubollu sem étur uppúr pottunum fyrir allra augum, þar sem non-smoking er tabú, þar sem allir bæjarinr rottur safnast á kvöldin). Sá útskýrði fyrir mér að að reykingarbannið væri smjörklípa, já, Davíð Oddson er ekki maður einsamall, allaveganna ekki hvað varðar pólitíkina.
Nú, svo þurfti að þeyta hraðbrautir á leiðinni heim, stoppa við og vinna við að leigja út íbúðir í Berlín, koma frá sér skattamálum og skipuleggja æfingarnar við næstu uppsetningu áður en lagt var af stað til Schwerin þar sem næsta leikhús var heimsótt.
Í þetta skipti var ekki um undirbúning að ræða, heldur var þar verið að hefja æfingar.
Fyrsta æfingin, sem í Þýskalandi er kölluð "konsept æfingin", er svona fundur þar sem leikstjórinn venjulega heldur ræðu frammi fyrir öllum, leikhússtjóra og samansafni af kollum hússins, og segir öllum hvað á að fara að gera.
Þessu hef ég ekki áhuga á, besserwisser eða ekki, leikhús er samvinna, ekki einræðisríki og því harðbannaði ég að nokkur yrði í herberginu aðrir en þeir sem beint að uppsetningunni koma.
Ég keypti svo kassa af bjór, snakk og við lásum verkið og kjöftuðu. ÉG sagði þeim auðvitað aðeins hvað ég var að hugsa, Jósi fór í gegnum hvað varðar leikmynd og búninga og hvernig við hefðum unnið hugmyndavinnuna.
Svo kom að videóinu. Þá bað alla að fara afsíðis einn á fætur öðrum og tala í einrúmi við myndavélina sem ég var búinn að láta stilla upp.
Ég er að vinna verk sem kemur frá bíóforminu, og ákvað að taka bíóformið aftur inn í leikhúsið til þess að þakka greiðann.
Ég ætla því að gera nokkurs konar making off sem ég mun brjóta leiksýninguna upp með, að í sköpun karakters, að í sköpun heims, að í samvinnu og ferðalagi sem leiksýning er, sé að finna sama ferli og leikararnir þurfa svo að gefa fígúrum sínum þegar á sviðið er komið.
Sumsé, ferlið sjálft verður þema sýningarinnar. Og því verður komið að í gegnum videómiðil.
Þetta er vissulega risky, og auðvitað getur þetta breyst, en ég hef gríðarlegan áhuga á hinu listræna ferli og því sem það ber með sér.
Því að ef leikhúsið er ekki miðill fyrir manneskjur til þess að tala við manneskjur þá veit ég ekki til hvers það er. Ekki er það staður þar sem samfélagið tekur stakkaskiptum, nema þá kannski á persónulegu leveli. Enda breytast samfélög ekki (eftir fall hugmyndafræðinnar í lok 9 áratugarins) að ofan heldur að innan. Það er grundvöllurinn í því kerfi sem við höfum ákveðið að fylgja.
Og því verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessum videóeintölum. Hvernig leikurunum líður með það að fara í gegnum svona ferli. Og hvernig við getum svo tengt það við innihald verksins þannig að úr verði spennandi samtal milli svið og videós.
Og meira hef ég ekki að segja í bili...
Bið kærlega að heilsa og óska þeim sem heima á Íslandi sitja vors og gleði.
Þorleifur
Ég er búinn að vera á miklum þeytingi.
Fyrst var það ferðalagið til Sviss, kynnast leikhúsinu, fólkinu, leikurunum, umhverfinu . Sérstaklega heillandi var róninn á bensínstöðinni (þar sem feitur matur er seldur af sveittri fitubollu sem étur uppúr pottunum fyrir allra augum, þar sem non-smoking er tabú, þar sem allir bæjarinr rottur safnast á kvöldin). Sá útskýrði fyrir mér að að reykingarbannið væri smjörklípa, já, Davíð Oddson er ekki maður einsamall, allaveganna ekki hvað varðar pólitíkina.
Nú, svo þurfti að þeyta hraðbrautir á leiðinni heim, stoppa við og vinna við að leigja út íbúðir í Berlín, koma frá sér skattamálum og skipuleggja æfingarnar við næstu uppsetningu áður en lagt var af stað til Schwerin þar sem næsta leikhús var heimsótt.
Í þetta skipti var ekki um undirbúning að ræða, heldur var þar verið að hefja æfingar.
Fyrsta æfingin, sem í Þýskalandi er kölluð "konsept æfingin", er svona fundur þar sem leikstjórinn venjulega heldur ræðu frammi fyrir öllum, leikhússtjóra og samansafni af kollum hússins, og segir öllum hvað á að fara að gera.
Þessu hef ég ekki áhuga á, besserwisser eða ekki, leikhús er samvinna, ekki einræðisríki og því harðbannaði ég að nokkur yrði í herberginu aðrir en þeir sem beint að uppsetningunni koma.
Ég keypti svo kassa af bjór, snakk og við lásum verkið og kjöftuðu. ÉG sagði þeim auðvitað aðeins hvað ég var að hugsa, Jósi fór í gegnum hvað varðar leikmynd og búninga og hvernig við hefðum unnið hugmyndavinnuna.
Svo kom að videóinu. Þá bað alla að fara afsíðis einn á fætur öðrum og tala í einrúmi við myndavélina sem ég var búinn að láta stilla upp.
Ég er að vinna verk sem kemur frá bíóforminu, og ákvað að taka bíóformið aftur inn í leikhúsið til þess að þakka greiðann.
Ég ætla því að gera nokkurs konar making off sem ég mun brjóta leiksýninguna upp með, að í sköpun karakters, að í sköpun heims, að í samvinnu og ferðalagi sem leiksýning er, sé að finna sama ferli og leikararnir þurfa svo að gefa fígúrum sínum þegar á sviðið er komið.
Sumsé, ferlið sjálft verður þema sýningarinnar. Og því verður komið að í gegnum videómiðil.
Þetta er vissulega risky, og auðvitað getur þetta breyst, en ég hef gríðarlegan áhuga á hinu listræna ferli og því sem það ber með sér.
Því að ef leikhúsið er ekki miðill fyrir manneskjur til þess að tala við manneskjur þá veit ég ekki til hvers það er. Ekki er það staður þar sem samfélagið tekur stakkaskiptum, nema þá kannski á persónulegu leveli. Enda breytast samfélög ekki (eftir fall hugmyndafræðinnar í lok 9 áratugarins) að ofan heldur að innan. Það er grundvöllurinn í því kerfi sem við höfum ákveðið að fylgja.
Og því verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessum videóeintölum. Hvernig leikurunum líður með það að fara í gegnum svona ferli. Og hvernig við getum svo tengt það við innihald verksins þannig að úr verði spennandi samtal milli svið og videós.
Og meira hef ég ekki að segja í bili...
Bið kærlega að heilsa og óska þeim sem heima á Íslandi sitja vors og gleði.
Þorleifur
mánudagur, apríl 07, 2008
Góða kvöldið
Þorleifur skrifar frá St Gallen í Sviss.
Ég settist upp í bílinn minn í gærdag, brunaði sem leið lá í gegnum Þýskaland (sem er nú ekkert sérstaklega leiðinlegt þar sem engin eru hraðatakmörkin og bíllinn fær um að nýta hömluleysið), skellti mér sem leið lá í gegnum göng og kom út í Sviss.
Ég var hér líka í fyrra. Þá var tilgangurinn að heimsækja fjöllin, sækja orku og frið. Og það tókst.
Í þetta skipti þá misreiknaði ég mig örlítið hvað árstíma varðar og komst að því að hér er ekki hægt að ganga fjöll á þessum árstíma, enda þakin snjó, en hinsvegar er hægt að skíða.
Skíði hef ég ekki sett á fætur mínar síðan ég var 14 og féll við í Bláfjöllum. Það var þegar ég var ungur og hafði ekki áttað mig á eðlisfræði. Nú er ég eldri, reyndari og vitrari og veit að manneskjur geta ekki flogið - og er því fullfær að reyna aftur við skíðin, því fjöllin verð ég að heimsækja.
Sumsé, í fyrramálið verður vaknað snemma og fjöllin leituð uppi.
Ég er hér annars til þess að skoða leikhúsið sem ég er að fara að setja upp í næsta vor. Hitta fólk, plana og plotta. Þetta er annars einn skemmtilegasti hluti vinnunnar minnar, að plana heiminn sem maður ætlar að koma á svið. Að hugsa um möguleikana áður en veruleikinn hefur eitthvað með það að segja. Nú ríkir ekkert nema hugmyndir.
-----------
Ég kom í gærkvöldi, snemma, tékkaði mig inn og fór svo á flakk um borgina. Ég var í leit að veitingastað - mcdonalds nánar tiltekið - en komst að því eftir mikið labb í snjókomunni að Mac lokar hér á kristilegum tíma. Eini staðurinn sem hægt væri að fá matvæli væri á bensínstöðinni.
Well, beggers cant be choosers þannig ég fór sem leið lá á bensínstöðina.
Móti mér tók fullur salur af reykjandi aröbum (ég mun fjalla um nýtilfundnar rasistatilfinningar mínar í næsta innslagi), kokkur með svuntuna yfir öxlina með hárið lafandi ofan í steikpottunum, stæk fýla sem samanstóð af gömlu brennsluolium, reyk og bensínstybbu.
Mér leyst frábærlega á þetta, tók mér sæti, pantaði kjúkling, franskar og salat ala Stuðmenn og settist innan um fjölmenningarhópinn.
Ekki leið á löngu þar til maturinn kom á borðið og í kaupbæti settist til móts við mig maður, þrútinn af drykkju og spiki og hóf umsvifalaust samræður. Þar sem mér fannst andrúmsloft staðarins ekki bjóða upp á, spurði ég hann út í St Gallen, hvað hefði til dæmis orðið um reykingarbannið sem er víst í gildi í Sviss. Hann svaraði því til að reykingarbannið væri leið pólitíkusanna til þess að fela það að þeir hefðu engar lausnir við hinum raunverulegu vandamálum samtímans. Atvinnuleysi ungmenna, menntaskorti, erfiðum efnahag og svo framvegis.
Mér fannst þetta áhugavert. Getur það verið að pólitíkusar tækli svona mál eins og reykingarnar af því þeir einfaldlega geta það? Af því að þeir trúa því að þeir séu kosnir til þess að gera hluti og því verða þeir að gera eitthvað til þess að það líti út fyrir að þeir séu að gera eitthvað.
Það skilur engin hvernig hagkerfið virkar svona í alvöru. Efnahagsmódel eru ferlega spennandi en virðast oftar en ekki fallast í faðma með frænda sínum veðurfréttunum, að geta lýst í smáatriðum hvað gerðist í gær, en þegar kemur að morgundeginum þá er það anybodies guess...
Og hvað eiga pólitíkusar að gera? Verða þeir ekki að gera eitthvað? Eða þurfa þeir kannski bara að halda sér til hlés og grípa inn í þegar aflaga fer...
Illugi Gunnarson trúir því að hlutverk hans sem stjórnmálamaður sé að framleiða fá en góð lög. Það megi ekki hugsa um alþingi eins og fyrirtæki þar sem allt er metið í framleiðni. Það þurfi að hugsa alþingi eins og think tank samfélagsins. Þar sem fólk af hinum ýmsu þrepum samfélagsins, með mismunandi menntun og heimssýn hittist til þess að taka afstöðu til þess hvað betur megi fara. Því ætti takmark Alþingis að vera fá en góð lög, en ekki bara fullt af lögum sem svo engin hefur þörf eða áhuga fyrir.
Þetta er áhugaverð pæling...
Gæti verið að bensínstöðvarfyllibyttan (sem gengur undir nafninu LORD FÄSI - Künstler der Kockologi) hafi rétt fyrir sér?
Ég skal ekki segja um það en hitt er ljóst að ég mun heimsækja þennan stað reglulega hér eftir, Mcdonalds bíður ekki upp á svona heimspeki.
Bestu kv.
Þorleifur
Þorleifur skrifar frá St Gallen í Sviss.
Ég settist upp í bílinn minn í gærdag, brunaði sem leið lá í gegnum Þýskaland (sem er nú ekkert sérstaklega leiðinlegt þar sem engin eru hraðatakmörkin og bíllinn fær um að nýta hömluleysið), skellti mér sem leið lá í gegnum göng og kom út í Sviss.
Ég var hér líka í fyrra. Þá var tilgangurinn að heimsækja fjöllin, sækja orku og frið. Og það tókst.
Í þetta skipti þá misreiknaði ég mig örlítið hvað árstíma varðar og komst að því að hér er ekki hægt að ganga fjöll á þessum árstíma, enda þakin snjó, en hinsvegar er hægt að skíða.
Skíði hef ég ekki sett á fætur mínar síðan ég var 14 og féll við í Bláfjöllum. Það var þegar ég var ungur og hafði ekki áttað mig á eðlisfræði. Nú er ég eldri, reyndari og vitrari og veit að manneskjur geta ekki flogið - og er því fullfær að reyna aftur við skíðin, því fjöllin verð ég að heimsækja.
Sumsé, í fyrramálið verður vaknað snemma og fjöllin leituð uppi.
Ég er hér annars til þess að skoða leikhúsið sem ég er að fara að setja upp í næsta vor. Hitta fólk, plana og plotta. Þetta er annars einn skemmtilegasti hluti vinnunnar minnar, að plana heiminn sem maður ætlar að koma á svið. Að hugsa um möguleikana áður en veruleikinn hefur eitthvað með það að segja. Nú ríkir ekkert nema hugmyndir.
-----------
Ég kom í gærkvöldi, snemma, tékkaði mig inn og fór svo á flakk um borgina. Ég var í leit að veitingastað - mcdonalds nánar tiltekið - en komst að því eftir mikið labb í snjókomunni að Mac lokar hér á kristilegum tíma. Eini staðurinn sem hægt væri að fá matvæli væri á bensínstöðinni.
Well, beggers cant be choosers þannig ég fór sem leið lá á bensínstöðina.
Móti mér tók fullur salur af reykjandi aröbum (ég mun fjalla um nýtilfundnar rasistatilfinningar mínar í næsta innslagi), kokkur með svuntuna yfir öxlina með hárið lafandi ofan í steikpottunum, stæk fýla sem samanstóð af gömlu brennsluolium, reyk og bensínstybbu.
Mér leyst frábærlega á þetta, tók mér sæti, pantaði kjúkling, franskar og salat ala Stuðmenn og settist innan um fjölmenningarhópinn.
Ekki leið á löngu þar til maturinn kom á borðið og í kaupbæti settist til móts við mig maður, þrútinn af drykkju og spiki og hóf umsvifalaust samræður. Þar sem mér fannst andrúmsloft staðarins ekki bjóða upp á, spurði ég hann út í St Gallen, hvað hefði til dæmis orðið um reykingarbannið sem er víst í gildi í Sviss. Hann svaraði því til að reykingarbannið væri leið pólitíkusanna til þess að fela það að þeir hefðu engar lausnir við hinum raunverulegu vandamálum samtímans. Atvinnuleysi ungmenna, menntaskorti, erfiðum efnahag og svo framvegis.
Mér fannst þetta áhugavert. Getur það verið að pólitíkusar tækli svona mál eins og reykingarnar af því þeir einfaldlega geta það? Af því að þeir trúa því að þeir séu kosnir til þess að gera hluti og því verða þeir að gera eitthvað til þess að það líti út fyrir að þeir séu að gera eitthvað.
Það skilur engin hvernig hagkerfið virkar svona í alvöru. Efnahagsmódel eru ferlega spennandi en virðast oftar en ekki fallast í faðma með frænda sínum veðurfréttunum, að geta lýst í smáatriðum hvað gerðist í gær, en þegar kemur að morgundeginum þá er það anybodies guess...
Og hvað eiga pólitíkusar að gera? Verða þeir ekki að gera eitthvað? Eða þurfa þeir kannski bara að halda sér til hlés og grípa inn í þegar aflaga fer...
Illugi Gunnarson trúir því að hlutverk hans sem stjórnmálamaður sé að framleiða fá en góð lög. Það megi ekki hugsa um alþingi eins og fyrirtæki þar sem allt er metið í framleiðni. Það þurfi að hugsa alþingi eins og think tank samfélagsins. Þar sem fólk af hinum ýmsu þrepum samfélagsins, með mismunandi menntun og heimssýn hittist til þess að taka afstöðu til þess hvað betur megi fara. Því ætti takmark Alþingis að vera fá en góð lög, en ekki bara fullt af lögum sem svo engin hefur þörf eða áhuga fyrir.
Þetta er áhugaverð pæling...
Gæti verið að bensínstöðvarfyllibyttan (sem gengur undir nafninu LORD FÄSI - Künstler der Kockologi) hafi rétt fyrir sér?
Ég skal ekki segja um það en hitt er ljóst að ég mun heimsækja þennan stað reglulega hér eftir, Mcdonalds bíður ekki upp á svona heimspeki.
Bestu kv.
Þorleifur
miðvikudagur, apríl 02, 2008
Góða kvöldið
40.000 manns búa ennþá í hjólhýsum í Bandaríkjunum eftir fellibylinn Katrínu.
Það á ennþá eftir að endurbyggja meirihluta borgarinnar.
Næsta ómögulegt er fyrir einstaklinga að fá greitt úr sjóðum sem stofnaðir voru til þess að standa við bakið á fórnlömbunum, en stór verktakafyrirtæki eiga auðvelt með það.
Trygginarfélög fengju styrki úr ríkiskassanum til þess að hjálpa þeim að kópa við þennan atburð en tryggingarfélögin eru treg að greiða fólki á svæðunum bætur.
Þessi tragedía er týpískt dæmi um hvernig snúa má stjórnmálum upp í andhverfu sína. Þegar þau gleyma til hvers þau eru kosin, hvert hlutverk þeirra er.
Þessi meðferð á borgurum New Orleans , fátækustu borgurunum það er, er til skammar og það hjá þjóð - ríkustu þjóð heims.
Við skulum vona að íslenskir ráðamenn gleymi ekki hverju þeir þjóna þegar kemur að skuldadögunum svalls undanfarinna missera.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
40.000 manns búa ennþá í hjólhýsum í Bandaríkjunum eftir fellibylinn Katrínu.
Það á ennþá eftir að endurbyggja meirihluta borgarinnar.
Næsta ómögulegt er fyrir einstaklinga að fá greitt úr sjóðum sem stofnaðir voru til þess að standa við bakið á fórnlömbunum, en stór verktakafyrirtæki eiga auðvelt með það.
Trygginarfélög fengju styrki úr ríkiskassanum til þess að hjálpa þeim að kópa við þennan atburð en tryggingarfélögin eru treg að greiða fólki á svæðunum bætur.
Þessi tragedía er týpískt dæmi um hvernig snúa má stjórnmálum upp í andhverfu sína. Þegar þau gleyma til hvers þau eru kosin, hvert hlutverk þeirra er.
Þessi meðferð á borgurum New Orleans , fátækustu borgurunum það er, er til skammar og það hjá þjóð - ríkustu þjóð heims.
Við skulum vona að íslenskir ráðamenn gleymi ekki hverju þeir þjóna þegar kemur að skuldadögunum svalls undanfarinna missera.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
mánudagur, mars 31, 2008
Góða kvöldið
Það er bara ekkert mál að vera glaður á dögum sem þessum.
Þorleifur kom út í morgun, sprækur og kátur, annálaður morgunmaður sem hann er, og tók rakleitt stefnuna á næsta kaffihús. Pikkaði stöðumælasektina af bílnum og fannst sem eitthvað væri athugavert en náði ekki utan um hugsunina.
Hélt áfram, og var að hugsa að hann ætti í alvörunni að fara að fá sér íbúakort. Hugsaði svo með hryllingi í þýsku biðröðina og andfúlu afgreiðslukonuna sem þyrfti að díla við til þess að fá það, og setti hugsuna á hilluna.
Já, það var eitthvað óeðlilegt, eitthvað í loftinu.
Þorleifur var að vanda klæddur í gallabuxur, síðerma peysu, hettupeysu og léttan jakka og fór að renna á hann sá grunur að þessi skrýtna tilfinning hefði eitthvað með veðrið að gera.
En það var ekki fyrr en svitinn fór að leka niður í augun á að hann áttaði sig á því að það sem hann var að upplifa var bullandi hiti. Að hann væri svona um það bil þrisvar sinnum of vel klæddur miðað við ársferði.
Þorleifur síungi snéri snarlega við, hljóp upp tröppurnar í hvítu skyrtuna, sneakers og ljósan jakka og lagði af stað út í daginn að nýju, glaður og kátur.
Það er 20 stiga hiti í Berlín og Sól.
Já, og hananú!
PS: Hann fór og fékk sér bílastæðakort. Mætti á staðinn og fékk númer. 418. Kíkti á töfluna og þar blikkaði númerið 207. Þetta hefði nú venjulega verið nóg til þess að setja allt á annan endan , fyrirlitning Þorleifs á Þýskri búrókratíu grasserar á svona stundum, hann á það meiraðsegja til að verða fasta ofbeldishneigður.
En þetta kom hvergi nærri við hann, náði sér bara í kaffibolla, settist út í sólina og las í góðri bók í tvo og hálfan tíma. Og keyrði svo heim. Stöðumælasektaróttinn horfinn og lífið dásamlegt.
Já, blessuð sólin.
Er ekki annars stuð heima á Íslandi í dúnúlpunum og svona?
Það er bara ekkert mál að vera glaður á dögum sem þessum.
Þorleifur kom út í morgun, sprækur og kátur, annálaður morgunmaður sem hann er, og tók rakleitt stefnuna á næsta kaffihús. Pikkaði stöðumælasektina af bílnum og fannst sem eitthvað væri athugavert en náði ekki utan um hugsunina.
Hélt áfram, og var að hugsa að hann ætti í alvörunni að fara að fá sér íbúakort. Hugsaði svo með hryllingi í þýsku biðröðina og andfúlu afgreiðslukonuna sem þyrfti að díla við til þess að fá það, og setti hugsuna á hilluna.
Já, það var eitthvað óeðlilegt, eitthvað í loftinu.
Þorleifur var að vanda klæddur í gallabuxur, síðerma peysu, hettupeysu og léttan jakka og fór að renna á hann sá grunur að þessi skrýtna tilfinning hefði eitthvað með veðrið að gera.
En það var ekki fyrr en svitinn fór að leka niður í augun á að hann áttaði sig á því að það sem hann var að upplifa var bullandi hiti. Að hann væri svona um það bil þrisvar sinnum of vel klæddur miðað við ársferði.
Þorleifur síungi snéri snarlega við, hljóp upp tröppurnar í hvítu skyrtuna, sneakers og ljósan jakka og lagði af stað út í daginn að nýju, glaður og kátur.
Það er 20 stiga hiti í Berlín og Sól.
Já, og hananú!
PS: Hann fór og fékk sér bílastæðakort. Mætti á staðinn og fékk númer. 418. Kíkti á töfluna og þar blikkaði númerið 207. Þetta hefði nú venjulega verið nóg til þess að setja allt á annan endan , fyrirlitning Þorleifs á Þýskri búrókratíu grasserar á svona stundum, hann á það meiraðsegja til að verða fasta ofbeldishneigður.
En þetta kom hvergi nærri við hann, náði sér bara í kaffibolla, settist út í sólina og las í góðri bók í tvo og hálfan tíma. Og keyrði svo heim. Stöðumælasektaróttinn horfinn og lífið dásamlegt.
Já, blessuð sólin.
Er ekki annars stuð heima á Íslandi í dúnúlpunum og svona?
laugardagur, mars 29, 2008
Um banka
Bankarnir felldu gengið. Þarf einhverja rannsókn til þess að komast að því?
Skoðum dæmið.
Bankarnir fá hvergi lánaða peninga, að minnsta kosti ekki á vöxtum sem þeir geta lifað við (í orðsins fyllstu merkingu). Þetta stafar af því að það treystir þeim enginn.
Þeir eru staddir í litlu óöruggu viðskiptaumhverfi, þeir eru mjög skuldsettir, þeir hafa verið djarfir á erlendum mörkuðum, þeir hafa leyft kúnnum sínum að gíra sig alveg í botn og svo framvegis, söguna þekkjum við öll.
Nú, það er því aðkallandi fyrir þá að endurreisa traustið sem erlendir bankar hafa til þeirra. Helsta leið til þess að sýna að reksturinn sé í góðum málum.
Leið viðskiptalífsins til þess að gera slíkt er að skoða ársfjórðungsuppgjör fyrirtækja.
Bankarnir þurfa því umfram allt góð uppgjör eftir fyrsta fjórðung.
En það er erfitt þegar þeir eru ekki að loka dílum (þar sem stærstu þóknanirnar eru) vegna þess að þeir eru ekki að fá lánaða peninga sem þeir geta lánað aftur. Þeir eiga líka erfitt með að lána af eigin peningum vegna þess að þá myndi eiginfjárhlutfallið lækka sem aftur liti illa út fyrir erlendum aðilum.
Og eru því góð ráð dýr.
Ekki er hægt að græða meira en komið er á því að kaupa og selja bréf í sömu 15 fyrirtækjunum í kauphöllinni, það game er búið í bili og því er í raun bara ein leið fyrir þá.
Það er að taka stórar stöður í íslensku krónunni, gagnvart evrunni hvað helst, og aðstoða svo eftir fremsta mætti fall gengisins.
Í kjölfarið geta þeir svo sett gengishagnaðinn inn í ársfjórðungsuppgjörið sem lítur þá miklu betur út. Bankarnir vonast svo til þess að fjármálamarkaðirnir opnist og fari að lána þeim fé að nýju (enda líta uppgjörin þeirra vel út) og þá geta þeir leyft genginu að læðast til baka.
Það er regla þegar leitað er sökudólga að skoða það hver hagnist mest.
Í þessu tilfelli er það augljóst.
Eða hvað?
Þorleifur
Bankarnir felldu gengið. Þarf einhverja rannsókn til þess að komast að því?
Skoðum dæmið.
Bankarnir fá hvergi lánaða peninga, að minnsta kosti ekki á vöxtum sem þeir geta lifað við (í orðsins fyllstu merkingu). Þetta stafar af því að það treystir þeim enginn.
Þeir eru staddir í litlu óöruggu viðskiptaumhverfi, þeir eru mjög skuldsettir, þeir hafa verið djarfir á erlendum mörkuðum, þeir hafa leyft kúnnum sínum að gíra sig alveg í botn og svo framvegis, söguna þekkjum við öll.
Nú, það er því aðkallandi fyrir þá að endurreisa traustið sem erlendir bankar hafa til þeirra. Helsta leið til þess að sýna að reksturinn sé í góðum málum.
Leið viðskiptalífsins til þess að gera slíkt er að skoða ársfjórðungsuppgjör fyrirtækja.
Bankarnir þurfa því umfram allt góð uppgjör eftir fyrsta fjórðung.
En það er erfitt þegar þeir eru ekki að loka dílum (þar sem stærstu þóknanirnar eru) vegna þess að þeir eru ekki að fá lánaða peninga sem þeir geta lánað aftur. Þeir eiga líka erfitt með að lána af eigin peningum vegna þess að þá myndi eiginfjárhlutfallið lækka sem aftur liti illa út fyrir erlendum aðilum.
Og eru því góð ráð dýr.
Ekki er hægt að græða meira en komið er á því að kaupa og selja bréf í sömu 15 fyrirtækjunum í kauphöllinni, það game er búið í bili og því er í raun bara ein leið fyrir þá.
Það er að taka stórar stöður í íslensku krónunni, gagnvart evrunni hvað helst, og aðstoða svo eftir fremsta mætti fall gengisins.
Í kjölfarið geta þeir svo sett gengishagnaðinn inn í ársfjórðungsuppgjörið sem lítur þá miklu betur út. Bankarnir vonast svo til þess að fjármálamarkaðirnir opnist og fari að lána þeim fé að nýju (enda líta uppgjörin þeirra vel út) og þá geta þeir leyft genginu að læðast til baka.
Það er regla þegar leitað er sökudólga að skoða það hver hagnist mest.
Í þessu tilfelli er það augljóst.
Eða hvað?
Þorleifur
fimmtudagur, mars 27, 2008
Góða kvöldið
Ég heyrði því fleygt í kvöld að salan í Elko undanfarnar 2 vikur hafi verið meiri en næstu tvo mánuði þar á undan. Og flest sé keypt á raðgreiðslum.
Þetta minnir mig á það sem maður heyrir úr meðferðarbransanum, búið að panta meðferðarpláss og því um að gera að detta vel í það yfir helgina til þess að mæta sem ónýtastur. Maður sé hvort sem er að hætta og því um að gera að fara út með stæl, upplifa síðasta fylliríið, fá síðasta sopann, eina stund með hjartaró brennivínsins áður en blákaldur og beiskur veruleikin tekur við.
Hvaða fylling er þetta sem fólk er að kaupa sér? Er það það að nútímamanneskjan er metin, og metur sig aðeins á ytri aðstæðum, en ekki innri líðan?
Erum við búin að kalla yfir okkur kerfi þar sem neysla er svo samdauna lífinu að líf á neyslu er varla nokkurt líf. Eða er þetta kannski bara fallegt kæruleysi, þetta reddast bara stemmarinn sem sendi íslensk fyrirtæki í víking og okkur hin á yfirdráttinn?
Það verður gaman að fylgjast með þegar fólk hættir að geta borgað til baka. Mun fara fyrir okkur eins og sub prime í Bandaríkjunum. Að fyrirtæki verði uppiskroppa með fé, ekki aðeins á alþjóðamörkuðum heldur vegna þess að endurgreiðslur eru ekki að berast og bankarnir standa þá uppi með veð sem fallið hafa í verði?
Því að í neyslusamfélaginu þá er allt samtengt. Hlutunum hefur verið komið svo snilldarlega fyrir að allir eru samdauna, samsekir, reyndar sérstaklega þegar illa fer.
Ég var sjálfur tilturulega hlynntur þessari stefnu í BNA, að gefa fólki sem aldrei áður átti möguleika á því að koma sér upp eignum tækifæri til þess að gera það. Og taldi að hver og einn einstaklingur bæri ábyrgð á því sem hann gerði, því sem hann tæki að láni. En afleiðingarnar af þessum viðskiptum í bandaríkjunum koma nú við veskið á öllum, líka mér (og reyndar gera veski eigenda ELKO feitara - but where there's a loser, there's a winner).
Til varnar þessum einstaklingum verður þí að segjast eins og er að upplýsingagjöf var sérlega ábótavant (svona eins og hjá KBBanka sem var ekkert að halda því að fólki að það væri endurskoðunarákvæði í 4.15% lánasamningunum) og komu því hærri greiðslur mörgum á óvart.
En oftar en ekki var þetta bjartsýni, óhófleg á köflum, en bjartsýni þó og það er fallegra mennskepnunni en svartsýnin.
En Bjartsýnin gerði nú samt út um hann Bjart, og sumarhús voru innkölluð af BYR þess tíma.
Hversu margir verða komnir á BYR-inn nú? Með eldhús fullt af mixurum...
Bestu kv.
Þorleifur
Ég heyrði því fleygt í kvöld að salan í Elko undanfarnar 2 vikur hafi verið meiri en næstu tvo mánuði þar á undan. Og flest sé keypt á raðgreiðslum.
Þetta minnir mig á það sem maður heyrir úr meðferðarbransanum, búið að panta meðferðarpláss og því um að gera að detta vel í það yfir helgina til þess að mæta sem ónýtastur. Maður sé hvort sem er að hætta og því um að gera að fara út með stæl, upplifa síðasta fylliríið, fá síðasta sopann, eina stund með hjartaró brennivínsins áður en blákaldur og beiskur veruleikin tekur við.
Hvaða fylling er þetta sem fólk er að kaupa sér? Er það það að nútímamanneskjan er metin, og metur sig aðeins á ytri aðstæðum, en ekki innri líðan?
Erum við búin að kalla yfir okkur kerfi þar sem neysla er svo samdauna lífinu að líf á neyslu er varla nokkurt líf. Eða er þetta kannski bara fallegt kæruleysi, þetta reddast bara stemmarinn sem sendi íslensk fyrirtæki í víking og okkur hin á yfirdráttinn?
Það verður gaman að fylgjast með þegar fólk hættir að geta borgað til baka. Mun fara fyrir okkur eins og sub prime í Bandaríkjunum. Að fyrirtæki verði uppiskroppa með fé, ekki aðeins á alþjóðamörkuðum heldur vegna þess að endurgreiðslur eru ekki að berast og bankarnir standa þá uppi með veð sem fallið hafa í verði?
Því að í neyslusamfélaginu þá er allt samtengt. Hlutunum hefur verið komið svo snilldarlega fyrir að allir eru samdauna, samsekir, reyndar sérstaklega þegar illa fer.
Ég var sjálfur tilturulega hlynntur þessari stefnu í BNA, að gefa fólki sem aldrei áður átti möguleika á því að koma sér upp eignum tækifæri til þess að gera það. Og taldi að hver og einn einstaklingur bæri ábyrgð á því sem hann gerði, því sem hann tæki að láni. En afleiðingarnar af þessum viðskiptum í bandaríkjunum koma nú við veskið á öllum, líka mér (og reyndar gera veski eigenda ELKO feitara - but where there's a loser, there's a winner).
Til varnar þessum einstaklingum verður þí að segjast eins og er að upplýsingagjöf var sérlega ábótavant (svona eins og hjá KBBanka sem var ekkert að halda því að fólki að það væri endurskoðunarákvæði í 4.15% lánasamningunum) og komu því hærri greiðslur mörgum á óvart.
En oftar en ekki var þetta bjartsýni, óhófleg á köflum, en bjartsýni þó og það er fallegra mennskepnunni en svartsýnin.
En Bjartsýnin gerði nú samt út um hann Bjart, og sumarhús voru innkölluð af BYR þess tíma.
Hversu margir verða komnir á BYR-inn nú? Með eldhús fullt af mixurum...
Bestu kv.
Þorleifur
þriðjudagur, mars 25, 2008
Góða kvöldið
Ég fór eð 4 ungum leikurum á KFC fyrr í kvöld.
Þetta væri ekki á frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að þrír þessara ungmenna höfðu aldrei á ævi sinni komið á staðinn áður.
Þau stóðu eins og litlir krakkar og skoðuðu dýrð matseðilsins. Spurðu mig spjörunum úr um hvernig þetta og þetta væri á bragðið, hvernig bitarnir væri í samanburði við borgaranna og tóku sér tímann sinn enda voru hér um tímamót að ræða í lífi þeirra.
Er ég svo sat við átu (tveir bitar, hot wings, maís, hrásalat og franskar - like usual) þá sló þetta mig allt í einu. Ef maður pikkaði upp á götu í Reykjavík (eða í listaháskólanum) 4 manneskjur á aldrinum 24 - 28 hversu miklar líkur væru á því að 3/4 þeirra hefði aldrei komið á KFC?
Þarna kannski endurspeglast ákveðinn grundvallarmunur á þjóðunum, eða kannski á Íslandi og restinni af heiminum.
Í Bandaríkjunum er einn KFC á hverja 300.000 íbúa. Á Íslandi eru 5 staðir fyrir suðvesturhornið, sem slefar í 200.000 í mannfjölda.
Svo maður nefni nú ekki Dótabúðirnar, húsbúnaðarverslanirnar, IKEA (sem er víst söluhæsta verslun í heiminum), byggingarvöruverslanirnar og svo framvegis.
ekki furða að seðlabankastjórinn skilji ekki neitt í neinu. Mafían myndi blikna af vöxtunum en allir ennþá bara í stuðinu...
Maður spyr sig hvort þetta geti á einhverjum skala talist eðlilegt ástand?
Þorleifur
Ég fór eð 4 ungum leikurum á KFC fyrr í kvöld.
Þetta væri ekki á frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að þrír þessara ungmenna höfðu aldrei á ævi sinni komið á staðinn áður.
Þau stóðu eins og litlir krakkar og skoðuðu dýrð matseðilsins. Spurðu mig spjörunum úr um hvernig þetta og þetta væri á bragðið, hvernig bitarnir væri í samanburði við borgaranna og tóku sér tímann sinn enda voru hér um tímamót að ræða í lífi þeirra.
Er ég svo sat við átu (tveir bitar, hot wings, maís, hrásalat og franskar - like usual) þá sló þetta mig allt í einu. Ef maður pikkaði upp á götu í Reykjavík (eða í listaháskólanum) 4 manneskjur á aldrinum 24 - 28 hversu miklar líkur væru á því að 3/4 þeirra hefði aldrei komið á KFC?
Þarna kannski endurspeglast ákveðinn grundvallarmunur á þjóðunum, eða kannski á Íslandi og restinni af heiminum.
Í Bandaríkjunum er einn KFC á hverja 300.000 íbúa. Á Íslandi eru 5 staðir fyrir suðvesturhornið, sem slefar í 200.000 í mannfjölda.
Svo maður nefni nú ekki Dótabúðirnar, húsbúnaðarverslanirnar, IKEA (sem er víst söluhæsta verslun í heiminum), byggingarvöruverslanirnar og svo framvegis.
ekki furða að seðlabankastjórinn skilji ekki neitt í neinu. Mafían myndi blikna af vöxtunum en allir ennþá bara í stuðinu...
Maður spyr sig hvort þetta geti á einhverjum skala talist eðlilegt ástand?
Þorleifur
mánudagur, mars 24, 2008
Góðan daginn
Ég sat úti á kaffihúsi áðan. Já, úti á kaffihúsi.
Þetta er eitt uppáhalds morgunverðarkaffihúsið mitt hér í Berlín. Þetta er brasílískt (eða svo stendur minnsta kosti á matseðlinum) en það er nú fátt sem bendir til þess. Starfsfólk allt þýskt, brauðið sem þau nota ítalskt, kaffið einnig, innréttingarnar úr plastik katalóg og teppin á útistólunum frá 66 gráður norður.
En þetta er ferlega kósí því að útiseta á þessu kaffihúsi boðar komu vorsins.
Og er ég vaknaði í morgun og leit út um gluggan þá trúði ég því í fyrsta skipti á þessu ári að vorið væri að koma.
Það var glampandi sól, svona eins og vetrarveðrið gerist fallegast heima á Íslandi. Þökin í kring glitruðu í sólinni er geislarnir léku við þau áður en þeir tóku stefnuna inn um gluggan hjá mér og kitluðu mér í augunum.
Svona er gott að vakna. Vakna undan vetri. Vakna og hugsa að vetur konungur hafi andvarpað sínu síðasta þetta árið og fari nú í útlegð þar til næsta haust.
Kannski er þetta draumsýn, en stundum rætast draumarnir þó.
Og ég sat áðan á þessu útikaffihúsi, á grænum plasstól með púða og át panino með chorizo og drakk appelsínu, epla, gulrótar, engifer, rauðbiðusafann og las góða bók. Allt að því heitur vindur lék um og við mig. Stúlkurnar búnar að setja upp sólgleraugu og komnar úr HM vetrarstökkunum og skipta þeim út fyrir marglitar peysur. Við kallarnir allir eins í Levis og bol.
Það mátti jafnvel heyra suð í flugum, en bara ef virkilega var lagt við hlustir. Engar Moskító þó, þau óargadýr koma fyrst seinna.
Mér leið svoldið eins og Heimdalli, fannst ég heyra brumið spretta og blómin kíkja út og bíða eftir staðfestingu vorsins á komu sinni.
Ég heyri á svona dögum vonina kveikna, áhyggjur dimmunar láta undan og framtíðin verður eftirsóknarverð. Hugmyndir fá vængi og framkvæmdarhug, ímyndun eflist og þorið eykst, líkaminn brosir innra með sér og fjarlæg lönd verða nálæg í huganum.
Já, vorið er það fallegasta sem ég veit.
Og ég vona að það sé komið.
Vorkveðjur frá Berlín
Ég sat úti á kaffihúsi áðan. Já, úti á kaffihúsi.
Þetta er eitt uppáhalds morgunverðarkaffihúsið mitt hér í Berlín. Þetta er brasílískt (eða svo stendur minnsta kosti á matseðlinum) en það er nú fátt sem bendir til þess. Starfsfólk allt þýskt, brauðið sem þau nota ítalskt, kaffið einnig, innréttingarnar úr plastik katalóg og teppin á útistólunum frá 66 gráður norður.
En þetta er ferlega kósí því að útiseta á þessu kaffihúsi boðar komu vorsins.
Og er ég vaknaði í morgun og leit út um gluggan þá trúði ég því í fyrsta skipti á þessu ári að vorið væri að koma.
Það var glampandi sól, svona eins og vetrarveðrið gerist fallegast heima á Íslandi. Þökin í kring glitruðu í sólinni er geislarnir léku við þau áður en þeir tóku stefnuna inn um gluggan hjá mér og kitluðu mér í augunum.
Svona er gott að vakna. Vakna undan vetri. Vakna og hugsa að vetur konungur hafi andvarpað sínu síðasta þetta árið og fari nú í útlegð þar til næsta haust.
Kannski er þetta draumsýn, en stundum rætast draumarnir þó.
Og ég sat áðan á þessu útikaffihúsi, á grænum plasstól með púða og át panino með chorizo og drakk appelsínu, epla, gulrótar, engifer, rauðbiðusafann og las góða bók. Allt að því heitur vindur lék um og við mig. Stúlkurnar búnar að setja upp sólgleraugu og komnar úr HM vetrarstökkunum og skipta þeim út fyrir marglitar peysur. Við kallarnir allir eins í Levis og bol.
Það mátti jafnvel heyra suð í flugum, en bara ef virkilega var lagt við hlustir. Engar Moskító þó, þau óargadýr koma fyrst seinna.
Mér leið svoldið eins og Heimdalli, fannst ég heyra brumið spretta og blómin kíkja út og bíða eftir staðfestingu vorsins á komu sinni.
Ég heyri á svona dögum vonina kveikna, áhyggjur dimmunar láta undan og framtíðin verður eftirsóknarverð. Hugmyndir fá vængi og framkvæmdarhug, ímyndun eflist og þorið eykst, líkaminn brosir innra með sér og fjarlæg lönd verða nálæg í huganum.
Já, vorið er það fallegasta sem ég veit.
Og ég vona að það sé komið.
Vorkveðjur frá Berlín
Góða kvöldið
Héðan úr Þýskalandi er fátt að frétta, páskar líða yfir og hjá, og - Jesú dó víst um helgina.
Sem minnir mig á það þegar ég var að setja upp Ríginn fyrir norðan á þessum tíma árs 2005. Ég tók þá stefnu að unnið yrði mikið og hart, að playstation kynslóðin sem ég var að vinna með tæki það með sér úr vinnunni að listin sé góður vettvangur til þess að ýta við grensum sínum, að leggja sig allan fram og maður uppskeri í samræmi við það.
Og við unnum myrkranna á millum í fegurð norðurlandsins, svo mikið að ég þegar kom að páskum þá var ákveðið að keyra bara í gegnum þá, dugnaðurinn var slagorð dagsins.
Við þess ákvörðun fóru mér að berast skringileg skilaboð frá foreldrum unglinganna sem voru margir hverjir ekki sáttir við þessa tilhögun. Það væri ekki sæmandi að vinna á dánardægri drottins.
Akureyri er skringilegt pleis!
Ég hef annars mókað þessa páska af mér. Gert lítið annað en hanga í símanum við manneskju sem mér þykir vænt um - en finnst stundum ekki nógu vænt um sjálfan sig. Þetta hafa meiraðsegja verið á köflum afar erfið símtöl. Sem er svo sem í lagi, því að það er við mótlætið sem maður er neyddur til þess að horfast í augu við eitthvað í fari sínu og gjörðum, sjá og skilja - jafnvel læra - sé vandlega hlustað.
En tíminn hefur í raun ekki verið raunverulegur einhvernveginn. Kannski er ég búinn að hafa of mikið af honum uppá síðkastið. Tíminn er nefnilega kynjaskepna, hann sem virðist svo afmarkaður og stjórnsamur en er í raun aðeins upplifun þess sem hann lifir. Og þegar maður tekur svona breik frá heiminum, eins og ég hef gert undanfarið, þá virðist hann einvörðungu vera til í sínum eigin heimi, mínum heimi. Samansafn upplifunnar sem ég þarf svo að vinna úr er ég set úrið í gang að nýju.
Og þessi útilega mín hefur gert mér margt ljóst, ekki síst að ég þarf að fara a skrifa að nýju.
Ég finn fyrir því í beinunum að ég þarf að fara að skrifa. Ég er orðinn leiður á því að krukka í annara manna verkum. Nú þurfa mín eigin verk að fá sinn farveg að nýju. Eilíf Hamingja hefur loksins yfirgefið mig. Ég get fengið hugmyndir sem ekki eru einskorðaðar við fjórar manneskjur og skrifstofu.
Og hvað gerir maður þegar maður vill fara aftur að skrifa?
Maður heimsækir fjöllin.
Ég stefni á það nú um miðjan Apríl að endurtaka leikinn frá því í fyrra, þegar ég fór einn í viku í alpana, og ganga fjöll í Sviss. Bara ég og fjöllinn og lappirnar á mér brennandi og úthaldssnauðar. Fjöllinn, sem ég sakna svo mjög hér á Berlínarsléttunni, tala nefnilega til manns. Þau hvísla að sálinni þar sem maður klífur þau, ögra manni þegar maður reynir að sigrast á þeim, hlægja að manni þegar maður er við það að gefast upp og kyssa mann svo vindsins kossi þegar maður stendur á toppnum.
En umfram allt getur maður ekki flúið sjálfan sig þegar maður tekst á við þau. Maður verður að vera hér og nú og hlusta. Það er það frábæra. Ekki analísa, heldur aðeins vera.
Og í umróti stórborgarinnar gleymir maður þessu oft. Að vera. Einfaldlega.
Bestu kv.
Þorleifur
Héðan úr Þýskalandi er fátt að frétta, páskar líða yfir og hjá, og - Jesú dó víst um helgina.
Sem minnir mig á það þegar ég var að setja upp Ríginn fyrir norðan á þessum tíma árs 2005. Ég tók þá stefnu að unnið yrði mikið og hart, að playstation kynslóðin sem ég var að vinna með tæki það með sér úr vinnunni að listin sé góður vettvangur til þess að ýta við grensum sínum, að leggja sig allan fram og maður uppskeri í samræmi við það.
Og við unnum myrkranna á millum í fegurð norðurlandsins, svo mikið að ég þegar kom að páskum þá var ákveðið að keyra bara í gegnum þá, dugnaðurinn var slagorð dagsins.
Við þess ákvörðun fóru mér að berast skringileg skilaboð frá foreldrum unglinganna sem voru margir hverjir ekki sáttir við þessa tilhögun. Það væri ekki sæmandi að vinna á dánardægri drottins.
Akureyri er skringilegt pleis!
Ég hef annars mókað þessa páska af mér. Gert lítið annað en hanga í símanum við manneskju sem mér þykir vænt um - en finnst stundum ekki nógu vænt um sjálfan sig. Þetta hafa meiraðsegja verið á köflum afar erfið símtöl. Sem er svo sem í lagi, því að það er við mótlætið sem maður er neyddur til þess að horfast í augu við eitthvað í fari sínu og gjörðum, sjá og skilja - jafnvel læra - sé vandlega hlustað.
En tíminn hefur í raun ekki verið raunverulegur einhvernveginn. Kannski er ég búinn að hafa of mikið af honum uppá síðkastið. Tíminn er nefnilega kynjaskepna, hann sem virðist svo afmarkaður og stjórnsamur en er í raun aðeins upplifun þess sem hann lifir. Og þegar maður tekur svona breik frá heiminum, eins og ég hef gert undanfarið, þá virðist hann einvörðungu vera til í sínum eigin heimi, mínum heimi. Samansafn upplifunnar sem ég þarf svo að vinna úr er ég set úrið í gang að nýju.
Og þessi útilega mín hefur gert mér margt ljóst, ekki síst að ég þarf að fara a skrifa að nýju.
Ég finn fyrir því í beinunum að ég þarf að fara að skrifa. Ég er orðinn leiður á því að krukka í annara manna verkum. Nú þurfa mín eigin verk að fá sinn farveg að nýju. Eilíf Hamingja hefur loksins yfirgefið mig. Ég get fengið hugmyndir sem ekki eru einskorðaðar við fjórar manneskjur og skrifstofu.
Og hvað gerir maður þegar maður vill fara aftur að skrifa?
Maður heimsækir fjöllin.
Ég stefni á það nú um miðjan Apríl að endurtaka leikinn frá því í fyrra, þegar ég fór einn í viku í alpana, og ganga fjöll í Sviss. Bara ég og fjöllinn og lappirnar á mér brennandi og úthaldssnauðar. Fjöllinn, sem ég sakna svo mjög hér á Berlínarsléttunni, tala nefnilega til manns. Þau hvísla að sálinni þar sem maður klífur þau, ögra manni þegar maður reynir að sigrast á þeim, hlægja að manni þegar maður er við það að gefast upp og kyssa mann svo vindsins kossi þegar maður stendur á toppnum.
En umfram allt getur maður ekki flúið sjálfan sig þegar maður tekst á við þau. Maður verður að vera hér og nú og hlusta. Það er það frábæra. Ekki analísa, heldur aðeins vera.
Og í umróti stórborgarinnar gleymir maður þessu oft. Að vera. Einfaldlega.
Bestu kv.
Þorleifur
laugardagur, mars 22, 2008
Hagkerfið og ég
Ég og hagkerfið skildum aldrei hvort annað,
og efalaust má kenna það marxískum framburði mínum,
en það var svo dramblátt, flókið og gráðugt í sínum,
að vinstridreng neðan úr bæ var hús þess bannað.
Það hæfir ei neinum að tala um töp sín og hnekki,
Og til hvaða gagns myndi verða svo heimskuleg iðja?
Samt þurfti ég rétt eins og fleiri mér hjálpar að biðja,
en hagkerfið snéri sér frá mér og gengdi mér ekki.
Og loks varð kapítalískan eiginleg munni mínum,
Og málhreimur bernskunnar týndist í rökkur hins liðna,
ég hélt, að við slíkt myndi þel þess glúpna og þiðna,
en þá var það orðið marxískt í framburði sínum.
Lánað ljóð sem best útskýrir samband mitt við kapítalismann, krónufallið og Davíð Oddson.
Mbk
Þorleifur
(Námsmaður í Berlín)
Ég og hagkerfið skildum aldrei hvort annað,
og efalaust má kenna það marxískum framburði mínum,
en það var svo dramblátt, flókið og gráðugt í sínum,
að vinstridreng neðan úr bæ var hús þess bannað.
Það hæfir ei neinum að tala um töp sín og hnekki,
Og til hvaða gagns myndi verða svo heimskuleg iðja?
Samt þurfti ég rétt eins og fleiri mér hjálpar að biðja,
en hagkerfið snéri sér frá mér og gengdi mér ekki.
Og loks varð kapítalískan eiginleg munni mínum,
Og málhreimur bernskunnar týndist í rökkur hins liðna,
ég hélt, að við slíkt myndi þel þess glúpna og þiðna,
en þá var það orðið marxískt í framburði sínum.
Lánað ljóð sem best útskýrir samband mitt við kapítalismann, krónufallið og Davíð Oddson.
Mbk
Þorleifur
(Námsmaður í Berlín)
miðvikudagur, mars 19, 2008
Góða kvöldið
Sit á hóteli í Hamburg á leiklistarfestivali.
Ég var búinn að gleyma því hversu mikið svona festivöl fara í mig. Það er allt einhvernveginn svo stíft og gáfumannalegt. Það stendur gráhært fólk út um allt og stingur saman
nefjum, gáfulegt á svip og veltir sér uppúr eigin dýpt.
Ég er með ofnæmi fyrir þessu.
Ekkert að því svo sem að hugsa um leikhúsið, tilgang þess og fyrirætlan, en á svona samkundum verður stemmingin alltaf "við sem erum svo vitur" og áhorfendurnir skipta þar litlu sem engu máli. Þeir eru annars flokks
Hér liggur hin sanna viska. Ohhhh...
Leikhúsið liggur hjá fólkinu. Auðvitað vill mðaur snerta við því, fjalla um heiminn, ná djúpum og sterkum listrænum tengingum en ekki samt rúnka sér með efnið, sjálfum sér til upphafningar.
Og því skil ég ekki að ég skildi samþykkja að koma, var líklega búinn að gleyma því hversu mikið þetta fer í taugarnar á mér.
En er að nota tímann til þess að undirbúa Gegen die Wand sem ég er að fara að setja upp eftir 4 vikur í A Þýskalandi og ég er alltaf að nálgast það meir og meir að segja fólkinu sem kemur til þess að sjá sögu, sögu af sönnu fólki í erfiðum aðstæðum.
Svo er það komið upp að ég er að fara að setja verk upp heima í sumar og ég er farinn að hlakka til. Að setja aftur upp á eigin tungu verður frábært.
En meira um það síðar...
Bestu kv.
Þorleifur
Sit á hóteli í Hamburg á leiklistarfestivali.
Ég var búinn að gleyma því hversu mikið svona festivöl fara í mig. Það er allt einhvernveginn svo stíft og gáfumannalegt. Það stendur gráhært fólk út um allt og stingur saman
nefjum, gáfulegt á svip og veltir sér uppúr eigin dýpt.
Ég er með ofnæmi fyrir þessu.
Ekkert að því svo sem að hugsa um leikhúsið, tilgang þess og fyrirætlan, en á svona samkundum verður stemmingin alltaf "við sem erum svo vitur" og áhorfendurnir skipta þar litlu sem engu máli. Þeir eru annars flokks
Hér liggur hin sanna viska. Ohhhh...
Leikhúsið liggur hjá fólkinu. Auðvitað vill mðaur snerta við því, fjalla um heiminn, ná djúpum og sterkum listrænum tengingum en ekki samt rúnka sér með efnið, sjálfum sér til upphafningar.
Og því skil ég ekki að ég skildi samþykkja að koma, var líklega búinn að gleyma því hversu mikið þetta fer í taugarnar á mér.
En er að nota tímann til þess að undirbúa Gegen die Wand sem ég er að fara að setja upp eftir 4 vikur í A Þýskalandi og ég er alltaf að nálgast það meir og meir að segja fólkinu sem kemur til þess að sjá sögu, sögu af sönnu fólki í erfiðum aðstæðum.
Svo er það komið upp að ég er að fara að setja verk upp heima í sumar og ég er farinn að hlakka til. Að setja aftur upp á eigin tungu verður frábært.
En meira um það síðar...
Bestu kv.
Þorleifur
laugardagur, mars 15, 2008
Góða kvöldið
Vinkona mín benti mér á eftirfarandi frétt á mbl.is Ég skil ekki hvernig þetta gat farið framhjá mér og er ég henni þakklátur fyrir að benda mér á hana.
Þessi frétt reitti mig verulega til reiði. Mér er óglatt, mér er illt, ég skammast mín fyrir dómstólana, næstum að ég skammist mín fyrir það að tilheyra samfélagi þar sem svona mál fá svona meðferð!
Það er næstum að maður velti fyrir sér hvort ekki væri upplagt fyrir bankaræningja, svona á leið úr vel heppnuðu ráni, að stoppa við og nauðga svo sem einn konu, það myndi líklega leiða til styttri fangelsisdóms.
Dómurinn segir að maðurinn eigi sér engar málsbætur, að hann hafi stundað ofbeldi, líkamlegt og andlegt klukkustundum saman - fyrir framan 14 ára dóttur konunnar - og vegna þess hversu hrottaleg og niðurlægjandi árásin hafi verið þyki sanngjarnt að dæma hann til 3 MÁNAÐA fangelsis og greiða henni 600.000 í miskabætur.
Hvernig getur þetta átt sér stað?
Hvar er femenistarnir núna?
Hvar er bálförin að dómshúsinu?
Hver ætlar sér að taka upp hanskann fyrir þessa greyjið konu, barn hennar og önnur fórnarlömb svona heigulsglæpa?
Það er næstum að maður sakni DV á svona tíma. Þeir myndu að minnsta kosti missa það yfir þessu?
Hvar er Kastljósið?
Maður er næsta örvæntingafullur yfir stöðunni heima. Ætla dómstólar ekkert að læra?
Þetta eru nýðingsbrot af verstu sort og það á að meðhöndla þau sem slík. Er karllægan svona mikil í lagaramma á Íslandi að nauðganir, heimilisofbeldi og misþyrmingar eru minni brot en að stela úr bókhaldskassa, stinga á sig súkkulaði í 10-11, keyra of hratt eða flytja inn dóp.
Það er ekkert samhengi og því er þetta algerlega óskiljanlegt í upplýstu samfélagi.
Nú bíður maður bara eftir enn einum dómnum þar sem tekinn er fram klæðaburður fórnarlambsins en ekki gerandans, ástand fórnarlambsins en ekki gerandans!
Það er einnig horft fram hjá allri þeirri niðurlægingu sem fylgir því að fara með svona mál dómstólaleiðina og hvað í svona dómum ætti að ýta við konum að leita réttar síns, að ganga í gegnum allt það sem fórnarlömb svona mála þurfa að ganga í gegnum. Þegar gerandinn labbar út með slap on the wrist og þarf að kaupa pulsu og kók handa fórnarlambinu.
Þetta er til skammar
Eitthvað þarf að gerast!
Hvar eru mannréttindafrömuðurnir núna?
Ég get ekki skrifað meira því að ég veit ekki hvað hægt er að segja...
Þorleifur
Vinkona mín benti mér á eftirfarandi frétt á mbl.is Ég skil ekki hvernig þetta gat farið framhjá mér og er ég henni þakklátur fyrir að benda mér á hana.
Þessi frétt reitti mig verulega til reiði. Mér er óglatt, mér er illt, ég skammast mín fyrir dómstólana, næstum að ég skammist mín fyrir það að tilheyra samfélagi þar sem svona mál fá svona meðferð!
Það er næstum að maður velti fyrir sér hvort ekki væri upplagt fyrir bankaræningja, svona á leið úr vel heppnuðu ráni, að stoppa við og nauðga svo sem einn konu, það myndi líklega leiða til styttri fangelsisdóms.
Dómurinn segir að maðurinn eigi sér engar málsbætur, að hann hafi stundað ofbeldi, líkamlegt og andlegt klukkustundum saman - fyrir framan 14 ára dóttur konunnar - og vegna þess hversu hrottaleg og niðurlægjandi árásin hafi verið þyki sanngjarnt að dæma hann til 3 MÁNAÐA fangelsis og greiða henni 600.000 í miskabætur.
Hvernig getur þetta átt sér stað?
Hvar er femenistarnir núna?
Hvar er bálförin að dómshúsinu?
Hver ætlar sér að taka upp hanskann fyrir þessa greyjið konu, barn hennar og önnur fórnarlömb svona heigulsglæpa?
Það er næstum að maður sakni DV á svona tíma. Þeir myndu að minnsta kosti missa það yfir þessu?
Hvar er Kastljósið?
Maður er næsta örvæntingafullur yfir stöðunni heima. Ætla dómstólar ekkert að læra?
Þetta eru nýðingsbrot af verstu sort og það á að meðhöndla þau sem slík. Er karllægan svona mikil í lagaramma á Íslandi að nauðganir, heimilisofbeldi og misþyrmingar eru minni brot en að stela úr bókhaldskassa, stinga á sig súkkulaði í 10-11, keyra of hratt eða flytja inn dóp.
Það er ekkert samhengi og því er þetta algerlega óskiljanlegt í upplýstu samfélagi.
Nú bíður maður bara eftir enn einum dómnum þar sem tekinn er fram klæðaburður fórnarlambsins en ekki gerandans, ástand fórnarlambsins en ekki gerandans!
Það er einnig horft fram hjá allri þeirri niðurlægingu sem fylgir því að fara með svona mál dómstólaleiðina og hvað í svona dómum ætti að ýta við konum að leita réttar síns, að ganga í gegnum allt það sem fórnarlömb svona mála þurfa að ganga í gegnum. Þegar gerandinn labbar út með slap on the wrist og þarf að kaupa pulsu og kók handa fórnarlambinu.
Þetta er til skammar
Eitthvað þarf að gerast!
Hvar eru mannréttindafrömuðurnir núna?
Ég get ekki skrifað meira því að ég veit ekki hvað hægt er að segja...
Þorleifur
fimmtudagur, mars 13, 2008
Góðan daginn
Það er gott að vera kominn til baka til Berlínar eftir ferðina heim. Ég ákvað eftir Hamlet hérna úti að ég ætlaði ekki að sjá neitt leikhús heima, bara hreinsa hugann, hitta vini mína, lesa og slappa af. Og þetta hélt ég út - með nokkru drama þó...
Ekki að það væru ekki freistingar. Það vildi svo illa til að það var leiklistarfestival í gangi heima á þessum tíma sem og fullt að gerast í leikhúsinu, en ég bara hreinlega gat ekki fengið mig til þess að skella mér.
Ef það er einhver sem bjóst við að sjá mig og ég gerði það ekki, þá er það ekki persónulegt, ég varð bara að fá break frá leikhúsinu ;-)
Anyhow...
Síðan ég kom til baka hef ég aðallega verið að ganga í praktísk mál, fjármál, ganga frá reikningum, the usual. Þetta er náttúrulega óþolandi eins og gefur að skilja en víst hluti af nútíma samfélagi.
Tel reyndar að það yrði öllum tilframdráttar, ríki og borgurum, ef skattalöggjöf yrði gerð einfaldari og skilvirkari. Þetta er ótrúleg súpa sem er ekki nokkrum manni sem ekki er sérfræðingur skiljanleg.
En kannski er það tilgangurinn, ég meina, við keyrum efnahaginn á þjónustu er það ekki...
Spurning hverjum þessi þjónusta öll er til framdráttar? Þetta er í raun bara þjónusta við að útskýra hluti sem í eðli sínu ættu að vera einfaldir, en eru það ekki!
-----------
Og krónan, dont get me started! Hvað eru þessir menn þarna upp í Seðlabanka að pæla? Fljóta míkrógjaldmiðli, gera hann aðlaðandi með því að bjóða okurvexti og neita svo að viðurkenna að þetta voru mistök. Með fjármálakreppu í heiminum - og á Íslandi - þá segir það sig sjálft að vaxtastig eitt og sér stendur ekki undir áhættunni sem felst í því að kaupa krónuna.
Að halda úti gjaldmiðli á áhættufjármögnun er varla góð stefna til framtíðar, en kannski í takt við hvernig íslendingar hafa byggt upp sitt hagkerfi, sína útrás, sín viðskiptamódel.
Davíð sem startaði þessu öllu saman með góðri hjálp frá EES samningnum og gat svo ekki þolað það og hjó í Baug virðist engu að síður vera blindur gagnvart hættum þessarar fjárglæframennsku.
Í fræðunum eru menn skilgreinir spilafíklar ef þeir geta ekki náð jafnvægi milli þeirra hagsmuna sem í húfi eru (eignum) og ánægjunni af því að spila. Slíkir menn tapa húsum sínum og fjölskyldum, eignum og æru. Hin undirliggjandi þráhyggja stjórnar öllu.
Þetta er náttúrulega bölvanlegt í sjálfu sér en hvað þá þegar menn eru að spila með heimilin í landinu, sem þeir eiga ekkert í. Það er auðvelt að spila með annara manna eignir, því þá bitnar tapið ekki á þér sjálfum. Og þeim mun erfiðara er að lenda á botninum - sem er svo forsenda þess að að gefast upp og fara að takast á við vandann.
Og það versta er, maðurinn úthlutaði sér sætinu við spilaborðið sjálfur - og við borgum!
Hvers eigum við að gjalda?
Bestu kv.
Þorleifur
Það er gott að vera kominn til baka til Berlínar eftir ferðina heim. Ég ákvað eftir Hamlet hérna úti að ég ætlaði ekki að sjá neitt leikhús heima, bara hreinsa hugann, hitta vini mína, lesa og slappa af. Og þetta hélt ég út - með nokkru drama þó...
Ekki að það væru ekki freistingar. Það vildi svo illa til að það var leiklistarfestival í gangi heima á þessum tíma sem og fullt að gerast í leikhúsinu, en ég bara hreinlega gat ekki fengið mig til þess að skella mér.
Ef það er einhver sem bjóst við að sjá mig og ég gerði það ekki, þá er það ekki persónulegt, ég varð bara að fá break frá leikhúsinu ;-)
Anyhow...
Síðan ég kom til baka hef ég aðallega verið að ganga í praktísk mál, fjármál, ganga frá reikningum, the usual. Þetta er náttúrulega óþolandi eins og gefur að skilja en víst hluti af nútíma samfélagi.
Tel reyndar að það yrði öllum tilframdráttar, ríki og borgurum, ef skattalöggjöf yrði gerð einfaldari og skilvirkari. Þetta er ótrúleg súpa sem er ekki nokkrum manni sem ekki er sérfræðingur skiljanleg.
En kannski er það tilgangurinn, ég meina, við keyrum efnahaginn á þjónustu er það ekki...
Spurning hverjum þessi þjónusta öll er til framdráttar? Þetta er í raun bara þjónusta við að útskýra hluti sem í eðli sínu ættu að vera einfaldir, en eru það ekki!
-----------
Og krónan, dont get me started! Hvað eru þessir menn þarna upp í Seðlabanka að pæla? Fljóta míkrógjaldmiðli, gera hann aðlaðandi með því að bjóða okurvexti og neita svo að viðurkenna að þetta voru mistök. Með fjármálakreppu í heiminum - og á Íslandi - þá segir það sig sjálft að vaxtastig eitt og sér stendur ekki undir áhættunni sem felst í því að kaupa krónuna.
Að halda úti gjaldmiðli á áhættufjármögnun er varla góð stefna til framtíðar, en kannski í takt við hvernig íslendingar hafa byggt upp sitt hagkerfi, sína útrás, sín viðskiptamódel.
Davíð sem startaði þessu öllu saman með góðri hjálp frá EES samningnum og gat svo ekki þolað það og hjó í Baug virðist engu að síður vera blindur gagnvart hættum þessarar fjárglæframennsku.
Í fræðunum eru menn skilgreinir spilafíklar ef þeir geta ekki náð jafnvægi milli þeirra hagsmuna sem í húfi eru (eignum) og ánægjunni af því að spila. Slíkir menn tapa húsum sínum og fjölskyldum, eignum og æru. Hin undirliggjandi þráhyggja stjórnar öllu.
Þetta er náttúrulega bölvanlegt í sjálfu sér en hvað þá þegar menn eru að spila með heimilin í landinu, sem þeir eiga ekkert í. Það er auðvelt að spila með annara manna eignir, því þá bitnar tapið ekki á þér sjálfum. Og þeim mun erfiðara er að lenda á botninum - sem er svo forsenda þess að að gefast upp og fara að takast á við vandann.
Og það versta er, maðurinn úthlutaði sér sætinu við spilaborðið sjálfur - og við borgum!
Hvers eigum við að gjalda?
Bestu kv.
Þorleifur
þriðjudagur, mars 11, 2008
Góða kvöldið
Það er gaman að koma Þjóðverjum á óvart.
Í dag vorum við jósi á faraldsfæti. Lentum seint í gærkveldi í Berlín og vorum roknir af stað klukkan 7.30 (já ég veit, þetta er náttúrulega hryllilegt!) til Schwerin til þess að skoða sviðsmyndina.
Við ætlum okkur að vera mega minimalískir...
nema hvað...
Mætum við ekki í morgun, horfum á sviðsmyndina, biðjum þá að prufa eitt eða tvennt, vorum ánægðir og þökkuðum pent fyrir okkkur, settumst upp í bíl og fórum heim. Og Tjallarnir stóðu gáttaðir eftir, stysta sviðmndarprufa í sögu leikhússins.
Dramatúrginn mætti okkur er við vorum að ganga út. Viðs með alt á hreinu!
skipulag hvað!
Og nú er svo bara að anda Berlín að sér.
Bið að heilsa heim í snjóinn
Þorleifur
Það er gaman að koma Þjóðverjum á óvart.
Í dag vorum við jósi á faraldsfæti. Lentum seint í gærkveldi í Berlín og vorum roknir af stað klukkan 7.30 (já ég veit, þetta er náttúrulega hryllilegt!) til Schwerin til þess að skoða sviðsmyndina.
Við ætlum okkur að vera mega minimalískir...
nema hvað...
Mætum við ekki í morgun, horfum á sviðsmyndina, biðjum þá að prufa eitt eða tvennt, vorum ánægðir og þökkuðum pent fyrir okkkur, settumst upp í bíl og fórum heim. Og Tjallarnir stóðu gáttaðir eftir, stysta sviðmndarprufa í sögu leikhússins.
Dramatúrginn mætti okkur er við vorum að ganga út. Viðs með alt á hreinu!
skipulag hvað!
Og nú er svo bara að anda Berlín að sér.
Bið að heilsa heim í snjóinn
Þorleifur
fimmtudagur, mars 06, 2008
Góðan daginn
Persónulega tímibilið á enda, nú sný ég mér aftur að skoðunum á hinu og þessu, besserwisserhætti og yfirlæti. Enda fer það mér betur.
Ég sat með mági mínum sem er að fara að vinna með mér leikmyndina í Schwerin í A Þýskalandi. Verkið, Gegen die Wand, er verk byggt á bíómynd en gáfnandrið sem skrifaði handritið upp úr myndinni fannst grunnur myndarinnar (ung kona í múslímsku heimi í Berlín) ekki nógu intellectual og tók það því bara út!
Og eftir stendur saga sem er ekki nokkur leið til þess að skilja - eða hafa áhuga á - nema ef væri fyrir gáfnarúnk um móralska krísu millistéttarinnar og uppgjörið milli borgarastéttar V Þýskal. og proleritat stéttar A Þýskal.
Eins og þessi texti ef til vill ber með sér finnst mér þetta eki áhugavert. Ég er pínu búinn með bendifingurs skammtinn, ég vil segja sögur, ég vil fjalla um fólk, ég vil snerta við fólki.
Og það er leiðin sem ég ætla að reyna að tækla verkið. Tek texta úr myndinni aftur inn, bæti við og laga þar sem það á við og vona að ég nái þar með að skapa sögu sem getur snert við fólki. Það þýðir auðvitað ekki að ég ætli ekki að tala um neitt eða fjalla um neitt, þvert á móti. Það þarf bara meiri kunnáttu til að koma því að inn í sögunni.
Ef eitthvað - þá er þetta það sem ég lærði af meistara Shakespeare.
Bestu kv.
Þorleifur
Reykjavík
Persónulega tímibilið á enda, nú sný ég mér aftur að skoðunum á hinu og þessu, besserwisserhætti og yfirlæti. Enda fer það mér betur.
Ég sat með mági mínum sem er að fara að vinna með mér leikmyndina í Schwerin í A Þýskalandi. Verkið, Gegen die Wand, er verk byggt á bíómynd en gáfnandrið sem skrifaði handritið upp úr myndinni fannst grunnur myndarinnar (ung kona í múslímsku heimi í Berlín) ekki nógu intellectual og tók það því bara út!
Og eftir stendur saga sem er ekki nokkur leið til þess að skilja - eða hafa áhuga á - nema ef væri fyrir gáfnarúnk um móralska krísu millistéttarinnar og uppgjörið milli borgarastéttar V Þýskal. og proleritat stéttar A Þýskal.
Eins og þessi texti ef til vill ber með sér finnst mér þetta eki áhugavert. Ég er pínu búinn með bendifingurs skammtinn, ég vil segja sögur, ég vil fjalla um fólk, ég vil snerta við fólki.
Og það er leiðin sem ég ætla að reyna að tækla verkið. Tek texta úr myndinni aftur inn, bæti við og laga þar sem það á við og vona að ég nái þar með að skapa sögu sem getur snert við fólki. Það þýðir auðvitað ekki að ég ætli ekki að tala um neitt eða fjalla um neitt, þvert á móti. Það þarf bara meiri kunnáttu til að koma því að inn í sögunni.
Ef eitthvað - þá er þetta það sem ég lærði af meistara Shakespeare.
Bestu kv.
Þorleifur
Reykjavík
miðvikudagur, mars 05, 2008
Góðan daginn
Það er fallegt útsýnið hér af svölum Eymundsson í miðborg Reykjavíkur. Fátt er fallegra en gott veður í Reykjavík.
Ég var búinn að sakna fjallanna, fersks loftsins, vindsins og mannfólksins.
En þessi Íslandsferð hefur verið átakamikil, mun átakameiri en ég bjóst við er ég settist upp í flugvélina. Ég með grillur um að fljúga heim í rólegheitin varð auðvitað ekki að veruleika en þrátt fyrir allt og allt þá er þetta ferð sem hefur opnað augu mín fyrir ákveðnum hlutum í lífi mínu sem ég þarf að skoða - og takast á við.
Skilnaðurinn við konuna mína, sem tók meira en 18 mánuði, hefur skilið eftir sig ör sem ég þarf að horfast í augu við og svo í kjölfarið að takast á við.
Ég veit að ég er yfirleitt ekki mjög persónulegur hér á blogginu en í þetta skipti þurfti þetta bara að koma út.
Og það er alltaf erfitt þegar maður þarf að horfast í augu við ákveðna hluti í fari sínu og hegðun. Staðreynd lífsins virðist vera, að maður finnur til þangað til maður er tilbúinn að horfast í augu við hlutina, gefast upp fyrir þeim, sætta sig við það að vera ekki fullkominn og umfram allt, tilbúinn að breyta og breytast.
Í lífi mínu er nú komin manneskja sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að höndla, sem er erfitt, og kannski þarf ég umfram allt að gefast upp fyrir því að ég kann ekki að takast á við svona hluti án þess að ég reyni að fara að íhlutast fyrir um niðurstöðurnar. Ég við stjórnvölinn gengur greinilega ekki jafn vel upp þegar kemur að mínum eigin tilfinningum eins og það gerir þegar ég er að stilla þeim upp á sviðinu. Ég get ekki verið alvaldur í eigin lífi, auðvitað ber ég ábyrgðina, en guð get ég ekki leikið.
Ég er nefnilega impúlsívur - sem er að mestu gott - en til þess að það leiði mann ekki í ógöngur þá verður maður að hafa traustann grunn til þess að byggja á.
Sumsé, dagar sjálfsskoðunnar og viðveru með sjálfum mér.
Og svo bjartari dagar framundan.
Bestu kv.
Þorleifur
Það er fallegt útsýnið hér af svölum Eymundsson í miðborg Reykjavíkur. Fátt er fallegra en gott veður í Reykjavík.
Ég var búinn að sakna fjallanna, fersks loftsins, vindsins og mannfólksins.
En þessi Íslandsferð hefur verið átakamikil, mun átakameiri en ég bjóst við er ég settist upp í flugvélina. Ég með grillur um að fljúga heim í rólegheitin varð auðvitað ekki að veruleika en þrátt fyrir allt og allt þá er þetta ferð sem hefur opnað augu mín fyrir ákveðnum hlutum í lífi mínu sem ég þarf að skoða - og takast á við.
Skilnaðurinn við konuna mína, sem tók meira en 18 mánuði, hefur skilið eftir sig ör sem ég þarf að horfast í augu við og svo í kjölfarið að takast á við.
Ég veit að ég er yfirleitt ekki mjög persónulegur hér á blogginu en í þetta skipti þurfti þetta bara að koma út.
Og það er alltaf erfitt þegar maður þarf að horfast í augu við ákveðna hluti í fari sínu og hegðun. Staðreynd lífsins virðist vera, að maður finnur til þangað til maður er tilbúinn að horfast í augu við hlutina, gefast upp fyrir þeim, sætta sig við það að vera ekki fullkominn og umfram allt, tilbúinn að breyta og breytast.
Í lífi mínu er nú komin manneskja sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að höndla, sem er erfitt, og kannski þarf ég umfram allt að gefast upp fyrir því að ég kann ekki að takast á við svona hluti án þess að ég reyni að fara að íhlutast fyrir um niðurstöðurnar. Ég við stjórnvölinn gengur greinilega ekki jafn vel upp þegar kemur að mínum eigin tilfinningum eins og það gerir þegar ég er að stilla þeim upp á sviðinu. Ég get ekki verið alvaldur í eigin lífi, auðvitað ber ég ábyrgðina, en guð get ég ekki leikið.
Ég er nefnilega impúlsívur - sem er að mestu gott - en til þess að það leiði mann ekki í ógöngur þá verður maður að hafa traustann grunn til þess að byggja á.
Sumsé, dagar sjálfsskoðunnar og viðveru með sjálfum mér.
Og svo bjartari dagar framundan.
Bestu kv.
Þorleifur
föstudagur, febrúar 29, 2008
Góðan daginn
Ég hef verið að lesa mig til um stríðið í Chesníu undanfarið. Hryllingnum og viðbjóðnum sem þar hefur þrifist er vart hægt að lýsa.
Það er ekki oft sem ég verð að leggja frá mér bækur vegna þess að ég einfaldlega get ekki meir. En bókin Dispatsches from Hell eftir Önnu Politikoskaya er slík bók.
Anna fór til Chesníu ekki sem stríðsfréttamaður heldur sem borgari. Sem borgari taldi ritstjórinn hennar að hún myndi ná betur utan um harm venjulegra manneskja. Og það gerir hún svo sannarlega. Svo róttæk varð hún í skrifum sínum að á endanum var hún myrt af leigumorðingja. Enn liggur ekki fyrir hvort það var Kremlin eða uppreisnarmenn í Chensíu sem stóðu á bakvið það. Það eina sem ljóst er að allir voru þeir hræddir við skrif hennar. Að hún sagði svo hreinskilnislega frá að allir sem að stríðinu komu var kastað í sitt rétta ljós, mannfyrirlitning og algert samanbrot alls þess sem gerir okkur að manneskjum.
Anna segir sögur af fólki, venjulegu fólki sem reynir að lifa af í hrikalegum aðstæðurm. Hún er lítið að dramatísera, hún segir okkur einfaldlega frá. Þroskahefta parinu sem Rússunum finns gaman að raðnauðga og taka af því myndir, gamlar konur sem skotnar eru fyrir það eitt að reyna að verja barnabörnin sín, óléttar konur bannað að fara á spítala til þess að eiga og stillt upp við vegg og látnar standa grafkyrrar þangað til dáið fóstrið rennur út úr þeim!
Hrikalegt og Evrópa leit undan.
Með þetta í huga sá ég svo þessar myndir frá Írak, þar sem mjög svipaðir hlutir eru að gerast, nema í þetta skipti undir flaggi hinna upplýstu og fórnfúsu hermenn Bandaríkjanna. Mér varð óglatt...
Ég tel reyndar ekki að við hermennina sjálfa sé að sakast, ekki sem slíka, því ég tel að í stríði sé vart mögulegt að halda í mennsku þína, hvað þá ef þú ert 18 ára ómenntaður strákur úr fátækrahverfinu!
Bestu kv.
Þorleifur
Ég hef verið að lesa mig til um stríðið í Chesníu undanfarið. Hryllingnum og viðbjóðnum sem þar hefur þrifist er vart hægt að lýsa.
Það er ekki oft sem ég verð að leggja frá mér bækur vegna þess að ég einfaldlega get ekki meir. En bókin Dispatsches from Hell eftir Önnu Politikoskaya er slík bók.
Anna fór til Chesníu ekki sem stríðsfréttamaður heldur sem borgari. Sem borgari taldi ritstjórinn hennar að hún myndi ná betur utan um harm venjulegra manneskja. Og það gerir hún svo sannarlega. Svo róttæk varð hún í skrifum sínum að á endanum var hún myrt af leigumorðingja. Enn liggur ekki fyrir hvort það var Kremlin eða uppreisnarmenn í Chensíu sem stóðu á bakvið það. Það eina sem ljóst er að allir voru þeir hræddir við skrif hennar. Að hún sagði svo hreinskilnislega frá að allir sem að stríðinu komu var kastað í sitt rétta ljós, mannfyrirlitning og algert samanbrot alls þess sem gerir okkur að manneskjum.
Anna segir sögur af fólki, venjulegu fólki sem reynir að lifa af í hrikalegum aðstæðurm. Hún er lítið að dramatísera, hún segir okkur einfaldlega frá. Þroskahefta parinu sem Rússunum finns gaman að raðnauðga og taka af því myndir, gamlar konur sem skotnar eru fyrir það eitt að reyna að verja barnabörnin sín, óléttar konur bannað að fara á spítala til þess að eiga og stillt upp við vegg og látnar standa grafkyrrar þangað til dáið fóstrið rennur út úr þeim!
Hrikalegt og Evrópa leit undan.
Með þetta í huga sá ég svo þessar myndir frá Írak, þar sem mjög svipaðir hlutir eru að gerast, nema í þetta skipti undir flaggi hinna upplýstu og fórnfúsu hermenn Bandaríkjanna. Mér varð óglatt...
Ég tel reyndar ekki að við hermennina sjálfa sé að sakast, ekki sem slíka, því ég tel að í stríði sé vart mögulegt að halda í mennsku þína, hvað þá ef þú ert 18 ára ómenntaður strákur úr fátækrahverfinu!
Bestu kv.
Þorleifur
fimmtudagur, febrúar 28, 2008
Góða kvöldið
Þjóðverjar eru líklega það fólk í heiminum sem býr yfir hvað verstum smekk. Hvergi er þetta greinilegra en í sjónvarpi allra landsmanna - ZDF.
Þar keyra sápuóperur í gríð og erg sem láta Kallakaffi líta út fyrir að vera Hollíwood production!
En sápurnar eru samt ekki það versta sem gengur hér um þessar mundir.
Það hrikalegasta er ný sería sem hóf nýlega göngu sína á Pro 7 undir heitinu "The next Uri Geller".
Þátturinn er svona IDOL þáttur með twisti, þar sem ekki er verið að leita að söng-dúfum, eða búk-röppurum, heldur er hér verið að leita að sjónhverfingamanni 21 aldarinnar.
Pródúsentarnir hér hafa greinilega leitað í öllum skúffum og skápum að efnivið í þennan þátt sinn og dregið þaðan fram eitthvað það ógurlegasta samansafn af vírdóum sem í sjónvarp hafa komið.
Sjónhverfingamenn eru í raun alveg sér kapítuli útaf fyrir sig, skrýtnir miðaldabúningar, hringir á fingrum, lágstemmd seiðandi uppgerðarröddin að ógleymdum hreyfiminstrum sem best ættu heima í nútímadansi.
Í gærkvöldi var kominn á svið austur-evrópumaður nokkur í síðri kápu kóperuð uppúr "Exalibur" myndinni. Hún var víð, svört og skreytt silfruðum hnöppum. Honum til halds og traust var ritjulegur hrafn sem austurbúinn ræddi við í tíma og ótíma á sértilbúnu máli.
Þetta fór svo allt fram á plexiglerklæddu sviði, huldu reyk og diskóljósum.
Maðurinn dró einhverja sakleysingja úr áhorfendaskaranum á svið og bað þau í ótrúlega löngu ferli að rifja upp minningar um dána ættingja sína! Hér var ég farinn að flissa allverulega...
Þegar greyjið fórnarlömbin voru svo búin að tæma úr skálum sorgar sinnar yfir seiðandi síðstakkinn, þá tók hann þartilgerða miða fram og bað þau að skrifa minningarnar niður. Þetta gerði fólkið með tárin í augunum (hvort það var að söknuði eða skömm er mér enn óljóst).
Austri kallaði nú á svið eitthvað glottandi smástirni sem klögraðist upp á svið í minipilsinu og hélt pendúl yfir miðunum. Austurbúinn stýrði fingrum hennar yfir miðana og yfir ákveðnum miðum fór pendúlinn að sveiflast (hafði ekkert með það að gera að hann stjórnaði hendinni).
hann tók svo saman miðana og las úr þeim einhverjar upplýsingar sem grætti konuna sem miðana hafði skrifað.
Hann dró þá uppúr læstu búri handskrifaðan miða og las upp að hann hefði fengið "sýn" í gegnum hrafninn sinn og sá spádómur hefði verið læstur inní í þessu boxi síðan í nótt.
Austri- sem var með svona Michael Bolton ljóshnakka og svartmálaðar neglur á litla fingri - las svo upp spádóminn og reynist hann spá því sem við höfðum verið að fylgjast með, að grátandi kona frá Dusseldorf myndi skrifa þessar og þessar minningar niður.
Hann kallaði greyjið konuna fram og fagnaði eins og Rocky eftir að hann berst við Drago.
Hér varð ég að slökkva, ég var hættur að hlægja. Fannst í raun að eina skynsamlega í stöðunni væri að fara í tölvuna og kaupa mér flugmiða heim.
Eg lendi á miðnætti annað kvöld.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín (ennþá)
Þjóðverjar eru líklega það fólk í heiminum sem býr yfir hvað verstum smekk. Hvergi er þetta greinilegra en í sjónvarpi allra landsmanna - ZDF.
Þar keyra sápuóperur í gríð og erg sem láta Kallakaffi líta út fyrir að vera Hollíwood production!
En sápurnar eru samt ekki það versta sem gengur hér um þessar mundir.
Það hrikalegasta er ný sería sem hóf nýlega göngu sína á Pro 7 undir heitinu "The next Uri Geller".
Þátturinn er svona IDOL þáttur með twisti, þar sem ekki er verið að leita að söng-dúfum, eða búk-röppurum, heldur er hér verið að leita að sjónhverfingamanni 21 aldarinnar.
Pródúsentarnir hér hafa greinilega leitað í öllum skúffum og skápum að efnivið í þennan þátt sinn og dregið þaðan fram eitthvað það ógurlegasta samansafn af vírdóum sem í sjónvarp hafa komið.
Sjónhverfingamenn eru í raun alveg sér kapítuli útaf fyrir sig, skrýtnir miðaldabúningar, hringir á fingrum, lágstemmd seiðandi uppgerðarröddin að ógleymdum hreyfiminstrum sem best ættu heima í nútímadansi.
Í gærkvöldi var kominn á svið austur-evrópumaður nokkur í síðri kápu kóperuð uppúr "Exalibur" myndinni. Hún var víð, svört og skreytt silfruðum hnöppum. Honum til halds og traust var ritjulegur hrafn sem austurbúinn ræddi við í tíma og ótíma á sértilbúnu máli.
Þetta fór svo allt fram á plexiglerklæddu sviði, huldu reyk og diskóljósum.
Maðurinn dró einhverja sakleysingja úr áhorfendaskaranum á svið og bað þau í ótrúlega löngu ferli að rifja upp minningar um dána ættingja sína! Hér var ég farinn að flissa allverulega...
Þegar greyjið fórnarlömbin voru svo búin að tæma úr skálum sorgar sinnar yfir seiðandi síðstakkinn, þá tók hann þartilgerða miða fram og bað þau að skrifa minningarnar niður. Þetta gerði fólkið með tárin í augunum (hvort það var að söknuði eða skömm er mér enn óljóst).
Austri kallaði nú á svið eitthvað glottandi smástirni sem klögraðist upp á svið í minipilsinu og hélt pendúl yfir miðunum. Austurbúinn stýrði fingrum hennar yfir miðana og yfir ákveðnum miðum fór pendúlinn að sveiflast (hafði ekkert með það að gera að hann stjórnaði hendinni).
hann tók svo saman miðana og las úr þeim einhverjar upplýsingar sem grætti konuna sem miðana hafði skrifað.
Hann dró þá uppúr læstu búri handskrifaðan miða og las upp að hann hefði fengið "sýn" í gegnum hrafninn sinn og sá spádómur hefði verið læstur inní í þessu boxi síðan í nótt.
Austri- sem var með svona Michael Bolton ljóshnakka og svartmálaðar neglur á litla fingri - las svo upp spádóminn og reynist hann spá því sem við höfðum verið að fylgjast með, að grátandi kona frá Dusseldorf myndi skrifa þessar og þessar minningar niður.
Hann kallaði greyjið konuna fram og fagnaði eins og Rocky eftir að hann berst við Drago.
Hér varð ég að slökkva, ég var hættur að hlægja. Fannst í raun að eina skynsamlega í stöðunni væri að fara í tölvuna og kaupa mér flugmiða heim.
Eg lendi á miðnætti annað kvöld.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín (ennþá)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)