Góðan daginn
Ég ákvað að njóta rólegs dags í bænum og sleppa því að liggja með pappakassaklæddu fólki í appelsínugulum regngöllum á útihátíðum lansins.
Hugsaði með mér að það væri upplagt að handa á kaffibrennslunni og stúdera einhvern alþjóðlegan aktvíisma. Því búinn að liggja á netinu og rakst meðal annars á þetta. Þarna getur maður fylgst með hinni heillavænlegu þróun lýðræðisins í Bandaríkjunum.
Hafi maður áhuga á því að kynna sér hvernig AIDS lyfjaprófanir fara fram á fátækraheimilum New York þá er þetta góður staður.
Einnig hef ég verið að sanka að mér efni frá fornu fari á þassari frábæru síðu.
Það er nefnilega misskilningur að það sé aktívismi sé eitthvað nýtt af nálinnni.
að lokum má geta þess til gaman að ég er klæddur bol með mynd af MAO þar sem hann horfir fram á veginn. Þetta er gert í svaraskyni við meistara Hannes Hólmstein sem nýlega gat ekki fundið nógu sterk orð í íslensku til þess að lýsa viðbjóði sínum á þessum manni. Svo getur vel verið að séra Hannes hafi rétt fyrir sér, að Mao hafi verið ólýsanlegur skíthæll, en það breytir ekki þeirri staðreynd að um leið og eitthvað er orðið þjóðfélagslega samþykkt þá kemur upp í mér lítill djöfull sem getur ekki annað en potað í hina samþykktu blöðru.
Bið að heilsa
Þorleifur
laugardagur, júlí 30, 2005
föstudagur, júlí 29, 2005
Góðan dag.
Það er margt að gerast í samfélaginu, þó ekki verði meira sagt.
Hæst ber náttúrulega sala Landssímans, sem virðist vekja almenna lukku allra. Ekki þarf það að teljast skrítið að þessi gengdarlausa gleði ríki enda ríkir alger einstefna í umræðunni um einkavæðingu, það er, að einkavæðing sé FRÁBÆR!
En, partýpooper sem ég er, þá hef ég ýmislegt við einkavæðinguna að athuga. Ekki ætla ég mér að byrja að rífast yfir hvernig var staðið að þessu í þetta skipti (þó það veki alltaf upp grunsemdir hjá mér þegar menn finnast þeir þurfa að taka fram að allt hafi verið uppi á borðinu, ég veit það með mig að þegar ég tjái mig mikið um hvað ég sé heiðarlegur, þá er ég líklega að ljúga.) (svo ég minnist ekki á það að það var um það bil ekkert uppi á borðinu eða neins staðar því að ekkert var gefið upp um ferlið, en það er kannski önnur saga).
Nei, það sem ég er að fetta fingur út í er miklu frekar grunnhugmyndin um einkavæðinguna sem "gott" fyrirbæri.
Það sem í grunninn á sér stað er að fyrirtæki er tekið úr almenningseign og fært yfir á hendur þeirra einstaklinga sem heppilegastir þykja til þess að eiga það hverju sinni. Það sem gerist við þetta er annars vegar að fyrirtækið fer úr tilturulega lýðræðislegu ferli, það er úr höndum manna sem kosnir eru til starfa af alþýðu manna, yfir í einræðislegt ferli, það er stjórnarstrúktúr sem er einræðislegur í uppbyggingu. Því er það alger mótsögn að halda því fram að þarna sé um skref til frelsis að ræða.
Á hinn bóginn er áherslubreytinging sem á sér stað. Í fyrirtæki er arðsemi ekki efst á listanum. Vissulega er hún til staðar en komi þær aðstæður upp (til dæmis í kreppu) að ekki sé hægt að gera miklar kröfur til arðsemi þá er auðveldara að láta það viðgangast í fyrirtæki í almannaeigu. Það þýðir að ekki er hlaupið til og fólki sagt upp, náttúruverndarsjónarmið geta komið upp á móti arðsemismarkmiðum, ekki þarf að minnka þjónustu (eða skera burt þjónustu sem ekki er arðbær, allaveganna í krónum talið) og fleira í þeim dúr.
Við einkavæðingu þá verður arðsemi grundvöllur allrar sýnar fyrirtækisins og skiptir þá litlu hvað kosta þarf til svo arðsemin haldist. Þessu ti stuðnings er hægt að skoða Bandaríkjamarkað í hvert sinn sem kreppa (eða auknar kröfur eigenda um arðsemi) gera vart við sig.
Með þessu er ég ekki að segja að þetta sé allt rangt og vitlaust, heldur frekar hitt að um leið og eitthvað er orðið þjóðfélagslega samþykkt þá verður það hlutverk listamanna að fara að spurja óþægilegra spurninga.
George Orwell sagði eitt sinn ? " If liberty means anything at all, it means the right to tell people what they do not want to hear. "
ég tel að það eigi við í þessu tilfelli.
Bestu kv.
Þorleifur
Það er margt að gerast í samfélaginu, þó ekki verði meira sagt.
Hæst ber náttúrulega sala Landssímans, sem virðist vekja almenna lukku allra. Ekki þarf það að teljast skrítið að þessi gengdarlausa gleði ríki enda ríkir alger einstefna í umræðunni um einkavæðingu, það er, að einkavæðing sé FRÁBÆR!
En, partýpooper sem ég er, þá hef ég ýmislegt við einkavæðinguna að athuga. Ekki ætla ég mér að byrja að rífast yfir hvernig var staðið að þessu í þetta skipti (þó það veki alltaf upp grunsemdir hjá mér þegar menn finnast þeir þurfa að taka fram að allt hafi verið uppi á borðinu, ég veit það með mig að þegar ég tjái mig mikið um hvað ég sé heiðarlegur, þá er ég líklega að ljúga.) (svo ég minnist ekki á það að það var um það bil ekkert uppi á borðinu eða neins staðar því að ekkert var gefið upp um ferlið, en það er kannski önnur saga).
Nei, það sem ég er að fetta fingur út í er miklu frekar grunnhugmyndin um einkavæðinguna sem "gott" fyrirbæri.
Það sem í grunninn á sér stað er að fyrirtæki er tekið úr almenningseign og fært yfir á hendur þeirra einstaklinga sem heppilegastir þykja til þess að eiga það hverju sinni. Það sem gerist við þetta er annars vegar að fyrirtækið fer úr tilturulega lýðræðislegu ferli, það er úr höndum manna sem kosnir eru til starfa af alþýðu manna, yfir í einræðislegt ferli, það er stjórnarstrúktúr sem er einræðislegur í uppbyggingu. Því er það alger mótsögn að halda því fram að þarna sé um skref til frelsis að ræða.
Á hinn bóginn er áherslubreytinging sem á sér stað. Í fyrirtæki er arðsemi ekki efst á listanum. Vissulega er hún til staðar en komi þær aðstæður upp (til dæmis í kreppu) að ekki sé hægt að gera miklar kröfur til arðsemi þá er auðveldara að láta það viðgangast í fyrirtæki í almannaeigu. Það þýðir að ekki er hlaupið til og fólki sagt upp, náttúruverndarsjónarmið geta komið upp á móti arðsemismarkmiðum, ekki þarf að minnka þjónustu (eða skera burt þjónustu sem ekki er arðbær, allaveganna í krónum talið) og fleira í þeim dúr.
Við einkavæðingu þá verður arðsemi grundvöllur allrar sýnar fyrirtækisins og skiptir þá litlu hvað kosta þarf til svo arðsemin haldist. Þessu ti stuðnings er hægt að skoða Bandaríkjamarkað í hvert sinn sem kreppa (eða auknar kröfur eigenda um arðsemi) gera vart við sig.
Með þessu er ég ekki að segja að þetta sé allt rangt og vitlaust, heldur frekar hitt að um leið og eitthvað er orðið þjóðfélagslega samþykkt þá verður það hlutverk listamanna að fara að spurja óþægilegra spurninga.
George Orwell sagði eitt sinn ? " If liberty means anything at all, it means the right to tell people what they do not want to hear. "
ég tel að það eigi við í þessu tilfelli.
Bestu kv.
Þorleifur
sunnudagur, júlí 24, 2005
Góða kvöldið
að venju sit ég á Kaffibrennslunni. Það er réttast að taka það fram að ég er ekki alltaf hérna, heldur er það svo að venjulega finn ég mér tíma til þess að skrifa þegar ég sit hérna í rólegheitunum...
En allaveganna þá er ég búinn að vera duglegur í dag. Fann og las fullt af spennandi efni, svo sem viðtal við lýðræðisfræðinginn John Keane, greinar eftir George Orwell og svo downloadaði ég bókum (löglega) eftir Tourqueville um lýðræðið í Bandaríkjunum en sú bók er skrifuð seint á 18 öld en er enn þann dag í dag með merkilegri bókum sem skrifaðar hafa verið um lýðræðið og framtíðarhorfur þess.
Það var eitt í kvótum sem ég fann eftir George Orwell sem vakti hjá mér sérstakann áhuga, kvótið var einhvernveginn svona: " Pacifism is objectively pro-fascist. This is elementary common sense. If you hamper the war effort of one side, you automatically help out that of the other. Nor is there any real way of remaining outside such a war as the present one. In practice, 'he that is not with me is against me. "
Kannast einhver við þetta?
Annars er ég í raun að taka mér frí frá því að hugsa um leikhús, enda er sumar og sól og það er nógur tími til þess að pirra sig yfir leiklistinni þegar nær dregur hausti. Svo má ekki gleyma því að ég er að fara út í nám sem mun snúast um leikhúsið 24-7 þannig að ég held að það sé allt að því óhætt að taka sér smá break núna.
En á hinn bóginn er ég að safna að mér efni sem ég mun vissulega nýta mér þegar fram líða stundir og ég fer aftur út á völlinn með það fyrir augum að tala við samfélagið í gegnum listsköpun.
Það er magnað þear maður skoðar stöðuna í heiminum núna hvað listin er í raun mögnuð og hvað við erum lítið meðvituð um það.
Er að lesa bókina "Collapse" eftir Jared Diamond þar sem hann er að rýna í ástæður þess að samfélög eiga það til að hrynja. Hann segist hafa skrifað bókina með það fyrir augum að upplýsa okkur um söguna til þess að sýna okkur fram á hætturnar sem blasa við í heiminum í dag.
Og eitt eiga öll samfallin samfélög sammerkt, það grunaði engan að hrunið væri yfirvofandi!
Humm... Ég minni á að ég skrifaði greinar um hið hrynjandi veldi Bandaríkin fyrir skemmstu...humm....
En annars er ég að njóta sólar og sumars, hamingju og upplýsingu og óska ykkur sambærilegrar fullnægju.
Þorleifur
að venju sit ég á Kaffibrennslunni. Það er réttast að taka það fram að ég er ekki alltaf hérna, heldur er það svo að venjulega finn ég mér tíma til þess að skrifa þegar ég sit hérna í rólegheitunum...
En allaveganna þá er ég búinn að vera duglegur í dag. Fann og las fullt af spennandi efni, svo sem viðtal við lýðræðisfræðinginn John Keane, greinar eftir George Orwell og svo downloadaði ég bókum (löglega) eftir Tourqueville um lýðræðið í Bandaríkjunum en sú bók er skrifuð seint á 18 öld en er enn þann dag í dag með merkilegri bókum sem skrifaðar hafa verið um lýðræðið og framtíðarhorfur þess.
Það var eitt í kvótum sem ég fann eftir George Orwell sem vakti hjá mér sérstakann áhuga, kvótið var einhvernveginn svona: " Pacifism is objectively pro-fascist. This is elementary common sense. If you hamper the war effort of one side, you automatically help out that of the other. Nor is there any real way of remaining outside such a war as the present one. In practice, 'he that is not with me is against me. "
Kannast einhver við þetta?
Annars er ég í raun að taka mér frí frá því að hugsa um leikhús, enda er sumar og sól og það er nógur tími til þess að pirra sig yfir leiklistinni þegar nær dregur hausti. Svo má ekki gleyma því að ég er að fara út í nám sem mun snúast um leikhúsið 24-7 þannig að ég held að það sé allt að því óhætt að taka sér smá break núna.
En á hinn bóginn er ég að safna að mér efni sem ég mun vissulega nýta mér þegar fram líða stundir og ég fer aftur út á völlinn með það fyrir augum að tala við samfélagið í gegnum listsköpun.
Það er magnað þear maður skoðar stöðuna í heiminum núna hvað listin er í raun mögnuð og hvað við erum lítið meðvituð um það.
Er að lesa bókina "Collapse" eftir Jared Diamond þar sem hann er að rýna í ástæður þess að samfélög eiga það til að hrynja. Hann segist hafa skrifað bókina með það fyrir augum að upplýsa okkur um söguna til þess að sýna okkur fram á hætturnar sem blasa við í heiminum í dag.
Og eitt eiga öll samfallin samfélög sammerkt, það grunaði engan að hrunið væri yfirvofandi!
Humm... Ég minni á að ég skrifaði greinar um hið hrynjandi veldi Bandaríkin fyrir skemmstu...humm....
En annars er ég að njóta sólar og sumars, hamingju og upplýsingu og óska ykkur sambærilegrar fullnægju.
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)