Góðan daginn
Ætli þessi mynd sé ekki lýsindi fyrir hvernig ég upplifi umhverfi mitt á þessum fagra laugardagseftirmiðdegi.
Þessi mynd er tekin í hinu stórmerka gyðingasafni í Berlín.
Þessi hluti safnsins heitir garður útlegðarinnar og er samansettur úr 49 ferhyrndum súlum. 48 fyrir stofnun ísraelsríkis og ein fyrir tengingu Berlínar við þá stofnun.
Það sem er einstakt við þennan "garð" er hönnunin og hvernig hún tengist hugmyndinni um útlegð.
maður gengur út um dyr frá gangi útlegðarinnar þar sem maður getur lesið um einstaklingsbundna upplifun á því að yfirgefa heimili sín og þurfa að hverfa til framandi landa, allt frá hugmyndafræðilega útlögðum fullorðinna manneskja sem fullljóst var að aldrei gætu þau snúið heim að nýju til barnslegra upplifanna þeirra sem ekki skildu ástæðu brottfararinnar og trúðu jafnvel á ævintýrin.
Þegar maður gengur inn í garðinn þá blasa annars vegar við þessar miklu súlur og hins vegar að undir fótum manns er búið að leggja steinagöngustíga sem óþjálir eru fótum sem ganga inn á milli súlnanna.
Þegar maður gengur inn á milli súlanna þá byrjar hægt og rólega að byggjast upp óþægindatilfinning. Maður sér aðeins beint fram fyrir sig en þar stöðugt að ganga yfir krossgötur þar sem hið óvænta bíður manns á hverju horni. Við bætist svo að maður heyrir í fólki sem maður ekki sér í skringilegu bergmáli súluganganna. Manneskjur birtast manni og hverfa áður en maður hefur gert sér grein fyrir því, þær eru á sínum eigin gangi.
Þessi "hætta" sem liggur á hverjum gatnamótum magnast því lengur sem maður ráfar þarna um, enda fær maður með þessu að upplifa það að vita aldrei hvað liggur handan hornsins. Gildran gæti smollið við hvert skref. Sjón manns er takmörkuð við eina stefnu, sem endar í ljósi við enda gangsins, en það er fjarlæg von.
Við þetta bætist svo að allur garðurinn hallar undan fæti. Maður gengur uppímót inn í garðinn og þegar maður hefur dvalist þar nokkra stund þá fara fæturnir að þreytast og heimta að fara til baka, þaðan sem komið var. Likaminn vill fara heim.
Þannig tekst hönnuðnum, Daniel Liebeskind, að skapa í líkama gestsins upplifun þess sem hefur þurfa að yfirgefa heimkynni sín, vini og umhverfi, öryggi og framtíð og neyðst til þess að byggja að nýju frá grunni. Óvissan og heimþráin líkamnast í upplifun þess sem garðinn heimsækir. Maður skilur á einhvern óhugnarlegan djúpstæðan máta missi þess sem rekin er á flótta.
Og hvernig tengist þetta minni upplifun minni þennan laugardag?
Að skrifa er eins og fara í útlegð (nú ætla ég ekki að lýkja því saman við skelfingu þeirri sem gyðingar heimstyrjaldarinnar fóru í gengum), maður leggur frá landi raunheimsins og tekru stefnuna á hið óþekkta.
maður ráfar þar um óviss og hræddur, leitandi, vonandi, skjálfandi í leit að hugdettum, mannskjum, tenglsum, skilningi.
Maður veit ekki hvað liggur handan hornsins, maður heyrir skringileg hljóð, raddir sem kalla mann heim en verður að halda ótrauður áfram.
Það eina sem maður getur haldið sig í er ljósið við gangsendann. Trúnna að ef maður þorir að loka augunum og hlusta, þorir að staldra við, þorir að kynnast þessum nýju manneskjum (sem verða svo sannarlega raunverulegar leyfi maður þeim að komast að sér) þá muni maður komast á leiðarenda. Einhvernveginn muni maður ganga ganginn á enda og standa í ljósinu að nýju.
Ég ætlaði aldrei að verða skáld, eða rithöfundur eða hvað svo sem leikritaskrásetjarar eru kallaður á tímum skilgreiningarleysisins. Ég neyddist til þess vegna þess að það sem mig langaði að tala um, það sem mér fannst nauðsynlegt að segja var óskráð og vildi ég fjalla um það þá yrði ég að skrá það sjálfur.
Og hægt og hægt fer maður að taka þetta hlutverk sitt alvarlega, manni fer að skiljast að þessar manneskjur sem maður kynnist í útlegðinni hafa fullan rétt til þess að verða manneskjur af kjöti og blóði, hafa fullan rétt á því að trúa, vona og þrá. hafa fullan rétt á því að vera sjálfum sér ekki samkvæmar, rétt á lífslygi, rétt á því að anda rétt eins og ég.
Ég vona að ég komi út í ljósið aftur og hafi ekki brugðist þeim.
Þorleifur
laugardagur, nóvember 25, 2006
föstudagur, nóvember 24, 2006
Það vantar ekki útsýnið
ég sit við skriftir á kaffihúsinu Oberholzer í Berlín. Hér verða hinar nýju ímyndir landsins bundnar í orð.
Ég hef alltaf unnið á kaffihúsum. Það er eitthvað við kraftinn sem liggur í loftinu sem heillar mig, hreyfingin í kringum mig, samræðurnar sem umkringja mig. Ég þarf að einbeita mér til þess að geta unnið en það er einmitt þessi einbeiting sem ég sæki í, einbeiting sem ekki kemur til mín heima hjá mér í þögninni.
Manneskjur radíera orku sem hægt er að fanga, kíkja á, draga til sín og nota aftur.
hin endalausa hringrás heimsins.
Þorleifur
ég sit við skriftir á kaffihúsinu Oberholzer í Berlín. Hér verða hinar nýju ímyndir landsins bundnar í orð.
Ég hef alltaf unnið á kaffihúsum. Það er eitthvað við kraftinn sem liggur í loftinu sem heillar mig, hreyfingin í kringum mig, samræðurnar sem umkringja mig. Ég þarf að einbeita mér til þess að geta unnið en það er einmitt þessi einbeiting sem ég sæki í, einbeiting sem ekki kemur til mín heima hjá mér í þögninni.
Manneskjur radíera orku sem hægt er að fanga, kíkja á, draga til sín og nota aftur.
hin endalausa hringrás heimsins.
Þorleifur
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Nei...
Þetta er ekki ég, það er ekki svona erfitt að skrifa leikrit.
nei, þetta er gleðidrengur nokkur frá Póllandi sem kíkti fyrir skemmstu yfir til frænda sinna í Bandaríkjunum og fékk að kynnast þeirri gestrisni sem íbúar Winston - Salem í Norður Karólínu eru þekktir fyrir.
Já, Winston - Salem er þekkt sem miðstöð hinnar vellukkuðu hreyfingar KKK
Að ógleymdu að þetta er næst vinsælasti fæðingarstaður Jesú samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Textas...
Bestu kv.
Þorleifur
Þetta er ekki ég, það er ekki svona erfitt að skrifa leikrit.
nei, þetta er gleðidrengur nokkur frá Póllandi sem kíkti fyrir skemmstu yfir til frænda sinna í Bandaríkjunum og fékk að kynnast þeirri gestrisni sem íbúar Winston - Salem í Norður Karólínu eru þekktir fyrir.
Já, Winston - Salem er þekkt sem miðstöð hinnar vellukkuðu hreyfingar KKK
Að ógleymdu að þetta er næst vinsælasti fæðingarstaður Jesú samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Textas...
Bestu kv.
Þorleifur
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
A time is marked not so much by the ideas that are argued about, but by the ideas that are taken for granted...
Góð hugmynd??!
Á hverjum tíma er það þær hugmyndir sem ekki þarf að ræða sem stjórna því í raun hvernig samfélagið hreyfir sig. Um leið og hugmynd er færð úr flokknum "óumræðanlegt" yfir í "umræðuvert" þá hreyfist eitthvað í samfélaginu.
Þessi færsla er síður en svo algeng. Oftar en ekki eru það aðeins mismunandi vinklar á sömu hugmyndunum ræddar, en hinar, sem eru samfélagslega samþykktar standa utan umræðunnar.
Í þessu samhengi er áhugavert að ræða hlutverk listanna, en það er oftar en ekki sá hluti samfélagsins sem hefur umræðu um mál eða kannski heldur, treður málum að.
Gott dæmi um þetta er Draumalandið hans Andra.
Án hennar mætti búast við því að Jón Iðnaðarráðherra hefði ekki neyðst til þess að tilkynna dauða stóryðjustefnunnar eða að Illugi hefði ekki getað fundið hugmyndum sínum um Hægri Grænt farveg.
Reyndar virðist sem reimt sé í Iðnaðarráðuneytinu. Hin dauða stefna virðist ennþá vera sprelllifnadi í ráðuneyti Framsóknar. Kannski á við um hana eins og Twain sem lét einu sinni haft eftir sér að "My death was somewhat prematurly announced".
Nú liggur eiginlega beint við að minnast á 1984 Orwells í þessu samhengi en ég læt það hér ógert og held mig við efnið, lifandi og dauðar, ræddar og óræddar hugmyndir.
Úff... Það er afar hálft svellið sem ég er kominn út á. Hvernig skrifar maður um óræddar hugmyndir...?
Auðvitað eru hin hugmyndafræðilegu hugtök sem tekið hafa yfir samfélagsumræðuna, eða samfélagsstjórnunina, þau sem erfiðast er að ræða. Þetta tengist því að þar sem yfirleitt er um ríkjandi hugmyndafræðikerfi að ræða sem tengt er öllum sviðum mannlífsins.
Hvernig á maður til dæmis að ræða kapítalismann í dag? Er nokkur leið að skrifa um hann nema að mjög svo takmörkuðu leyti þar sem hann er grunnurinn að því kerfi sem við búum við. Og um leið og maður gagnrýnir hann er maður alltaf kominn með stimpil gamalla kaldastríðskredda, kommi eða sósíalisti etc... Orð sem í raun hafa með skrumskælingu söguskrifa sigurvegaranna misst gildi sitt (aftur langar mann að minnast á Orwell en lætur það ekki eftir sér).
Er alheimsvæðingin góð? eða slæm? eða kannski bæði? eða hvorugt? Svo er svarið algerlega tengt því hvar þú ert staddur í lífinu. Siturðu á kaffihúsi í Berlín eða siturðu heima Wolfsburg með uppsagnarbréf frá Volkswagen. Ertu nýríkur kínverji eða nýbæjaraðfluttur Indverji í símaþjónustubransanum.
Skiljiði hvað ég á við...? ég er straz búin að koma mér í stórvanda...
Ég held að pólitískasta setning sem þú getur látið út úr þér í dag er "Ég er hræsnari" og fast í öðru sæti er "Ég skil hvað þú ert að biðja mig um en ég held ekki að ég vilji gera það, en takk samt".
A time is marked not so much by the ideas that are argued about, but by the ideas that are taken for granted
Tökum það sem gefið!
Þorleifur
Góð hugmynd??!
Á hverjum tíma er það þær hugmyndir sem ekki þarf að ræða sem stjórna því í raun hvernig samfélagið hreyfir sig. Um leið og hugmynd er færð úr flokknum "óumræðanlegt" yfir í "umræðuvert" þá hreyfist eitthvað í samfélaginu.
Þessi færsla er síður en svo algeng. Oftar en ekki eru það aðeins mismunandi vinklar á sömu hugmyndunum ræddar, en hinar, sem eru samfélagslega samþykktar standa utan umræðunnar.
Í þessu samhengi er áhugavert að ræða hlutverk listanna, en það er oftar en ekki sá hluti samfélagsins sem hefur umræðu um mál eða kannski heldur, treður málum að.
Gott dæmi um þetta er Draumalandið hans Andra.
Án hennar mætti búast við því að Jón Iðnaðarráðherra hefði ekki neyðst til þess að tilkynna dauða stóryðjustefnunnar eða að Illugi hefði ekki getað fundið hugmyndum sínum um Hægri Grænt farveg.
Reyndar virðist sem reimt sé í Iðnaðarráðuneytinu. Hin dauða stefna virðist ennþá vera sprelllifnadi í ráðuneyti Framsóknar. Kannski á við um hana eins og Twain sem lét einu sinni haft eftir sér að "My death was somewhat prematurly announced".
Nú liggur eiginlega beint við að minnast á 1984 Orwells í þessu samhengi en ég læt það hér ógert og held mig við efnið, lifandi og dauðar, ræddar og óræddar hugmyndir.
Úff... Það er afar hálft svellið sem ég er kominn út á. Hvernig skrifar maður um óræddar hugmyndir...?
Auðvitað eru hin hugmyndafræðilegu hugtök sem tekið hafa yfir samfélagsumræðuna, eða samfélagsstjórnunina, þau sem erfiðast er að ræða. Þetta tengist því að þar sem yfirleitt er um ríkjandi hugmyndafræðikerfi að ræða sem tengt er öllum sviðum mannlífsins.
Hvernig á maður til dæmis að ræða kapítalismann í dag? Er nokkur leið að skrifa um hann nema að mjög svo takmörkuðu leyti þar sem hann er grunnurinn að því kerfi sem við búum við. Og um leið og maður gagnrýnir hann er maður alltaf kominn með stimpil gamalla kaldastríðskredda, kommi eða sósíalisti etc... Orð sem í raun hafa með skrumskælingu söguskrifa sigurvegaranna misst gildi sitt (aftur langar mann að minnast á Orwell en lætur það ekki eftir sér).
Er alheimsvæðingin góð? eða slæm? eða kannski bæði? eða hvorugt? Svo er svarið algerlega tengt því hvar þú ert staddur í lífinu. Siturðu á kaffihúsi í Berlín eða siturðu heima Wolfsburg með uppsagnarbréf frá Volkswagen. Ertu nýríkur kínverji eða nýbæjaraðfluttur Indverji í símaþjónustubransanum.
Skiljiði hvað ég á við...? ég er straz búin að koma mér í stórvanda...
Ég held að pólitískasta setning sem þú getur látið út úr þér í dag er "Ég er hræsnari" og fast í öðru sæti er "Ég skil hvað þú ert að biðja mig um en ég held ekki að ég vilji gera það, en takk samt".
A time is marked not so much by the ideas that are argued about, but by the ideas that are taken for granted
Tökum það sem gefið!
Þorleifur
sunnudagur, nóvember 19, 2006
Góðan daginn.
Hvað er raunveruleiki? Er raunveruleiki upplifun eða byggir hann á einhverjum ákveðnum sannleika sem er óumbreytanlegur?
Ef ég héldi því fram hér að ég væri 3 barna faðir á Siglufirði og þú, sem lesandi, tryðir því, er það þá raunveruleiki? Líklega ekki. En það breytir því ekki að fyrir þér er það sannleiki og þar með raunveruleiki, fyrir þér.
Nú þá sitjum við allt í einu uppi með tvenna sannleika, annan sannan fyrir mér (sem er ekki þriggja barna faðir á Siglufirði) og hinsvegar þinn sannleika sem er sá að ég sé þessi maður.
Jú, auðvitað gætir þú grennslast fyrir og þá líklega komist að því að ég sé ekki þriggja barna faðir en þá stendur engu að síður eftir sú spurning um upplifun þína af raunveruleikanum áður en þú komst að því hvað "sannleikurinn" var. Og ógildir sannleikurinn upplifun þess tíma?
Sem ætti þá að þýða að raunveruleiki er bundin tíma. Að raunveruleikinn er raunverulegur miðað við tíman sem hann er raunverulegur á. Þó svo að það breytist þá þýðir það ekki að ekki hafi verið um raunveruleika að ræða þar á undan.
Ef ég trúi því að ég sé heiminum mikilvægur, að það sem ég sé að gera sé mikilvægt er það þá raunveruleiki? Er það nóg að trúa því sjálfur eða þarf til utanaðkomandi staðfestingu? Þarna fer lífsupplifun (já, eða líflygi að spila rullu).
Er það ekki til dæmis manninum sem vann í Auswitsch það nauðsynlegt að trúa því að morðin sem þar voru framin hafi verið nauðsynleg á þeim tíma. Getur hann lifað við það að hann hafi tekið þátt í þessu af skemmtun, valdafíkn eða öðrum hvötum? Þó svo að honum sé það ljóst í dag að ekki var um að ræða nauðsyn þarf hann þá ekki að halda í það sem honum var "sannleikur" á þeim tíma? Og gerir það upplifun hans lítilsverðari að í ljós komi að svo var ekki?
Tökum aðeins léttvægara dæmi. Ég er að vinna frá 9 - 5 í einhverju fyrirtæki. Þarf ég ekki að trúa því að það sem ég er að gera þar hafi einhvern tilgang? Ef ég trúi því ekki er ég þá hæfur til starfans? Og þó svo ég væri sá eini sem teldi það mikilvægt að ég væri að gera það sem ég væri að gera réttlætir það ekki tilganginn, þó svo að ég sé sá eini sem trúir því.
Og samkvæmt því þá er raunveruleikinn í raun ekki aðeins bundin ákveðinum tíma heldur er hann einnig bundin upplifun. Minni eigin upplifun.
Ef svo er, hafa þá aðrir rétt til þess að svipta mig þessari upplifun?
Vissulega er hægt að gera það með illum tilgangi en einnig er hægt að gera það með "æðri tilgang í huga". Til dæmis:
ÉG myndi reyna að sannfæra orkumálastjóra um það að vinna hans væri ekki aðeins tilgangslaus heldur væri hún beinlýnis skemmandi. Nú, hann er ekki sérlega líklegur til þess að taka vel í það, enda byggist mynd hans af sjálfum sér og heiminum á því að vinna hans sé af hinu góða. Ég er á annari skoðun en er sú skoðun mikilvægari hans eigin skoðun?
En ég vil bjarga náttúrunni og hann vill eyðileggja hana. Á móti upplifir hann að ég vilji ekki hagvöxt, ég vilji ekkii vinnu handa fólkinu í landinu, að ég sé á móti uppbyggingu.
Hvaða mælikvarði er réttur til þess að úrskurða um það hver hafi rétt fyrir sér?
Hefur fólk að vissu leyti ekki rétt til þess að búa við ákveðna lífslygi? Og gætu afleiðingar þess að koma upp um hana ekki svipt þessa manneskju réttinum til eigin lífsafstöðu?
Hver á að ákveða hvaða lygi er réttlætanleg og hver ekki?
svo mörg voru þau orð...
Þorleifur
Hvað er raunveruleiki? Er raunveruleiki upplifun eða byggir hann á einhverjum ákveðnum sannleika sem er óumbreytanlegur?
Ef ég héldi því fram hér að ég væri 3 barna faðir á Siglufirði og þú, sem lesandi, tryðir því, er það þá raunveruleiki? Líklega ekki. En það breytir því ekki að fyrir þér er það sannleiki og þar með raunveruleiki, fyrir þér.
Nú þá sitjum við allt í einu uppi með tvenna sannleika, annan sannan fyrir mér (sem er ekki þriggja barna faðir á Siglufirði) og hinsvegar þinn sannleika sem er sá að ég sé þessi maður.
Jú, auðvitað gætir þú grennslast fyrir og þá líklega komist að því að ég sé ekki þriggja barna faðir en þá stendur engu að síður eftir sú spurning um upplifun þína af raunveruleikanum áður en þú komst að því hvað "sannleikurinn" var. Og ógildir sannleikurinn upplifun þess tíma?
Sem ætti þá að þýða að raunveruleiki er bundin tíma. Að raunveruleikinn er raunverulegur miðað við tíman sem hann er raunverulegur á. Þó svo að það breytist þá þýðir það ekki að ekki hafi verið um raunveruleika að ræða þar á undan.
Ef ég trúi því að ég sé heiminum mikilvægur, að það sem ég sé að gera sé mikilvægt er það þá raunveruleiki? Er það nóg að trúa því sjálfur eða þarf til utanaðkomandi staðfestingu? Þarna fer lífsupplifun (já, eða líflygi að spila rullu).
Er það ekki til dæmis manninum sem vann í Auswitsch það nauðsynlegt að trúa því að morðin sem þar voru framin hafi verið nauðsynleg á þeim tíma. Getur hann lifað við það að hann hafi tekið þátt í þessu af skemmtun, valdafíkn eða öðrum hvötum? Þó svo að honum sé það ljóst í dag að ekki var um að ræða nauðsyn þarf hann þá ekki að halda í það sem honum var "sannleikur" á þeim tíma? Og gerir það upplifun hans lítilsverðari að í ljós komi að svo var ekki?
Tökum aðeins léttvægara dæmi. Ég er að vinna frá 9 - 5 í einhverju fyrirtæki. Þarf ég ekki að trúa því að það sem ég er að gera þar hafi einhvern tilgang? Ef ég trúi því ekki er ég þá hæfur til starfans? Og þó svo ég væri sá eini sem teldi það mikilvægt að ég væri að gera það sem ég væri að gera réttlætir það ekki tilganginn, þó svo að ég sé sá eini sem trúir því.
Og samkvæmt því þá er raunveruleikinn í raun ekki aðeins bundin ákveðinum tíma heldur er hann einnig bundin upplifun. Minni eigin upplifun.
Ef svo er, hafa þá aðrir rétt til þess að svipta mig þessari upplifun?
Vissulega er hægt að gera það með illum tilgangi en einnig er hægt að gera það með "æðri tilgang í huga". Til dæmis:
ÉG myndi reyna að sannfæra orkumálastjóra um það að vinna hans væri ekki aðeins tilgangslaus heldur væri hún beinlýnis skemmandi. Nú, hann er ekki sérlega líklegur til þess að taka vel í það, enda byggist mynd hans af sjálfum sér og heiminum á því að vinna hans sé af hinu góða. Ég er á annari skoðun en er sú skoðun mikilvægari hans eigin skoðun?
En ég vil bjarga náttúrunni og hann vill eyðileggja hana. Á móti upplifir hann að ég vilji ekki hagvöxt, ég vilji ekkii vinnu handa fólkinu í landinu, að ég sé á móti uppbyggingu.
Hvaða mælikvarði er réttur til þess að úrskurða um það hver hafi rétt fyrir sér?
Hefur fólk að vissu leyti ekki rétt til þess að búa við ákveðna lífslygi? Og gætu afleiðingar þess að koma upp um hana ekki svipt þessa manneskju réttinum til eigin lífsafstöðu?
Hver á að ákveða hvaða lygi er réttlætanleg og hver ekki?
svo mörg voru þau orð...
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)