laugardagur, janúar 08, 2005

Góða kvöldið

Ég ætla aðeins að fjalla um einn hlut í þessu bloggi. Og það er sýning Borgarleikhússins á Hýbíli Vindanna.

Þetta er í einu orði sagt stórkostleg upplifun...

Annað eins jafnvægi milli allra þátta sýningar hef ég aldrei séð. Sýningin er hæg en heltekur mann og leiðir áfram í transkenndu ástandi í ferðalag með þessu fólki sem þurfti að yfirgefa heimili sín í vonkenndri trú á betra líf vestan við hafið.

Ég mun þurfa að skrifa annað blogg um áhrif þessarar sýningar þegar ég er aðeins búin að melta meira, en ég er þess viss að hún muni sprauta nýju lífi inn í ásýnd íslensks leikhúss. Þarna er komin sýning á heimsmælikvarða. Og ég skammast mín ekki fyrir að segja það þó svo ég ´s etengdur leikstjóranum.

Þessi sýning er sigur fyrir alla sem komu að henni og mun búa með þeim og listrænu starfi þeirra í langan tíma hér eftir.

Til Hamingju Borgarleikhús og takk fyrir upplifunina...

Þorleifur Arnarsson

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Góðan daginn

Ég hef verið að velta fyrir mér stöðu Íslands í fjölþjóðasamfélaginu. Og það sem meira er, ég er kominn að niðurstöðu í málinu. Ekki það að það sé eitthvað sérlega merkileg niðurstaða sem ég er kominn að en það er niðurstaða engu að síður.

Ísland er smáríki!
Ísland er smáríki!
Ísland er smáríki!

Og sem slíkt þá erum við EKKI STÓVELDI!
ERUM EKKI STÓRVELDI!
ERUM EKKI STÓRVELDI!

Að hlusta á rausarann óskaplega um áramótin minnti mig enn einu sinni á þessa staðreynd, að ísland er lítið land sem dreymir um að vera stórt. Hann talaði um fjölskylduna, gamla tíma og sló svo út með þessari einkennissetningu íslenkrar stórkallapólitíkur "Ísland sé þjóð meðal þjóða".

Hvað þýðir þessi setning? Hvað þýðir það þegar forsætisráðherra finnur sig knúinn til þess að minna þjóðina á að hún sem heild skipti einhverju máli, að hún eigi stað í alþjóðasamfélaginu?

Hvað þýðir setningin? Við látum allt of margt rúlla í gegnum hlustirnar án þess að stoppa við og spyrja, hvað þýðir þetta? Hvað er meint með þessum orðum? Og svo kannski spurningin sem hræðir valdið mest, eru orðin sönn?

að vera þjóð meðal þjóða gefur það fyrst af öllu í skyn að á þessum tímapunkti séum við það séum ekki þjóð meðal þjóða. Eða þá að einhver hætta sé á því að innan skamms teljumst við ekki lengur með í þjóðklúbbnum.

En þarf Ísland eitthvað sérstaklega að sanna það fyrir öðrum þjóðum að við séum líka þjóð? Eða eru við að tala um einhvern ákveðinn þjóðklúbb sem við viljum umfram allt komast inn í og vera talinn með í? Gæti verið að þetta sé þjóðabandalag vesturlanda, sem allir vita að á þessum tímapunkti er öðrum þjóðklúbbum betri. Eða er þetta hópur iðnvæddra þjóða, eða þjóðhópur skattaparadísarríkja? Hvaða þjóðir eru þessar umræddu meðal-þjóðir?

ÉG tel ástæðu þess að forsætisráðherra telur sig knúinn til að láta svona út úr sér sé vegna þess að hann fær minnimáttarkennd þegar hann fer á alþjóðlegar ráðstefnur og enginn vill hlusta á hann. Hann sé bara frá ríki sem fæstri gætu fundið á korti og hefur ekki tekið sjálfstæða afstöðu í nokkru máli sem snertir alþjóðasamfélagið síðan í þorskastríðinu. Hann dreymir kannski um að stjórna eins og stóru kallarnir gerðu þá þegar þeir buðu stórveldum birginn hægri vinstri og stímdu herskipin niður. Eða þegar utanríkisráðherrar fóru til annara smáþjóða og lýstu yfri stuðningi við þær án þess að spyrja kóng eða prest? En þeir tímar eru liðnir. Sú hugrakka þjóð sem þá byggði landið hefur týnst, stóru pólitíkusarnir eru horfnir í ólgusjó sendiherrahafsins. Það sem eftir er eru litlir kallar sem langar ofsalega að vera stórir. Þegar þeir pissa þá pissa þeir upp í vindinn. Þegar þeir bjóða stórveldum birginn (samb. Kína) þá senda þeir afsökunarsendinefnd beint í kjölfarið og bjóða svo stórveldaleiðtogum hingað í karaókí í Perlunni. (Og þjóðin er múlbundin á meðan)

Til þess að geta talist þjóð meðal þjóða þá verður mðaur að hegða sér eins og þjóð sem stendur fyrir eitthvað. En ef maður eltir uppi skítalyktina þá endar maður aðeins upp í endaþarmi þess er lyktina framkallar.

Þannig að stríðsóp forsætisráðherra, þjóð meðal þjóða, í árámótaávarpi sínu er stórkallalegur draumur manns sem er of lítill til þess að standa undir orðunum.

Þorleifur Arnarsson

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Góða kvöldið

Jæja, þá er fyrsta æfing á American Diplomacy að baki. REyndar vantaði einn leikarann þar sem Björgvin Franz dró sig út vegna vandaðs æfingaskipulags þjóðleikhússins sem kom fyrst í hús daginn fyrir fyrstu æfingu.

En að því undanskildu þá gekk þetta bara vel. Svo ég taki mér að fyrirmynd anda ungra karlmanna í íslensku leikhúsi þá held ég því hér fram að þetta sé líklega eitthvað magnaðasta verk sem íslendingar hafa séð og verður án nokkurs vafa á heimsmælikvarða.

Ég er einmitt að koma úr símanum við framleiðanda í Hollywood sem sagði mér einmitt að ég hefði góða möguleika á því (svo framarlega sem ég skrifaði undir eclusive samning) að verða arftaki Michael Moore. Myndir fylgja í kjölfarið....

En, annars er ég glaður með þetta og hlakka til að takast á við að gera gott listaverk með þessum frábæru listamönnum.

Meira seinna...

Þorleifur Arnarsson

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Góðan daginn

STutt í þetta skipti.

Það eru að verða miklar mannabreytingar í American Diplomacy. Edda Björgvins datt út vegna ofbókana og í hennar stað kemur snillingurinn Björk Jakobsdóttir. Í kjölfarið á þeim fréttum kom í ljós að sonur Eddu, Björgvin Franz, gat ekki verið með vegna æfingaráætluninnar í Þjóðleikhúsinu svo ég þarf að finna honum staðgengil.

Þetta byrjar ekki vel en það vona ég að sannleikur sé að finna í gömlu klisjunni, fall er fararheill...

Og svo eru það auðvitað gömul sannindi að sýning verður auðvitað til með þeim sem hana gera, þeim sem fylla persónurnar lífi og koma henni til skila. Þetta á auðvitað en meira við þegar verkið er nýtt þar sem leikendurinir fá tækifæri til þess að móta textan eftir eigin persónuleikum.

En ég horfi bara bjartur fram á góða tíma og skemmtilega vinnu.

Bestu kv.

Þorleifur

sunnudagur, janúar 02, 2005

Góðan daginn

Það sem hrjáir íslenskt leikhús er sjálfánægja. Ég er búin að vera að pæla í þessu síðan í gær og þetta er það sem ég tel vera alvarlegast í fari íslensks leikhúss.

Það koma alltaf vondar sýningar inn á milli, það er eðli listsköpunar að ekki náist alltaf í listrænar hæðir, að allt í einu sé það sem verið er að tala um ekki current eða þá að kunnáttan var ekki til staðar hjá þeim sem að sýningunni stóðu.

Einstaka vondar sýningar eru ekki vandamál íslensk leikhúss. VAndamál íslensks leikhúss er það að jafnvel þegar tekst ágætlega upp þá er því hampað sem stórkostlegum listrænum afrekum. Ungir leikstjórar (ég meðtalinn) fá slíkt hrós fyrir sýningar sínar að þeir telja að nú þurfi ekkert að læra meira, að nú sé það komið, að þetta sé list eins og hún eigi að vera. Og þeir verða hrokafullir (ég meðtalinn) og það má ekkert segja um þá eða við þá. Það er engin listræn umræða. Þetta er bara frábært og punktur!

Og ef reynt er að sprengja einhverjar blöðrur þá verða menn bara móðgaðir eða stökkva í vörn. Fá menn og konur með sér í lið og berjast fyrir því að halda uppi einhverri glansmynd af því sem er að gerast.

málið er það að ef maður stígur fæti út fyrir landsteinana þá kemur í ljós að íslensk leiklist stendur að engu leyti undir þeirri umræðu sem á sér stað innan leikhússheimsins um gæði. Íslenskt leikhús er meðal-leiklistarland þegar vel tekst upp.

Þessi meðalmennska er skiljanleg og ekki einhverjum einum að kenna. Þetta eru varnaviðbrögð lítillar þjóðar sem er að berjast fyrir tilverurétti sínum. Að Ísland sé ekki þjóð meðalþjóða heldur Þjóð Meðal Þjóða. En á meðan þetta er raunveruleikinn þá verður engin framför. Ef ekket má gagnrýna, ef allt er frábært - ALLTAF - þá blasir við okkur að falla dýpra í ginnungargap meðalmennskunnar og sjálfsánægjunnar.

Þetta er líka hluti af því hvernig nútíma samfélag er keyrt áfram. Sölumennskan og yfirborðskenndin er fyrir öllu. Bíóin (ólíkt því sem gerist í eldri menningarheimum evrópu) eru full af bandarískum framleiðislumyndum. Og það er misskilningur að halda því fram að þær standi listrænum kvikmyndum á sporði, þær eru ekki list og eru ekki að gefast sig út fyrir að vera það. Þær eru framleiðsla eins og Snickers og Coca Cola, hannaðar til þess að ná til sem flestra og beita sér því útfrá lægasta sameiginlega samnefnara. Rétt eins og íslenskt leikhús er að gera. En ef maður reynir að ná til allra þá endar maður einn og yfirgefinn, í húsi sem maður á ekki heima í með hjarta sem engan langar lengur til að kynnast eða kíkja inn í.

Ég vona að gagnrýnin vakni upp hjá leikhúsinu!

2.1.2005
Kaffibrennslan
Þorleifur
Smá auka upplýsingar...

Ég var að horfa á heimildarmyndina "The World according to Bush". Frönsk mynd fyrir sjónvarp þar í l andi þar sem talað er við bæði meðlimi stjórnarinnar sem og andstæðinga.

Þar kom fram afar skemmtileg staðreynd sem ég vissi reyndar ekki um:

Prescott Bush, afi George Bush, var stórkall í bankaheiminum á fjórða áratugnum. Hann var sviptur eignum sínum eftir að hann hætti setu í bandaríska öldungardeildinni fyrir að hafa hvítþvoð peninga fyrir nasista og haft pólska gyðinga í vinnu í verksmiðju sem hann átti. Og þetta á sama tíma og sonur hans var að "berjast" í kyrrahafinu gegn vinum pabba síns.

Ég mun fara í rannsóknarleiðangur á netinu til þess að grafa upp meiri upplýingar um þetta og "reporta" þegar nýjar og betri upplýsingar koma fram...

góðar stundar

Þorleifur