Góða kvöldið
Það virðist vera að þó svo að eina bylting vesturheims í háa herrans tíð sé að baki þá hafi sú pólitíska alda sem hún reið á síður en svo lægt. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta sé upphafið af nýjum tímum, fullum tækifæra og magnaðra athafna.
Leikurinn stendur upp á endann, heimurinn stendur upp á endann. Það er eins og allir beri með sér leyndarmál en séu ekki vissir hvort þeir eiga að segja frá því, hvort að það megi kjafta. En svo hittir fólk fólk á hornum og í bókabúðum, hjá klipparanum eða í grænmetisdeildinni og kappræðurnar hefjast. Allir með sitt leyndarmál, sinn eigin skilning sem unnið var fyrir, sínu eigin samansafni af hugmyndum og hugarflugsbrotum sem það hefur safna saman og búið til mynd úr - sem það nú deilir af hjartans list.
Hagfræðiheiti - áður hluti af arkínu mál utan hversdagsleikans - er nú á hvers manns tungu, með hvers mann skilningi... Er þetta ekki stórkostlegt!
Allir eru með, og allir upplifa sig máttuga.
Nokkra daga í upphafi árs 2009 mátti fólk finna til sín. Og sama hvað gerist héðan af - þá getur enginn tekið þetta af því!
Bestu kv
Þorleifur
föstudagur, febrúar 06, 2009
miðvikudagur, febrúar 04, 2009
Góða kvöldið
Skrýtið væri ef stjórnmálamönnum þjóðarinnar væri ekki orðið ljóst að þeirra er það að endurreisa traust þjóðarinnar á sér, ekki öfugt.
Samt var það að heyra á þingumræðum í kvöld að þetta hefð farið ofan garð og neðan hjá sumum þingmönnum fyrrum ríkisstjórnarflokks.
þó svo að maður hafi fullan skilning á því að menn upplifi sig ekki persónulega ábyrga eða einhver vilji þeim að hafa stefnt þjóðarskútunni viljandi í strand þá verða stjórnmálamenn að skilja hvert þeirra hlutverk er. Þeir sitja þarna sem fulltrúar þjóðarinnar, sem þjónar hennar og umbjóðendur.
Gleymi þeir því þá er voðinn vís.
Eins og í ljós hefur komið. Mikið hefur verið kvabbað um pólitíska ábyrgð - eða skort á henni. En staðreyndin er einfaldlega sú að ef enginn er hvatinn til þess að gangast undir ábyrgð þá gera menn það ekki. Á Alþingi situr núna maður, sannanlega kosinn af almenningi, sem staðinn var að verki við að stela fjármunum þjóðarinnar. Hvernig ætli sá maður líti ábyrgð sína fyrst þjóðin kaus hann aftur inn á þing. Hver eru skilaboðin sem það sendir öðrum fulltrúum og embættismönnum á íslandi.
Það virtist sama hvað gekk á, hvernig fiski og bönkum var úthlutað, hvernig dóms og embættismannakerfið fylltist af frændum, sonum og vinum - alltaf kaus fólkið sömu flokka aftur inn með nægt fylgi til þess að mynda stjórn.
Og því varð voðinn, að því leyti sem hann er heimatilbúinn.
En ég efast um að menn gleymi þessu í bráð og þeir sem enn hafa ekki áttað sig gera það - eða missi störf sín ella.
Bestu kv,
Þorleifur
Skrýtið væri ef stjórnmálamönnum þjóðarinnar væri ekki orðið ljóst að þeirra er það að endurreisa traust þjóðarinnar á sér, ekki öfugt.
Samt var það að heyra á þingumræðum í kvöld að þetta hefð farið ofan garð og neðan hjá sumum þingmönnum fyrrum ríkisstjórnarflokks.
þó svo að maður hafi fullan skilning á því að menn upplifi sig ekki persónulega ábyrga eða einhver vilji þeim að hafa stefnt þjóðarskútunni viljandi í strand þá verða stjórnmálamenn að skilja hvert þeirra hlutverk er. Þeir sitja þarna sem fulltrúar þjóðarinnar, sem þjónar hennar og umbjóðendur.
Gleymi þeir því þá er voðinn vís.
Eins og í ljós hefur komið. Mikið hefur verið kvabbað um pólitíska ábyrgð - eða skort á henni. En staðreyndin er einfaldlega sú að ef enginn er hvatinn til þess að gangast undir ábyrgð þá gera menn það ekki. Á Alþingi situr núna maður, sannanlega kosinn af almenningi, sem staðinn var að verki við að stela fjármunum þjóðarinnar. Hvernig ætli sá maður líti ábyrgð sína fyrst þjóðin kaus hann aftur inn á þing. Hver eru skilaboðin sem það sendir öðrum fulltrúum og embættismönnum á íslandi.
Það virtist sama hvað gekk á, hvernig fiski og bönkum var úthlutað, hvernig dóms og embættismannakerfið fylltist af frændum, sonum og vinum - alltaf kaus fólkið sömu flokka aftur inn með nægt fylgi til þess að mynda stjórn.
Og því varð voðinn, að því leyti sem hann er heimatilbúinn.
En ég efast um að menn gleymi þessu í bráð og þeir sem enn hafa ekki áttað sig gera það - eða missi störf sín ella.
Bestu kv,
Þorleifur
þriðjudagur, febrúar 03, 2009
Góða kvöldið
Nú þegar rykið er að setjast þá er fróðlegt að horfa yfir völlinn og lesa í stöðuna sem komin er upp.
Er staðan betri en hún var?
Klárlega varð ríkisstjórnin að fara sökum mótmæla á götum úti, en það er ekki nóg að samþykkja þann gjörnað vegna þess að óeirðir brutust út heldur verður maður að spyrja sig hvert leiddi breytingin okkur?
Klárlega er komin ríkisstjórn sem skilur að hún verður að vera í stöðugum og miklum, gegnsæjum og upplýsandi samskiptum við þjóðina. Blaðamannafundur beint eftir fyrsta fund var snilldarleikur.
Á sama tíma eru Evrópumálin komin af borðinu. Þar sem það er klárlega stærsta mál okkar tíma þá er það afar miður.
Og tel ég það vera helstu ástæðu þess að ISG hélt svona lengi út í samstarfinu, að hún sá að xD var tilbúinn að þokast í evrópuátt. Þrýstingurinn var á þeim. Nú er sá þrýstingur úti og þá munu varla koma fram þeir Sjálfstæðismenn (allaveganna ekki forrystu kandídatar) sem taka klára og skýra stefnu í þessum málum. Og er það sorglegt.
Má því velta fyrir sér hvort að langtíma hagsmunum þjóðarinnar hafi þar verið fórnað fyrir skammtímahagsmuni þeirra sem reiðastir voru. Að fróun þjóðarinnar hafi kostað okkur einu raunverulegu útgönguleiðina.
Verði það raunin þá verður það sorgleg fylgja hinnar mögnuðu búsáhaldabyltingar, burtséð frá því að það var samskiptaleysi stjórninnar sem olli henni.
Mbk
Þorleifur
Nú þegar rykið er að setjast þá er fróðlegt að horfa yfir völlinn og lesa í stöðuna sem komin er upp.
Er staðan betri en hún var?
Klárlega varð ríkisstjórnin að fara sökum mótmæla á götum úti, en það er ekki nóg að samþykkja þann gjörnað vegna þess að óeirðir brutust út heldur verður maður að spyrja sig hvert leiddi breytingin okkur?
Klárlega er komin ríkisstjórn sem skilur að hún verður að vera í stöðugum og miklum, gegnsæjum og upplýsandi samskiptum við þjóðina. Blaðamannafundur beint eftir fyrsta fund var snilldarleikur.
Á sama tíma eru Evrópumálin komin af borðinu. Þar sem það er klárlega stærsta mál okkar tíma þá er það afar miður.
Og tel ég það vera helstu ástæðu þess að ISG hélt svona lengi út í samstarfinu, að hún sá að xD var tilbúinn að þokast í evrópuátt. Þrýstingurinn var á þeim. Nú er sá þrýstingur úti og þá munu varla koma fram þeir Sjálfstæðismenn (allaveganna ekki forrystu kandídatar) sem taka klára og skýra stefnu í þessum málum. Og er það sorglegt.
Má því velta fyrir sér hvort að langtíma hagsmunum þjóðarinnar hafi þar verið fórnað fyrir skammtímahagsmuni þeirra sem reiðastir voru. Að fróun þjóðarinnar hafi kostað okkur einu raunverulegu útgönguleiðina.
Verði það raunin þá verður það sorgleg fylgja hinnar mögnuðu búsáhaldabyltingar, burtséð frá því að það var samskiptaleysi stjórninnar sem olli henni.
Mbk
Þorleifur
mánudagur, febrúar 02, 2009
Góða kvöldið
Hæfileg þögn að baki - og nauðsynleg.
Það er ögurstund í sögu Íslands - já og líklega heimsins.
Græðgissamfélagið er hrunið og nú stendur í raun eftir sú spurning hvað hrynji með. Hrynur hugmyndafræðin að baki kerfisins algerlega eða tekst okkur að halda í það sem vel fór, þann grunn sem heillvænlegur er til langframa og henda hinu?
Og ef það er takmarkið, þá hlýtur spurningin að vera hvað var það sem virkaði og hver á að úrskurða þar um.
Ég er þeirrar óvinsælu skoðunnar að fólkið sem stóð í hringiðunni eigi að vera innan handar í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Það er, það fólk sem hefur horfst í augu við sjálft sig og þátt sinn í því sem átti sér stað og er staðráðið að breyta öðruvísi næst, eigi að fá að vera með í uppbyggingunni.
Þegar ég stóð í rökræðum við mann út af þessu um daginn þá setti hann upp eftirfarandi dæmi, sem ég tel nokkuð gott:
Segjum sem svo að tölvuforritari setji upp forrit sem lítur vel út en svo kemur það í ljós að það er fullt af holum, hleypir alls konar skít inn og veldur loks hruni í tölvunni. Er hann besti maðurinn til þess að laga forritið, eða er málið kannski bara að skipta um forrrit.
Hann var á því að betra væri að skipta um forrit. Ég er algerlega ósammála.
Ég myndi hiklaust halda því fram að betra væri að halda forritinu (svo framarlega sem það hafi virkar ágætlega til að byrja með og sé byggt á skynsamlegum grunni) og fá sama mann og hannaði það og notaði, þurfti að sitja við og reyna að stoppa í glufurnar og varð loks undir, til þess að reyna að laga það. Vissulega myndi ég setja einhvern við hlið hans og velta upp grundvallarspurningum um kerfið, en ég tel að reynsla hans í kerfinu hljóti að vera uppbyggingu þess til góða (nema þá að hann sé þeim mun sannfærðari að hann hafi gert allt rétt og hann beri enga ábyrgð á hruni kerfisins).
En ef hönnuðnum er hent í burtu og nýr fenginn til þess að setja upp kerfið og það frá grunni þá eru allar líkur á því að hann falli í sömu gryfju og fyrsti hönnuðurinn gerði, það er að vinna það frá grunni.
Leiðin frammávið hjá mannkyninu hefur verið sú að eitthvað er reynt, það virkar eða klikkar, fólk lærir og heldur svo áfram. Sé maður þeirrar grundvallarskoðunar að a. Fólk sé almennt gott og vinni sína vinnu af heilindum og b. að þeir sem iðrast, vilja læra af reynslunni og gera það, sé fólk sem ætti að fá að vera með þá hlýtur sú lausn að teljast best að með víðtækara samráði þá geti það fólk sem vann í hagkerfinu okkar vissulega komið að uppbyggingunni og jafnvel gert kerfið okkar betra.
Hvernig á að gera það er náttúrulega risastór spurning og sú sem ég er nú að glíma við. Þetta er spurning okkar tíma!
Þegar maður að nafni Linus Thorvalds datt í hug að hanna nýtt stýrikerfi sem ætti að slaga fram úr öllum öðrum datt hann niður á þá hugmynd að hanna grunn sem hann myndi svo deila með stórum hópi notenda og hver og einn af þeim (viðkomandi þurfti að hafa grundvallarþekkingu á tölvuforritun til þess að geta verið með) gat sent athugasemdir, jafnvel innleitt úrbætur. Kerfið stækkaði og stækkaði og eru flestir á því nú til dags að þetta sé fullkomnasta tölvustýrikerfi heima.
Þessi hugmynd hefur svo sprottið upp hér og þar og með tilkomu Wikipedia þá varð þetta konsept komið in í hvers manns tölvu.
Mætti ekki hugsa sér að eitthvað svipað væri hægt að gera með stjórnskipan, stjórnarskrá, framtíðaráherslur hagkerfisins. Mætti ekki sameinast um grunn sem er svo sendur út og allur almenningur getur tekið þátt í því að hanna og móta. Svo er miðlæg miðstöð (tækniþing eitthverskonar) sem tæki þetta saman og loks eitthvert ákvörðunarferli.
Humm...
nóg í bili
Þorleifur
Hæfileg þögn að baki - og nauðsynleg.
Það er ögurstund í sögu Íslands - já og líklega heimsins.
Græðgissamfélagið er hrunið og nú stendur í raun eftir sú spurning hvað hrynji með. Hrynur hugmyndafræðin að baki kerfisins algerlega eða tekst okkur að halda í það sem vel fór, þann grunn sem heillvænlegur er til langframa og henda hinu?
Og ef það er takmarkið, þá hlýtur spurningin að vera hvað var það sem virkaði og hver á að úrskurða þar um.
Ég er þeirrar óvinsælu skoðunnar að fólkið sem stóð í hringiðunni eigi að vera innan handar í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Það er, það fólk sem hefur horfst í augu við sjálft sig og þátt sinn í því sem átti sér stað og er staðráðið að breyta öðruvísi næst, eigi að fá að vera með í uppbyggingunni.
Þegar ég stóð í rökræðum við mann út af þessu um daginn þá setti hann upp eftirfarandi dæmi, sem ég tel nokkuð gott:
Segjum sem svo að tölvuforritari setji upp forrit sem lítur vel út en svo kemur það í ljós að það er fullt af holum, hleypir alls konar skít inn og veldur loks hruni í tölvunni. Er hann besti maðurinn til þess að laga forritið, eða er málið kannski bara að skipta um forrrit.
Hann var á því að betra væri að skipta um forrit. Ég er algerlega ósammála.
Ég myndi hiklaust halda því fram að betra væri að halda forritinu (svo framarlega sem það hafi virkar ágætlega til að byrja með og sé byggt á skynsamlegum grunni) og fá sama mann og hannaði það og notaði, þurfti að sitja við og reyna að stoppa í glufurnar og varð loks undir, til þess að reyna að laga það. Vissulega myndi ég setja einhvern við hlið hans og velta upp grundvallarspurningum um kerfið, en ég tel að reynsla hans í kerfinu hljóti að vera uppbyggingu þess til góða (nema þá að hann sé þeim mun sannfærðari að hann hafi gert allt rétt og hann beri enga ábyrgð á hruni kerfisins).
En ef hönnuðnum er hent í burtu og nýr fenginn til þess að setja upp kerfið og það frá grunni þá eru allar líkur á því að hann falli í sömu gryfju og fyrsti hönnuðurinn gerði, það er að vinna það frá grunni.
Leiðin frammávið hjá mannkyninu hefur verið sú að eitthvað er reynt, það virkar eða klikkar, fólk lærir og heldur svo áfram. Sé maður þeirrar grundvallarskoðunar að a. Fólk sé almennt gott og vinni sína vinnu af heilindum og b. að þeir sem iðrast, vilja læra af reynslunni og gera það, sé fólk sem ætti að fá að vera með þá hlýtur sú lausn að teljast best að með víðtækara samráði þá geti það fólk sem vann í hagkerfinu okkar vissulega komið að uppbyggingunni og jafnvel gert kerfið okkar betra.
Hvernig á að gera það er náttúrulega risastór spurning og sú sem ég er nú að glíma við. Þetta er spurning okkar tíma!
Þegar maður að nafni Linus Thorvalds datt í hug að hanna nýtt stýrikerfi sem ætti að slaga fram úr öllum öðrum datt hann niður á þá hugmynd að hanna grunn sem hann myndi svo deila með stórum hópi notenda og hver og einn af þeim (viðkomandi þurfti að hafa grundvallarþekkingu á tölvuforritun til þess að geta verið með) gat sent athugasemdir, jafnvel innleitt úrbætur. Kerfið stækkaði og stækkaði og eru flestir á því nú til dags að þetta sé fullkomnasta tölvustýrikerfi heima.
Þessi hugmynd hefur svo sprottið upp hér og þar og með tilkomu Wikipedia þá varð þetta konsept komið in í hvers manns tölvu.
Mætti ekki hugsa sér að eitthvað svipað væri hægt að gera með stjórnskipan, stjórnarskrá, framtíðaráherslur hagkerfisins. Mætti ekki sameinast um grunn sem er svo sendur út og allur almenningur getur tekið þátt í því að hanna og móta. Svo er miðlæg miðstöð (tækniþing eitthverskonar) sem tæki þetta saman og loks eitthvert ákvörðunarferli.
Humm...
nóg í bili
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)