Góða kvöldið
Agli Heiðari Antoni Pálssyni Gonzales de Silva tókst að fá mig til að hugsa um leikstjórnarskóla, svo mikið í raun að fátt annað kemst að (sem væri í lagi ef ég væri ekki í fullri vinnu og það í yfirmannastöðu).
Það er tvennt sem helst vegur á skálunum. Annars vegar það að ef maður ætlar sér að ná langt á alþjóðlegan mælikvarða þáer eins gott að fara í skóla í útlöndum, annars er allt að því ógjörningur að komast að. Og hins vegar það að Ísland er lítið land og miðað við hvernig það er erlendis þá er ekkert sérstaklega erfitt að koma hér upp sýningum. Þannig getur maður falið sig í litlum einkapródúktionum endalaust, sem kannski reyna ekki svo mikið á. Takist manni svo að komast upp úr þeim hvert er hægt að fara? Borgó, LA eða Þjóðleikhúsið, annað er ekki í boði hérlendis. Og þetta er ansi lítill og þröngur hringur!!!
Og svo fyrir hógværðarinnar sakir þá má kannski nefna það að ég hefði líka gott af því að komast í skóla, þar sem hægt væri að berja á mér og kenna mér eitthvað.
Plús hið listræna frelsi sem felst í því að vera ekki að setja endalaust upp fyrir einhvern markhóp eða með endalausar peningaáhyggjur, en það er efni í annan pistill.
Vinnan kallar, húrra húrra.
Og maður svarar.....
miðvikudagur, september 08, 2004
þriðjudagur, september 07, 2004
Sælt veri fólkið!
ég er að vinna í Saga Film og berst í bökkum við sálarlaus exel skjöl, fari þau bölvuð!
Reyndar skil ég ekki af hverju ég er einu sinni að skrifa á þennan tölvskjá því að mér hefur gjörsamlega misboðið þetta form samskipta, ég er meira að segja farin að efast um að þetta samskiptaform, það er talvan, sé tæki til framfara heldur sé hún (persónugerð) ein af grundvallarvandamálum í mannlegum samskiptum í heiminum í dag.
Hún einangrar, fráskilur og rífur fólk í sundur.
Ofboð auglýsinga og upplýsinga og frelsis fer með hið blinduráfandi mannnkyn, en við megum velja og þá er allt í lagi!
Og það eru dimmu fréttirnar í dag.
Skrifa kannski meira seinna þegar ég hef öðlast meiri bjartsýni.
Þorleifur
ég er að vinna í Saga Film og berst í bökkum við sálarlaus exel skjöl, fari þau bölvuð!
Reyndar skil ég ekki af hverju ég er einu sinni að skrifa á þennan tölvskjá því að mér hefur gjörsamlega misboðið þetta form samskipta, ég er meira að segja farin að efast um að þetta samskiptaform, það er talvan, sé tæki til framfara heldur sé hún (persónugerð) ein af grundvallarvandamálum í mannlegum samskiptum í heiminum í dag.
Hún einangrar, fráskilur og rífur fólk í sundur.
Ofboð auglýsinga og upplýsinga og frelsis fer með hið blinduráfandi mannnkyn, en við megum velja og þá er allt í lagi!
Og það eru dimmu fréttirnar í dag.
Skrifa kannski meira seinna þegar ég hef öðlast meiri bjartsýni.
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)