Baby Grace
Það birtist frétt á eyjan.is um barnlík sem fannst fljótandi í Flórídaflóa. Barninu hafði verið beitt miklu og ítrekuðu ofbeldi. Barnið gekk undir nafninu Baby Grace.
Þetta er sjokkernadi mál og maður hlýtur að spyrja sig spurningar um manneskjur og samfélög þegar maður les svona.
Hvaðan kemur þessi grimmd, þessi ömurð, hvernig getur fólk tekið aðra manneskju og limlest hana og misþyrmt eins og foreldrar þessa barns?
Svarið við þessari spurningu er að finna í kommentunum á eftir fréttinni. Það er greinilega bara fullt af fólki sem væri til í að stunda svona pyntingar, en bara við fólk sem stundað hefur pyntingar sjálft.
Nokkur dæmi:
SÞA segir: Taka þessa anskota af lífi, helst að grýta þau til bana eins og tíðkast í mið-austurlöndum.
Ásdís segir: það er svona fólk sem að lætur mig skammast mín fyrir að vera partur af þessu mannkyni...að einhver geti gert litlu barni svona lagað skil ég einfaldlega ekki. Megi þeirra óverðskuldandi lík rotna í helvíti!!!
Kari bætir um betur: DJÖFUS ógeð þetta eru svona manneskjur sem ég væri til í drepa
Noname: það á að láta pynta þau til dauða
Lea segir: sko, þegar svona lagað gerist, þá er ekkert annað sanngjarnt að þetta fólk (ef fólk má kalla) “ófreskjur” fái sömu meðferð og þau gerðu litlu stúlkunni. pyntuð til dauða!!! ef að ég mætti ráða!!!
Og toppinum er líklega náð með eftirfarandi hjá Valdimar: réttast væri bara að taka þessa ömurlegu manneskjur af lífi með því að pynta þær,t.d rífa af þeim hárið,sparka endalaust í kynfærið á föðurinum, berja þau bæði með kylfu í fésin og hrinda þeim fram af bergi!!!!!!!
Það er sjokkerandi að sjá þessi viðbrögð. Það er eitt þegar andlega ruglað fólk misþyrmir börnum sínum og annað þegar íslenskir fréttalesendur gerast að múgi sem tilbúinn erð að beita ákvæðum úr gamla testamentinu til þess að svala hefndarlosta sínum á sjúku fólki. Svona viðbrögð myndi ég skilja ef um fjölskyldumeðlim væri að ræða en vera tilbúin/n til mannsmorða og pyntinga eftir að hafa lesið fréttir, það er komið yfir öll mörk.
Og þetta hlýtur að vekja upp spurningar um bloggið sem fréttamiðil. Bera þeir sem skrifa enga ábyrgð? Getur maður lýst því yfir á fréttasíðum að maður vilji pynta fólk til dauða? Eða þýðir þetta að bloggið er ábyrgðarlaust og því skiptir engu máli hvað þar stendur. Það getur vart verið bæði.
Bestu kv.
Þorleifur
föstudagur, nóvember 30, 2007
Góða kvöldið
Vissir þú að í heiminum eru 400 miljónir kristinna manna sem trúir því að Jesú muni snúa aftur af himnum ofan og leiða okkur í gegnum heimsendi, ef bara við biðjum nógu sterk og lengi.
Vissir þú einnig að yfir 80% ofangreindu fólki trúa því að þeir hafi
talað beint við guð, 50% að þeir hafi séð kraftaverk séð kraftaverk og um 30% að þeir hafi upplifað exorsisma!
En helmingurinn af þeim getur ekki svarað því hver flutti fjallræðuna!
Fólk sem lifir eftir hinu helga orði og veit ekki hver flutti FJALLRÆÐUNA!!!
Er verið að grínast í mér...
Stundum finnst mér í alvöru að maður eigi bara pakka saman tjaldi,
kíki og gott á grillið, setjast upp á fjall og enjoy the show!
---------------
Þjóðverjar eru skrítinn þjóðflokkur. Þeim finnst fátt skemmtilegra en að ala fólk upp úti á götu. Þeim mun minna sem það þekkir viðkomandi (Best ef þau hafa aldrei sést áður) þeim mun skemmtilegra.
Þetta snýst um að lagfæra hluti í fari þeirra sem á vegi þeirra verður. Benda fólki á umferðarreglurnar, benda því á að blístra ekki á almannafæri, að standa rétt í röð, að lækka í I-pod, að leggja hjólinu á réttum stað.
Og guð hjálpi þeim sem biður fólk í þjónustustörfum að veita þjónustu. Augntillitið sem skotið er að manni er engu líkt. Sérstaklega ef maður hefur stigið utan við reglurnar að einhverju leyti.
Þegar maður lendir í þeirri sérstöku aðstæðu þá gerist algerlega ótrúlegur hlutur. Þjóðverjinn mun hiklaust byrja að segja þér að þetta sé þér að kenna. Og sama hvað tautar og raular, þá er þetta þér að kenna. Hann fer svo að útskýra fyrir þér hvernig þetta er þér að kenna og hvernig þú hefðir ekki lent í þessu ef þú hefðir bara gert það sem þú áttir að gera þegar þú áttir að gera það.
En ótrúlegt nokk þá hefu hann nú þegar hafist handa við að leiðrétt viðkomandi hlut. Þannig það er engin fylgni milli þess sem munnurinn er að hjala og þess sem hendurnar eru að framkvæma.
Skrýtið að framandgerving (verfremdung) hafi verið fundin upp í Þýskalandi...!!!
-------------
Frumsýning að baki, gekk ferlega vel. Fólk almennt ánægt, sumir mjög, sumir tilturulega, sumir á því að þetta sé vonlaust verk (sjá www.mittleikhus.blogspot.com). Ég sjálfur er ferlega ánægður og finnst sem ég hafi lært alveg gríðarinnar býsn á því að takast á við svo erfiðan texta sem Lars Noren býður upp á.
Næstu vikur nota ég svo til þess að vinna úr þessu, draga hvert atriði fram og reyna að skoða í gagnrýnu ljósi því að þegar uppi stendur þá hlýtur hver að vera sinn besti krítíker.
------------
Var kallaður inn í skólann morguninn eftir frumsýningu til þess að presentera HAMLET fyrir skólastjóranum, dramatúrg skólans og dósentinum. Getið rétt ímyndað ykkur ferskjuna á andlitinu á mér!
Góða nótt
Þorleifur
Berlín
Vissir þú að í heiminum eru 400 miljónir kristinna manna sem trúir því að Jesú muni snúa aftur af himnum ofan og leiða okkur í gegnum heimsendi, ef bara við biðjum nógu sterk og lengi.
Vissir þú einnig að yfir 80% ofangreindu fólki trúa því að þeir hafi
talað beint við guð, 50% að þeir hafi séð kraftaverk séð kraftaverk og um 30% að þeir hafi upplifað exorsisma!
En helmingurinn af þeim getur ekki svarað því hver flutti fjallræðuna!
Fólk sem lifir eftir hinu helga orði og veit ekki hver flutti FJALLRÆÐUNA!!!
Er verið að grínast í mér...
Stundum finnst mér í alvöru að maður eigi bara pakka saman tjaldi,
kíki og gott á grillið, setjast upp á fjall og enjoy the show!
---------------
Þjóðverjar eru skrítinn þjóðflokkur. Þeim finnst fátt skemmtilegra en að ala fólk upp úti á götu. Þeim mun minna sem það þekkir viðkomandi (Best ef þau hafa aldrei sést áður) þeim mun skemmtilegra.
Þetta snýst um að lagfæra hluti í fari þeirra sem á vegi þeirra verður. Benda fólki á umferðarreglurnar, benda því á að blístra ekki á almannafæri, að standa rétt í röð, að lækka í I-pod, að leggja hjólinu á réttum stað.
Og guð hjálpi þeim sem biður fólk í þjónustustörfum að veita þjónustu. Augntillitið sem skotið er að manni er engu líkt. Sérstaklega ef maður hefur stigið utan við reglurnar að einhverju leyti.
Þegar maður lendir í þeirri sérstöku aðstæðu þá gerist algerlega ótrúlegur hlutur. Þjóðverjinn mun hiklaust byrja að segja þér að þetta sé þér að kenna. Og sama hvað tautar og raular, þá er þetta þér að kenna. Hann fer svo að útskýra fyrir þér hvernig þetta er þér að kenna og hvernig þú hefðir ekki lent í þessu ef þú hefðir bara gert það sem þú áttir að gera þegar þú áttir að gera það.
En ótrúlegt nokk þá hefu hann nú þegar hafist handa við að leiðrétt viðkomandi hlut. Þannig það er engin fylgni milli þess sem munnurinn er að hjala og þess sem hendurnar eru að framkvæma.
Skrýtið að framandgerving (verfremdung) hafi verið fundin upp í Þýskalandi...!!!
-------------
Frumsýning að baki, gekk ferlega vel. Fólk almennt ánægt, sumir mjög, sumir tilturulega, sumir á því að þetta sé vonlaust verk (sjá www.mittleikhus.blogspot.com). Ég sjálfur er ferlega ánægður og finnst sem ég hafi lært alveg gríðarinnar býsn á því að takast á við svo erfiðan texta sem Lars Noren býður upp á.
Næstu vikur nota ég svo til þess að vinna úr þessu, draga hvert atriði fram og reyna að skoða í gagnrýnu ljósi því að þegar uppi stendur þá hlýtur hver að vera sinn besti krítíker.
------------
Var kallaður inn í skólann morguninn eftir frumsýningu til þess að presentera HAMLET fyrir skólastjóranum, dramatúrg skólans og dósentinum. Getið rétt ímyndað ykkur ferskjuna á andlitinu á mér!
Góða nótt
Þorleifur
Berlín
mánudagur, nóvember 26, 2007
Góða kvöldið
Það snjóar og rignir til skiptis í Berlín þessa dagana. Og maður hugsar heim.
Berlín er grá borg, eins og flestar stórborgir en gráminn margfaldast í þungbúnum skýjunum, í skortinum á útsýni og þá sérstaklega þegar skýjin láta undan og demba niður vætunni.
En þegar svo bregður við og kólnar og skýjin kasta niður snjóflyksunum, þá brosir Íslendingahjartað. Það verður einhvernveginn ekki jafn langt heim.
----------
Það er frumsýning á morgun (þriðjudag) og ég er að verða spenntur. Auðvitað er þetta öðruvísi ferli en maður hefur átt að venjast, að vera með forfrumsýningu fyrir 3 vikum og æfa svo sýninguna upp fyrir frumsýninguna, en þetta er í raun ferlega gott ferli. Bæði fyrir leikendur og aðstandendur.
Verkið sest einhvernvegin betur. Leikaranir fá tíma til þess að melta og leyfa þessu að setjast og aðstandendurnir slíkt hið sama og geta, ef út í það er farið, lagað til, hreyft, bætt eða breytt eða ef ekki annað, þá bara setið aftur og notið þess að koma að verkinu að nýju.
Við vorum með rennsli í dag og það var alveg stórskemmtilegt að horfa á, fannst að vissu leyti að ég væri að horfa á verk eftir einhvern annan.
----------
Svo er fólkið farið að týnast inn til borgarinnar til þess að sjá. þórhildur fylgdi Sólveigu út og Arnar fylgir í kjölfarið. Nokkrir vinir mínir eiga svo pantað flug á mán og þriðjudag þannig það verður fjöl- og góðmennt í borginni.
Og vissulega er planað gott og mikið partý á frumsýningarkvöldið.
ég er búin að fá fastakaffihúsið mitt, St Oberholz, til þess að vera opið lengur fyrir okkur og þar vonast ég til þess að það verði djammað fram á nótt.
-----------
Svo er tvennt sem mig langar til þess að benda á:
Svona eiga menn að bregðast við vondum fréttum
Bestu kv,
Þorleifur
Það snjóar og rignir til skiptis í Berlín þessa dagana. Og maður hugsar heim.
Berlín er grá borg, eins og flestar stórborgir en gráminn margfaldast í þungbúnum skýjunum, í skortinum á útsýni og þá sérstaklega þegar skýjin láta undan og demba niður vætunni.
En þegar svo bregður við og kólnar og skýjin kasta niður snjóflyksunum, þá brosir Íslendingahjartað. Það verður einhvernveginn ekki jafn langt heim.
----------
Það er frumsýning á morgun (þriðjudag) og ég er að verða spenntur. Auðvitað er þetta öðruvísi ferli en maður hefur átt að venjast, að vera með forfrumsýningu fyrir 3 vikum og æfa svo sýninguna upp fyrir frumsýninguna, en þetta er í raun ferlega gott ferli. Bæði fyrir leikendur og aðstandendur.
Verkið sest einhvernvegin betur. Leikaranir fá tíma til þess að melta og leyfa þessu að setjast og aðstandendurnir slíkt hið sama og geta, ef út í það er farið, lagað til, hreyft, bætt eða breytt eða ef ekki annað, þá bara setið aftur og notið þess að koma að verkinu að nýju.
Við vorum með rennsli í dag og það var alveg stórskemmtilegt að horfa á, fannst að vissu leyti að ég væri að horfa á verk eftir einhvern annan.
----------
Svo er fólkið farið að týnast inn til borgarinnar til þess að sjá. þórhildur fylgdi Sólveigu út og Arnar fylgir í kjölfarið. Nokkrir vinir mínir eiga svo pantað flug á mán og þriðjudag þannig það verður fjöl- og góðmennt í borginni.
Og vissulega er planað gott og mikið partý á frumsýningarkvöldið.
ég er búin að fá fastakaffihúsið mitt, St Oberholz, til þess að vera opið lengur fyrir okkur og þar vonast ég til þess að það verði djammað fram á nótt.
-----------
Svo er tvennt sem mig langar til þess að benda á:
Svona eiga menn að bregðast við vondum fréttum
Bestu kv,
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)