Góðan daginn
jæja, þá er maður kominn heim, jetleggaður og fínn.
Við tekur að ganga frá Piparsveininum, leikstýra menningarvöku uppákomu á Akureyri og undirbúa flutning til Berlínar.
Annars var ég að skoða upplýsingar um einn helsta frömuð Bandarísku hægristefnunnar, Grover Norquist. Upplýsingar er hægt að nálgast hér.
Frægasta kvót:
Ég vil ekki leggja ríkið niður, ég vil aðeins draga úr stærð hennar svo að ég geti dregið hana inn á baðherbergi og sturtað henni niður í klósettinu. Grover Norquist
Frægasta gagnrýni:
Hann er illa innrættur, húmorslaus og óheiðarlegt lítið gerpi... Svona eins fulli ömurlegi frændinn sem allir óska að hefði bara haldið sig heima hjá sér... Vissulega er hann viðurstyggilegur en það er bara ekki nógu mikið af honum til þess að hefja hreinsanir Tucker Carlson
Ég hallast frekar á sveig með síðasta ræðumanni.
Gaman að heyra hvað Gísla Marteini og Sigurði Kára fyndist um þennan gaur.
Þorleifur
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
sunnudagur, ágúst 21, 2005
Góðan daginn
Það var sprenging hér í fyrradag. Ég var á ferðinni þegar ég frétti af henni, var á leið út úr bænum yfir GOlden Gate þegar fram kom að búið væri að loka henni vegna hryðjuverkahættu.
Nú, það kom manni kannski ekki neitt sérstaklega á óvart, þeir eru nú einu sinni staðráðnir í því Bandaríkjamenn að mjólka óttan við hryðjuverk eins og þeir geta, en það er önnur staða.
Það sem festist í huga mér var frásögnin sem ég heyrði í útvarpinu. Þar kom fram að sprenging hafi orðið í fjármálahverfinu og fólk hefði komið hlaupandi út, KALLANDI NÖFN FYRIRTÆKJANNA SINNA!!!
Sjáið þetta fyrir ykkur, Guð minn McDonalds, hvað er að gerast?
NIKE NIKE NIKE NIKE!!!!
Já, það er fallegt framundan í mannþróuninni.
Þorleifur
Það var sprenging hér í fyrradag. Ég var á ferðinni þegar ég frétti af henni, var á leið út úr bænum yfir GOlden Gate þegar fram kom að búið væri að loka henni vegna hryðjuverkahættu.
Nú, það kom manni kannski ekki neitt sérstaklega á óvart, þeir eru nú einu sinni staðráðnir í því Bandaríkjamenn að mjólka óttan við hryðjuverk eins og þeir geta, en það er önnur staða.
Það sem festist í huga mér var frásögnin sem ég heyrði í útvarpinu. Þar kom fram að sprenging hafi orðið í fjármálahverfinu og fólk hefði komið hlaupandi út, KALLANDI NÖFN FYRIRTÆKJANNA SINNA!!!
Sjáið þetta fyrir ykkur, Guð minn McDonalds, hvað er að gerast?
NIKE NIKE NIKE NIKE!!!!
Já, það er fallegt framundan í mannþróuninni.
Þorleifur
Góða kvöldið
Það er lítið sem maður nennir að fylgjast með kjaftaganginum heima á íslandi þar sem maður er staddur í landi sem stendur í hernaði gegn saklausum borgurum smáþjóða sem gegn gegn vilja þeirra.
En eitt vakti sérstaka eftirtekt, það var harðorður pistill Egils Helgasonar á vísir.is þar sem hann ræðst harkalega á vinnuveitendur sína og samstarfsfélaga. Fyrir mér eru tvær mögulegar skýringar á þessu.
Annars vegar að Agli Helgasyni hafi blöskrað svo misnotkun fréttablaðsmanna á valdi sínu að hann hafi ekki getað þagað. Og hafi skrifað orð sín með hugsjón sýna fyrir hönd íslenskrar blaðamennsku að leiðarsjósi. Að hann hafi bara ekki getað þagað.
Hin útskýringin er sú að eignendur Fréttablaðsins (365) sjái sér leik á borði og gefi "grænt ljós" á harðorða gagnrýni úr eigin herbúðum. Það er þá hægt að benda á skrif Egils Helgasonar sem sönnun fyrir því að á fjölmiðlinum sé vissluega sjálfstæð ritstjórnarstefna og þar sé mönnum ekki settur stóllinn fyrir dyrnar.
En hvernig sem á þessu stendur þá geta þeir ekker gert í þessu akkúrat núna. Ekki er hægt að reka manninn, þá myndu þeir gera opinbera þá járnhendi sem hvílir yfir mönnum og að á fréttablaðinu sé ekki málfrelsi (þeir geta kannski farið að ráði ríkisstjórnarinnar og biðið aðeins áður en þeir hefna sín, og bera þá eitthvað annað fyrir sig). Varla geta þeir heldur beðið hann að hafa hægt um sig enda myndi hann líklega taka það óstinnt upp. Og svo kannski eru þeir bara hæstánægðir með þetta, það er svo gott að geta bent á dæmi því til stuðnings að þar renni ekki allar ár til dýrafjarðar.
Og stutt frá Bandaríkjunum, það sem ekki kemur fram í fréttum er það að á hverri brú, í hverjum bæ og á hverjum gatnamótum má sjá fólk að mótmæla stríðinu og út úr mörgum bílum sem keyra fram hjá má sjá fólk (ég þar með talinn) reka tvo fingur út um hliðarglugga með V lag á fingrum!
Þorleifur
Það er lítið sem maður nennir að fylgjast með kjaftaganginum heima á íslandi þar sem maður er staddur í landi sem stendur í hernaði gegn saklausum borgurum smáþjóða sem gegn gegn vilja þeirra.
En eitt vakti sérstaka eftirtekt, það var harðorður pistill Egils Helgasonar á vísir.is þar sem hann ræðst harkalega á vinnuveitendur sína og samstarfsfélaga. Fyrir mér eru tvær mögulegar skýringar á þessu.
Annars vegar að Agli Helgasyni hafi blöskrað svo misnotkun fréttablaðsmanna á valdi sínu að hann hafi ekki getað þagað. Og hafi skrifað orð sín með hugsjón sýna fyrir hönd íslenskrar blaðamennsku að leiðarsjósi. Að hann hafi bara ekki getað þagað.
Hin útskýringin er sú að eignendur Fréttablaðsins (365) sjái sér leik á borði og gefi "grænt ljós" á harðorða gagnrýni úr eigin herbúðum. Það er þá hægt að benda á skrif Egils Helgasonar sem sönnun fyrir því að á fjölmiðlinum sé vissluega sjálfstæð ritstjórnarstefna og þar sé mönnum ekki settur stóllinn fyrir dyrnar.
En hvernig sem á þessu stendur þá geta þeir ekker gert í þessu akkúrat núna. Ekki er hægt að reka manninn, þá myndu þeir gera opinbera þá járnhendi sem hvílir yfir mönnum og að á fréttablaðinu sé ekki málfrelsi (þeir geta kannski farið að ráði ríkisstjórnarinnar og biðið aðeins áður en þeir hefna sín, og bera þá eitthvað annað fyrir sig). Varla geta þeir heldur beðið hann að hafa hægt um sig enda myndi hann líklega taka það óstinnt upp. Og svo kannski eru þeir bara hæstánægðir með þetta, það er svo gott að geta bent á dæmi því til stuðnings að þar renni ekki allar ár til dýrafjarðar.
Og stutt frá Bandaríkjunum, það sem ekki kemur fram í fréttum er það að á hverri brú, í hverjum bæ og á hverjum gatnamótum má sjá fólk að mótmæla stríðinu og út úr mörgum bílum sem keyra fram hjá má sjá fólk (ég þar með talinn) reka tvo fingur út um hliðarglugga með V lag á fingrum!
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)