föstudagur, apríl 02, 2004

Hullu

Alltaf að bralla eitthvað en það fyndnasta er það að maðurinn sem þoldi ekki dansleikhús er líklega að fara að hefja ferilinn í FInnlandi með því að gera dans-götuleikhús. Nota textann af Beðið eftir Godot til að mynda ramma utanum götusýningu þar sem tveir kvenkyns dans-trúðar verða í hlutverkum mannanna undir trénu.

ég sá sýningu með þessum trúðum tveim og það er með því fallegra sem ég hef séð og því duttum við niður á það að gera þetta. SVo er veðrið hérna svo gott að það væri út í hött að vera inni.

Sumsé, hér er ég kominn á ferð í leit að nýju formi, ég sem er alltaf að tönglast á innihaldi en ekki formi. En heimurinn gengur í hring! Eða svo er mér sagt...

Bestu kv.

Þorleifur

mánudagur, mars 29, 2004

Sæl og bless

Afsakið þögnina en ég hef verið á kafi í því að reyna að koma á fót finnlandsdeild hins Lifandi Leikhúss. Og það er ekki svo auðvelt skal ég segja ykkur. Finnland er ekki vestrænt ríki, ergó, hér gerist ekki allt um leið og ég vil að það sé að gerast.

Hér má finna furðulega siði eins og að hugsa málið...
vera með báðar fætur á jörðinni...
Góðir hlutir gerast hægt...
vera viss um hvað maður vill gera...
osf...

Þetta ætti líkleg að vera mér gott.. Ég er vanur því að hlaupa af stað og gera það sem mig listir aðeins til að snúa við einhverju seinna, glúppa, og gleyma. Og fara svo að hlaupa að n+yju. Meiraðsegja grunar mig stundum að þetta sé einhver þolraun að ofan. Að landið hér hafi verið búið til fyrir mig til þess að læra þolinmæði (bæri það ekki annars gaman, ef farið væri að búa til lönd mín vegna) en svo kemur almenn skynsemi upp í mér og ég man að ég geri alltaf það sem mér sýnist og ég læt ekki svona hægagang stoppa mig.

SVo eg hóf símann á loft og hringdi í Mervi og sagði að við yrðum að byrja aða vinna annars myndi hún heyraa hvell einhversstaðar þegar hún væri út að ganga. Hún myndi fyrst halda að einhver væri að skjóta upp flugeldum eða dekk hafi sprungið í namunda en í raun þá væri það ég sem væri að springa í loft upp af aðgerðarleysi. Því sagði ég að við skyldum byrja æfingar eftir 2 vikur! Ha!

ÉG fór sum sé á stúfana og er kominn með kast til þess að setja upp KITCHEN eftir Vanessu Badham. Ég er með tvo leikara og tvo dansara. Þetta ætla ég svo að spinna saman í pólítískt leikhús eins og það hefur aldrei sést áður!

En nú er ég að fara á fund en meira síðar (þegar ég veit hvað ég er að gera!)

Þorleifur