föstudagur, mars 12, 2010



Góða kvöldið

Vikan að baki og ég er stoltur mottueigandi.

Ég tel mig þess fullvissan að fáir státi af annari eins mottu og ég.

Ástæðan er einföld, ég byrjaði að safna henni í Febrúar. Áður en mottan varð allra.

Ég mottaði mig upp til heiðurs hinni Þýsku VOKUHILA menningu!

Ekki það að mín motta sé eitthvað betri fyrir vikið, hún er það ekkert endilega. En hún er hiklaust meira original.

Hreinræktuð og málefnasnauð...

En hvað, maður getur ekki verið í forrystu í öllum málum.

Þorleifur

miðvikudagur, mars 10, 2010

Góða kvöldið

Hér frammi í stofu situr þingmaður og rekur raunir sínar.

Ég sagðist vorkenna henni en ég gæti ekki tekið þátt í umræðu um þessi mál - ég væri nefnilega í ICE SAVE banni.

Svo reifst ég við hana í klukkutíma.

Svona er maður konsíkvent!

mánudagur, mars 08, 2010

Ég afréð um helgina í útskriftar partýinu mínu að tala aldrei aftur um Icesave málið.

barasta aldrei aftur.

Aldrei.

Það var meiraðsegja bannað að tala um það í partýinu.

Ég braut þá reglu á fyrsta degi. En þó var ég reyndar að ræða hversu leiðinlegt mér þætti að vera að ræða þetta mál, hversu óhugnarlega það færi í taugarnar á mér.

Tel reyndar og hef alltaf talið að þetta sé smámál.

Mest útblásna smámál íslenkrar nútímasögu.

Og þar sem búið er að ræða þetta mál í ár hafi það hlotnast merkingu lang umfram raunverulegan þunga.

Þegar stjórnmálamenn (sem eru háðir stríðsrekstri) hafa grátið í pontu

þegar fólk hefur rifist í pottum og í hesthúsum

þegar óeirðir hafa brotist út í fjölskylduboðum og vinslit hafa orðið.

Þegar búið er að senda þjóðina á kjörstað og blása í þjóðernislúðra.

Þá verður málið að vera einhvers virði.

Annars erum við bara vitleysingar. Og það vill enginn vera vitleysingjar.

Nema einn. Fýlupúkinn út í horni. Hann kallar "keisarinn er nakinn"

Og svo er að sjá hvort satt reynist.

Þorleifur
Góða kvöldið

ÉG hef lítið skrifað hér uppá síðkastið enda hóf ég skrif á Miðjan.is

Ætlimegi ekki frekar líta á þetta sem einhverskonar rusakistu minninganna, sem eigin upplifunarbók, sem leiðarvísir í gegnum lífið.

Enda les þetta varla nokkur maður.

Sem ég hafð einu sinni áhyggjur af - en ekki lengur.

Nú er ég eiginlega glaður með það. Því að hér get ég skrifað það sem ég vil. Um það sem ég vil. eins og ég vil.

Og hætt að gera mig að fífli með lélegum og leiðinlegum pistlum um ekki neitt!

Bk

Þorleifur