Ég hef enn ekki fengið bréfin frá Eiríki og get því ekki birt þau enn. Því er ég bara búin að birta hans hlið á málinu á blogginu mínu!
Skrítið nokk!
Góðar stundir
laugardagur, nóvember 08, 2003
föstudagur, nóvember 07, 2003
Sumsé svar mitt við síðasta bréfi hans og er nú svarbréfinu beðið með eftirvæntingu:
Eiríkur, Eiríikur, Eiríkur
Byrjum á því að leiðrétt staðreyndavillurnar í bréfinu þínu áður en að við förum að tala um hugvillurnar.
50 % eða meira af textanum sem þú heyrðir í Tjarnarbíó þetta kvöld var frumsaminn og þar af leiðandi var ekki verið að endursegja eitt eða neitt.
Winston og þá sérstaklega Júlía voru endurskrifuð að miklu leyti til að spegla sitt hvora hlið mannsins sem samt er bundin saman af ást. Winston er hugsjónamaðurinn sem er rekinn ástarinnar vegna til að trúa á stærri sannleik, vona að hann geti átt þátt í því að breyta heiminum. Hins vegar er Júlía sem e.t.v. hvatti hann til aðgerða gegn flokknum en er sjálf búin að læra það að það er hægt að lifa í þessum heimi þrátt fyrir allar hömlurnar. Maður þurfi bara að spila með og þá geti maður notið því sem eftir er. Þegar svo Winston vill fara að berjast vill Júlía bara elska og því hrakti sama ástin þau í sitt hvora áttina en samt var hún ein og sú sama. Þetta er varla að finna í bók Orwell's, þar eru þau aðallega að rífast um smáatriði eða ríða eins og kanínur. Þess að auki var mikið krukkað í textunum í yfirheyrslunum og á miklu fleiri stöðum þannig að endursögn er það ekki.
Og hvað væri af því ef svo væri. Að segja að þá gæti fólk bara farið á Landsbókasafnið og leigt sér bókina gefur í skyn að þú haldir að leikhús og bókmenntaformið sé eitt og hið sama. En svo er langt í frá. Nú nenni ég ekki að fara út í bókmenntalegar skilgreiningar, þær geturðu fundið á bókasafninu, en svona í stuttu máli má segja að bókina les maður og ímyndar sér aðstæður, í leikhúsinu sér maður aðstæður, persónur, líf og dauða og það er allt að gerast rétt við nefið á manni. Til þess að hægt sé að njóta þess verður maður að gefa sig því á vald og setjast svo niður eftir á og opna fyrir hvort maður hafi notið þess eða ekki.
Ég sagði aldrei að alræðið sé altækt en ég er á því að maður kunni jafn illa að fara með vald núna eins og þá. Orwell er ekki að fjalla um kommúnista heldur manninn vs. valdið. ÞAð er það sem þú neitar að sjá. Eða hefur mannlegt eðli tekið stökkbreytingum undanfarin ár svo að þetta stríð er umfjölllunarefni sem ekki lengur á við?
Víst hef ég rétt til að skilgreina mína list. SVo er það ekki mitt hvort þið lásuð það sama út úr henni og ég, en ég hef rétt til að fjalla um hana eins og mér sýnist. Hitt er svo aftur annað mál hvort slíkt myndi teljast sniðugt, en það er önnur umræða.
Eigum við sumsé að henda Sheikspír í ruslið þar sem hann á ekki við um þennan tíma, Joyce, Beckett, Byron, Thekov, Dostojevski, tolstoy, steinbeck, miller (nema nýjasta stykkinun sem hann reyndar skrifar um Marlin Monroe, ætti að henda því, nýtt um gamalt?) ja´og bara öllum sem ekki voru skrifaðir fyrir hádegi.
Sumsé, það ert þú, ekki ég, sem ert fastur í gömlum kreddum og ég vona að framtíðarsýn þín listunum til handa nái aldrei fram að ganga.
Bestu kv.
Þorleifur
Eiríkur, Eiríikur, Eiríkur
Byrjum á því að leiðrétt staðreyndavillurnar í bréfinu þínu áður en að við förum að tala um hugvillurnar.
50 % eða meira af textanum sem þú heyrðir í Tjarnarbíó þetta kvöld var frumsaminn og þar af leiðandi var ekki verið að endursegja eitt eða neitt.
Winston og þá sérstaklega Júlía voru endurskrifuð að miklu leyti til að spegla sitt hvora hlið mannsins sem samt er bundin saman af ást. Winston er hugsjónamaðurinn sem er rekinn ástarinnar vegna til að trúa á stærri sannleik, vona að hann geti átt þátt í því að breyta heiminum. Hins vegar er Júlía sem e.t.v. hvatti hann til aðgerða gegn flokknum en er sjálf búin að læra það að það er hægt að lifa í þessum heimi þrátt fyrir allar hömlurnar. Maður þurfi bara að spila með og þá geti maður notið því sem eftir er. Þegar svo Winston vill fara að berjast vill Júlía bara elska og því hrakti sama ástin þau í sitt hvora áttina en samt var hún ein og sú sama. Þetta er varla að finna í bók Orwell's, þar eru þau aðallega að rífast um smáatriði eða ríða eins og kanínur. Þess að auki var mikið krukkað í textunum í yfirheyrslunum og á miklu fleiri stöðum þannig að endursögn er það ekki.
Og hvað væri af því ef svo væri. Að segja að þá gæti fólk bara farið á Landsbókasafnið og leigt sér bókina gefur í skyn að þú haldir að leikhús og bókmenntaformið sé eitt og hið sama. En svo er langt í frá. Nú nenni ég ekki að fara út í bókmenntalegar skilgreiningar, þær geturðu fundið á bókasafninu, en svona í stuttu máli má segja að bókina les maður og ímyndar sér aðstæður, í leikhúsinu sér maður aðstæður, persónur, líf og dauða og það er allt að gerast rétt við nefið á manni. Til þess að hægt sé að njóta þess verður maður að gefa sig því á vald og setjast svo niður eftir á og opna fyrir hvort maður hafi notið þess eða ekki.
Ég sagði aldrei að alræðið sé altækt en ég er á því að maður kunni jafn illa að fara með vald núna eins og þá. Orwell er ekki að fjalla um kommúnista heldur manninn vs. valdið. ÞAð er það sem þú neitar að sjá. Eða hefur mannlegt eðli tekið stökkbreytingum undanfarin ár svo að þetta stríð er umfjölllunarefni sem ekki lengur á við?
Víst hef ég rétt til að skilgreina mína list. SVo er það ekki mitt hvort þið lásuð það sama út úr henni og ég, en ég hef rétt til að fjalla um hana eins og mér sýnist. Hitt er svo aftur annað mál hvort slíkt myndi teljast sniðugt, en það er önnur umræða.
Eigum við sumsé að henda Sheikspír í ruslið þar sem hann á ekki við um þennan tíma, Joyce, Beckett, Byron, Thekov, Dostojevski, tolstoy, steinbeck, miller (nema nýjasta stykkinun sem hann reyndar skrifar um Marlin Monroe, ætti að henda því, nýtt um gamalt?) ja´og bara öllum sem ekki voru skrifaðir fyrir hádegi.
Sumsé, það ert þú, ekki ég, sem ert fastur í gömlum kreddum og ég vona að framtíðarsýn þín listunum til handa nái aldrei fram að ganga.
Bestu kv.
Þorleifur
Ég er ekki með það sem ég skráði enda er þessi deila lengri en mig minnti en ég er með svarbréf mitt við þessu og kemur það hér á eftir:
Nei Þorleifur.
Grundvallarspurningin er sú, hvort maður eigi að kaupa það að alræðið sé
alltaf eins. Hvort alræðið nú sé það sama og það var 1949, og hvort að sá
skilningur sem dugði þá (og gerir það að verkum að bókin 1984 er relevant
(þá sem samtímapólitískt verk, og nú sem sagnfræði) dugi nú. Ég er hreinlega
á því að við lifum í allt öðru kerfi (það er kerfi stýringar, en ekki ögunar
eins og þá), og til að fá fram boðskap bókarinnar, þurfi maður að taka mið
af því. Taka mið af breyttum aðstæðum.
Þú segir að alræðið sé altækt, að ögunarhugmyndin frá 1949 sé relevant í
nútímanum. Ég segi að hún sé það ekki. Að hér þurfi að bæta við.
Júlía kom nóta bene vel út, best allra karakterana.
Þekki ekki fjandmann fólksins, en ég er alls ekki viss um að ég hefði ekki
bara hreinlega verið sammála þér. Og hefði orðið fyrir jafn miklum
vonbrigðum með Bush á skjánum, og flokkinn sem repúblikana. Enda væru það
bara léleg, og ódýr stílbrögð.
Mér datt reyndar í hug hvort ekki mætti líkja þessu dálæti á sýningunni, það
er þessu hatri sem kviknaði hjá þessu samtíðarfólki foreldra þinna, gagnvart
ögunaralræðinu (sem er löngu dautt, og allir löngu lausir við, og þar af
leiðandi ekki til), sumsé hvort ekki mætti líkja þessu við hate-session gegn
Goldstein. Og þar er kannski komin relevant tenging við nútímann. Og nokkuð
góður gjörningur, myndirðu lýsa hann upp.
Það var smásaga eftir Borges sem fjallaði um 20 aldar mann sem endurskrifaði
Don Kíkóta, orð fyrir orð. Hún var nákvæmlega eins, upp á bókstaf. Og í
smásögunni, sem var í ritgerðarformi um þennan seinni tíma Don Kíkóta, er
bókinni lýst sem stórkostlegu meistaraverki - og miklu merkilegra en Don
Kíkóta Cervantesar, því hér leiki 20.aldar maðurinn sér að því að setja sig
inn í 18.aldar hugsunarhátt, og bregði stílnum fyrir sig eins og hetja. Hér
er auðvitað um napra kaldhæðni að ræða. En þetta snertir helvíti nálægt því
sem mér þótti um leikritið. Að endursegja söguna formálalaust 54 árum
seinna? Til hvers?
Það sem ég er að stunda akkúrat hérna, er ekki list, heldur gagnrýni, sem á
meira skylt við vísindi en list, þó hún sé í raun hvorugt. Þetta er skoðun.
Aukinheldur þá hefur þú ekki rétt til að skilgreina list. Hreinlega.
Þegar ég er að koma með uppástungur að breytingum, er ég ekki að segja að
leikritið ætti að flytja á einn eða annan máta. Ég er hreinlega að benda á
að mörgu má breyta, það er þitt að ákveða hvað það er. Ég vil bara ekki að
þú endursegir söguna formála- og breytingarlaust. Það er óþarfi að þylja
hana, bókin gerir það sjálf, og þú bætir engri merkingu við hana.
Og loks: 1984 er til á landsbókasafninu. Ef þú ætlar ekki að gera neitt með
hana, annað en að klifa á sögunni, þá mæli ég með því að þú leyfir henni
bara gista hillurnar, og hvetjir fólk til að fá hana að láni annað veifið.
kveðja,
Eiríkur
Nei Þorleifur.
Grundvallarspurningin er sú, hvort maður eigi að kaupa það að alræðið sé
alltaf eins. Hvort alræðið nú sé það sama og það var 1949, og hvort að sá
skilningur sem dugði þá (og gerir það að verkum að bókin 1984 er relevant
(þá sem samtímapólitískt verk, og nú sem sagnfræði) dugi nú. Ég er hreinlega
á því að við lifum í allt öðru kerfi (það er kerfi stýringar, en ekki ögunar
eins og þá), og til að fá fram boðskap bókarinnar, þurfi maður að taka mið
af því. Taka mið af breyttum aðstæðum.
Þú segir að alræðið sé altækt, að ögunarhugmyndin frá 1949 sé relevant í
nútímanum. Ég segi að hún sé það ekki. Að hér þurfi að bæta við.
Júlía kom nóta bene vel út, best allra karakterana.
Þekki ekki fjandmann fólksins, en ég er alls ekki viss um að ég hefði ekki
bara hreinlega verið sammála þér. Og hefði orðið fyrir jafn miklum
vonbrigðum með Bush á skjánum, og flokkinn sem repúblikana. Enda væru það
bara léleg, og ódýr stílbrögð.
Mér datt reyndar í hug hvort ekki mætti líkja þessu dálæti á sýningunni, það
er þessu hatri sem kviknaði hjá þessu samtíðarfólki foreldra þinna, gagnvart
ögunaralræðinu (sem er löngu dautt, og allir löngu lausir við, og þar af
leiðandi ekki til), sumsé hvort ekki mætti líkja þessu við hate-session gegn
Goldstein. Og þar er kannski komin relevant tenging við nútímann. Og nokkuð
góður gjörningur, myndirðu lýsa hann upp.
Það var smásaga eftir Borges sem fjallaði um 20 aldar mann sem endurskrifaði
Don Kíkóta, orð fyrir orð. Hún var nákvæmlega eins, upp á bókstaf. Og í
smásögunni, sem var í ritgerðarformi um þennan seinni tíma Don Kíkóta, er
bókinni lýst sem stórkostlegu meistaraverki - og miklu merkilegra en Don
Kíkóta Cervantesar, því hér leiki 20.aldar maðurinn sér að því að setja sig
inn í 18.aldar hugsunarhátt, og bregði stílnum fyrir sig eins og hetja. Hér
er auðvitað um napra kaldhæðni að ræða. En þetta snertir helvíti nálægt því
sem mér þótti um leikritið. Að endursegja söguna formálalaust 54 árum
seinna? Til hvers?
Það sem ég er að stunda akkúrat hérna, er ekki list, heldur gagnrýni, sem á
meira skylt við vísindi en list, þó hún sé í raun hvorugt. Þetta er skoðun.
Aukinheldur þá hefur þú ekki rétt til að skilgreina list. Hreinlega.
Þegar ég er að koma með uppástungur að breytingum, er ég ekki að segja að
leikritið ætti að flytja á einn eða annan máta. Ég er hreinlega að benda á
að mörgu má breyta, það er þitt að ákveða hvað það er. Ég vil bara ekki að
þú endursegir söguna formála- og breytingarlaust. Það er óþarfi að þylja
hana, bókin gerir það sjálf, og þú bætir engri merkingu við hana.
Og loks: 1984 er til á landsbókasafninu. Ef þú ætlar ekki að gera neitt með
hana, annað en að klifa á sögunni, þá mæli ég með því að þú leyfir henni
bara gista hillurnar, og hvetjir fólk til að fá hana að láni annað veifið.
kveðja,
Eiríkur
AFtur vantar svar mitt sem mun birtast innan skamms
Blessaður aftur,
Jú, það er einmitt svipað með bréfið og ljóðin mín. Meira að segja koma þau
eins út. Ljóðin mín eru bölvað helvítis hroðans kraðak, og gagnrýnendur eru
á eitt um að ég sé að hneyksla hneykslunarinnar vegna, endurframleiða
endurframleiðslunnar vegna, og reykspóli svo í hjólförum úrsérgenginnar
framúrstefnu, og vaði reykinn í hringi. En af einhverjum orsökum, þá hefur
fólk samt alltaf helvíti mikið um þau að segja, sem er gaman. Og mér finnst
óhugnanlega gaman að skrifa þau. It's a win-win situation, eins og einhver
sagði.
En allavega. Í grunninn sýnist mér ágreiningsmálið vera spurningin um hið
altæka einræði. Og þá vísa ég aftur í þá merku menn Hardt og Negri:
"Hugmyndirnar um "alræði" sem voru mótaðar á tímum kalda stríðsins hafa
reynst vera gagnleg áróðursverkfæri en algjörlega ófullnægjandi
greiningartæki og leitt til háskalegra rannsóknarréttaraðferða og skaðlegra
siðferðisröksemda. Það ætti að líta með skömm á og hiklaust fleygja
fjölmörgum bókahillum okkar sem eru fullar af greiningum á alræði."
Og vil þá meina að þeirra orð hafi skipt meira í bréfi mínu, en öll mín orð
til samans (enda magn ekki það sama og gæði, og ég oft á tíðum málóður).
Kannski er þetta líka sami hugsunarháttur og að 2+2 séu ófrávíkjanlega
fjórir. Að sannleikurinn sé þannig að hann sé eins 1949, 1984 og 2003. Að
alræðið sé eitt, og sannleikurinn einn. Ef það er þín hugsun, þá skilur
okkur hreinlega að á þeim stað. Sannleikurinn er nefnilega ekki fasti,
brahma er fljótandi, brahma er allt. Eins og Whitman orðaði það í Leaves of
Grass: "Er ég í mótsögn við sjálfan mig? Jæja þá, þá er ég í mótsögn við
sjálfan mig. Ég inniheld mergðir (multitudes)." Og ég orti svo einhverju
síðar "ég er aldrei beinlínis í mótsögn við sjálfan mig. Ég er einungis fær
um að segja eitt í einu." Sannleikurinn er nefnilega ekki bara margvíður,
hann er næstum því allt. Þess vegna stenst það fullt eins vel að 2+2 séu 4,
og að 2+2 séu gíraffi.
Hitt er bara hreinlega að bókin 1984 talaði til mín, ég ældi líka í síðasta
kaflanum (sem þú nóta bene slepptir) - á meðan leikritið 1984- ástarsaga,
talaði ekki til mín, náði engum kontakt (að undanskildu byrjunaratriðinu).
Mögulega má rekja það til þess að Orwell notar vísanir úr samtíma sem hann
skilur, á meðan Arnarson og Þórarinsdóttir nota vísanir úr samtíma sem
Orwell skilur. Þannig verður Orwell lifandi, en Arnarson og Þórarinsdóttir
ná ekki það langt. Mín var að einhverju leyti freistað að rekja tengslaleysi
leikritsins við þá staðreynd að ég þekki bókina, og leikritið var vissulega
ekki að bæta neinu við hana, en svo gengur það auðvitað ekki upp, því ég hef
marglesið bókina, og æli alltaf í lokakaflanum.
Ég neita að kenna neinu öðru um en leikgerðinni, því allt annað sem mér
dettur í hug var vel gert.
Griffludæmið var grín, þetta var brandari sem við Davíð Kristinsson vorum að
fíflast með í hléinu. Ekki arða af alvöru í orðum mínum. Reyndar er ég ekki
svo viss um að það gengi gegn því sem verkið fjallar um. Verkið fjallar
stærstum þræði um konformisma, og þjóðfélagsþvinganir. Tískubylgjur ganga
svo sannarlega inn í þann fasisma.
Að sjálfstæðisflokkurinn eigi mikið skylt með nasistum eða kommúnistum?
Ímynd nasistana var hörð, ímynd Adolfs var ímynd manns sem mátti yggla
brýrnar, og manns sem mátti æpa (hugsaðu þér Davíð með höndina á lofti,
æpandi slagorð, og þá sérðu strax hvar skilur endanlega milli
sjálfstæðisfagurfræði og nasískrar fagurfræði (á íslandi á nasísk fagurfræði
miklu meira upp á pallborðið hjá VG en sjálfstæðisflokknum). Skipulagsfræði
kommúnista? Ráðstjórnarríkin voru byggð upp á endalausri bjúrókrasíu, miklu
meiri en við getum með góðu móti ímyndað okkur. Það er ekki nóg með að
sjötti hver maður í DDR hafi verið njósnari, nánast hver einasti kjaftur í
sovétríkjunum sat í einhvers konar ráði sem átti að ráða einhverju, sem það
svo auðvitað réð ekki, af því bjúrókrasían ræður sér alltaf sjálf.
Bjúrókrasían er fyrst og síðast neitandi afl. Trotskí kallaði þetta "alræði
skrifræðisins". Ég hef bara hreinlega ekki orðið var við þetta á Íslandi,
nema kannski helst í skylduáskrift RÚV (sem ég er reyndar hlynntur, eða
svona, ég myndi kannski ekki koma henni á, en mér finnst fínt hún sé til).
1984-ástarsaga hefur kannski verið ádeila á arnarmerki sjálfstæðisflokksins
annars vegar, og skylduáskrift að Rúv hinsvegar. Það væri nú saga til næsta
bæjar.
Ég held ég hafi verið of upptekinn af að horfa á hana Katrínu vinkonu mína
totta gaurinn, til að veita fyrirlestrum um dýrðleik skírlífisins athygli.
Reyndar hefur mér alltaf þótt merkilegt þetta með Brave New World og 1984,
sem kallast svo sterkt á, að í 1984 skyldi skírlífið vera allsráðandi, á
meðan lauslæti er einmitt félagsleg skylda í Brave New World. Mögulega má
rekja þennan mun til þess að á meðan Orwell var frekar myndarlegur og
sjarmerandi maður, þá var Huxley víst frámunalega ljótur, og einhver ástkona
hans lýsti mökum við hann á þann máta að það væri eins og að fá ofan á sig
tvö hundruð kílóa slímuga marglyttu.
En já, það sem skiptir hinsvegar öllu máli í þessu, svo ég endurtaki það, er
að mér þykir 1984 mögnuð bók, en lélegt leikrit.
Ást og kossar,
Eiríkur
ps. þigg kaffibollann. Kemst reyndar ekkert í kvöld, þar sem ég er að lesa
upp úr Heimsku Hvítu Körlunum á Súfistanum, en við verðum bara í bandi, og
ég þjarma út úr þér bolla alveg á næstunni.
pps. þess má reyndar geta að ég hef algert yndi af því að rífast, og gæti
haldið þessu áfram þar til frýs í helvíti. En við erum báðir uppteknir menn,
svo við skulum fara okkur varlega.
Blessaður aftur,
Jú, það er einmitt svipað með bréfið og ljóðin mín. Meira að segja koma þau
eins út. Ljóðin mín eru bölvað helvítis hroðans kraðak, og gagnrýnendur eru
á eitt um að ég sé að hneyksla hneykslunarinnar vegna, endurframleiða
endurframleiðslunnar vegna, og reykspóli svo í hjólförum úrsérgenginnar
framúrstefnu, og vaði reykinn í hringi. En af einhverjum orsökum, þá hefur
fólk samt alltaf helvíti mikið um þau að segja, sem er gaman. Og mér finnst
óhugnanlega gaman að skrifa þau. It's a win-win situation, eins og einhver
sagði.
En allavega. Í grunninn sýnist mér ágreiningsmálið vera spurningin um hið
altæka einræði. Og þá vísa ég aftur í þá merku menn Hardt og Negri:
"Hugmyndirnar um "alræði" sem voru mótaðar á tímum kalda stríðsins hafa
reynst vera gagnleg áróðursverkfæri en algjörlega ófullnægjandi
greiningartæki og leitt til háskalegra rannsóknarréttaraðferða og skaðlegra
siðferðisröksemda. Það ætti að líta með skömm á og hiklaust fleygja
fjölmörgum bókahillum okkar sem eru fullar af greiningum á alræði."
Og vil þá meina að þeirra orð hafi skipt meira í bréfi mínu, en öll mín orð
til samans (enda magn ekki það sama og gæði, og ég oft á tíðum málóður).
Kannski er þetta líka sami hugsunarháttur og að 2+2 séu ófrávíkjanlega
fjórir. Að sannleikurinn sé þannig að hann sé eins 1949, 1984 og 2003. Að
alræðið sé eitt, og sannleikurinn einn. Ef það er þín hugsun, þá skilur
okkur hreinlega að á þeim stað. Sannleikurinn er nefnilega ekki fasti,
brahma er fljótandi, brahma er allt. Eins og Whitman orðaði það í Leaves of
Grass: "Er ég í mótsögn við sjálfan mig? Jæja þá, þá er ég í mótsögn við
sjálfan mig. Ég inniheld mergðir (multitudes)." Og ég orti svo einhverju
síðar "ég er aldrei beinlínis í mótsögn við sjálfan mig. Ég er einungis fær
um að segja eitt í einu." Sannleikurinn er nefnilega ekki bara margvíður,
hann er næstum því allt. Þess vegna stenst það fullt eins vel að 2+2 séu 4,
og að 2+2 séu gíraffi.
Hitt er bara hreinlega að bókin 1984 talaði til mín, ég ældi líka í síðasta
kaflanum (sem þú nóta bene slepptir) - á meðan leikritið 1984- ástarsaga,
talaði ekki til mín, náði engum kontakt (að undanskildu byrjunaratriðinu).
Mögulega má rekja það til þess að Orwell notar vísanir úr samtíma sem hann
skilur, á meðan Arnarson og Þórarinsdóttir nota vísanir úr samtíma sem
Orwell skilur. Þannig verður Orwell lifandi, en Arnarson og Þórarinsdóttir
ná ekki það langt. Mín var að einhverju leyti freistað að rekja tengslaleysi
leikritsins við þá staðreynd að ég þekki bókina, og leikritið var vissulega
ekki að bæta neinu við hana, en svo gengur það auðvitað ekki upp, því ég hef
marglesið bókina, og æli alltaf í lokakaflanum.
Ég neita að kenna neinu öðru um en leikgerðinni, því allt annað sem mér
dettur í hug var vel gert.
Griffludæmið var grín, þetta var brandari sem við Davíð Kristinsson vorum að
fíflast með í hléinu. Ekki arða af alvöru í orðum mínum. Reyndar er ég ekki
svo viss um að það gengi gegn því sem verkið fjallar um. Verkið fjallar
stærstum þræði um konformisma, og þjóðfélagsþvinganir. Tískubylgjur ganga
svo sannarlega inn í þann fasisma.
Að sjálfstæðisflokkurinn eigi mikið skylt með nasistum eða kommúnistum?
Ímynd nasistana var hörð, ímynd Adolfs var ímynd manns sem mátti yggla
brýrnar, og manns sem mátti æpa (hugsaðu þér Davíð með höndina á lofti,
æpandi slagorð, og þá sérðu strax hvar skilur endanlega milli
sjálfstæðisfagurfræði og nasískrar fagurfræði (á íslandi á nasísk fagurfræði
miklu meira upp á pallborðið hjá VG en sjálfstæðisflokknum). Skipulagsfræði
kommúnista? Ráðstjórnarríkin voru byggð upp á endalausri bjúrókrasíu, miklu
meiri en við getum með góðu móti ímyndað okkur. Það er ekki nóg með að
sjötti hver maður í DDR hafi verið njósnari, nánast hver einasti kjaftur í
sovétríkjunum sat í einhvers konar ráði sem átti að ráða einhverju, sem það
svo auðvitað réð ekki, af því bjúrókrasían ræður sér alltaf sjálf.
Bjúrókrasían er fyrst og síðast neitandi afl. Trotskí kallaði þetta "alræði
skrifræðisins". Ég hef bara hreinlega ekki orðið var við þetta á Íslandi,
nema kannski helst í skylduáskrift RÚV (sem ég er reyndar hlynntur, eða
svona, ég myndi kannski ekki koma henni á, en mér finnst fínt hún sé til).
1984-ástarsaga hefur kannski verið ádeila á arnarmerki sjálfstæðisflokksins
annars vegar, og skylduáskrift að Rúv hinsvegar. Það væri nú saga til næsta
bæjar.
Ég held ég hafi verið of upptekinn af að horfa á hana Katrínu vinkonu mína
totta gaurinn, til að veita fyrirlestrum um dýrðleik skírlífisins athygli.
Reyndar hefur mér alltaf þótt merkilegt þetta með Brave New World og 1984,
sem kallast svo sterkt á, að í 1984 skyldi skírlífið vera allsráðandi, á
meðan lauslæti er einmitt félagsleg skylda í Brave New World. Mögulega má
rekja þennan mun til þess að á meðan Orwell var frekar myndarlegur og
sjarmerandi maður, þá var Huxley víst frámunalega ljótur, og einhver ástkona
hans lýsti mökum við hann á þann máta að það væri eins og að fá ofan á sig
tvö hundruð kílóa slímuga marglyttu.
En já, það sem skiptir hinsvegar öllu máli í þessu, svo ég endurtaki það, er
að mér þykir 1984 mögnuð bók, en lélegt leikrit.
Ást og kossar,
Eiríkur
ps. þigg kaffibollann. Kemst reyndar ekkert í kvöld, þar sem ég er að lesa
upp úr Heimsku Hvítu Körlunum á Súfistanum, en við verðum bara í bandi, og
ég þjarma út úr þér bolla alveg á næstunni.
pps. þess má reyndar geta að ég hef algert yndi af því að rífast, og gæti
haldið þessu áfram þar til frýs í helvíti. En við erum báðir uppteknir menn,
svo við skulum fara okkur varlega.
Hér fyrir framan vantar svarbréf mitt til hans eftir að hafa lesið dóminn þar sem mér fannst stórlega vegið að mér og Dúnju meðhöfundi mínum. Oftar en ekki má lesa af svörum hans hvað ég sagði en verður þá að hafa í huga að hann afbakar merkingu orða minna oftar en ekki og ég notaði móður mína ekki sem dæmi um manneskju sem naut sýningarinnar heldur fólk af hennar kynslóð sem upplifði kommúnismann í Sovét.
En hér er sumsé hans fyrsta svar:
Tja, Þorleifur, leikhúsið hlýtur nú allavega að eiga metta mann, þó maður
setji steikina upp í sig sjálfur. Það sem ég var að kvarta undan var ekki að
kjúklingur væri ekki bragðgóður fugl, en það er alveg sama hversu vel hann
er kryddaður, ef það er ekkert utan á beinunum þá endist maður ekki lengi í
að naga hann.
Auðvitað er þetta ekki spurning um að fara eina leið eða aðra, heldur að
fara einhverja leið. Segja eitthvað.
Ég tek að sjálfsögðu ekki mark á því þó mamma þín hafi skemmt sér vel á
sýningunni. Reyndar væri mér sama þó ég væri einn um mína skoðun (sem ég þó
er alls ekki - hef meira að segja fengið fleiri en eitt hrós í tölvupósti
fyrir þennan litla pistil), því mér hefur sýnst fólk aðallega verið upptekið
af því í leikhúsi að skemmta sér vel. Sem er ágætt, en ekki það róttæka
leikhús sem ég vildi helst sjá. Íslenskt leikhús þarf náttúrulega helst á
flengingasérfræðingum að halda (bæði til að flengja og vera flengdir). Þegar
ég fór á þennan blessaða Kirsuberjagarð, í uppsetningu einhvers eistnesks
Tsjekov-spesíalista, fyrir eins og um þremur árum, þá man ég ekki betur en
fólk hafi skemmt sér rosa vel (enda þorir enginn að segja að Tsjekov geti
verið leiðinlegur). Allir nema ég, Haukur, Viðar og Dóri, sem vorum næstum
því gengnir út í hléi. Ég held það hafi bara verið þrjóskan og miðaverðið
sem fengu okkur til að gefa þessu séns eftir hlé. Okkur lá bókstaflega við
uppköstum eftir sýninguna, enda var hún tilgerðarleg út í eitt. Viðar hefur
einmitt stundum sagt mér frá leikhúsferðum sínum um tíðina, með foreldrum
sínum, en þá er alltaf farið heim eftir sýningu, fengið sér smá rauðvín, og
sýningin svo rædd. Nema hvað öll neikvæðni er alltaf kæfð í fæðingu. Þannig
skemmtu sér allir alltaf vel á þeim leiksýningum sem Viðar fór á sem barn.
Hugarflug áhorfenda? Jú vissulega þarf það að vera til staðar. En það verður
að hafa eitthvað til að styðja sig við, annað en almenna velvild gagnvart
leikhúsinu, eða þér.
Svo má vel vera að ég sé að gera of miklar kröfur til stúdentaleikhúss. Ég
hafði bara mínar væntingar.
Ég gleymdi einum punkti varðandi sýninguna, sem mér var bent á að væri
svolítið fyndinn (ég reyndar sleppti öðrum fyndnum, sem er freudíska
greiningin á því að faðir leikstjórans skyldi vera Stóri Bróðir, augun sem
skömmuðu Þorleif fyrir að læðast í smákökuboxið, voru augu SB) sem var þetta
með þvingaða uppklappið í lokin. Nú er þetta ekkert sem er bara á 1984.
Þvingaða uppklappið er alltaf allstaðar, og gerir mig snarvitlausan. Verk
þarf að vera helvíti slappt til að fá ekki tvö uppklöpp hið minnsta (enda
ættingjar í salnum, kannski). Út af fyrir sig má lifa með þessu, en á eftir
1984, sem snýst allt um conformity, og reglu, þá verður þetta alveg
hysterískt fyndið. Þessi hjarðhegðun sem margfalda uppklappið er í ákveðnum
kreðsum, þar sem ákveðið hefur verið að uppklapp verði að vera svolítið
hressilegt. Leikhús og klassískir tónleikar. Og svo auðvitað uppklappslagið
á tónleikum rokksveitar sem er þekkt, þó hún sé bara oggu þekkt.
Annað, úr einhverri mögnuðustu bók samtímans, Empire, eftir þá Michael Hardt
og Antonio Negri (kommúnistaávarp hins póstmóderníska dags):
"Hugmyndirnar um "alræði" sem voru mótaðar á tímum kalda stríðsins hafa
reynst vera gagnleg áróðursverkfæri en algjörlega ófullnægjandi
greiningartæki og leitt til háskalegra rannsóknarréttaraðferða og skaðlegra
siðferðisröksemda. Það ætti að líta með skömm á og hiklaust fleygja
fjölmörgum bókahillum okkar sem eru fullar af greiningum á alræði."
(þýðing Viðars Þorsteinssonar fyrir næsta Hug)
Ég er ekki að segja þú eigir að nútímavæða til að fólk skilji
alræðispælinguna. Ég er að segja að alræðispælingin, eins og hún kemur fram
í bæði bók og leikriti, er banal í dag. Vegna þess að alræðið, að því leyti
sem það er til, er hreinlega allt annað í dag - og á EKKERT skylt við þetta
kúgunaralræði sósíalismans.
Þú segist ekki vilja mata fólk, að þú viljir að það túlki sjálft. Þetta
finnst mér frekar billeg undanfærsla. Þú gætir sett mann upp á svið í tvo
tíma og látið hann endurtaka sama orðið "lauf, lauf, lauf, lauf" og gert svo
tilkall til þess í viðtölum og í leikskrá, að verkið sé samtímapólitískt, sé
að segja eitthvað mikilvægt í samfélaginu. Og svo þegar ég sé það ekki, þá
geturðu alltaf sagt: "Maður fær greitt í samræmi við það sem maður leggur á
sig."
Pyntingar allra tíma, skipta ekki máli. Pynting dagsins í dag er fjarlæg og
við firrt henni. Stóra bróðurs samfélagið í dag pyntar ekki þegna sína,
heldur drekkir það þeim í vellystingum, til að þeir láti vera að finna að
gjörðum þeirra annars staðar. Hvort heldur það er gegn verkamönnum í eigin
landi, Mcborgara-flippurum, eða Nike-saumabörnum í þeim löndum sem standa
utan við Stóra Bróðurs samfélagið (í malasíu hefur enginn t.d. heyrt um Big
Brother sjónvarpsseríuna, eða raunveruleikasjónvarp yfir höfuð).
Reyndar þótti mér líka misráðið af þér að hafa þessa pyntingarsenu svona
einhæfa og langa (var eins og önnur hver b-mynd sem ég hef séð um ævina).
Eitt er að gera það með virkilega góðum atvinnuleikurum, en að gera það með
amatörum fannst mér hryllingur. Ég geispaði hreinlega yfir vælinu í Winston
(sem nóta bene hafði löngu tapað allri samúð). Ég sleppti því að minnast á
þetta í greininni af virðingu fyrir leikurunum, sem kontróleruðu allar aðrar
senur, en réðu ekkert við að gera neitt úr þessari pyntingalangloku
(auðvitað var Maggi frændi samt framúrskarandi, leiftrandi og ég veit ekki
hvað og hvað).
Ekki mata fólk á merkingu. Mér er svolítið hugsað til þessarar setningar,
því hún gengur ansi nærri því að vera skilgreiningarhugtak fyrir banalitet.
Listamaður matar fólk á merkingu, og treystir svo fólkinu til að skilja,
misskilja, túlka, og svara þeim hugmyndum, þeirri merkingu, sem hann bauð
þeim til átu.
Ég tek á mig fulla ábyrgð þegar ljóðin mín misskiljast. Og treystu mér, þau
hafa hryllilega tilhneigingu til að misskiljast. En ábyrgðin hlýtur að
liggja hjá mér, ég er sá sem er að túlka veruleikann í ljóðum mínum, og hafi
ég klúðrað einhverjum forsendum, þá hlýt ég að bera ábyrgð á því. Svo kemur
náttúrulega hitt að maður getur aldrei skrifað svo allir skilji, og þá er að
velja og hafna. Hverjir vil ég að skilji ljóðið.
Orwell skrifaði af pólitískri ástríðu, beinlínis til að kallast á við
heiminn sem hann lifði í. "Desire to push the world in a certain direction,
to alter other peoples' idea of the kind of society that they should strive
after [...] When I sit down to write a book, I do not say to myself, "I am
going to produce a work of art." I write it because there is some lie that I
want to expose, some fact to which I want to draw attention, and my initial
concern is to get a hearing." Stendur í ritgerðinni "Why I write" eftir
meistarann. 1984, og sú sýn sem þar birtist, á við um samfélagið 1948,
eftirstríðsárin. Og því sést staður allstaðar. Þú kýst að halda þessu, til
að sýna, hvað best ég get skilið, að pyntarinn sé alltaf eins. En svo er það
náttúrulega vitleysa. Stóra Bróðurs þjóðfélagið sem við lifum í, stóra
bróðurs-þjóðfélagið sem endurskrifaði Íraks-stríðið, setur upp
eftirlitsmyndavélar á öllum hornum, framleiðir raunveruleikasjónvarp, er
andsnúið kynlífi (þó það sé hlynnt mildri-erótík), og er troðfullt af alls
kyns þverstæðum - þetta þjóðfélag á sér samsvörun í 1984, en með því að
horfa framhjá því hversu eðli þess er annað en það sem Orwell ímyndaði sér,
með því að horfa framhjá því að svipan er ekki svipa, heldur fjaðurbrúskur,
og hann gellur ekki á bossum pöpulsins heldur strýkur hann ljúft og
krefjandi í ástúðarblossa, með því að horfa framhjá þessu í uppsetningu á
1984 árið 2003, ertu að svíkja anda verksins, sem er beinpólitískur, og
gerist þess í stað sekur um banalitet í nafni klassisisma.
Ég vona að þú skiljir af ofangreindu málsgreinakraðaki (bréfið er skrifað í
nokkrum hollum, á pásum í hlaupum frá vinnu í viðtöl í stríðsbókadreifingu í
matarboð hjá ættingjum) hvers vegna mér er ófært að samþykkja að 1984 -
ástarsaga, eigi tilkall til einhverskonar relevans í þjóðfélaginu. Og hvers
vegna mér (og Orwell) er annt um að verk hafi merkingu, að þau séu ekki
hlutlaus karakter sem meðborgurum beri að vega og meta á estetískum
grundvelli einvörðungu, heldur séu þau hárbeint vopn sem maður beitir í
pólitískum tilgangi (og metast auðvitað líka á estetískum grundvelli). Nú
vil ég benda á, að ég er ekki að tala um verk sem predika. Ég er ekki
hrifnari af predikunum frekar en hver annar (nema auðvitað í greinum og
dómum um verk, sem eru predikanir í eðli sínu, og afskaplega ólistrænar).
Verk á ekki að SEGJA manni hvað maður Á að vera að hugsa. Það á að fleygja í
mann nýjum skilningi á heiminum, og láta mann svo um að túlka hann sjálfur.
Orwell segist í eðli sínu ekki vera pólitískur maður, heldur hafi samtími
hans krafist þess af mönnum að þeir brygðust við honum. Samtími okkar gerir
það sama. Hann skrifaði árið 1936 (og það birtist í áðurnefndri ritgerð)
I dreamt I dwelt in marble halls,
And woke to find it true;
I wasn't born for an age like this;
Was Smith? Was Jones? Were you?
Samtíminn er hryllilegur, raunveruleiki samtímans er jafnvel skelfilegri en
fantasía Orwells. Því það er vissulega hægt að sjá fyrir sér að Flokknum
megi velta úr sessi. Þar er valdið eitt, einfalt, grimmt og allsráðandi. En
eins og með önnur slík gamaldags kúgunarveldi, er það nægilega vel
skilgreint til að geta hrunið, sem var akkilesarhæll sósíalíska alræðisins.
Það hafði fætur, og fætur má fella. Hið kapítalíska alræði, stóri bróðir
nútímans, hefur ekki fætur, hann hefur rísóm-rætur, margfaldar langar
teygðar sem nærast á öllu, öllum, allstaðar. Höggvirðu einn anga, deyr einn
próletar, svo að segja, höggvirðu þá alla, deyja allir próletar. Hið
kapítalíska einræði er gangandi þversögn, sem getur ekki leystst, það er
steinninn hans Sisifosar og hvönnin hans Þorgeirs í Gerplu.
Eina leiðin til að gera út af við þversagnir er að benda á þær nógu oft og
kröftuglega til að heimurinn geri sér grein fyrir þeim.
kær kveðja,
Eiríkur
ps. sjálfsagt hefði ég átt að reyna að meitla þessar hugmyndir hér að ofan í
færri og hnitmiðaðri pælingar, en ég hef hreinlega ekki tíma, og læt því
vera þó ég hafi riðið húsum en ekki hugsað knappt.
En hér er sumsé hans fyrsta svar:
Tja, Þorleifur, leikhúsið hlýtur nú allavega að eiga metta mann, þó maður
setji steikina upp í sig sjálfur. Það sem ég var að kvarta undan var ekki að
kjúklingur væri ekki bragðgóður fugl, en það er alveg sama hversu vel hann
er kryddaður, ef það er ekkert utan á beinunum þá endist maður ekki lengi í
að naga hann.
Auðvitað er þetta ekki spurning um að fara eina leið eða aðra, heldur að
fara einhverja leið. Segja eitthvað.
Ég tek að sjálfsögðu ekki mark á því þó mamma þín hafi skemmt sér vel á
sýningunni. Reyndar væri mér sama þó ég væri einn um mína skoðun (sem ég þó
er alls ekki - hef meira að segja fengið fleiri en eitt hrós í tölvupósti
fyrir þennan litla pistil), því mér hefur sýnst fólk aðallega verið upptekið
af því í leikhúsi að skemmta sér vel. Sem er ágætt, en ekki það róttæka
leikhús sem ég vildi helst sjá. Íslenskt leikhús þarf náttúrulega helst á
flengingasérfræðingum að halda (bæði til að flengja og vera flengdir). Þegar
ég fór á þennan blessaða Kirsuberjagarð, í uppsetningu einhvers eistnesks
Tsjekov-spesíalista, fyrir eins og um þremur árum, þá man ég ekki betur en
fólk hafi skemmt sér rosa vel (enda þorir enginn að segja að Tsjekov geti
verið leiðinlegur). Allir nema ég, Haukur, Viðar og Dóri, sem vorum næstum
því gengnir út í hléi. Ég held það hafi bara verið þrjóskan og miðaverðið
sem fengu okkur til að gefa þessu séns eftir hlé. Okkur lá bókstaflega við
uppköstum eftir sýninguna, enda var hún tilgerðarleg út í eitt. Viðar hefur
einmitt stundum sagt mér frá leikhúsferðum sínum um tíðina, með foreldrum
sínum, en þá er alltaf farið heim eftir sýningu, fengið sér smá rauðvín, og
sýningin svo rædd. Nema hvað öll neikvæðni er alltaf kæfð í fæðingu. Þannig
skemmtu sér allir alltaf vel á þeim leiksýningum sem Viðar fór á sem barn.
Hugarflug áhorfenda? Jú vissulega þarf það að vera til staðar. En það verður
að hafa eitthvað til að styðja sig við, annað en almenna velvild gagnvart
leikhúsinu, eða þér.
Svo má vel vera að ég sé að gera of miklar kröfur til stúdentaleikhúss. Ég
hafði bara mínar væntingar.
Ég gleymdi einum punkti varðandi sýninguna, sem mér var bent á að væri
svolítið fyndinn (ég reyndar sleppti öðrum fyndnum, sem er freudíska
greiningin á því að faðir leikstjórans skyldi vera Stóri Bróðir, augun sem
skömmuðu Þorleif fyrir að læðast í smákökuboxið, voru augu SB) sem var þetta
með þvingaða uppklappið í lokin. Nú er þetta ekkert sem er bara á 1984.
Þvingaða uppklappið er alltaf allstaðar, og gerir mig snarvitlausan. Verk
þarf að vera helvíti slappt til að fá ekki tvö uppklöpp hið minnsta (enda
ættingjar í salnum, kannski). Út af fyrir sig má lifa með þessu, en á eftir
1984, sem snýst allt um conformity, og reglu, þá verður þetta alveg
hysterískt fyndið. Þessi hjarðhegðun sem margfalda uppklappið er í ákveðnum
kreðsum, þar sem ákveðið hefur verið að uppklapp verði að vera svolítið
hressilegt. Leikhús og klassískir tónleikar. Og svo auðvitað uppklappslagið
á tónleikum rokksveitar sem er þekkt, þó hún sé bara oggu þekkt.
Annað, úr einhverri mögnuðustu bók samtímans, Empire, eftir þá Michael Hardt
og Antonio Negri (kommúnistaávarp hins póstmóderníska dags):
"Hugmyndirnar um "alræði" sem voru mótaðar á tímum kalda stríðsins hafa
reynst vera gagnleg áróðursverkfæri en algjörlega ófullnægjandi
greiningartæki og leitt til háskalegra rannsóknarréttaraðferða og skaðlegra
siðferðisröksemda. Það ætti að líta með skömm á og hiklaust fleygja
fjölmörgum bókahillum okkar sem eru fullar af greiningum á alræði."
(þýðing Viðars Þorsteinssonar fyrir næsta Hug)
Ég er ekki að segja þú eigir að nútímavæða til að fólk skilji
alræðispælinguna. Ég er að segja að alræðispælingin, eins og hún kemur fram
í bæði bók og leikriti, er banal í dag. Vegna þess að alræðið, að því leyti
sem það er til, er hreinlega allt annað í dag - og á EKKERT skylt við þetta
kúgunaralræði sósíalismans.
Þú segist ekki vilja mata fólk, að þú viljir að það túlki sjálft. Þetta
finnst mér frekar billeg undanfærsla. Þú gætir sett mann upp á svið í tvo
tíma og látið hann endurtaka sama orðið "lauf, lauf, lauf, lauf" og gert svo
tilkall til þess í viðtölum og í leikskrá, að verkið sé samtímapólitískt, sé
að segja eitthvað mikilvægt í samfélaginu. Og svo þegar ég sé það ekki, þá
geturðu alltaf sagt: "Maður fær greitt í samræmi við það sem maður leggur á
sig."
Pyntingar allra tíma, skipta ekki máli. Pynting dagsins í dag er fjarlæg og
við firrt henni. Stóra bróðurs samfélagið í dag pyntar ekki þegna sína,
heldur drekkir það þeim í vellystingum, til að þeir láti vera að finna að
gjörðum þeirra annars staðar. Hvort heldur það er gegn verkamönnum í eigin
landi, Mcborgara-flippurum, eða Nike-saumabörnum í þeim löndum sem standa
utan við Stóra Bróðurs samfélagið (í malasíu hefur enginn t.d. heyrt um Big
Brother sjónvarpsseríuna, eða raunveruleikasjónvarp yfir höfuð).
Reyndar þótti mér líka misráðið af þér að hafa þessa pyntingarsenu svona
einhæfa og langa (var eins og önnur hver b-mynd sem ég hef séð um ævina).
Eitt er að gera það með virkilega góðum atvinnuleikurum, en að gera það með
amatörum fannst mér hryllingur. Ég geispaði hreinlega yfir vælinu í Winston
(sem nóta bene hafði löngu tapað allri samúð). Ég sleppti því að minnast á
þetta í greininni af virðingu fyrir leikurunum, sem kontróleruðu allar aðrar
senur, en réðu ekkert við að gera neitt úr þessari pyntingalangloku
(auðvitað var Maggi frændi samt framúrskarandi, leiftrandi og ég veit ekki
hvað og hvað).
Ekki mata fólk á merkingu. Mér er svolítið hugsað til þessarar setningar,
því hún gengur ansi nærri því að vera skilgreiningarhugtak fyrir banalitet.
Listamaður matar fólk á merkingu, og treystir svo fólkinu til að skilja,
misskilja, túlka, og svara þeim hugmyndum, þeirri merkingu, sem hann bauð
þeim til átu.
Ég tek á mig fulla ábyrgð þegar ljóðin mín misskiljast. Og treystu mér, þau
hafa hryllilega tilhneigingu til að misskiljast. En ábyrgðin hlýtur að
liggja hjá mér, ég er sá sem er að túlka veruleikann í ljóðum mínum, og hafi
ég klúðrað einhverjum forsendum, þá hlýt ég að bera ábyrgð á því. Svo kemur
náttúrulega hitt að maður getur aldrei skrifað svo allir skilji, og þá er að
velja og hafna. Hverjir vil ég að skilji ljóðið.
Orwell skrifaði af pólitískri ástríðu, beinlínis til að kallast á við
heiminn sem hann lifði í. "Desire to push the world in a certain direction,
to alter other peoples' idea of the kind of society that they should strive
after [...] When I sit down to write a book, I do not say to myself, "I am
going to produce a work of art." I write it because there is some lie that I
want to expose, some fact to which I want to draw attention, and my initial
concern is to get a hearing." Stendur í ritgerðinni "Why I write" eftir
meistarann. 1984, og sú sýn sem þar birtist, á við um samfélagið 1948,
eftirstríðsárin. Og því sést staður allstaðar. Þú kýst að halda þessu, til
að sýna, hvað best ég get skilið, að pyntarinn sé alltaf eins. En svo er það
náttúrulega vitleysa. Stóra Bróðurs þjóðfélagið sem við lifum í, stóra
bróðurs-þjóðfélagið sem endurskrifaði Íraks-stríðið, setur upp
eftirlitsmyndavélar á öllum hornum, framleiðir raunveruleikasjónvarp, er
andsnúið kynlífi (þó það sé hlynnt mildri-erótík), og er troðfullt af alls
kyns þverstæðum - þetta þjóðfélag á sér samsvörun í 1984, en með því að
horfa framhjá því hversu eðli þess er annað en það sem Orwell ímyndaði sér,
með því að horfa framhjá því að svipan er ekki svipa, heldur fjaðurbrúskur,
og hann gellur ekki á bossum pöpulsins heldur strýkur hann ljúft og
krefjandi í ástúðarblossa, með því að horfa framhjá þessu í uppsetningu á
1984 árið 2003, ertu að svíkja anda verksins, sem er beinpólitískur, og
gerist þess í stað sekur um banalitet í nafni klassisisma.
Ég vona að þú skiljir af ofangreindu málsgreinakraðaki (bréfið er skrifað í
nokkrum hollum, á pásum í hlaupum frá vinnu í viðtöl í stríðsbókadreifingu í
matarboð hjá ættingjum) hvers vegna mér er ófært að samþykkja að 1984 -
ástarsaga, eigi tilkall til einhverskonar relevans í þjóðfélaginu. Og hvers
vegna mér (og Orwell) er annt um að verk hafi merkingu, að þau séu ekki
hlutlaus karakter sem meðborgurum beri að vega og meta á estetískum
grundvelli einvörðungu, heldur séu þau hárbeint vopn sem maður beitir í
pólitískum tilgangi (og metast auðvitað líka á estetískum grundvelli). Nú
vil ég benda á, að ég er ekki að tala um verk sem predika. Ég er ekki
hrifnari af predikunum frekar en hver annar (nema auðvitað í greinum og
dómum um verk, sem eru predikanir í eðli sínu, og afskaplega ólistrænar).
Verk á ekki að SEGJA manni hvað maður Á að vera að hugsa. Það á að fleygja í
mann nýjum skilningi á heiminum, og láta mann svo um að túlka hann sjálfur.
Orwell segist í eðli sínu ekki vera pólitískur maður, heldur hafi samtími
hans krafist þess af mönnum að þeir brygðust við honum. Samtími okkar gerir
það sama. Hann skrifaði árið 1936 (og það birtist í áðurnefndri ritgerð)
I dreamt I dwelt in marble halls,
And woke to find it true;
I wasn't born for an age like this;
Was Smith? Was Jones? Were you?
Samtíminn er hryllilegur, raunveruleiki samtímans er jafnvel skelfilegri en
fantasía Orwells. Því það er vissulega hægt að sjá fyrir sér að Flokknum
megi velta úr sessi. Þar er valdið eitt, einfalt, grimmt og allsráðandi. En
eins og með önnur slík gamaldags kúgunarveldi, er það nægilega vel
skilgreint til að geta hrunið, sem var akkilesarhæll sósíalíska alræðisins.
Það hafði fætur, og fætur má fella. Hið kapítalíska alræði, stóri bróðir
nútímans, hefur ekki fætur, hann hefur rísóm-rætur, margfaldar langar
teygðar sem nærast á öllu, öllum, allstaðar. Höggvirðu einn anga, deyr einn
próletar, svo að segja, höggvirðu þá alla, deyja allir próletar. Hið
kapítalíska einræði er gangandi þversögn, sem getur ekki leystst, það er
steinninn hans Sisifosar og hvönnin hans Þorgeirs í Gerplu.
Eina leiðin til að gera út af við þversagnir er að benda á þær nógu oft og
kröftuglega til að heimurinn geri sér grein fyrir þeim.
kær kveðja,
Eiríkur
ps. sjálfsagt hefði ég átt að reyna að meitla þessar hugmyndir hér að ofan í
færri og hnitmiðaðri pælingar, en ég hef hreinlega ekki tíma, og læt því
vera þó ég hafi riðið húsum en ekki hugsað knappt.
SVo ég gleymi því ekki þá er hér dómurinn sem Eiríkur birti á www.nyhil.com og markaði upphaf ritdeilunnar:
Leikritið er byggt á einhverri alræmdustu skáldsögu 20. aldarinnar, 1984, eftir George Orwell. Bókin er skrifuð 1948, gefin út 1949, og er ádeila á Stalín-tímabil Sovétríkjanna, og alræðisstjórn almennt. Einhverslags alræðis-sósíalísk fantasía, sem tekur sér ýmsar fyrirmyndir úr samtíð höfundar, kallast sterkt á við skort seinni heimstyrjaldarinnar t.d., og gyðingahatur - er skrifuð á módernískum tímum, af sósíal-realískum höfundi, sem sést vel í einni af lykilsetningum bókarinnar, þegar Winston skrifar í dagbókina sína "Frelsi er frelsi til að segja að 2 plús 2 séu 4, allt annað kemur af sjálfu sér" (ef ég man tilvitnunina rétt, efnislega allavega, er hún rétt). Þetta er auðvitað argasta vitleysa, og vitleysa sem einungis módernískur hugsuður gæti leyft sér, einhverslags crómagnon maður af síðustu öld, og eina ástæðan fyrir að honum leyfist það er nákvæmlega vegna þess að hann tilheyrir þessari kynslóð crómagnon módernicus, og vissi ekki betur. Frelsi er frelsi til að segja að 2 plús 2 sé hvað það sem maður vill segja að það sé. 3, 5, gíraffi eða hvað sem er. Að þessu leyti voru yfirvöld í 1984 nær Sannleikanum en Winston.
En allavega, að leikritinu. Ég heyrði í leikstjóranum í Víðsjá fyrir mörgum mánuðum síðan, þegar hann var að leikstýra Lifandi Leikhúsi, og einmitt að kalla á lifandi leikhús. Leikhús sem væri pólitískt í samtíma sínum, lifði og tifaði með nýskeðum stundum, lagði áherslu á að leikhúsið þyrfti að vera ferskt, höfundarnir með á nótunum, og leikararnir alltaf að gerast. Ég stóð á öndinni, eftir að hafa gefist upp á íslensku leikhúsi á einhverju tilgerðarlegasta ógeði sem ég hef séð skríða á fjalirnar (með harmkvælum og ekkasogum, trúið mér) Kirsuberjagarðinum eftir Tsjékov (ég hef ekkert á móti stykkinu, það var uppsetningin sem var viðbjóður), hugsaði ég með mér að nú gæti ég loksins aftur farið að stunda leikhús, jibbí skibbí!!!
Nú í sumar, á menningarnótt, sá ég Þorleif setja upp nokkur verk í Iðnó, fimm stutt verk eftir fimm höfunda, þrjár rammpólitískar satírur og tvö væmin dramastykki (sem höfðuðu því miður lítið til mín, en áttu kannski betur við hjá öðrum). Ég stóð á öndinni, þetta var hreinlega betra en ég hafði átt von á. Uppsetningin var öll stórsniðug, öll sviðsvinna var með skemmtilegasta móti, og þrjú af fimm verkum voru relevant í samtíma sínum, voru að segja eitthvað við mig og fólkið í kringum mig, þar sem við stóðum í þessum sporum þá (reyndar mætti sýna þessi stykki aftur, ekkert hefur leystst í þessum vandamálum síðan í sumar). Og ég fór skælbrosandi út.
Ég var því allur á nálum að komast á sýningu, þegar ég frétti að Þorleifur væri að leikstýra stúdentaleikhúsinu í eigin leikgerð á 1984. Bæði þykir mér mjög vænt um skáldsöguna, og hafði og hef mikla trú á Þorleifi sem leikstjóra. Auk þess hafði ég heyrt hann tala um hversu 1984-fantasía Orwells stæði nærri okkar nútíma, hversu margt í bókinni kallaði til okkar í dag, eða eins og hann segir í Ávarpi leikstjóra í sýningarskrá "Það getur vel verið að Orwell hafi ekki skrifað 1984 sem dimma framtíðarspá. Hinsvegar er svo komið, hvort sem um er að kenna honum [???] eða framvindu mannkynssögunnar, að heimurinn er sterklega farinn að kallast á við hugarheim skáldsins. [...] Það er því ekki að ástæðulausu sem Stúdentaleikhúsið afréð að sviðsetja bókina. Verkið er ádeila á ríkjandi stjórnvöld, innlend sem erlend, og viðvörun um það hvernig valdið fer með manninn, og maðurinn með völdin."
Það er ekki laust við að maður fái fiðring í magann.
Þá byrjar sýningin. Brjálæðislegt byrjunaratriði sem virðist vera einhvers konar martröð Winstons, náði rosalegu mómentum, og ég taldi mig algerlega kolfallinn, hristi höfuðið og hugsaði "þessi Þorleifur, hann er nú alveg ótrúlegur..." Það er ofsalegur hávaði í þessari senu, og Winston er sparkað til og frá af meðlimum Innri Flokks, og í a.m.k. eitt skipti reyna meðlimir Ytri Flokks að rífa hann í sig. Og maður skelfur í sætinu.
En svo missir sýningin dampinn, án þess að ná honum nokkurntímann alveg aftur. Eins og í Iðnó í sumar var öll sviðsvinna mjög flott. Senur þar sem tíminn frýs, og Winston deilir hugsunum sínum með áhorfendum, voru mjög vel útfærðar. Sömuleiðis mætti nefna skólaborðin sem leikarar snúa um sviðið fram og aftur til að breyta vinnustað í matsal og aftur í vinnusal. Stór og mikill rammi, sem var utan um eftirlitsskjá sem enginn vissi af, fellur yfir elskendurna Júlíu og Winston þegar hugsanalögreglan nær þeim í leynilega ástarhreiðrinu þeirra, og ramminn verður svo að fangelsi Winstons. Og svona atriði voru ótal mörg, sniðug og vel útfærð. Smekkleg meira að segja.
Leikurinn var fínn, Melkorka Óskarsdóttir, Hinrik Þór Svavarson og Friðgeir Einarsson stóðu sig með mikilli prýði, sem og aðrir leikendur. Tónlistin var fín. Lýsingin fór í pirrurnar á mér, en náði vel að lýsa þessum sósíalíska yfirheyrsluanda. Leikstjórn Þorleifs var meira að segja mjög góð. Það er hinsvegar þetta blessaða handrit sem eyðileggur leikritið, og er skömm gagnvart vinnu þeirra sem lögðu greinilega mikið á sig til að setja upp gott leikrit.
Ástarsagan, sem lagt er upp með sem áhersluatriði (og þess vegna fær verkið undirtitilinn -ástarsaga), kemst mjög takmarkað til skila. Júlía er lauslát stelpa sem ríður karlmönnum til að ná sér niðri á flokknum, og svo ríður hún Winston, og alltíeinu, eins og upp úr þurru, fellur hún fyrir þessu vælandi rekaldi sem Winston er. Winston virkar ekki sem sterkur einstaklingur í leikritinu, eins og hann gerir í bókinni, og þar af leiðandi skilur maður engan veginn að hinn feikisterka Júlía, þessi kona sem berst gegn ofurveldinu með því vopni sem flokknum þykir ógeðslegast, þ.e. léttúðinni, skuli falla fyrir þessum sígrenjandi smákrakka sem Winston gefur sig út fyrir að vera í leikritinu.
En það versta við þetta alltsaman er hversu tengingin við samtímann hrynur. Skáldsagan 1984 var pólitískt relevant árið 1949, hún talaði til síns samtíma. Að setja upp leikrit úr bókinni árið 2003, með þeim formerkjum að verkið eigi mikið og brýnt erindi við samtíma sinn, lýsi jafnvel heiminum sem við lifum í akkúrat núna með einhverju forspárgildi - og gera það svo án breytinga á söguheimi, er banalt. Mér leiðist að þurfa að benda Þorleifi á hið augljósa, en Stalín er dauður og Sovétríkin eru fallin. Og þetta stykki sem ég sá á sunnudaginn var gagnrýni á Stalín og Sovétríkin, sá þungi leiðtogi sem starði af skjánum var ekki landsfaðir nútímans, það var leiðtogi samkvæmt sósíalískri fagurfræði. Þetta voru þungu augun, hinn sterki, agabeitandi leiðtogi sem leysir vandamál skortsins. Ekki Davíð eða Bush (sem leysa vandamál gnægðarinnar og offramleiðslunnar) sem þó eru þeir Stóru Bræður sem við stöndum frammi fyrir í dag.
Sósíalísku áherslurnar halda sér allstaðar. Meðlimir ytri flokks eru í verksmiðjubúningum, meðlimir innri flokks í jakkafötum (sovét). Maístjarnan kemur nokkrum sinnum fyrir sem einhverslags byltingarsöngur númer eitt. Hlýðni borgaranna (sem ævinlega eru nefndir "félagar") kemur fyrir sakir aga. Þeir eru barðir til hlýðni, og svo hlýða þeir af því það hefur verið barið í þá að Stóri Bróðir viti mest og best, að málstaðurinn sé alltaf réttur. Í samtíma mínum hlýðir fólk vegna þess að það er tælt til þess að hlýða. Eða tælt til þess að skipta sér ekki af því sem "því kemur ekki við" (eins og t.d. stríðinu í Írak). Þjóðsöngurinn Ó guð vors lands, verður að Flokkslaginu (og Flokkurinn, er og hefur alltaf verið með sósíalíska vísun, meira að segja þegar við uppnefnum Sjálfstæðisflokkinn sem Flokkinn).
Lifandi leikhús, leikhús sem kærir sig um að vera pólitískt, hefði brugðist við þessu. Til að vera pólitískur er ekki nóg að setja upp leikrit eftir bók sem var pólitísk þegar hún var skrifuð, það verður að tengja hana við nútímann. Lýsistrata er til dæmis ágætis leikrit, en stendur sem sterkara verk ef það er tengt við stríð nútímans, eða femínisma nútímans. (Reyndar myndi það ekki bjarga 1984 - ástarsögu, að vera tengt við samtímann, þó það sé vissulega einn óhjákvæmilegur plastþráður björgunarhringsins). Í næstum því hverri einustu senu mátti sjá eitthvað sem var tekið upp úr bókinni, sem hefði mjög auðveldlega mátt snúa yfir á samtímann. Leikfimikennarinn í sjónvarpinu var til dæmis einhvers konar fasísk kvengribba sem gelti á Winston að teygja sig betur (auk þess sem hann var að gera einhverskonar Charles Atlas æfingar, sem aftur eiga bara tengingu við fimmta áratug síðustu aldar), þegar hún hefði svo auðveldlega getað verið hressi eróbikk-kennarinn, Ágústa Johnson heimsveldisins. Stóri Bróðir hefði getað verið þessi brosmildi en ákveðni landsfaðir sem þekkist í öllum löndum hins vestræna heims, í stað þess að vera bara þungbúin umvöndunarsöm augun í Arnari Jónssyni. Verksmiðjubúningarnir hefðu mín vegna mátt vera tískuklæðnaður frá því árið 1984 (grifflur og neon-litir). Vöruskorturinn hefði mátt verða að kaupæði. Í stað tilkynninga sem lesnar voru upp um lækkun og hækkun súkkulaðiskammts, hefði mátt lesa upp tilkynningar um skuldir heimilana, eða önnur falsafrek ríkisstjórnarinnar. Umfram allt HEFÐI verkið GETAÐ verið relevant, en sleppti því á hverju horni.
Nú má vísa öllum þessum aðfinnslum mínum á bug og segja að 1984 -ástarsaga, hafi alls ekki átt að vera pólitískt verk, heldur einmitt ástarsaga. Fyrir utan áðurnefnt klúður í uppsetningu ástarsögunnar, þá er það bara staðreynd að 1984 er pólitískt verk. 1984 er verk sem fjallar um pólitík. Það myndi engum detta í hug að setja upp Rómeó og Júlíu, og reyna að sneiða hjá ástarsögunni. Ástarsagan þarf að halda sér, og það þarf að gera hana relevant í hvert skipti sem verkið er sett upp. Alveg eins þarf pólitíkin í 1984 að standast, hún þarf að skera mann til blóðs. Vilji maður setja upp ástarsögu, þá setur maður bara fjandakornið upp Rómeó og Júlíu.
Þá má aftur vísa aðfinnslum mínum á bug og segja: hvað um sögulega gildi þess að gagnrýna Stalín-tímabilið? Og ég segi, það á fyllilega rétt á sér, og það er til úti á bókasafni. Leikhús er alltof lifandi hlutur til að vera að dvelja við það sem búið er að segja. Bækur eldast, og eldast misvel (1984 reyndar mjög vel - en maður les hana líka vitandi að hún var skrifuð 1948). En leikrit upp úr 1984, spánný leikgerð árið 2003, sem gerir ekki minnstu tilraun til að tengjast samtíma sínum (sem er reyndar lygi, það gerir tvennt, annars vegar er mynd af Hallgrímskirkju, sem sögð er hafa verið í meira lagi sprengd, og svo endar sýningin á því að fyrst stendur 1984 á skjánum, og svo stendur 2003), og tekur þess upp löngu kulnaðan kyndil and-stalínismans, er hreinlega bara banal. Það er tilgangslaust. Það ráfar um án þess að segja nokkuð við mann.
Það er þeim mun leiðinlegra að skrifa þetta sem ég veit sem er að Þorleifur er mjög góður leikstjóri, og að ég sá að krakkarnir sem settu upp sýninguna lögðu sig fram af sál og líkama og ástríðu. En af sömu ástæðum hlýt ég að skammast og hundskammast út í þessa leikgerð, þessa útfærslu á verkinu, því hún er móðgun við hæfileika og erfiði þessa fólks. Að ég tali nú ekki um móðgun við áhorfendur.
11/4/2003 11:17:06 AM, Eiríkur Örn Norðdahl
Leikritið er byggt á einhverri alræmdustu skáldsögu 20. aldarinnar, 1984, eftir George Orwell. Bókin er skrifuð 1948, gefin út 1949, og er ádeila á Stalín-tímabil Sovétríkjanna, og alræðisstjórn almennt. Einhverslags alræðis-sósíalísk fantasía, sem tekur sér ýmsar fyrirmyndir úr samtíð höfundar, kallast sterkt á við skort seinni heimstyrjaldarinnar t.d., og gyðingahatur - er skrifuð á módernískum tímum, af sósíal-realískum höfundi, sem sést vel í einni af lykilsetningum bókarinnar, þegar Winston skrifar í dagbókina sína "Frelsi er frelsi til að segja að 2 plús 2 séu 4, allt annað kemur af sjálfu sér" (ef ég man tilvitnunina rétt, efnislega allavega, er hún rétt). Þetta er auðvitað argasta vitleysa, og vitleysa sem einungis módernískur hugsuður gæti leyft sér, einhverslags crómagnon maður af síðustu öld, og eina ástæðan fyrir að honum leyfist það er nákvæmlega vegna þess að hann tilheyrir þessari kynslóð crómagnon módernicus, og vissi ekki betur. Frelsi er frelsi til að segja að 2 plús 2 sé hvað það sem maður vill segja að það sé. 3, 5, gíraffi eða hvað sem er. Að þessu leyti voru yfirvöld í 1984 nær Sannleikanum en Winston.
En allavega, að leikritinu. Ég heyrði í leikstjóranum í Víðsjá fyrir mörgum mánuðum síðan, þegar hann var að leikstýra Lifandi Leikhúsi, og einmitt að kalla á lifandi leikhús. Leikhús sem væri pólitískt í samtíma sínum, lifði og tifaði með nýskeðum stundum, lagði áherslu á að leikhúsið þyrfti að vera ferskt, höfundarnir með á nótunum, og leikararnir alltaf að gerast. Ég stóð á öndinni, eftir að hafa gefist upp á íslensku leikhúsi á einhverju tilgerðarlegasta ógeði sem ég hef séð skríða á fjalirnar (með harmkvælum og ekkasogum, trúið mér) Kirsuberjagarðinum eftir Tsjékov (ég hef ekkert á móti stykkinu, það var uppsetningin sem var viðbjóður), hugsaði ég með mér að nú gæti ég loksins aftur farið að stunda leikhús, jibbí skibbí!!!
Nú í sumar, á menningarnótt, sá ég Þorleif setja upp nokkur verk í Iðnó, fimm stutt verk eftir fimm höfunda, þrjár rammpólitískar satírur og tvö væmin dramastykki (sem höfðuðu því miður lítið til mín, en áttu kannski betur við hjá öðrum). Ég stóð á öndinni, þetta var hreinlega betra en ég hafði átt von á. Uppsetningin var öll stórsniðug, öll sviðsvinna var með skemmtilegasta móti, og þrjú af fimm verkum voru relevant í samtíma sínum, voru að segja eitthvað við mig og fólkið í kringum mig, þar sem við stóðum í þessum sporum þá (reyndar mætti sýna þessi stykki aftur, ekkert hefur leystst í þessum vandamálum síðan í sumar). Og ég fór skælbrosandi út.
Ég var því allur á nálum að komast á sýningu, þegar ég frétti að Þorleifur væri að leikstýra stúdentaleikhúsinu í eigin leikgerð á 1984. Bæði þykir mér mjög vænt um skáldsöguna, og hafði og hef mikla trú á Þorleifi sem leikstjóra. Auk þess hafði ég heyrt hann tala um hversu 1984-fantasía Orwells stæði nærri okkar nútíma, hversu margt í bókinni kallaði til okkar í dag, eða eins og hann segir í Ávarpi leikstjóra í sýningarskrá "Það getur vel verið að Orwell hafi ekki skrifað 1984 sem dimma framtíðarspá. Hinsvegar er svo komið, hvort sem um er að kenna honum [???] eða framvindu mannkynssögunnar, að heimurinn er sterklega farinn að kallast á við hugarheim skáldsins. [...] Það er því ekki að ástæðulausu sem Stúdentaleikhúsið afréð að sviðsetja bókina. Verkið er ádeila á ríkjandi stjórnvöld, innlend sem erlend, og viðvörun um það hvernig valdið fer með manninn, og maðurinn með völdin."
Það er ekki laust við að maður fái fiðring í magann.
Þá byrjar sýningin. Brjálæðislegt byrjunaratriði sem virðist vera einhvers konar martröð Winstons, náði rosalegu mómentum, og ég taldi mig algerlega kolfallinn, hristi höfuðið og hugsaði "þessi Þorleifur, hann er nú alveg ótrúlegur..." Það er ofsalegur hávaði í þessari senu, og Winston er sparkað til og frá af meðlimum Innri Flokks, og í a.m.k. eitt skipti reyna meðlimir Ytri Flokks að rífa hann í sig. Og maður skelfur í sætinu.
En svo missir sýningin dampinn, án þess að ná honum nokkurntímann alveg aftur. Eins og í Iðnó í sumar var öll sviðsvinna mjög flott. Senur þar sem tíminn frýs, og Winston deilir hugsunum sínum með áhorfendum, voru mjög vel útfærðar. Sömuleiðis mætti nefna skólaborðin sem leikarar snúa um sviðið fram og aftur til að breyta vinnustað í matsal og aftur í vinnusal. Stór og mikill rammi, sem var utan um eftirlitsskjá sem enginn vissi af, fellur yfir elskendurna Júlíu og Winston þegar hugsanalögreglan nær þeim í leynilega ástarhreiðrinu þeirra, og ramminn verður svo að fangelsi Winstons. Og svona atriði voru ótal mörg, sniðug og vel útfærð. Smekkleg meira að segja.
Leikurinn var fínn, Melkorka Óskarsdóttir, Hinrik Þór Svavarson og Friðgeir Einarsson stóðu sig með mikilli prýði, sem og aðrir leikendur. Tónlistin var fín. Lýsingin fór í pirrurnar á mér, en náði vel að lýsa þessum sósíalíska yfirheyrsluanda. Leikstjórn Þorleifs var meira að segja mjög góð. Það er hinsvegar þetta blessaða handrit sem eyðileggur leikritið, og er skömm gagnvart vinnu þeirra sem lögðu greinilega mikið á sig til að setja upp gott leikrit.
Ástarsagan, sem lagt er upp með sem áhersluatriði (og þess vegna fær verkið undirtitilinn -ástarsaga), kemst mjög takmarkað til skila. Júlía er lauslát stelpa sem ríður karlmönnum til að ná sér niðri á flokknum, og svo ríður hún Winston, og alltíeinu, eins og upp úr þurru, fellur hún fyrir þessu vælandi rekaldi sem Winston er. Winston virkar ekki sem sterkur einstaklingur í leikritinu, eins og hann gerir í bókinni, og þar af leiðandi skilur maður engan veginn að hinn feikisterka Júlía, þessi kona sem berst gegn ofurveldinu með því vopni sem flokknum þykir ógeðslegast, þ.e. léttúðinni, skuli falla fyrir þessum sígrenjandi smákrakka sem Winston gefur sig út fyrir að vera í leikritinu.
En það versta við þetta alltsaman er hversu tengingin við samtímann hrynur. Skáldsagan 1984 var pólitískt relevant árið 1949, hún talaði til síns samtíma. Að setja upp leikrit úr bókinni árið 2003, með þeim formerkjum að verkið eigi mikið og brýnt erindi við samtíma sinn, lýsi jafnvel heiminum sem við lifum í akkúrat núna með einhverju forspárgildi - og gera það svo án breytinga á söguheimi, er banalt. Mér leiðist að þurfa að benda Þorleifi á hið augljósa, en Stalín er dauður og Sovétríkin eru fallin. Og þetta stykki sem ég sá á sunnudaginn var gagnrýni á Stalín og Sovétríkin, sá þungi leiðtogi sem starði af skjánum var ekki landsfaðir nútímans, það var leiðtogi samkvæmt sósíalískri fagurfræði. Þetta voru þungu augun, hinn sterki, agabeitandi leiðtogi sem leysir vandamál skortsins. Ekki Davíð eða Bush (sem leysa vandamál gnægðarinnar og offramleiðslunnar) sem þó eru þeir Stóru Bræður sem við stöndum frammi fyrir í dag.
Sósíalísku áherslurnar halda sér allstaðar. Meðlimir ytri flokks eru í verksmiðjubúningum, meðlimir innri flokks í jakkafötum (sovét). Maístjarnan kemur nokkrum sinnum fyrir sem einhverslags byltingarsöngur númer eitt. Hlýðni borgaranna (sem ævinlega eru nefndir "félagar") kemur fyrir sakir aga. Þeir eru barðir til hlýðni, og svo hlýða þeir af því það hefur verið barið í þá að Stóri Bróðir viti mest og best, að málstaðurinn sé alltaf réttur. Í samtíma mínum hlýðir fólk vegna þess að það er tælt til þess að hlýða. Eða tælt til þess að skipta sér ekki af því sem "því kemur ekki við" (eins og t.d. stríðinu í Írak). Þjóðsöngurinn Ó guð vors lands, verður að Flokkslaginu (og Flokkurinn, er og hefur alltaf verið með sósíalíska vísun, meira að segja þegar við uppnefnum Sjálfstæðisflokkinn sem Flokkinn).
Lifandi leikhús, leikhús sem kærir sig um að vera pólitískt, hefði brugðist við þessu. Til að vera pólitískur er ekki nóg að setja upp leikrit eftir bók sem var pólitísk þegar hún var skrifuð, það verður að tengja hana við nútímann. Lýsistrata er til dæmis ágætis leikrit, en stendur sem sterkara verk ef það er tengt við stríð nútímans, eða femínisma nútímans. (Reyndar myndi það ekki bjarga 1984 - ástarsögu, að vera tengt við samtímann, þó það sé vissulega einn óhjákvæmilegur plastþráður björgunarhringsins). Í næstum því hverri einustu senu mátti sjá eitthvað sem var tekið upp úr bókinni, sem hefði mjög auðveldlega mátt snúa yfir á samtímann. Leikfimikennarinn í sjónvarpinu var til dæmis einhvers konar fasísk kvengribba sem gelti á Winston að teygja sig betur (auk þess sem hann var að gera einhverskonar Charles Atlas æfingar, sem aftur eiga bara tengingu við fimmta áratug síðustu aldar), þegar hún hefði svo auðveldlega getað verið hressi eróbikk-kennarinn, Ágústa Johnson heimsveldisins. Stóri Bróðir hefði getað verið þessi brosmildi en ákveðni landsfaðir sem þekkist í öllum löndum hins vestræna heims, í stað þess að vera bara þungbúin umvöndunarsöm augun í Arnari Jónssyni. Verksmiðjubúningarnir hefðu mín vegna mátt vera tískuklæðnaður frá því árið 1984 (grifflur og neon-litir). Vöruskorturinn hefði mátt verða að kaupæði. Í stað tilkynninga sem lesnar voru upp um lækkun og hækkun súkkulaðiskammts, hefði mátt lesa upp tilkynningar um skuldir heimilana, eða önnur falsafrek ríkisstjórnarinnar. Umfram allt HEFÐI verkið GETAÐ verið relevant, en sleppti því á hverju horni.
Nú má vísa öllum þessum aðfinnslum mínum á bug og segja að 1984 -ástarsaga, hafi alls ekki átt að vera pólitískt verk, heldur einmitt ástarsaga. Fyrir utan áðurnefnt klúður í uppsetningu ástarsögunnar, þá er það bara staðreynd að 1984 er pólitískt verk. 1984 er verk sem fjallar um pólitík. Það myndi engum detta í hug að setja upp Rómeó og Júlíu, og reyna að sneiða hjá ástarsögunni. Ástarsagan þarf að halda sér, og það þarf að gera hana relevant í hvert skipti sem verkið er sett upp. Alveg eins þarf pólitíkin í 1984 að standast, hún þarf að skera mann til blóðs. Vilji maður setja upp ástarsögu, þá setur maður bara fjandakornið upp Rómeó og Júlíu.
Þá má aftur vísa aðfinnslum mínum á bug og segja: hvað um sögulega gildi þess að gagnrýna Stalín-tímabilið? Og ég segi, það á fyllilega rétt á sér, og það er til úti á bókasafni. Leikhús er alltof lifandi hlutur til að vera að dvelja við það sem búið er að segja. Bækur eldast, og eldast misvel (1984 reyndar mjög vel - en maður les hana líka vitandi að hún var skrifuð 1948). En leikrit upp úr 1984, spánný leikgerð árið 2003, sem gerir ekki minnstu tilraun til að tengjast samtíma sínum (sem er reyndar lygi, það gerir tvennt, annars vegar er mynd af Hallgrímskirkju, sem sögð er hafa verið í meira lagi sprengd, og svo endar sýningin á því að fyrst stendur 1984 á skjánum, og svo stendur 2003), og tekur þess upp löngu kulnaðan kyndil and-stalínismans, er hreinlega bara banal. Það er tilgangslaust. Það ráfar um án þess að segja nokkuð við mann.
Það er þeim mun leiðinlegra að skrifa þetta sem ég veit sem er að Þorleifur er mjög góður leikstjóri, og að ég sá að krakkarnir sem settu upp sýninguna lögðu sig fram af sál og líkama og ástríðu. En af sömu ástæðum hlýt ég að skammast og hundskammast út í þessa leikgerð, þessa útfærslu á verkinu, því hún er móðgun við hæfileika og erfiði þessa fólks. Að ég tali nú ekki um móðgun við áhorfendur.
11/4/2003 11:17:06 AM, Eiríkur Örn Norðdahl
Þetta sem nú fer í hönd er ritdeila sem ég á í við Eirík Norðdal um sýninguna sem ég setti upp með stúdentaleikhúsinu. Það vantar ennþá aðeins inn í hana þar sem ég gleymdi að vista bréfin sem ég sendi honum en ég á von á að fá þau innan skamms.
Njótið vel:
4. Nóvember kl 18.11
Sæll Þorleifur,
Heyrðu, ég skrifaði um sýninguna, sem ég var hrifinn af, og leikgerðina sem
ég var meira en lítið foj út í. Þetta er á www.nyhil.com, og er harðort. Mér
þykir fyrir því, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Ef þér það einhver
huggun, þá held ég ekki það lesi neinn vefinn okkar.
kær kveðja,
Njótið vel:
4. Nóvember kl 18.11
Sæll Þorleifur,
Heyrðu, ég skrifaði um sýninguna, sem ég var hrifinn af, og leikgerðina sem
ég var meira en lítið foj út í. Þetta er á www.nyhil.com, og er harðort. Mér
þykir fyrir því, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Ef þér það einhver
huggun, þá held ég ekki það lesi neinn vefinn okkar.
kær kveðja,
Ég var að horfa á Ágúst þingmann tala útí eitt á RÚV. Hvað er þetta me'ð unga karlmenn sem troða sér alltaf svona fram þannig að enginn annar kemst að?
Kenna mönnum mannasiði því það er ekki fallegt að taka upp sjónvarpssiði manna eins og Sigurðar Kára eða Guðlaugs "ég er á móti öllu sem ekki stendur í frumvarpi SUS til landþings" Guðlaugssonar.
Annars var þetta ágætt og unga konan úr SUS kom betur út en ég átti von á (enda ber ég álíka virðingu fyrir núverandi SUS stjórn og stjórn BUSHY í USA). Það er kannski von þó vissulega eigi maður að muna að oftar en ekki leynist flagð undir fögru skinni.
seinna
Kenna mönnum mannasiði því það er ekki fallegt að taka upp sjónvarpssiði manna eins og Sigurðar Kára eða Guðlaugs "ég er á móti öllu sem ekki stendur í frumvarpi SUS til landþings" Guðlaugssonar.
Annars var þetta ágætt og unga konan úr SUS kom betur út en ég átti von á (enda ber ég álíka virðingu fyrir núverandi SUS stjórn og stjórn BUSHY í USA). Það er kannski von þó vissulega eigi maður að muna að oftar en ekki leynist flagð undir fögru skinni.
seinna
Hallóhallóhalló
Ég er að reyna að koma mér í gang að nýju eftir afar þurran tíma. Veit ekki hvað gerðist, allt í einu var ég bara búinn að vinna yfir mig á næturnar og hafði ekki orku eða nennu til að vera að skrifa þessa fáu tíma sem ég hafði til vinnu.
Sumsé, síðan ég var hér síðast hefur afar margt og skemmtilegt gerst. Ég hef frumsýnt, sýnt og slúttað einni sýningu, takk fyrir. Verkið heitir 1984 og þykir hið mesta príðisverk, og fer allmennt afar gott orð af henni. Enda minns svoldið stoltur. Þessa dagana er ég svo að reyna að koma á einleik með honum ARnari Jónsssyni og gengur það vel en ekki áfallalaust. Ég þori reyndar ekki að skrifa um af hverju þar sem menn eru misviðkvæmir en ég segi seinna frá því.
Annars er ég þreyttur en langaði bara aðeins að segj ahæ og vonast til að koma mér í gang að nýju hið snarasta.
Góðar kv.
Þorleifur
Ég er að reyna að koma mér í gang að nýju eftir afar þurran tíma. Veit ekki hvað gerðist, allt í einu var ég bara búinn að vinna yfir mig á næturnar og hafði ekki orku eða nennu til að vera að skrifa þessa fáu tíma sem ég hafði til vinnu.
Sumsé, síðan ég var hér síðast hefur afar margt og skemmtilegt gerst. Ég hef frumsýnt, sýnt og slúttað einni sýningu, takk fyrir. Verkið heitir 1984 og þykir hið mesta príðisverk, og fer allmennt afar gott orð af henni. Enda minns svoldið stoltur. Þessa dagana er ég svo að reyna að koma á einleik með honum ARnari Jónsssyni og gengur það vel en ekki áfallalaust. Ég þori reyndar ekki að skrifa um af hverju þar sem menn eru misviðkvæmir en ég segi seinna frá því.
Annars er ég þreyttur en langaði bara aðeins að segj ahæ og vonast til að koma mér í gang að nýju hið snarasta.
Góðar kv.
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)