Góða kvöldið aftur
Það er ekki hægt að taka það af Þjóðverjunum, alltaf þegar maður telur að þeir hafi náð að toppa sig í samviskubitinu og þröngvandi uppfræðslunni þá dettur þeim eitthvað nýtt í hug.
Sem dæmi má nefna það að á hverju ári þá er saklausum börnum á 9. ári troðið inn í rútur og keyrt er með þau af stað. Næsta stopp er svo - versogú - næstu útrýmingarbúðir!
Börnunum er svo smalað, skelfinu lostnum, í gegum brennsluklefa, pyntingarherbergi, fjöldagrafir, gassturtur og fleiri hryllingsstaði og þau "uppfrædd". Lýst er í smáatriðum hvernig Þjóðverjar (ergo - þau sjálf) hafi misþyrmt og murkað, í fullkomnu tilgangsleysi, lífið úr milljónum og milljónum manna, kvenna og barna - eins og þeim!
Þetta er svo líklega ástæða þess að þegar hér einhver fer að ræða 3 ríkið þá umturnast heimamenn. Það tekur smá tíma að átta sig á því, en ástæðan er ekki umræðuefnið sem slíkt, heldur hitt að það kallar upp nístandi barnæskuminningar.
En sumsé, þessar aðfarir að sakleysi barnanna nægir þeim ekki og því skal haldið út á völlinn að nýju.
Það nýjasta er að yfirvöld hér í Berlín telja að börn viti ekki nóg um Helförina og þetta aðkallandi vandamál þurfi að laga. Það kom nefnilega út könnun sem sýndi að 1 af hverju 3 börnum vissi ekki hvað helförin er. (enda ættu börn að vera með það á hreinu, sem og nákvæma skilgreiningu á orðinu þjóðernishreinsun, virkni kjarnorkuvera og skilning á afstæðiskenningunni - hinni fyrstu)
En stjórnvöld hér eru ekki af baki dottinn.
Nú ætla þau að gefa út teiknimyndabækur þar sem hryllingur helfararinnar er settur fram undir tryggri forrystu "Tinna" fígúru. Nú skal infiltrera hugmyndaheiminn þeirra líka. Meiraðsegja barnabækurnar fá ekki að vera í friði!
Nú skal ekki segja að ekki sé gott að halda sögunni lifandi, að vara við mistökum fortíðarinnar og gera allt sem hægt er til þess að viðbjóður seinni heimstyrjaldarinnar endurtaki sig ekki. En grensan hlýtur að liggja einhversstaðar.
Það hlýtur að koma að því að barnungum Þjóðverjum sé það í sjálfvald sett hvort þeir ætli að burðast með kollektívt samviskubit undangenginna kynslóða.
En það mun ekki gerast meðan þýska ríkið veit börnunm betur hvað þeim er fyrir bestu...
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
föstudagur, febrúar 15, 2008
fimmtudagur, febrúar 14, 2008
Góða kvöldið
Þetta var alveg sérstaklega góður dagur. Hamlet heldur áfram að malla, erfitt verkefni sem tekur sífellt á sig nýjar og óvæntar myndir. Maður hugsar sig tvisvar um áður en maður leggur í meistarann aftur. Þarf að tékka að andlega hliðin sé í lagi, svona til þess að standast honum snúning.
Leikkona í hópnum veiktist og þurfti því að fresta forsýningunni sem átti að vera á laugardaginn og hentar það mér vel, enda hefur maður þá tíma til þess að fínpússa, stilla af, og horfa almennilega á heildarmyndina áður en maður hleypir þessu út í heiminn.
Hamlet á klukkutíma, leikinn af nemum og æfður á 4 vikum hefur reynt á allt sem ég kann og get í þessu fagi.
Og vonandi verð ég betri fyrir vikið.
-----------
ég fagnaði svo góðum degi með því að fara út í súpermarkað og kaupa mér ferskan lax, kartöflur og smjör, kom heim, setti matinn yfir, stillti tölvuna á gufuna og hengdi uppúr þvottavél meðan herlegheitin mölluðust.
Hversdagsleikinn er stundum frábær.
----------
Svo er Börkur vinur minn í heimsókn. Hann er hér að vinna að tónlistarmyndabandi sem hann skaut á Kúbu og situr nú sveittur við klippingu. Spurning hvort maður nái honum í svo sem eins og eitt Trivial á eftir.
----------
Loks. Í dag er að mér skilst Valentínusardagurinn. Ég hef ekki hugmynd hvaðan þessi siður kemur og hef aldrei veitt honum neinn sérstakan gaum, en finnst merkilegt að hér í Berlín er áhuginn fyrir þessum degi akkúrat núll.
Enda er þetta landið þar sem stjórnmálamenn kalla fyrirtæki eins og FL Group engisprettufaralda, þannig að kannski eiga BNA siðir ekki eins upp á pallborðið hér eins og heima.
-----------
Stýrivextirnir ekki að fara neitt. Já, það kostar íslenska neyslupunga þó nokkuð að halda uppi blessaðri krónunni.
En í raun verður að viðurkennast að það er þó nokkur vorkunn þeim seðlabankastjóra sem hækkar vextina upp í 13.75% án þess að það hafi nokkur sýnileg áhrif.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
Þetta var alveg sérstaklega góður dagur. Hamlet heldur áfram að malla, erfitt verkefni sem tekur sífellt á sig nýjar og óvæntar myndir. Maður hugsar sig tvisvar um áður en maður leggur í meistarann aftur. Þarf að tékka að andlega hliðin sé í lagi, svona til þess að standast honum snúning.
Leikkona í hópnum veiktist og þurfti því að fresta forsýningunni sem átti að vera á laugardaginn og hentar það mér vel, enda hefur maður þá tíma til þess að fínpússa, stilla af, og horfa almennilega á heildarmyndina áður en maður hleypir þessu út í heiminn.
Hamlet á klukkutíma, leikinn af nemum og æfður á 4 vikum hefur reynt á allt sem ég kann og get í þessu fagi.
Og vonandi verð ég betri fyrir vikið.
-----------
ég fagnaði svo góðum degi með því að fara út í súpermarkað og kaupa mér ferskan lax, kartöflur og smjör, kom heim, setti matinn yfir, stillti tölvuna á gufuna og hengdi uppúr þvottavél meðan herlegheitin mölluðust.
Hversdagsleikinn er stundum frábær.
----------
Svo er Börkur vinur minn í heimsókn. Hann er hér að vinna að tónlistarmyndabandi sem hann skaut á Kúbu og situr nú sveittur við klippingu. Spurning hvort maður nái honum í svo sem eins og eitt Trivial á eftir.
----------
Loks. Í dag er að mér skilst Valentínusardagurinn. Ég hef ekki hugmynd hvaðan þessi siður kemur og hef aldrei veitt honum neinn sérstakan gaum, en finnst merkilegt að hér í Berlín er áhuginn fyrir þessum degi akkúrat núll.
Enda er þetta landið þar sem stjórnmálamenn kalla fyrirtæki eins og FL Group engisprettufaralda, þannig að kannski eiga BNA siðir ekki eins upp á pallborðið hér eins og heima.
-----------
Stýrivextirnir ekki að fara neitt. Já, það kostar íslenska neyslupunga þó nokkuð að halda uppi blessaðri krónunni.
En í raun verður að viðurkennast að það er þó nokkur vorkunn þeim seðlabankastjóra sem hækkar vextina upp í 13.75% án þess að það hafi nokkur sýnileg áhrif.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
þriðjudagur, febrúar 12, 2008
Góða kvöldið
Fór í apótek í kvöld og keypti mér vítamín.
Ekki nóg með það, ég keypti mér rándýr, sérsniðin, karlmannavítamín.
Þetta er lausnin við eftirfarandi:
Stressi
Svefnleysi
Vondu mataræði
kaffidrykkju og
Reykingum.
Og ég tók fyrsta skammtinn áðan og mér líður miklu miklu betur. Borðaði hvítborna pitzu með góðri samvisku, drekk nú kaffi og reyki og finn ekki fyrir því!
Þetta er svona svipað og raunveruleikasjónvarp. Þar sem hægt er að fá mikið, komast langt, án þess að gera, geta eða kunna nokkurn skapaðan hlut. Í raunveruleikasjónvarpinu er í raun bara með því að mæta.
Svona er nútíminn frábær. Engin fyrirhöfn. Ein pilla með öllu einu sinni á dag.
Nú er bara spurning. Á maður ekki að segja upp líkamsræktarkortinu?
Þorleifur
Fór í apótek í kvöld og keypti mér vítamín.
Ekki nóg með það, ég keypti mér rándýr, sérsniðin, karlmannavítamín.
Þetta er lausnin við eftirfarandi:
Stressi
Svefnleysi
Vondu mataræði
kaffidrykkju og
Reykingum.
Og ég tók fyrsta skammtinn áðan og mér líður miklu miklu betur. Borðaði hvítborna pitzu með góðri samvisku, drekk nú kaffi og reyki og finn ekki fyrir því!
Þetta er svona svipað og raunveruleikasjónvarp. Þar sem hægt er að fá mikið, komast langt, án þess að gera, geta eða kunna nokkurn skapaðan hlut. Í raunveruleikasjónvarpinu er í raun bara með því að mæta.
Svona er nútíminn frábær. Engin fyrirhöfn. Ein pilla með öllu einu sinni á dag.
Nú er bara spurning. Á maður ekki að segja upp líkamsræktarkortinu?
Þorleifur
Góða kvöldið
Ég ætti ekki að vera að blogga, ég ætti að vera að sofa.
En skrýmslið í lífi mínu, Hamlet, heldur mér vakandi. Ég hef áður sagt að Shakespeare sé besti kennari sem nokkur leikhúsmaður, sem ákveður að taka meistarann alvarlega, getur kynnst.
En eins og oft er með góða kennara þá er hann strangur.
Ég er búinn að vera að ströggla við það að hrista upp í Hamlet, færa senur til, skipta út karakterum, færa til og "bæta" og niððurstaðan er oftar en ekki sú að ég þarf að snúa við og færa verkið aftur nær tilhögun höfundarins.
Þetta er náttúrulega í hæsta falli pirrandi, mann langar nú eftir allt saman að sýna gamla þrjótnum í tvo heimana.
Og ég sé hann fyrir mér sitja einhversstaðar (líklega í tilturulega heitu loftslagi) og hlægja að mér. Bölvaður fanturinn...
Þegar maður reyndar hugsar til baka þá voru nú samt ströngustu kennararnir yfirleitt þeir bestu, þeir sem kenndu manni mest og maður hlýddi mest á. Og þykir þegar uppi stendur vænst um.
----------
Borgarmálin:
Þetta er að verða svo átakanlegt að það tekur varla nokkru tali. Tveir menn í forrystu nýss meirihluta berjast við að klúðra sem mest þeir meiga.
Ætlar aldrei að linna?
Hversu oft er hægt að ljúga að almenningi, hversu oft er hægt að gera mistök með almannafél, hversu oft er hægt að stinga félaga sína í bakið? Hversu lengi eigum við að þurfa að þola svona amatörisma?
púff...
Þá er það að baki. Mæli með langri ferð til Kúbu - fyrir tvo. Spurning hvort sólin og hið félagslega umhverfi þar komi ekki vitinu fyrir þessa menn. Og á meðan sé hægt að stjórna Reykjavík.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
Ég ætti ekki að vera að blogga, ég ætti að vera að sofa.
En skrýmslið í lífi mínu, Hamlet, heldur mér vakandi. Ég hef áður sagt að Shakespeare sé besti kennari sem nokkur leikhúsmaður, sem ákveður að taka meistarann alvarlega, getur kynnst.
En eins og oft er með góða kennara þá er hann strangur.
Ég er búinn að vera að ströggla við það að hrista upp í Hamlet, færa senur til, skipta út karakterum, færa til og "bæta" og niððurstaðan er oftar en ekki sú að ég þarf að snúa við og færa verkið aftur nær tilhögun höfundarins.
Þetta er náttúrulega í hæsta falli pirrandi, mann langar nú eftir allt saman að sýna gamla þrjótnum í tvo heimana.
Og ég sé hann fyrir mér sitja einhversstaðar (líklega í tilturulega heitu loftslagi) og hlægja að mér. Bölvaður fanturinn...
Þegar maður reyndar hugsar til baka þá voru nú samt ströngustu kennararnir yfirleitt þeir bestu, þeir sem kenndu manni mest og maður hlýddi mest á. Og þykir þegar uppi stendur vænst um.
----------
Borgarmálin:
Þetta er að verða svo átakanlegt að það tekur varla nokkru tali. Tveir menn í forrystu nýss meirihluta berjast við að klúðra sem mest þeir meiga.
Ætlar aldrei að linna?
Hversu oft er hægt að ljúga að almenningi, hversu oft er hægt að gera mistök með almannafél, hversu oft er hægt að stinga félaga sína í bakið? Hversu lengi eigum við að þurfa að þola svona amatörisma?
púff...
Þá er það að baki. Mæli með langri ferð til Kúbu - fyrir tvo. Spurning hvort sólin og hið félagslega umhverfi þar komi ekki vitinu fyrir þessa menn. Og á meðan sé hægt að stjórna Reykjavík.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
sunnudagur, febrúar 10, 2008
Góða kvöldið
Vinkona mín sagði eftirfarandi setningu í gær, en liggur ekki fyrir hvort hún var að tala um mig, eða sjálfan sig.
Setningin hljóðar svo:
Þegar fólk byrjar að hlusta á mig, þá hættir fólk að misskilja mig.
Það er ekki hægt annað en að taka undir þessi orð enda í tíma töluð.
Ég er að setja upp Hamlet og það er í dag vika í frumsýningu.
Þorleifur
Vinkona mín sagði eftirfarandi setningu í gær, en liggur ekki fyrir hvort hún var að tala um mig, eða sjálfan sig.
Setningin hljóðar svo:
Þegar fólk byrjar að hlusta á mig, þá hættir fólk að misskilja mig.
Það er ekki hægt annað en að taka undir þessi orð enda í tíma töluð.
Ég er að setja upp Hamlet og það er í dag vika í frumsýningu.
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)