Góða kvöldið
Ég ætti ekki að vera að blogga, ég ætti að vera að sofa.
En skrýmslið í lífi mínu, Hamlet, heldur mér vakandi. Ég hef áður sagt að Shakespeare sé besti kennari sem nokkur leikhúsmaður, sem ákveður að taka meistarann alvarlega, getur kynnst.
En eins og oft er með góða kennara þá er hann strangur.
Ég er búinn að vera að ströggla við það að hrista upp í Hamlet, færa senur til, skipta út karakterum, færa til og "bæta" og niððurstaðan er oftar en ekki sú að ég þarf að snúa við og færa verkið aftur nær tilhögun höfundarins.
Þetta er náttúrulega í hæsta falli pirrandi, mann langar nú eftir allt saman að sýna gamla þrjótnum í tvo heimana.
Og ég sé hann fyrir mér sitja einhversstaðar (líklega í tilturulega heitu loftslagi) og hlægja að mér. Bölvaður fanturinn...
Þegar maður reyndar hugsar til baka þá voru nú samt ströngustu kennararnir yfirleitt þeir bestu, þeir sem kenndu manni mest og maður hlýddi mest á. Og þykir þegar uppi stendur vænst um.
----------
Borgarmálin:
Þetta er að verða svo átakanlegt að það tekur varla nokkru tali. Tveir menn í forrystu nýss meirihluta berjast við að klúðra sem mest þeir meiga.
Ætlar aldrei að linna?
Hversu oft er hægt að ljúga að almenningi, hversu oft er hægt að gera mistök með almannafél, hversu oft er hægt að stinga félaga sína í bakið? Hversu lengi eigum við að þurfa að þola svona amatörisma?
púff...
Þá er það að baki. Mæli með langri ferð til Kúbu - fyrir tvo. Spurning hvort sólin og hið félagslega umhverfi þar komi ekki vitinu fyrir þessa menn. Og á meðan sé hægt að stjórna Reykjavík.
Bestu kv.
Þorleifur
Berlín
þriðjudagur, febrúar 12, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli