sunnudagur, nóvember 27, 2005

Góða kvöldið

Það er rólegt á bloggnótum þessa dagana, enda er lífið þessa dagana afar fábrotið.

Skólinn er orðin rútína sem gengur all harkalega að manni (sem mætti halda fram að væri undirstaða rútínunnar, að gera mann ónæman fyrir lífinu). Ég er á sama tíma að læra nýtt tæknitungumál leikhússins hér og ég er að ströggla við að ná mun betri tökum á þýskunni.

Það er nefnilega langt í frá að ég sé tilbúinn í alvöru þýsku, frábrugðið frá því sem ég hélt þegar ég kom hingað. Ég hélt að ég væri fær í flestan sjó tungumálalega séð en þegar maður kemst á ákveðið stig í tungumálinu þá er eins og það opnist manni nýr heimur sem maður hafði ekki hugmynd um að væri þarna. Þetta er náttúrulega eins í hverju tungumáli en þessi málheimur er manni hulinn þar til ákveðinni kunnáttu er náð. Og þá hefst nýtt og spennandi ferðalag.

ég er með bókaða miða á 4 sýningar fram að jólum og býst við að sú 5 bætist við áður en langt um líður. Ég mun skrifa um þær sýningar þegar þar að kemur sem og skila af mér löngu lofuðum umfjöllunum um hinn úkraínska Zhaldek (sem hefur mér verið mjög hugleikinn síðan ég sá verkin hans), en tíminn er einhvernveginn alltaf hlaupinn frá manni þegar maður er loksins tilbúinn að setjast niður og skrifa eitthvað.

Þangað til bið ég vel að heilsa.

Þorleifur