Skemmtilegt nokk að ég skuli hefja aftur bloggvertíð á fyrsta degi nýss árs (hálfu ári eftir síðasta innslag) en umfjöllunarefnið er það sama - ICESAVE
Þetta sýnir nú kannski betur en flest hversu föst umræðan á Íslandi hefur verið undanfarið hálft ár. Ég tel að þetta mál hafi verið mikilvægt, en ekki svona mikilvægt.
Við þurfum að standa við skuldbindingar okkar, líka þær sem okkur líkar ekki við. Það er háttur ábyrgra þjóða. Okkar regluverk brást, okkar eftirlitskerfi. Okkar sjóður var tómur og okkar stjórnmálamenn sögðust ætla að borga. Þessir sömu stjórnmálamenn voru kosnir að þeirri sömu þjóð og nú vill ekki kannast við neitt.
Mér finnst þetta frekar borðleggjandi.
Og komi sú staða upp að við getum ekki borgað - þá semjum við um það. Og erum eftir sem áður trúverðugir.
Þeir sem hlaupast undan merkjum af því þeim finnst allt í einu að þeir séu fórnarlömb (jafnvel þó svo þeir séu það að hluta) eru ómerkingar og þannig verður komið fram við þá.
Það er helst að þessari ástæðu sem ég skil ekki það ágæta fólk í Sjálfstæðisflokknum, sem er meira og minna skynsamt fólk og þekkir inn á viðskiptahætti. Ef einhver ætti að skilja hvað trúnaður og traust í viðskiptalegum samböndum þá ættu það að vera þau.
Meiraðsegja stórbóndinn í Framsókn ætti að vita betur en að láta popúlíska þjóðernishyggju hlaupa með sig í gönur.
En nú er þetta mál vonandi að baki (nema Óli sé alveg búinn að missa það) og þá er vonandi að fólk geti farið að einbeita sér að málum sem skipta raunverulegu máli.
En víst er að í sögu lýðveldisins þá hafa aldrei jafn margri haft jafn hátt um jafn lítið málefni.
Bestu kveðjur
Þorleifur Örn Arnarsson