Góða kvöldið - Helsinki kallar
Það er erfitt að vera fréttasjúkur Íslendingur í útlöndum.
Ástæðan, jú, íslensku netmiðlarnir eru svo hripalega slappir að það nær ekki nokkuri átt. Það er bara kemur ekki fyrir að ég hafi eitthvað að lesa á netmiðlunum. Mbl.is sem á að vera svo góður er ekki með nema örfáar fréttir og aldrei neitt annað en það sem er hér á BBC World. Hvað varðar íslensku fréttirnar þá gæti það verið að þær séu svona áhrifalitlar þegar maður horfir á þær úr fjarlægð en ég get bara ekki fengið mig til að lesa fréttir um úrilla bændur og samningaviðræður iðnaðarsambands Grindavíkur við hafnarvörðin yfir gömlum rækjubát sem lekur...
Þetta er ekki fréttaefni!!!!
Er þetta merkilegra í nálægð???
Og svo virðist mér sem fréttablaðið sé hætt við að birta blaðið á netinu og þá er ekkert eftir nema að hlusta á gufuna í beinni!
Segið svo að ríkisfyrirtæki geri ekki neitt! Þetta ættist að nota sem röksemd gegn hinni dýrkuðu einkavæðingu sem alllir virðast hafa verið að lepja upp undanfarin ár.
og hananú!
Góða nótt
Þorleifur
laugardagur, mars 13, 2004
Góða kvöldið
Það er ekki oft sem maður fær að upplifa tvær leiksýningar sama kvöldið. En það gerðist í kvöld þegar ég sat í Helsinki og horfði á Djöflana eftir Dostojevsky en var á sama tíma með föður mínum í huganum þar sem hann endurfrumsýndi Sveinsstykki í Gamla bíói.
Fyrstu um djöflana:
Ég hef verið afar hrifinn af verkinu allt síðan ég las það og sá svo í Borgarleikhúsinu í stórlega vanmettinni uppfærslu Bordon hins rússsneska. Sú sýning mun lifa með mér lengi enn. því miður get ég ekki sagt það sama um uppfærsluna sem ég sá í kvöld.
Til að byrja með var verkið 4 og hálfur tími. það þarf útaf fyrir sig ekki að vera svo slæmt en þegar leikstjórnin er þannig að það sem hefði átt að vera hratt var hægt og það sem átti að vera hægt var hratt þá er fokið í flest skjól.
Verkið hófst á 90 mínútna "intro" þar sem karakterarnir voru kynntir til sögunnar. Bókinni var fylgt eftir afar nákvæmlega og svo virtist sem ekki nokkrum hlut væri sleppt. SVo kom að lokum þess kafla og þá fór allt í einu allt á fullt. Allir öskruðu hver í kapp við annan og féllu svo í yfirlið - blackout. þetta var svona eins og endir á sinfóníu eftir Beethoven, þegar löngu tónarnir tveir loka verkinu. Taka skal fram að ég set þessa samlýkingu ekki inn sem hrós.
Út í sígó og klósettröðina.
Inn aftur og aðrar 90 mínútur biðu okkar. Nú var sagan komin í gang en leikstjórinn hafði ekki tekið eftir því og hélt því tempóinu óbreyttu. Það virtist sem hann hafi orðið fyrir listrænni hugljómun í hléi og áttað sig á því að skemmtilegasta form leikhússins eru tveggjamannasenur. Og svo hrifinn var hann af eigin hugmynd að hann hafði ekkert annað allan annan þáttinn, 22 tveggja manna sena án þess að nokkru sinni væru fleiri á sviðinu í einu. Annað sem kom stórlega á óvart í þessum hluta var að allt í einu (og af því er virðist) á nokkurrar ástæðu byrjaði vatn að falla úr loftinu og gerði það svo af og til það sem eftir lifði sýnigarinnar án þess að tengjast nokkru því sem var að gerast á sviðinu . Mikil ráðgáta það. En svo til að sanna að hann væri ekki einhæfur þá ákvað leikstjórinn að enda annan þátt á einræðu mikilli. það runnu fljótt á mig tvær grímur, ég þekkti nefnilega einræðuna. Ég leit skelkaður í kringum mig til að athuga hvort ég væri einn með skelfingu minni en svo virtist sem engin annar vissi hvað biði okkar. Leikstjórinn hafði aftur ákveðið að verða bókinni trúr og þá vissi ég að einræðan yrði vel á hálftíma á lengd. Hálftíma seinna feidaðist ljósið niður á manninum sem hafði talað þessi ósköp (það var ekki erfitt að þekkja senulok því leikstjórinn hafði fundið uppá því snilldarræði að lækka alltaf í fiðlutónlistinni rétt áður en að senunum lauk) og kaffi var allt í einu orðið lífsnauðsynlegt. (ég hafði reyndar notað tveggjamannasenur 17 - 21 til að leggja mig því að ég vissi að í þessum kafla gerist í raun ekki neitt.
Stór kaffibolli og þurfti svoldið að útskýra fyrir samferðafólki mínu að leikstjórinn hefði getað sparað leikhúsinu mikinn pening með því að fá einhverja bara til að lesa bókina upphátt eða sent hana inn á valin heimili í Helsinki. En svo gullu bjöllur og síðustu 90 mínúturnar voru framundan.
þriðji þáttur hófst að venju á tveggjamannatali en svo gerðist nokkuð afar furðulegt. það var sem leikstjórinn hafi einhversstaðar í æfingaferlinu litið á klukkuna á þessum tímapunki, fengið histeríukast og gefið leikaraliðinu örfandi sterasprautu í rassinn því að allt fór á fullt. Fólk fór að tala hraðar og svo fóru menn að drepa aðra menn og sjálfan sig og loks voru allir dauðir eða grenjandi (og ekkert yfirlið) en við áhorfendurnir sátum eftir algerlega í sjokki. Hvað hafði eiginlega gerst? þegar loks kom að köflum þar sem hefði þurft smá nærgætni, uppbyggingu, dramatíska uppbyggingu og spenna þá var bara hlaupið á handavaði í gegnum allt! Ekki vottur af leikstjórnarhæfileika var sjáanlegur nokkursstaðar.
Annars var þetta ágæt sýning.
Þessi sýning var í Q leikhúsinu í Helsinki en svo vill til að þjóðleikhúsið er að einnig að sýna Djöflana og það á víst að vera heljarinnar rússibani svo fróðlegt verður að sjá.
En að Sveinsstykki:
Loksins tókst að koma því aftur á svið (líklega var ég nógu lengi í burtu). Sýningin í kvöld gekk afar vel og var mikið af fólki. Stemmningin rosaleg og standing ovation fyrir kallinn.
Ef þú ert ekki búin að sjá sýninguna þá skaltu skammast þín og drífa þig.
Mér skilst að Schaubune leikhúsinu hafi verið boðið á listahátíð til þess að sýna NORU í leikstjórn Tomas Ostermeier. Ég ráðlegg hverjum þeim sem hefur of mikla peninga á milli handanna að gefa þeim sem hafa vondan smekk á leikhúsi miða á sýninguna því að þeim mun líklega líða alveg eins og heima hjá sér á sýningunni.
Mikið hlakka ég til þess að heyra stunurnar þegar fólk áttar sig á því að það var að borga undir einhverja mestu kvenfyrirlitningarsýningu seinni ára (en ætli það sé ekki bara kúl) og að horfa uppá fullkomið dæmi um hvernig sýnimennska fer að því að eyðileggja góð stykki.
En svo er hitt annað mál að maður lærir mest af vondum sýningum og má því segja að það sé réttlætanlegt að koma með sýninguna heim (Þó ég verði að viðurkenna að ég væri glaðari að vita af henni 3618 kílómetrum lengra frá Reykjavík en hún verður í sumar).
Ég spái því reyndar að sýning fái frábæra dóma og ekki verði þverfótað fyrir slefandi listafólki í kringum sýninguna, við á Íslandi erum nefnilega ekki orðin nógu örugg með okkur sjálf til þess að þora að gagnrýna það sem kemur utanúr heimi.
Það er reyndar stundum það sem gerir Íslendinga svo sæta.
Kannksi er gott að ég er ekki formaður listahátíðar því að ég þykist stundum vita Bolnum betur hvað bolnum er hollt!
Góðar stundir
Þorleifur
Það er ekki oft sem maður fær að upplifa tvær leiksýningar sama kvöldið. En það gerðist í kvöld þegar ég sat í Helsinki og horfði á Djöflana eftir Dostojevsky en var á sama tíma með föður mínum í huganum þar sem hann endurfrumsýndi Sveinsstykki í Gamla bíói.
Fyrstu um djöflana:
Ég hef verið afar hrifinn af verkinu allt síðan ég las það og sá svo í Borgarleikhúsinu í stórlega vanmettinni uppfærslu Bordon hins rússsneska. Sú sýning mun lifa með mér lengi enn. því miður get ég ekki sagt það sama um uppfærsluna sem ég sá í kvöld.
Til að byrja með var verkið 4 og hálfur tími. það þarf útaf fyrir sig ekki að vera svo slæmt en þegar leikstjórnin er þannig að það sem hefði átt að vera hratt var hægt og það sem átti að vera hægt var hratt þá er fokið í flest skjól.
Verkið hófst á 90 mínútna "intro" þar sem karakterarnir voru kynntir til sögunnar. Bókinni var fylgt eftir afar nákvæmlega og svo virtist sem ekki nokkrum hlut væri sleppt. SVo kom að lokum þess kafla og þá fór allt í einu allt á fullt. Allir öskruðu hver í kapp við annan og féllu svo í yfirlið - blackout. þetta var svona eins og endir á sinfóníu eftir Beethoven, þegar löngu tónarnir tveir loka verkinu. Taka skal fram að ég set þessa samlýkingu ekki inn sem hrós.
Út í sígó og klósettröðina.
Inn aftur og aðrar 90 mínútur biðu okkar. Nú var sagan komin í gang en leikstjórinn hafði ekki tekið eftir því og hélt því tempóinu óbreyttu. Það virtist sem hann hafi orðið fyrir listrænni hugljómun í hléi og áttað sig á því að skemmtilegasta form leikhússins eru tveggjamannasenur. Og svo hrifinn var hann af eigin hugmynd að hann hafði ekkert annað allan annan þáttinn, 22 tveggja manna sena án þess að nokkru sinni væru fleiri á sviðinu í einu. Annað sem kom stórlega á óvart í þessum hluta var að allt í einu (og af því er virðist) á nokkurrar ástæðu byrjaði vatn að falla úr loftinu og gerði það svo af og til það sem eftir lifði sýnigarinnar án þess að tengjast nokkru því sem var að gerast á sviðinu . Mikil ráðgáta það. En svo til að sanna að hann væri ekki einhæfur þá ákvað leikstjórinn að enda annan þátt á einræðu mikilli. það runnu fljótt á mig tvær grímur, ég þekkti nefnilega einræðuna. Ég leit skelkaður í kringum mig til að athuga hvort ég væri einn með skelfingu minni en svo virtist sem engin annar vissi hvað biði okkar. Leikstjórinn hafði aftur ákveðið að verða bókinni trúr og þá vissi ég að einræðan yrði vel á hálftíma á lengd. Hálftíma seinna feidaðist ljósið niður á manninum sem hafði talað þessi ósköp (það var ekki erfitt að þekkja senulok því leikstjórinn hafði fundið uppá því snilldarræði að lækka alltaf í fiðlutónlistinni rétt áður en að senunum lauk) og kaffi var allt í einu orðið lífsnauðsynlegt. (ég hafði reyndar notað tveggjamannasenur 17 - 21 til að leggja mig því að ég vissi að í þessum kafla gerist í raun ekki neitt.
Stór kaffibolli og þurfti svoldið að útskýra fyrir samferðafólki mínu að leikstjórinn hefði getað sparað leikhúsinu mikinn pening með því að fá einhverja bara til að lesa bókina upphátt eða sent hana inn á valin heimili í Helsinki. En svo gullu bjöllur og síðustu 90 mínúturnar voru framundan.
þriðji þáttur hófst að venju á tveggjamannatali en svo gerðist nokkuð afar furðulegt. það var sem leikstjórinn hafi einhversstaðar í æfingaferlinu litið á klukkuna á þessum tímapunki, fengið histeríukast og gefið leikaraliðinu örfandi sterasprautu í rassinn því að allt fór á fullt. Fólk fór að tala hraðar og svo fóru menn að drepa aðra menn og sjálfan sig og loks voru allir dauðir eða grenjandi (og ekkert yfirlið) en við áhorfendurnir sátum eftir algerlega í sjokki. Hvað hafði eiginlega gerst? þegar loks kom að köflum þar sem hefði þurft smá nærgætni, uppbyggingu, dramatíska uppbyggingu og spenna þá var bara hlaupið á handavaði í gegnum allt! Ekki vottur af leikstjórnarhæfileika var sjáanlegur nokkursstaðar.
Annars var þetta ágæt sýning.
Þessi sýning var í Q leikhúsinu í Helsinki en svo vill til að þjóðleikhúsið er að einnig að sýna Djöflana og það á víst að vera heljarinnar rússibani svo fróðlegt verður að sjá.
En að Sveinsstykki:
Loksins tókst að koma því aftur á svið (líklega var ég nógu lengi í burtu). Sýningin í kvöld gekk afar vel og var mikið af fólki. Stemmningin rosaleg og standing ovation fyrir kallinn.
Ef þú ert ekki búin að sjá sýninguna þá skaltu skammast þín og drífa þig.
Mér skilst að Schaubune leikhúsinu hafi verið boðið á listahátíð til þess að sýna NORU í leikstjórn Tomas Ostermeier. Ég ráðlegg hverjum þeim sem hefur of mikla peninga á milli handanna að gefa þeim sem hafa vondan smekk á leikhúsi miða á sýninguna því að þeim mun líklega líða alveg eins og heima hjá sér á sýningunni.
Mikið hlakka ég til þess að heyra stunurnar þegar fólk áttar sig á því að það var að borga undir einhverja mestu kvenfyrirlitningarsýningu seinni ára (en ætli það sé ekki bara kúl) og að horfa uppá fullkomið dæmi um hvernig sýnimennska fer að því að eyðileggja góð stykki.
En svo er hitt annað mál að maður lærir mest af vondum sýningum og má því segja að það sé réttlætanlegt að koma með sýninguna heim (Þó ég verði að viðurkenna að ég væri glaðari að vita af henni 3618 kílómetrum lengra frá Reykjavík en hún verður í sumar).
Ég spái því reyndar að sýning fái frábæra dóma og ekki verði þverfótað fyrir slefandi listafólki í kringum sýninguna, við á Íslandi erum nefnilega ekki orðin nógu örugg með okkur sjálf til þess að þora að gagnrýna það sem kemur utanúr heimi.
Það er reyndar stundum það sem gerir Íslendinga svo sæta.
Kannksi er gott að ég er ekki formaður listahátíðar því að ég þykist stundum vita Bolnum betur hvað bolnum er hollt!
Góðar stundir
Þorleifur
miðvikudagur, mars 10, 2004
Góðan daginn
Enn heldur leikhúsgagnrýnisumræðan áfram.
Mér skilst að hlutverk gagnrýnenda sé að skrifa gagnrýni handa hinum áhugasama leikhúsáhorfanda. Sérstaklega er tekið fram að ef listafólk lesi gagnrýnina þá sé það svo sem í lagi en það sé svo sannarlega ekki skrifað fyrir það.
Vissuleg er ég ekki sammála þessu, sem er allt í lagi en það fékk mig til að rifja upp öll þessi ár að endalausum umræðum um leikhúsgagnrýni í umhverfiu mínu. Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf haft á tilfinningunni að það sé stríð í gagni.
Ég veit ekki hvar þetta stríð hófst. Stríðið milli gagnrýnenda og Leikhússins. Og það er eins og öll stríð, óskiljanlegt! Þetta ætti að vera fólk sem deildi með hvoru öðru drauminum um gott leikhús en þess í stað virðst sem að beiskja hafi gripið um sig og fólk hafi fjarlægst í stað þess að ræða málin.
Ef maður reynir að greina hvaðan beiskjan kemur þá blasa nokkrar ástæður við og standa þær báðu megin víglínunnar.
EF við skoðum fyrst þátt leikhússins þá er það deginum ljósara að leikhúsfólki líkar að fá góða dóma (og þá er það ánægt með sjálft sig) en á ofboðslega erfitt með vonda dóma (og þá er það gagnrýnandanum að kenna). Það er nefnilega leiðinleg lenska í leikhúsinu að taka umfjöllun um listirnar persónulega. Það sé það sama að gagnrýna list mína og persónu. Auðvitað ætti þetta að vera fjarri lagi en því miður er þetta oftar en ekki svoleiðis.
Gagnrýnendur eiga líka sinn þátt í þessari beiskju. Það hefur oft brennt við að fólk sem er að skrifa um leikhús hefur ekki haft hundsvit á því sem það var að "gagnrýna". ÞAð væri svona rétt eins og ég tæki að mér að vera dómari í samkeppni í Arkítektúr vegna þess að ég lærði leiklist í háskóla. Þetta fer, eins og gefur að skilja, afskaplega í taugarnar á atvinnumönnum. Að einhver sem ekkert vit hefur á málefninu annað en eigin skoðun, sé að fjalla um verk hans á almannafæri með dómarahatt á höfði. OG það er mikilvægt að hafa það í huga að gagnrýendur eru ekki venjulegir áhorfendur sem fjalla svo bara um sína skoðun í blöðunum. Það er misskilningur, ég fengi ekki að fjalla um arkítektúr í blöðunum af því ég hefði skoðanir á því, einfaldlega af því að ég hef enga þekkingu til að byggja mínar skoðanir á. Það þýðir ekki að ég megi ekki keyra fram hjá húsi og hafa skoðanir á því, ég fengi bara ekki að halda þeim fram á almannafæri undir því yfirskyni að ég væri atvinnumaður.
Án nokkurs vafa fer stór hluti ábyrgðarinnar á þessu yfir á fjölmiðilinn sjálfan. Hann ætti náttúrulega að sjá sóma sinn í því að ráða fagfólk til að fjalla um viðfangsefnin (og þetta horfir nú til betri vegar og fjalla ég um það síðar).
Oftar en ekki er peningaleysi fjölmiðlanna orsök gæðaskorts. Ekki er hægt að borga gagnrýnanda nóg til þess að hann geti farið oftar en einu sinni á sýninguna og skrifað afar upplýstan dóm byggðan á yfirgripsmiklum skilningi heldur neyðist gagnrýnandinn til að horfa á sýninguna einu sinni og hlaupa svo heim til að skrifa fyrir blaðið næsta morgun. Þannig í raun er honum vorkunn.
Að lokum ætti það ekki að vera hlutverk hvers gagnrýendafyrir sig að skilgreina sitt hlutverk. Ég hef heyrt þau nokkur í gegnum árin, allt frá aðhaldi við listina yfir í algjörlega ábyrgðarlausa - "ÉG er bara áhorfandi sem segi hvað mér finnst" - afstöðu sem gerir engum greiða. EF manni er borgað fyrir að gera eitthvað þá er maður atvinnumaður, það felst í hlutarnir eðli. Þessi umræða verður að fara fram og það á milli þessara hópa í stað þess að hvor hópur um sig komist að niðurstöðu hver í sínu horni.
Að lokum:
Ég ákvað að benda á þetta til þess að fólk geti farið að leggja niður vopnin. Og með því að tala saman í stað þess að baktala og hunsa þá getum við byggt upp leikhús framtíðarinnar - saman.
Bestu kv.
Þorleifur
Enn heldur leikhúsgagnrýnisumræðan áfram.
Mér skilst að hlutverk gagnrýnenda sé að skrifa gagnrýni handa hinum áhugasama leikhúsáhorfanda. Sérstaklega er tekið fram að ef listafólk lesi gagnrýnina þá sé það svo sem í lagi en það sé svo sannarlega ekki skrifað fyrir það.
Vissuleg er ég ekki sammála þessu, sem er allt í lagi en það fékk mig til að rifja upp öll þessi ár að endalausum umræðum um leikhúsgagnrýni í umhverfiu mínu. Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf haft á tilfinningunni að það sé stríð í gagni.
Ég veit ekki hvar þetta stríð hófst. Stríðið milli gagnrýnenda og Leikhússins. Og það er eins og öll stríð, óskiljanlegt! Þetta ætti að vera fólk sem deildi með hvoru öðru drauminum um gott leikhús en þess í stað virðst sem að beiskja hafi gripið um sig og fólk hafi fjarlægst í stað þess að ræða málin.
Ef maður reynir að greina hvaðan beiskjan kemur þá blasa nokkrar ástæður við og standa þær báðu megin víglínunnar.
EF við skoðum fyrst þátt leikhússins þá er það deginum ljósara að leikhúsfólki líkar að fá góða dóma (og þá er það ánægt með sjálft sig) en á ofboðslega erfitt með vonda dóma (og þá er það gagnrýnandanum að kenna). Það er nefnilega leiðinleg lenska í leikhúsinu að taka umfjöllun um listirnar persónulega. Það sé það sama að gagnrýna list mína og persónu. Auðvitað ætti þetta að vera fjarri lagi en því miður er þetta oftar en ekki svoleiðis.
Gagnrýnendur eiga líka sinn þátt í þessari beiskju. Það hefur oft brennt við að fólk sem er að skrifa um leikhús hefur ekki haft hundsvit á því sem það var að "gagnrýna". ÞAð væri svona rétt eins og ég tæki að mér að vera dómari í samkeppni í Arkítektúr vegna þess að ég lærði leiklist í háskóla. Þetta fer, eins og gefur að skilja, afskaplega í taugarnar á atvinnumönnum. Að einhver sem ekkert vit hefur á málefninu annað en eigin skoðun, sé að fjalla um verk hans á almannafæri með dómarahatt á höfði. OG það er mikilvægt að hafa það í huga að gagnrýendur eru ekki venjulegir áhorfendur sem fjalla svo bara um sína skoðun í blöðunum. Það er misskilningur, ég fengi ekki að fjalla um arkítektúr í blöðunum af því ég hefði skoðanir á því, einfaldlega af því að ég hef enga þekkingu til að byggja mínar skoðanir á. Það þýðir ekki að ég megi ekki keyra fram hjá húsi og hafa skoðanir á því, ég fengi bara ekki að halda þeim fram á almannafæri undir því yfirskyni að ég væri atvinnumaður.
Án nokkurs vafa fer stór hluti ábyrgðarinnar á þessu yfir á fjölmiðilinn sjálfan. Hann ætti náttúrulega að sjá sóma sinn í því að ráða fagfólk til að fjalla um viðfangsefnin (og þetta horfir nú til betri vegar og fjalla ég um það síðar).
Oftar en ekki er peningaleysi fjölmiðlanna orsök gæðaskorts. Ekki er hægt að borga gagnrýnanda nóg til þess að hann geti farið oftar en einu sinni á sýninguna og skrifað afar upplýstan dóm byggðan á yfirgripsmiklum skilningi heldur neyðist gagnrýnandinn til að horfa á sýninguna einu sinni og hlaupa svo heim til að skrifa fyrir blaðið næsta morgun. Þannig í raun er honum vorkunn.
Að lokum ætti það ekki að vera hlutverk hvers gagnrýendafyrir sig að skilgreina sitt hlutverk. Ég hef heyrt þau nokkur í gegnum árin, allt frá aðhaldi við listina yfir í algjörlega ábyrgðarlausa - "ÉG er bara áhorfandi sem segi hvað mér finnst" - afstöðu sem gerir engum greiða. EF manni er borgað fyrir að gera eitthvað þá er maður atvinnumaður, það felst í hlutarnir eðli. Þessi umræða verður að fara fram og það á milli þessara hópa í stað þess að hvor hópur um sig komist að niðurstöðu hver í sínu horni.
Að lokum:
Ég ákvað að benda á þetta til þess að fólk geti farið að leggja niður vopnin. Og með því að tala saman í stað þess að baktala og hunsa þá getum við byggt upp leikhús framtíðarinnar - saman.
Bestu kv.
Þorleifur
sunnudagur, mars 07, 2004
Góðan daginn
Hlutir gerast hratt í Finnlandi þessa dagana.
Það hefur verið að safnast í hópinn hjá FInnlandsútibúi hins Lifandi Leikhúss og er dramatúrginn Kaisa kominn í hópinn. Mun hún skrifa með mér nútímaútgáfu af Pétri Gaut og aðstoða við að samr?ma málnotkunina sem notað verður milli finnsku og íslensku. Mér skilst að finnska þýðingin á Pétri Gaut sé ljóðræn en á eðlilegu og nútímalegu máli. Hættan er nefnilega sú að innihald verkins týnist ef tungumálið sem verkið er flutt á er of upphafið.
Þetta vandamál er til dæmis augljóst í grísku harmleikjunum. Afar erfitt að skilja það sem við er átt þegar flúrið er slíkt að setningum er alltaf snúið á hvolf til að sýna skáldasnillina. Einnig var þetta það sem hrjáði sýningu Hafnarfjarðarleikhússins á Grettissögu. Textinn er svo erfiður í flutningi að þeir sem á hlýddu áttu í fullu fangi mað að skilja það sem fram fór.
Í þýðingu Einars Ben á Pétri Gaut er þetta augljóst. Málið er afar fallegt en er frekar skráð til lestrar en flutning á sviði(sem er einmitt skemmtileg tilviljun því að Ibsen skrifaði Pétur GAut sem ljóð á bók, ekki til flutnings). En þar sem ég vil að fólk skilji og vil koma á framfæri afar sterkum boðskap um nútímann og hvernig maðurinn er eins og þeytispjald mitt í öllu stressinu og mikilmennskubrjálæðinu þá vil ég einfaldari texta og umfram allt skiljanlegan.
Kaisa þessi er afar snjöll af því er virðist. hún er fremur þögul en afar skapmikil (samkvæmt sögusögnum) Hún er óhrædd að segja meiningu sína og hefur sterka listræna sýn. Ég hef góða tilfinningu fyrir samstarfinu við hana.
Við þetta vaknar reyndar upp spurning. Af hverju vinn ég svona mikið með konum?
Melkorka þýddi með mér "Aðfarir að lífi hennar"
Arndís Dúnja skrifaði með mér "1984 - Ástarsögu" og var aðstoðarleikstjóri minn bæði í því stykki sem og í sveinsstykki.
Mervi er framleiðandi minn hér
og nú Kaisa sem vinnur með mér leikgerðina uppúr pétri Gaut.
Er þetta kannski hið femenísk uppeldi? Því skal ég láta ósvarað en líklegra þykir mér þó að þetta helgist af því að mér finnst gott að hafa fólk í kringum mig sem hefur aðra sýn á heiminn en ég. Konur horfa öðruvísi á veröldina en karlmenn (sést kannski best áa því að ég man í svipinn ekki eftir þeirri konu sem hóf styrjöld gegn nágrönnum sínum) og því er það gott til að halda aftur af karllægri sýn minni. Jafnrétti og hvernig kvenímyndin er notuð í nútímasamfélagi eru stór málefni sem stinga stöðugt upp kollinum í verkum mínum og því þarf ég oft kvenaugað til að styrkja þessa sýn og einangrast ekki í hinu karllæga leikhúsi.
Staðreyndin er sú að það er sorglegt og skammarlegt fyrir leikhúsið hvað fáar konur starfa þar sem leikstjórar. Og þær sem gera það hafa það venjulega mun verra en mennirnir. Svo ekki sé nú minnst á rulluskrifin í gegnum tíðina.
Það væri spennandi að athuga hversu mikið konur hafa verið aðstoðarleikstjórar eða dramatúrgar eða starfað náið með helstu leikhúsfrömuðum sögunnar? Ég hef það á tilfinningunni að það yrði forvitnileg lesning.
Verð að fara að koma mér að vinnu, Sveinsstykki að fara upp að nýju og nú þurfa allir að bretta upp ermarnar!
Bestu kv.
Þorleifur
zorleifhotmail.com
Hlutir gerast hratt í Finnlandi þessa dagana.
Það hefur verið að safnast í hópinn hjá FInnlandsútibúi hins Lifandi Leikhúss og er dramatúrginn Kaisa kominn í hópinn. Mun hún skrifa með mér nútímaútgáfu af Pétri Gaut og aðstoða við að samr?ma málnotkunina sem notað verður milli finnsku og íslensku. Mér skilst að finnska þýðingin á Pétri Gaut sé ljóðræn en á eðlilegu og nútímalegu máli. Hættan er nefnilega sú að innihald verkins týnist ef tungumálið sem verkið er flutt á er of upphafið.
Þetta vandamál er til dæmis augljóst í grísku harmleikjunum. Afar erfitt að skilja það sem við er átt þegar flúrið er slíkt að setningum er alltaf snúið á hvolf til að sýna skáldasnillina. Einnig var þetta það sem hrjáði sýningu Hafnarfjarðarleikhússins á Grettissögu. Textinn er svo erfiður í flutningi að þeir sem á hlýddu áttu í fullu fangi mað að skilja það sem fram fór.
Í þýðingu Einars Ben á Pétri Gaut er þetta augljóst. Málið er afar fallegt en er frekar skráð til lestrar en flutning á sviði(sem er einmitt skemmtileg tilviljun því að Ibsen skrifaði Pétur GAut sem ljóð á bók, ekki til flutnings). En þar sem ég vil að fólk skilji og vil koma á framfæri afar sterkum boðskap um nútímann og hvernig maðurinn er eins og þeytispjald mitt í öllu stressinu og mikilmennskubrjálæðinu þá vil ég einfaldari texta og umfram allt skiljanlegan.
Kaisa þessi er afar snjöll af því er virðist. hún er fremur þögul en afar skapmikil (samkvæmt sögusögnum) Hún er óhrædd að segja meiningu sína og hefur sterka listræna sýn. Ég hef góða tilfinningu fyrir samstarfinu við hana.
Við þetta vaknar reyndar upp spurning. Af hverju vinn ég svona mikið með konum?
Melkorka þýddi með mér "Aðfarir að lífi hennar"
Arndís Dúnja skrifaði með mér "1984 - Ástarsögu" og var aðstoðarleikstjóri minn bæði í því stykki sem og í sveinsstykki.
Mervi er framleiðandi minn hér
og nú Kaisa sem vinnur með mér leikgerðina uppúr pétri Gaut.
Er þetta kannski hið femenísk uppeldi? Því skal ég láta ósvarað en líklegra þykir mér þó að þetta helgist af því að mér finnst gott að hafa fólk í kringum mig sem hefur aðra sýn á heiminn en ég. Konur horfa öðruvísi á veröldina en karlmenn (sést kannski best áa því að ég man í svipinn ekki eftir þeirri konu sem hóf styrjöld gegn nágrönnum sínum) og því er það gott til að halda aftur af karllægri sýn minni. Jafnrétti og hvernig kvenímyndin er notuð í nútímasamfélagi eru stór málefni sem stinga stöðugt upp kollinum í verkum mínum og því þarf ég oft kvenaugað til að styrkja þessa sýn og einangrast ekki í hinu karllæga leikhúsi.
Staðreyndin er sú að það er sorglegt og skammarlegt fyrir leikhúsið hvað fáar konur starfa þar sem leikstjórar. Og þær sem gera það hafa það venjulega mun verra en mennirnir. Svo ekki sé nú minnst á rulluskrifin í gegnum tíðina.
Það væri spennandi að athuga hversu mikið konur hafa verið aðstoðarleikstjórar eða dramatúrgar eða starfað náið með helstu leikhúsfrömuðum sögunnar? Ég hef það á tilfinningunni að það yrði forvitnileg lesning.
Verð að fara að koma mér að vinnu, Sveinsstykki að fara upp að nýju og nú þurfa allir að bretta upp ermarnar!
Bestu kv.
Þorleifur
zorleifhotmail.com
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)