Góða kvöldið
Þar sem ég er kominn aftur þá get eg ekki haldið aftur af mér og dempt mér út í umræðuna.
ég var búinn að skrifa langan pistil sem hvarf þegar ég ýtti á einhvern takka og mig langar að fara að gráta, en þess í stað ætla ég að skrifa annan og ef ég fer yfir strikið þá sýnið mér vins. umburðarlyndi.
Umfjöllunarefnið er hinn svokallaði heimbókmenntalisti. heimsbókmenntalistinn svokallaði. Hann er slíkt rusl að ég varð að gera eitthvað þó ég eigi löngu að vera farinn í rúmið.
Sumsé:
ULYSSES James Joyce: Arg... ÞVílíkt endemis rugl. ég hef sagt það áður og geri það hér með aftur. ÞAÐ HEFUR ALDREI NEINN LESIÐ ÞESSA BÓK. Það er bara míta og snobbhundarnir sem segjast hafa gert það, gera það einvörðungu til þess að missa ekki "face" fyrir hinum spírunum (Ástráður inklúderaður).
Það er næsta glæpsamlegt að gefa svona rusl út. Að troða uppá blásaklaust fólk sem hafði haft eitthvað mun betra að gera við peninginn sinn en að kaupa þennan skeinipappír fullan af einhverju hugarflæði fyllibyttu í París. Að minnsta kosti hafði Bukovskí það af að vera skemmtilegur á stundum.
Joyce, þú þarft að átta þig á því að engum finnst þú skemmtilegur nema Beckett og hann er dauður! Púff
Næstur:
Gatsby. Þessa bók hef ég ekki lesið af þeirri ástæðu einni að konan mín elska hana og er alltaf að ota henni að mér. Ég les hana svo ekki og pirra hana óendanlega með því (hún les bækurnar sem ég mæli með, hehehe).
A PORTRAIT OF THE ARTIST AS A YOUNG MAN James Joyce:
SNOBB! Hvað er þetta? EF mig langaði að lesa um öræfaheiti í Englandi þá myndi ég ekki gera það. Hvað þá ef þau eru dulbúin í formi skáldsögu eftir manninn sem skeit Ulysses á blað. REyndu kannski heldur fótboltaklúbbana buddí!
Lolita: Hvernig getur það verið leiðinlegt að lesa um gamlann perra sem er að ríða barni.
Brave New World: Litli bróðir 1984 sem er af einhverjum undarlegum ástæðum neðar á lista. Annars er gaman að minnast á það að heimurinn er að verða eins og léleg útgáfa að samblandi þessarra tveggja bóka.
næstu þekki ekki
Catch 22: Eftir bls 176 upplifi ég eftirfarandi: Ok, I got it ! (svo legg ég bókinni og finn cathchið ekki aftur og fer í bókina aðð nýju að leita, gefst upp á bls 176 þegar ég er búinn að ná því og...þið vitið)
Annars er þessi listi slíkt húmbúkk að ég nenni varla að eyða tíma mínum í hann. Þetta lítur út eins og óskalisti Salamon Rushdy (sem er leiðinlegasti núlifandi rithöfundurinn). Hvaða fornaldardýrkun er þetta? Þarna er ekki nokkur bók sem flokkast undir eitthvað sem einhver undir fimmtugu kannast við. Ekki furða að það geti verið mannskemmandi að læra bókmenntafræði.
Svo ekki sé minnst á þröngsýnina. hvar eru Rússarnir, Frakkarnir (nema andlegi dvergurinn hann joyce sé talinn til fransmanna), Íslendingurinn, S-Ameríkumennirnir, konurnar o.s.f. Sveiattan!
Hérna kem ég með eigin lista, lista sem eitthvað sens er í:
1. LOTR - bara verð enda er hún svo falleg, spennandi, skemmtileg og á svo vel við í dag.
2. Meistarinn og Margaríta - Búlgakov. Fegurðin, glettnin og viskan á sér varla hliðstæðu í sögunni. Nær að sameina skemmtun og alvöru sem engin önnur bók.
3. Karamasov bræðurnir - Dostójevskí. Guð og maður, stúdía með fullt af skemmtilegum senum og hótfyndni. Þetta er sannkallað meistaraverk.
4. Girlfriend in a Coma - Coupland. Einhver besta analógía á nútímanum sem fyrir finnst. Ekkert sérlega skemmtileg en alveg brjálæðislega innsæissöm.
5. American Gods/Sandman - Gaiman. Fyrir bestu meðhöndlun á mythologíu sem ég hef fyrirfundið. Þetta eru einu alvöru epísku bókmenntirnar sem skrifaðar hafa verið í 20 ár.
6. Sjálfstætt fólk - kallinn. Fyrir að segja okkur hvernig við erum í raun og veru þó við viljum ekki trúa því sjálf.
7. Íslenska stjórnarskráin - höfundur óþekk(t)ur. Fyrir að vera algjörlega ómerkt plagg.
8. 1984 - Orwell. Fyrir að vera sönn
9. Stubit white man - moore. Fyrir að biðja Kofi annan að senda friðargæslulið að fara til Whashington DC. og koma valdaræningjanum frá.
10. Wild Sheep Chase - Murakami. Bók á mörkum hons veraldlega sem leiðir mann áfram af slíkri snilld að maður situr gáttaður eftir og reynir að lesa aftur. OG fyrir frábærar einræður.
11. The great kanadian bathroom book. Fyrir að taka öll meistaraverk sögunnar saman og birta tveggja blaðsíðna úrdrátt úr þeim - Og gera mér það kleift að skrifa þennan pistil
föstudagur, júní 27, 2003
Sælirnú!
Eftir miklar hrakfarir þá er ég kominn á netið að nýju (shame on you OGVodaphone (kemst ekki yfir nafnahallærið) og more shame on Microsoft).
En maður á víst ekki að lifa í fortíðinni heldur horfa hnakkkreistur til framtíðar.
Og reyndar hefur það verið það sem einkennt hefur líf mitt fram að þessu. Ég hef alltaf verið mun uppteknari að því sem koma skal en því sem liðið er. Vissulega getur þetta haft í för með sér ákveðna kosti en því er hinsvegar ekki hægt að koma sér undan að þetta getur einnig komið sér harla illa.
Tökum dæmi. 17. Júní síðastliðinn tók ég og nokkrir félagar mínir okkur til og ákváðum að sprella pínku. Við fórum á vegum hins Hússins og tróðum upp á Stjórnarráðslóðinni. Við vorum að skrá í Hinn íslenska Lýðveldisher. Þetta tók draugurinn í stjórnarráðinu eitthvað óstinnt upp og hringdi á varðsveitina. Hún mætti í fjölmenni með hjólin í eftirdragi (Mongoose sem einmitt er á tilboði hjá Erninum) og báru húfurnar hátt. OG í fyrsta en vonandi ekki síðasta sinni á ævi minni þá gat ég horft framan í þá, mitt í ólöglegu athæfi, og sagst hafa til þess fullt leyfi og það frá atvinnurekanda þeirra! HEHEHE, þið hefðuð átt að sjá svipinn þegar þeir hringdu í Benóní 17 júníboss og fengu að heyra að ég væri með allt á hreinu (nema nærbuxurnar).
En svo ég komi mér nú að púnktinum. Ég bíst við að þetta stundargaman muni koma sér afar illa í fratíðinni ef ég ætla mér einhvertímann að betla eitthvað frá einhverjum opinberum í framtíðinni. En svo er hitt að kannski breyttu kosningarnar einhverjum og viðkomandi langar að haga sér eins og maður. Allaveganna hefur stríðsrekstur alltaf komið mönnum á kortið hvað stórkallamennsku varðar.
Og í kjölfarið, gaman að sjá allar konurnar sem skrá hafa nafn sitt í söguna vegna almenns stríðsreksturs. Það er fróðleg lesning.
SVo langar mig að birta ræðuna sem ég flutti við svo takmarkaða hrifningu:
Kæru Íslendingar!
Í dag er dagur þjóðarinnar. Í dag er dagur stoltsins. Í dag er dagur sögunnar. Í dag er dagur fánans og allt sem hann stendur fyrir. Í dag er dagur þeirra sem upprifnir eru af sögu lands og þjóðar og horfa staðfast til framtíðar.
Margt hefur okkar góða þjóð mátt þola gegnum aldrinar. Við höfum barist við Norðmenn, Dani, Breta og kommúnista en alltaf höfum við haft sigur. Sigur sem byggist á samstöðu, sigur sem byggist á þjóðarstolti, sigur sem byggist á þeirri vissu að við erum öðrum þjóðum betri.
Sagan kennir okkur að við höfum aldrei snúið baki við ættjörðinni og í dag verður engin breyting þar á. Þegar nýjar hættur birtast sem púkar að nóttu verðum við að vera tilbúin að mæta þeim af festu og karlmennsku.
Nú hafa ameríkanarnir svikið okkur verðum við því að horfast í augu við það að við eru varnarlaus nema rétt sé á málunum haldið.
Og það meiga þjóðir heims vita að Ísland og Íslendingar eru ekki og munu ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust. Við munum rísa upp sem hið öskrandi ljón norðursins og sýna þjóðum heims að hér búi engir kotbændur heldur blóðþyrstir stríðsmenn sem eigra sér ekki undan neinu.
Í dag er söguleg stund því í dag stóðum við saman sem einn maður og sýndum umheiminum að sverðið sé pennanum sterkara.
Í dag er söguleg stund því í dag munu verndarar frelsins taka höndum saman og vernda það sem þeim er kært.
Í dag er söguleg stund því loks erum við tilbúnir að berjast fyrir friðnum.
Í dag er söguleg stund því að hann markar stofnun hins íslenska lýðræðishers.
Ísland fyrir Íslendinga!!! (endurtakist að vild)
Ísland lengi lifi, Húrra, húrra, húrra! (endurtakist að vild)
SVo ef þú ert ekki kominn með æluna upp í háls er hér mynd af mér að fasistast
Lengi lifi þeir sem ekkert kannast við almennan tepruskap og tilbúnir eru að drepa börn og aðra hryðjuverkamenn sem ógna sjálfstæði þjóðarinnar og frelsi vesturheims
Þorleifur
Eftir miklar hrakfarir þá er ég kominn á netið að nýju (shame on you OGVodaphone (kemst ekki yfir nafnahallærið) og more shame on Microsoft).
En maður á víst ekki að lifa í fortíðinni heldur horfa hnakkkreistur til framtíðar.
Og reyndar hefur það verið það sem einkennt hefur líf mitt fram að þessu. Ég hef alltaf verið mun uppteknari að því sem koma skal en því sem liðið er. Vissulega getur þetta haft í för með sér ákveðna kosti en því er hinsvegar ekki hægt að koma sér undan að þetta getur einnig komið sér harla illa.
Tökum dæmi. 17. Júní síðastliðinn tók ég og nokkrir félagar mínir okkur til og ákváðum að sprella pínku. Við fórum á vegum hins Hússins og tróðum upp á Stjórnarráðslóðinni. Við vorum að skrá í Hinn íslenska Lýðveldisher. Þetta tók draugurinn í stjórnarráðinu eitthvað óstinnt upp og hringdi á varðsveitina. Hún mætti í fjölmenni með hjólin í eftirdragi (Mongoose sem einmitt er á tilboði hjá Erninum) og báru húfurnar hátt. OG í fyrsta en vonandi ekki síðasta sinni á ævi minni þá gat ég horft framan í þá, mitt í ólöglegu athæfi, og sagst hafa til þess fullt leyfi og það frá atvinnurekanda þeirra! HEHEHE, þið hefðuð átt að sjá svipinn þegar þeir hringdu í Benóní 17 júníboss og fengu að heyra að ég væri með allt á hreinu (nema nærbuxurnar).
En svo ég komi mér nú að púnktinum. Ég bíst við að þetta stundargaman muni koma sér afar illa í fratíðinni ef ég ætla mér einhvertímann að betla eitthvað frá einhverjum opinberum í framtíðinni. En svo er hitt að kannski breyttu kosningarnar einhverjum og viðkomandi langar að haga sér eins og maður. Allaveganna hefur stríðsrekstur alltaf komið mönnum á kortið hvað stórkallamennsku varðar.
Og í kjölfarið, gaman að sjá allar konurnar sem skrá hafa nafn sitt í söguna vegna almenns stríðsreksturs. Það er fróðleg lesning.
SVo langar mig að birta ræðuna sem ég flutti við svo takmarkaða hrifningu:
Kæru Íslendingar!
Í dag er dagur þjóðarinnar. Í dag er dagur stoltsins. Í dag er dagur sögunnar. Í dag er dagur fánans og allt sem hann stendur fyrir. Í dag er dagur þeirra sem upprifnir eru af sögu lands og þjóðar og horfa staðfast til framtíðar.
Margt hefur okkar góða þjóð mátt þola gegnum aldrinar. Við höfum barist við Norðmenn, Dani, Breta og kommúnista en alltaf höfum við haft sigur. Sigur sem byggist á samstöðu, sigur sem byggist á þjóðarstolti, sigur sem byggist á þeirri vissu að við erum öðrum þjóðum betri.
Sagan kennir okkur að við höfum aldrei snúið baki við ættjörðinni og í dag verður engin breyting þar á. Þegar nýjar hættur birtast sem púkar að nóttu verðum við að vera tilbúin að mæta þeim af festu og karlmennsku.
Nú hafa ameríkanarnir svikið okkur verðum við því að horfast í augu við það að við eru varnarlaus nema rétt sé á málunum haldið.
Og það meiga þjóðir heims vita að Ísland og Íslendingar eru ekki og munu ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust. Við munum rísa upp sem hið öskrandi ljón norðursins og sýna þjóðum heims að hér búi engir kotbændur heldur blóðþyrstir stríðsmenn sem eigra sér ekki undan neinu.
Í dag er söguleg stund því í dag stóðum við saman sem einn maður og sýndum umheiminum að sverðið sé pennanum sterkara.
Í dag er söguleg stund því í dag munu verndarar frelsins taka höndum saman og vernda það sem þeim er kært.
Í dag er söguleg stund því loks erum við tilbúnir að berjast fyrir friðnum.
Í dag er söguleg stund því að hann markar stofnun hins íslenska lýðræðishers.
Ísland fyrir Íslendinga!!! (endurtakist að vild)
Ísland lengi lifi, Húrra, húrra, húrra! (endurtakist að vild)
SVo ef þú ert ekki kominn með æluna upp í háls er hér mynd af mér að fasistast
Lengi lifi þeir sem ekkert kannast við almennan tepruskap og tilbúnir eru að drepa börn og aðra hryðjuverkamenn sem ógna sjálfstæði þjóðarinnar og frelsi vesturheims
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)