föstudagur, júní 27, 2003

Góða kvöldið

Þar sem ég er kominn aftur þá get eg ekki haldið aftur af mér og dempt mér út í umræðuna.

ég var búinn að skrifa langan pistil sem hvarf þegar ég ýtti á einhvern takka og mig langar að fara að gráta, en þess í stað ætla ég að skrifa annan og ef ég fer yfir strikið þá sýnið mér vins. umburðarlyndi.

Umfjöllunarefnið er hinn svokallaði heimbókmenntalisti. heimsbókmenntalistinn svokallaði. Hann er slíkt rusl að ég varð að gera eitthvað þó ég eigi löngu að vera farinn í rúmið.

Sumsé:

ULYSSES James Joyce: Arg... ÞVílíkt endemis rugl. ég hef sagt það áður og geri það hér með aftur. ÞAÐ HEFUR ALDREI NEINN LESIÐ ÞESSA BÓK. Það er bara míta og snobbhundarnir sem segjast hafa gert það, gera það einvörðungu til þess að missa ekki "face" fyrir hinum spírunum (Ástráður inklúderaður).
Það er næsta glæpsamlegt að gefa svona rusl út. Að troða uppá blásaklaust fólk sem hafði haft eitthvað mun betra að gera við peninginn sinn en að kaupa þennan skeinipappír fullan af einhverju hugarflæði fyllibyttu í París. Að minnsta kosti hafði Bukovskí það af að vera skemmtilegur á stundum.
Joyce, þú þarft að átta þig á því að engum finnst þú skemmtilegur nema Beckett og hann er dauður! Púff

Næstur:
Gatsby. Þessa bók hef ég ekki lesið af þeirri ástæðu einni að konan mín elska hana og er alltaf að ota henni að mér. Ég les hana svo ekki og pirra hana óendanlega með því (hún les bækurnar sem ég mæli með, hehehe).

A PORTRAIT OF THE ARTIST AS A YOUNG MAN James Joyce:

SNOBB! Hvað er þetta? EF mig langaði að lesa um öræfaheiti í Englandi þá myndi ég ekki gera það. Hvað þá ef þau eru dulbúin í formi skáldsögu eftir manninn sem skeit Ulysses á blað. REyndu kannski heldur fótboltaklúbbana buddí!

Lolita: Hvernig getur það verið leiðinlegt að lesa um gamlann perra sem er að ríða barni.

Brave New World: Litli bróðir 1984 sem er af einhverjum undarlegum ástæðum neðar á lista. Annars er gaman að minnast á það að heimurinn er að verða eins og léleg útgáfa að samblandi þessarra tveggja bóka.

næstu þekki ekki

Catch 22: Eftir bls 176 upplifi ég eftirfarandi: Ok, I got it ! (svo legg ég bókinni og finn cathchið ekki aftur og fer í bókina aðð nýju að leita, gefst upp á bls 176 þegar ég er búinn að ná því og...þið vitið)

Annars er þessi listi slíkt húmbúkk að ég nenni varla að eyða tíma mínum í hann. Þetta lítur út eins og óskalisti Salamon Rushdy (sem er leiðinlegasti núlifandi rithöfundurinn). Hvaða fornaldardýrkun er þetta? Þarna er ekki nokkur bók sem flokkast undir eitthvað sem einhver undir fimmtugu kannast við. Ekki furða að það geti verið mannskemmandi að læra bókmenntafræði.
Svo ekki sé minnst á þröngsýnina. hvar eru Rússarnir, Frakkarnir (nema andlegi dvergurinn hann joyce sé talinn til fransmanna), Íslendingurinn, S-Ameríkumennirnir, konurnar o.s.f. Sveiattan!

Hérna kem ég með eigin lista, lista sem eitthvað sens er í:

1. LOTR - bara verð enda er hún svo falleg, spennandi, skemmtileg og á svo vel við í dag.

2. Meistarinn og Margaríta - Búlgakov. Fegurðin, glettnin og viskan á sér varla hliðstæðu í sögunni. Nær að sameina skemmtun og alvöru sem engin önnur bók.

3. Karamasov bræðurnir - Dostójevskí. Guð og maður, stúdía með fullt af skemmtilegum senum og hótfyndni. Þetta er sannkallað meistaraverk.

4. Girlfriend in a Coma - Coupland. Einhver besta analógía á nútímanum sem fyrir finnst. Ekkert sérlega skemmtileg en alveg brjálæðislega innsæissöm.

5. American Gods/Sandman - Gaiman. Fyrir bestu meðhöndlun á mythologíu sem ég hef fyrirfundið. Þetta eru einu alvöru epísku bókmenntirnar sem skrifaðar hafa verið í 20 ár.

6. Sjálfstætt fólk - kallinn. Fyrir að segja okkur hvernig við erum í raun og veru þó við viljum ekki trúa því sjálf.

7. Íslenska stjórnarskráin - höfundur óþekk(t)ur. Fyrir að vera algjörlega ómerkt plagg.

8. 1984 - Orwell. Fyrir að vera sönn

9. Stubit white man - moore. Fyrir að biðja Kofi annan að senda friðargæslulið að fara til Whashington DC. og koma valdaræningjanum frá.

10. Wild Sheep Chase - Murakami. Bók á mörkum hons veraldlega sem leiðir mann áfram af slíkri snilld að maður situr gáttaður eftir og reynir að lesa aftur. OG fyrir frábærar einræður.
11. The great kanadian bathroom book. Fyrir að taka öll meistaraverk sögunnar saman og birta tveggja blaðsíðna úrdrátt úr þeim - Og gera mér það kleift að skrifa þennan pistil

Engin ummæli: