sunnudagur, júní 29, 2003

Góða kvöldið

Stutt verður það og laggott. Mér var bara hugsað til þess í dag, mitt í öllum hamaganginum, hvað mannkynið er fallegt. Það gerir oftar en ekki sitt besta til þess að fela það, reyna að villa manni sín eða kjósa í mikilvæg slæm dæmi um slíkt en þegar maður sest niður, hendir til hliðar einstökum atburðum og gjörðum og leggur allt á vogarskálarnar þá blasir sannleikurinn við manni. Þetta er bara asskoti fínn staður fullur af asskoti fínu fólki. Og sitji maður svekktur við, eins og oft gerist þá er það ekki úr vegi að þetta rufjist upp fyrir manni.

en svo getur maður líka bara snúið við baki, valið svörtu sauðina og haldið áfram að marsera.

Góða nótt

Þorleifur

Engin ummæli: