þriðjudagur, júlí 01, 2003

Góðan daginn.

Kraftaverkin gerast enn. Ég er kominn á lappir og tilbúinn í daginn og klukkan er ekki orðin 10? Hvað er þetta, er maður að missa glóruna. Hvað með allar yfirlýsingarnar um að þegar maður yrði eldri myndi maður aldrei fara snemma að sofa og sko aldrei vakna fyrir hádegi. Svo sit ég hér og er orðinn það vaknaður og ferskur að ég er kominn á ljósvakann! Þetta er skrítið líf svo ekki sé meira sagt. Og þetta á ekki aðeins við um þetta heldur virðist vera að flest sem ég tók mér fyrir og gerði að prinsippum þegar ég var aðeins yngri sé með tímanna rás að gufa upp og vera að engu. En ég barðist svo heitt fyrir þeim á sínum sínum tíma, ég dó næstum fyrir þau.

Annars fer að líða að frumsýningu á fyrsta verkefni sumarsins hjá hinu lifandi leikhúsi. Verkið - Aðfarir að lífi hennar - er að taka á sig endanlega mynd og verður skemmtileg samsetning á hinni harmrænu uppbyggingu og afbeygingu leikhússins. Svona leikhúslistarlegt collage, enda langar mig að nota þetta sumar til þess að gera tilraunir og þróa mig sem listamaður á sama tíma og ég gef vonandi eitthvað af mér til fólksins sem ég er að vinna með. Sumsé 15. Júlí er frumsýnig 15.JÚLÍ!!!

Annars er laus staða óborgaðs aðstoðarmanns í hinu lifandi leikhúsi en mér sýnist að þess verði ekki lengi að bíða að ég fái slíkann. Enda er aðsóknin ógurleg.

Svo laggjum við okkur fram um að gera þetta að góðum degi og ég bið að heilsa

Þorleifur

Engin ummæli: