föstudagur, apríl 04, 2003

Kominn í skólann eftir langa andvökunótt. Ekki það að ég sé að vorkenna mér þetta var frábær nótt, heldur hittað það reynir eivhvernveginn meira á mann að vera vakandi daginn eftir svefnlausa nótt. Ég geri þetta reglulega, veit ekki af hverju, það er eins og það minni mann á að maður sé mennskur og þurfi að hlýða náttúrunni. Og ekki vietir af því ekki er eins og að maður virði náttúruna mikils í hinu daglega lífi. Við erum orðnir meistarar hennar og teljum okkur vera yfir hana hafðir en gleymum því að hún kallar okkur öll til sín að lokum.

Var að hlusta á viðtal við Gunter Grass á BBc rétt í þessu þar sem hann er að skamma Bushy og Blair fyrir fjöldamorðin í Írak. Bókni hans nýja hefur valdið miklum deilum í Þýskalandi því hún fjallar um hörmungar þýsks flóttafólks í Prússlandi í WWII. Umfjöllunarefni sem bannað er þar í kandi (eða svo gott sem) og hefur flokkast undir umræuefni sem betur henti þögninni en umræðunni. Af hverju vekru hún upp svo miklar deilur, hefur bókmenntin í Þýskalandi kannski miklu stærra vægi en hér heima hjá bókmenntaþjóðinnni? Nú spyr sá sem þykist vita. Kannski væri best að skrifa bók sem fjallar um hörmungar fólksins í Bagdadaá meðan það er að þját en ekki 50 árum seinna þegar allir eru horfnir á vit náttúrunnar fyrir fullt og allt go tilfinningatengingin er horfin við atburðina.

Í allri umræðu um þetta stríð er eitt sem hefur vakið athygli mína öðru fremur. Ef maður er ekki sammála stríðinu þá ermaður með Saddm í liði.

En nú er verið að kalla á mig á æfingu, ALBA bíður!

Þorleifur
zorleif@hotmail.com
Kíkið á þetta: Talandi um að Bush hafi komist til valda með nýja og framsýna stefnu!!!

www.newamericancentury.org

skelfing!!!

Þorleifur
zorleif@hotmail.com
Aðeins meira í upphafi ferilsins á netinu.

Byrjum á byrjuninni. slóðin hingað dregur nafn sitt af leikhúsi sem ég er að reyna að koma af stað í sumar. Þetta verður pólitískt leikhús sem vonandi getur hrært aðeins upp í því sem er að gerast hérlendis í hvunndeginu. Ætlum að reyna að fá mikið af fólki í lið með okkur og gera ansi háskalega hluti. (Engin egg) Ég veit ekki hvort manni tekst að hafa einhver áhrif en maður veit aldrei fyrr en maður reynir, eða hvað.

Eitt veit ég þó, ég er búinn að taka mér stöðu öðru megin víglínunnar, ég stend með lífi. SAma hverjar réttlætingarnar eru þá verður maður að setja spurningarmerki við það að ráðast á heila þjóð til þess eins losa sig við óþægilegan stjórnhafa. Með því er ég ekki að segja að ég styðji Hr. Saddam Hussein (maður virðist þurfa að taka það fram) heldur vil ég ekki að ein þjóð geti valsað um að eingin hentugleika með öll vopnin sín og ráðst inn þar sem þeim hentar (hver man ekki eftir Panama og þeim 3000 manneskjum sem dóu í þeirri innrás). Vissulega á alþjóðasamfélagið að hjálpa til þegar ógnvaldar eins og SAddam eða Pol Pot (sem var látinn vera) ganga lausir en ég sé ekki alveg hvernig fyrst sé hægt að styðja slíkt fólk og seinna snúast gegn því. Var Saddam betri maður fyrir 15 -20 árum. Ekki held ég það en engu að síður þá var allt í lagi að stoppa alþjóðlega fordæmingu á verkum hans á vettvangi sameinuðuþjóðanna á eim tíma. Hvað breyttist???

Aðeins um stjórnmál á Íslandi. Ég segi mig hér með opinberlega úr Sjálfstæðisflokknum (sem ég gekk bara í til þess að styja fjölskyldumeðlim) eftir að þeir tróðu sínum tota uppí endaþarminn á Ameríku. Ég veit ekki hvað ég á að kjósa í næstu kosningum, að vísu er mamma í framboði fyrir einn flokkinn en það þarf ekki endilega að þýða að ég kjósi hann. Lýst reyndar bara vel á þetta nýja afl en maður óttast að með því að ljá þeim atkvæði sitt þá sé maður bara að kasta því á glæ. Nú vantar ekki loforðin fyrir kosingarnar. Framsókn = 16 milljarðir, Sjálfstæðisflokkurinn = 22 milljarðir. HVað verður samfylkingin með á boðstólum eftir vorþingið sitt? 29 miljarði? ég kasta ábyrgðinni reynar alfarið á hendur Sjálfstæðismönnum sem í einhverju óttakasti (örugglega fórnarkostnaður fyrir stuðning við stríðsátök) kastaði fram þessum ótrúlegu tölum (minnir reyndar örlítið á listahúsin sem þeir eru að reyna að treyna yfir tvennar kosningar (og hvar eiga svo að fást peningar til þess að reka starfsemina, bahh, sementspeningar!)....

Um moi......
ÉG var að hefja æfingar á nýju verki í nemendaleikhúsinu. Verkið heitir tvö hús og er samsuða úr húsi Bernhörðu Alba og Blóðbrullaupi, ég leik Ölbu sjálfa (ég er karlmaður) sem er skemmtileg tilveiljun því systir mín lék sömu rullu í sínu útskriftarverkefni í Berlín fyrir nokkrum árum. Bróðir og systir léku bæði eina stærstu kvenrullu leikhúsbókmenntana 40 árum áður en annað hvort þeirra hefur þroska til (þó annað hafi réttu kynfærin).

Get ekki meira, bið að heilsa

Þorleifur
zorleif@hotmail.com
Það er mið nótt í hlíðunum og ég er að fara að sofa, eða það er allaveganna það sem ég lýg að sjálfum mér er ég reyni að halda sönsum í þessarri veröld sem virðist vera að fara til andskotans.
Það er stríð( eins og þið flest vitið) og ég er orðinn langþreyttur á því að geta ekkert gert í þessu. Það næsta sem ég kemst því að hafa gert eitthvað í þessu var að þekkja manninn sem sprengdi rauða málningu framan á stjórnarráðið.
En svo kemur þetta upp, hvað getur maður gert? Má maður brjóta á rétti annarra því manni finnst eitthvað sjálfum? Hver veit!!!

Annars verð ég að halda áfram að lifa.

Góða nótt