mánudagur, júní 16, 2008

Að léttara hjali

Boston Legal.

Need I say more (nema vera skildi Denny Crane!).

Það er ekki nokkur spurning að þetta eru bestu þættir sem sýndir eru um þessar mundir í sjónvarpi.

Þættirnir eru ekki aðeins snilldarlega skrifaðir, hugmyndaríkir, frábærlega leiknir og skemmtilegir heldur er þeir vonarstjarna um hvað er listinni er mögulegt í hinum markaðsvædda nútíma.

Maður getur séð fyrir sér dílemmuna sem nútíma höfundur finnur sig bundin af. Hann þarf að þjóna almenningi sem gæti vel verið að líkaði að skoða heiminn út frá oft tyrfnum augum hins flókna listamanns en hefur hreinlega ekki tíma til þess (eða hið minnsta að þessi hópur sérlega þögull þegar kemur að skoðanakönnunum, hver getur slegið Britney við?) eða getur ekki fundið þessa sýn innan um allt ruslið.

Þessi höfundur þarf líka að díla við pródúsenta sem lítinn sem engan áhuga hafa á listrænni sýn viðkomandi heldur verður að skila sínum aur í kassann.

Bundinn af skoðanakönnunum byggðum á vilja hins háværa meirihluta annars vegar og hinum hrædda pródúsent hins vegar, neyðist höfundurinn til þess að þræða hinu þunnu línu milli listar hans og hinnar ýtnu raddar markaðarnis.

Engum tekst að þræða þessa línu betur enn höfundi Boston Legal.

Við fyrstu sýn virðast þessir þættir vera venjulegir lögmannaþættir. Lögmaður fær mál og ver sinn skjólstæðing og vinnur, venjulega með snjöllu tvisti.

Boston Legal eru spinoff frá the Practice, sem voru ágætir þættir í sjálfu sér, en hafa tekið sér stöðu fyrir framan þessa móðurseríu og skotið sér meðal bestu þátta sem gerðir hafa verið. Svo mikillar virðingar nýtur höfundur þessi að þegar CBS bauð honum að gera nýja seríu þá játaði hann með því skilyrði að hann fengi að gera 13 nýja þætti af Boston Legal og var því umsvifalaust tekið.

Þættirnir taka fyrir öll helstu pólitísku mál samtímans og notast við réttarsalinn til þess að kasta á milli lögmanna hinum ýmsu sjónarhólum og tekst þeim oft furðu vel að vera kurrent í þeim málum semliggja hvað þyngst á ammríksu þjóðarsálinni. Þeir hafa tæklað trúarbrögð, stríðið gegn hryðjuverkum, repúblíkana vs demókrata, veðmálastarfsemi, móralskar ákvarðanir, fegurðarþráhyggju hins kapítalíska samfélags, dauðarefsinu og svo mætti lengi telja.

En þetta í sjálfu sér er ekki nóg til þess að gera þessa þætti svona frammúrskarandi. Það sem skilur þá frá öðrum viðlíka þáttum er hvernig farið er með persónurnar, hversu brostnar og mannlegar þær eru, hversu erfitt þær hafa það, hversu veikar þær eru og hveru mikið þær eru að reyna að verða mennskari - sem þeim oftar en ekki misstekst.

Rétt eins og annar stórkostlegur höfundur - Shakespeare - sem einnig þurfti að dansa línu milli markaðar og listar (skrifaði reyndar undir valdboði krónunnar, svona til þess að gera dæmið ennþá flóknara) þá hefur þessum höfundi skilist að til þess að við áhorfendurnir njótum þess að horfa þá verðum við að geta tengt við persónurnar, skilið þær, hatað þær, öfundað þær og fyrirlitið - stundum allt ofantalið samtímis. Og þetta tekst þessum höfundi.

Það er því að vissu leyti léttir að sjá þætti sem þessa koma frá Ameríku, vegna þess að mitt í allri markaðshyggjunni þá er gott að vita til þess að listamenn finna sér leið sama hvað stendur í veginum og slíkar hindranir geti hreinlega verið nýttar til þess að skapa listaverk sem virka fyrir alla.

Og takist manni slíkt þá hlýtur maður að geta sofnað rólegur og fullnægður.

Bestu kveðjur frá Berlín

Þorleifur

PS: Hér er kalt og rigning, ég öfunda ykkur sólarbörnin heima á Íslandi!