laugardagur, janúar 09, 2010

Halló

Ég er staddur í skrítnustu borg þýskalands, Osnabrück.

Ég get ekki alveg lýst því af hverju mér líður svona með þessa borg, hvað það er við hana sem gerir hana svona fráhrindandi, en líklegast er það sú staðreynd að þessi borg er sú borg Þýskalands þar sem flestir telja sig vera ánægða með eigin tilveru.

Þetta er sumsé hamingjusamasta borg Þýskalands.

Þeir sem þekkja Þjóðverja vita að hamingjusamur Þjóðverji er hættulegur Þjóðverji. Hvað þá þegar hrúga af hamingjusömum Þjóðverjum koemur saman. Það ætti auðvitað að vera nóg til þess að hræða hvern sem er!

Það er eins og það deili allir einhverju leyndarmáli og ég sé sá eini sem ekki fæ að vita hvað það er. Smá svona Planet of the apes...

Svo er risastormur sem kannski er að loka mig inni í borginni til morguns, en ég ætla að taka sénsinn og stefni nú ótrauður á lestarstöðina.

Bk

Þorleifur

þriðjudagur, janúar 05, 2010

Góðan daginn

Það verður að segjast að þetta er einhver vitlausast ákvörðun í sögu íslensks lýðveldis.

Þarna lætur forsetinn popúlístískan hræðsluáróður stjórnarandstöðunnar (sérlega þó framsóknarflokksins) hlaua með sig í gönur.

Og auðvitað þýðir þetta að þjóðin þarf að þola enn einn besserwisserumgang íslenskra stjórnmálamanna í gegnum hina ömurlegu ICESAVE mýri.

Þurfum við nú að þola aðra 7 mánuði af rangfærslum, hræðsluáróðri og upphrópunum á önnur mál og mikilvægari sitja á hakanum?

Það eina góða sem kemur út úr þessu er að nú er í raun hægt að fara að ræða executívt forsetaembætti í alvöru, en kostnaðurinn við það er gríðarlegur.

Samúðarkveðjur frá Þýskalandi

Þorleifur

mánudagur, janúar 04, 2010

Góða kvöldið

Ég er kominn til Evrópu. Nánar tiltekið þá mætti ég útþvældur og subbulegur á flugvellinn í Berlín í eftirmiðdaginn á leið minni til A-Þýsku borgarinnar Schwerin. En þar mun ég á næstu vikum leikstýra sviðsútgáfu af hinu skáldverki Burgess, Clockwork Orange.

Ég mun halda einhverskonar uppsetningar dagbók og mun hún birtast á heimasíðunni midjan.is

Svo er bara að einhenda sér í ferðalagið.

Bk

Þorleifur

ps. Ég get ekki fylgst með karlgreyjinu á Bessastöðum lengur, þetta er pínku eins og að vera að liggja á glugga hjá deyjandi manni...

sunnudagur, janúar 03, 2010

Góðann daginn

Í Montreal er snjóstormur og bílar kærkveldisins eru mokaðir inni í boði ríkisins.

En þetta er líka dagurinn er ég kveð borgina í bili og skutlast yfir atlantshafið.

Það er fyndið, árið 2010 verður það leikhúsmaðurinn sem jet-settast eins og bankamaður með heimilið á á einum stað og vinnuna á öðrum.

Ætli þetta hafi víðtækari merkingu...

Kannski eru listirnar hinn nýji banki?

Bestu kv

Þorleifur