Þetta kvöld hef ég aðeins eitt að segja:
Ég hef kannski, líklega ekki, en kannski einhvertímann mögulega gert mistök. Það gera allir mistök,maður er nú einu sinni mannlegur.
en það var ég sem varaði alltaf við stöðunni í íslensku leikhúsi. Það var ég sem varaði og varaði og varaði og engin var að hlusta.
Ég gekk á fundi leikhússtjórans og sagði frá, fór á leikhúsráðsfund og sagði frá. Ég reyndi að vara við en það var bara ekki hlustað.
Og svo er ráðist á mig. Það var ég sem sendi gagnrýnendum nafnlaust bréf um illan stand íslensks leikhúss. Það kom frá mér. Vegna þess að fólkið, áhorfendurnir, sem engum lengur treysta - þeir koma til mín. Og ég ber málstað þeirra áfram. Fyrir þetta fólk er enginn nema ég.
Og Guð.
Og því segi ég bara - komið til mín.
þriðjudagur, febrúar 24, 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)