Góða kvöldið
Stutt í dag. Ég sit við endurskriftir á leikritinu. Þetta er hræðandi prósess en samt prósess sem ér er glaður að þurfa að kljást við. reyndar þarf ég að kljást við eigin ótta yfir því sem ég er að skrifa, ekki það að ég óttist viðbrögðin heldur er það yfirvaldið sem ég óttast.
Já, í lýðræðisríkin íslandi þá óttast ég um það að skrif mín og uppsetning geti orðið mér þungur baggi í framtíðinni.
Og það eitt að þetta séu hugsanir sem fara í gegnum huga listamanns það segir sína sögu (nema náttúrulega að ég sé svona paranoíd). Það hefur sýnt sig að fólki er refsað fyrir að spila ekki með, stundum alla ævi. Það er auðvelt að horfa fram hjá því þegar maður er ungur en það reynist erfitt þegar fram í sækir. Ég hef horft uppá það og vekur það mér ugg.
En ég læt það vissulega ekki stoppa mig, til þess er ég allt of skyni skroppinn.
Annars vil ég styðja hér verkfallsaðgerðir kennara og skora á hvern þann í einvígi, upp á líf og dauða, sem heldur því fram að verkfallsrétturinn sé annaðhvort úreldur eða hafi ekki rétt á sér. Sá hinn sami ætti að taka upp sögubók (það er ef hann lifir einvígið af) og lesa hvað þurfti til að þessi réttur yrði að raunveruleika.
Við erum ekki gengin í USA og þangað til það gerist þá skulum við halda aftur af okkur, nóg mun hverfa samt af innunnum réttindum á næstunni!
Bestu kv.
Þorleifur
laugardagur, október 02, 2004
fimmtudagur, september 30, 2004
Góðan daginn
Ákvað að taka hann snemma enda blasa verkefnin við í röðum.
Ég ætla mér að sækja um í leikstjórnarskólann Ernst Busch í Berlín. Að baki liggja nokkrar ástæður, helstar eru þó annars vegar það listræna frelsi sem skóli getur fært manni, sá aukni skilningur og aukni akademískari grunnur sem svo hvetjandi umhverfi hefur fram á að færa. Hins vegar þá er það einu sinni þannig að skólaganga opnar manni ákveðnar dyr, og þó svo að til þess að starfa á norðurlöndum sé betra að læra á norðurlöndum, þá tel ég að það veiti ekki af manni úr þýska skólanum inn í skandínavíu. Hið pólitíska leikhús sem þar er að finna hentar mér og vantar hingað!
Svo er hitt líka, að ég held að ég geti tekið upp á mína arma það sem þau hafa fram að færa þar (og ég býst fastlega við því að lenda á hörðum kennurum sem geta aðeins barið á mér), lært inná hina sterku leikstjórnarlegu sýn sem þar ríkir og þá pólitísk meinandi uppsetningartækni og unnið með það með norrænni tilfinningu, göldrum og fantasíu. Það ætti að verða heillandi grautur.
Eina sem ég hef áhyggjur af er það að ég sé of busy til þess að hafa tíma til þess að vera í skóla. En ég mun gera mitt besta, enda er það nú einu sinni þannig að verkefnin munu koma, þó svo ég hverfi í 2 ár. Af hverju? Ég á upptökin af þeim flestum sjálfur.
Annars er það efst á lista að endurskrifa leikritið. Það er erfið og hjartaslítandi vinna sem verður að gerast svo ég held ótrauður áfram.
En nóg í bili, bið að heilsa
Þorleifur
Ákvað að taka hann snemma enda blasa verkefnin við í röðum.
Ég ætla mér að sækja um í leikstjórnarskólann Ernst Busch í Berlín. Að baki liggja nokkrar ástæður, helstar eru þó annars vegar það listræna frelsi sem skóli getur fært manni, sá aukni skilningur og aukni akademískari grunnur sem svo hvetjandi umhverfi hefur fram á að færa. Hins vegar þá er það einu sinni þannig að skólaganga opnar manni ákveðnar dyr, og þó svo að til þess að starfa á norðurlöndum sé betra að læra á norðurlöndum, þá tel ég að það veiti ekki af manni úr þýska skólanum inn í skandínavíu. Hið pólitíska leikhús sem þar er að finna hentar mér og vantar hingað!
Svo er hitt líka, að ég held að ég geti tekið upp á mína arma það sem þau hafa fram að færa þar (og ég býst fastlega við því að lenda á hörðum kennurum sem geta aðeins barið á mér), lært inná hina sterku leikstjórnarlegu sýn sem þar ríkir og þá pólitísk meinandi uppsetningartækni og unnið með það með norrænni tilfinningu, göldrum og fantasíu. Það ætti að verða heillandi grautur.
Eina sem ég hef áhyggjur af er það að ég sé of busy til þess að hafa tíma til þess að vera í skóla. En ég mun gera mitt besta, enda er það nú einu sinni þannig að verkefnin munu koma, þó svo ég hverfi í 2 ár. Af hverju? Ég á upptökin af þeim flestum sjálfur.
Annars er það efst á lista að endurskrifa leikritið. Það er erfið og hjartaslítandi vinna sem verður að gerast svo ég held ótrauður áfram.
En nóg í bili, bið að heilsa
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)