Góða kvöldið
Það er of seint til gáfulegra skrifta og því fell ég í vanans venjur og skrifa einhverja bölvaða vitleysu.
Íslendingar ætla að fara að auglýsa í NYTimes. Gott hjá þeim. Þetta er týpísk íslensk stórhugahugmynd! Why aim for the sky when you can see the moon?
Og þeir segja að það muni kosta 3 millur. Hvað kostar 3 millur? Ég hefði talið að miðað við kostnað í íslensku blöðum (300 kall fyrir heilsíðuauglýsingu á góðum stað í fréttó) þá væri þetta kostnaður fyrir blaðsíðufjórðung mitt í aukablaði um nútíma mublu arkítektúr í NYTimes!
En kannski eru þeir á díl...
Svo er það líka umhugsunarvert að það var NYTimes sem sló fram á forsíðu setningunni "United in Joy" þegar Sardínistarnir töpuðu kosningunum í Nicuaraqua eftir að BNA höfðu bombað landið aftur á steinaldir, fjármagnað þarlenda hryðjuverkamenn og neitað að fara að dómi alþjóðadómstólsins sem dæmdi þá 1981 til þess að greiða Nicuraqua stórfelldar bætur og hætta að borga undir hryðjuverkahópana. (Viðbrög BNA: tvöföldun á framlögum til hernaðarmála þar í landi) ( sendiherra BNA til Nicaraqua 1981: John Negroponte núverandi sendiherra BNA í Írak).
NYTimes er það blað sem gegnir forrystu í því að staðfesta kúltúríska yfirburði vestrænnar menningar yfir öðrum menningarheimum
En góð hugmynd engu að síður...
Og svo sakna ég konunnar minnar geigvænlega í útlegðinni í Kallakaffi!
SVo mörg voru þau orð!
Þorleifur
föstudagur, desember 03, 2004
miðvikudagur, desember 01, 2004
Góða kvöldið
Það blása vindar óviðráðanleikans yfir and-vötnum. Ég sat í makindum á kaffihúsinu Erottaja í Helsinkiborg og taldi mínútur. ÉG var að drepast úr leiðindum, hafði lítið fyrir stafni og vissi ekki hvert ég átti að snúa mér. Ekki það, ég var að skrifa leikrit fyrir Borgó og hugsa um fjútúr leiksmíðar og uppsetningar, en það dugði engan vegin til þar sem ég er ofvirkur með afbrigðum.
En svo truflaði titrarinn í buxunum hugleiðingarnar og á hinum endanum var mjúkleg rödd. Samtalið var eftirfarandi:
Rödd: Er þetta Þorleifur?
Ég: Já.
Rödd: Arnarsson?
Ég: Já.
Rödd: Í Helsinki?
Ég: JÁ!!!
Rödd: Mig vantar harðstjóra...
ÉG: Ha?
Rödd: Mig vantar...
Ég: Harðstjóra?
Rödd: Já.
Ég: Harð...
Rödd: Stjóra, já!
Ég: Þorleifur hér.
Rödd: Sæll, viltu koma til íslands.
Og þar með var ég kominn í flugvél. Og allt í einu hljómuðu einmanalegar hugrenningar heillandi kostur þar sem ég sat í óþægilegu sæti Iceland Exrpress frá Londin. En það er ekki allt fengið, það eru ekki harðstjórar á hverju strái.
Þorleifur
PS: Reyndar virðist með tilkomu nýrra útflutningsstefnu BNA að harðstjórastéttin sé að renna sitt síðasta en örvæntið ekki. Það koma nýjir, þessir verða bara í jakkafötum!
Það blása vindar óviðráðanleikans yfir and-vötnum. Ég sat í makindum á kaffihúsinu Erottaja í Helsinkiborg og taldi mínútur. ÉG var að drepast úr leiðindum, hafði lítið fyrir stafni og vissi ekki hvert ég átti að snúa mér. Ekki það, ég var að skrifa leikrit fyrir Borgó og hugsa um fjútúr leiksmíðar og uppsetningar, en það dugði engan vegin til þar sem ég er ofvirkur með afbrigðum.
En svo truflaði titrarinn í buxunum hugleiðingarnar og á hinum endanum var mjúkleg rödd. Samtalið var eftirfarandi:
Rödd: Er þetta Þorleifur?
Ég: Já.
Rödd: Arnarsson?
Ég: Já.
Rödd: Í Helsinki?
Ég: JÁ!!!
Rödd: Mig vantar harðstjóra...
ÉG: Ha?
Rödd: Mig vantar...
Ég: Harðstjóra?
Rödd: Já.
Ég: Harð...
Rödd: Stjóra, já!
Ég: Þorleifur hér.
Rödd: Sæll, viltu koma til íslands.
Og þar með var ég kominn í flugvél. Og allt í einu hljómuðu einmanalegar hugrenningar heillandi kostur þar sem ég sat í óþægilegu sæti Iceland Exrpress frá Londin. En það er ekki allt fengið, það eru ekki harðstjórar á hverju strái.
Þorleifur
PS: Reyndar virðist með tilkomu nýrra útflutningsstefnu BNA að harðstjórastéttin sé að renna sitt síðasta en örvæntið ekki. Það koma nýjir, þessir verða bara í jakkafötum!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)