Hagkerfið og ég
Ég og hagkerfið skildum aldrei hvort annað,
og efalaust má kenna það marxískum framburði mínum,
en það var svo dramblátt, flókið og gráðugt í sínum,
að vinstridreng neðan úr bæ var hús þess bannað.
Það hæfir ei neinum að tala um töp sín og hnekki,
Og til hvaða gagns myndi verða svo heimskuleg iðja?
Samt þurfti ég rétt eins og fleiri mér hjálpar að biðja,
en hagkerfið snéri sér frá mér og gengdi mér ekki.
Og loks varð kapítalískan eiginleg munni mínum,
Og málhreimur bernskunnar týndist í rökkur hins liðna,
ég hélt, að við slíkt myndi þel þess glúpna og þiðna,
en þá var það orðið marxískt í framburði sínum.
Lánað ljóð sem best útskýrir samband mitt við kapítalismann, krónufallið og Davíð Oddson.
Mbk
Þorleifur
(Námsmaður í Berlín)
laugardagur, mars 22, 2008
miðvikudagur, mars 19, 2008
Góða kvöldið
Sit á hóteli í Hamburg á leiklistarfestivali.
Ég var búinn að gleyma því hversu mikið svona festivöl fara í mig. Það er allt einhvernveginn svo stíft og gáfumannalegt. Það stendur gráhært fólk út um allt og stingur saman
nefjum, gáfulegt á svip og veltir sér uppúr eigin dýpt.
Ég er með ofnæmi fyrir þessu.
Ekkert að því svo sem að hugsa um leikhúsið, tilgang þess og fyrirætlan, en á svona samkundum verður stemmingin alltaf "við sem erum svo vitur" og áhorfendurnir skipta þar litlu sem engu máli. Þeir eru annars flokks
Hér liggur hin sanna viska. Ohhhh...
Leikhúsið liggur hjá fólkinu. Auðvitað vill mðaur snerta við því, fjalla um heiminn, ná djúpum og sterkum listrænum tengingum en ekki samt rúnka sér með efnið, sjálfum sér til upphafningar.
Og því skil ég ekki að ég skildi samþykkja að koma, var líklega búinn að gleyma því hversu mikið þetta fer í taugarnar á mér.
En er að nota tímann til þess að undirbúa Gegen die Wand sem ég er að fara að setja upp eftir 4 vikur í A Þýskalandi og ég er alltaf að nálgast það meir og meir að segja fólkinu sem kemur til þess að sjá sögu, sögu af sönnu fólki í erfiðum aðstæðum.
Svo er það komið upp að ég er að fara að setja verk upp heima í sumar og ég er farinn að hlakka til. Að setja aftur upp á eigin tungu verður frábært.
En meira um það síðar...
Bestu kv.
Þorleifur
Sit á hóteli í Hamburg á leiklistarfestivali.
Ég var búinn að gleyma því hversu mikið svona festivöl fara í mig. Það er allt einhvernveginn svo stíft og gáfumannalegt. Það stendur gráhært fólk út um allt og stingur saman
nefjum, gáfulegt á svip og veltir sér uppúr eigin dýpt.
Ég er með ofnæmi fyrir þessu.
Ekkert að því svo sem að hugsa um leikhúsið, tilgang þess og fyrirætlan, en á svona samkundum verður stemmingin alltaf "við sem erum svo vitur" og áhorfendurnir skipta þar litlu sem engu máli. Þeir eru annars flokks
Hér liggur hin sanna viska. Ohhhh...
Leikhúsið liggur hjá fólkinu. Auðvitað vill mðaur snerta við því, fjalla um heiminn, ná djúpum og sterkum listrænum tengingum en ekki samt rúnka sér með efnið, sjálfum sér til upphafningar.
Og því skil ég ekki að ég skildi samþykkja að koma, var líklega búinn að gleyma því hversu mikið þetta fer í taugarnar á mér.
En er að nota tímann til þess að undirbúa Gegen die Wand sem ég er að fara að setja upp eftir 4 vikur í A Þýskalandi og ég er alltaf að nálgast það meir og meir að segja fólkinu sem kemur til þess að sjá sögu, sögu af sönnu fólki í erfiðum aðstæðum.
Svo er það komið upp að ég er að fara að setja verk upp heima í sumar og ég er farinn að hlakka til. Að setja aftur upp á eigin tungu verður frábært.
En meira um það síðar...
Bestu kv.
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)