Góða kvöldið.
Nú er allt á fullu. Frummari á morgun og það er í raun ekki forsvaranlegt að taka frá tíma til að hobbyast eitthvað á netinu en þegar manni rennur skyldan til blóðsins þá er nokkuð víst að hallað sé á skynsemina (og hver segir svo að hún sé yfir höfuð eitthvað skynsamleg, þ.e. skynsemin)
Annars mætti líta á skynsemisvæðingu nútímans sem hættulegt fyrirbæri. Við getum svo oft borið fyrir okkur skynsemina (og vissulega er hún til margra hluta nytsamleg) þear eitthvað bjátar á, segjum til dæmis ef fyrirtækið rakst illa í liðinni viku þá er mjög "skynsamlegt" að skera niður um svo sem eins og einn starfsmann (þann elsta og sem samkvæmt skynsemisstaðli er minnst prodúktívur) og senda hann á vit ævintýranna (sem hann vissulega kemst aldrei í því skynsemin segir honum að hann muni ekki geta borgað visareikninginn nema hann vinni og þar sem hann var að missa vinnuna og sér ekki að mörg færi séu fyrir hendi þá afræður hann að sleppa ævintýrinu og setja það á hilluna þar til skynsamlegt verður að taka planið fram að nýju).
Annars finnst mér skynsemi bara oft á tíðum leiðinleg. Lífið ætti að snúast um smá spennu og áhættu en ekki að fylgja röddinni sem segir "þetta er kannski ekkert voðalega sniðugt"!
Og hananú!
"Run out and beat around the bush, you always have time to be bored later" ibid
Þorleifur
zorleif@hotmail.com
fimmtudagur, maí 15, 2003
mánudagur, maí 12, 2003
Að kosningum loknum.
Það er einhvernvegin skrítið að upplifa daginn eftir koningar einu sinni enn. Í marga daga á undan hefur umræðan ekki snúist um annað, maður gekk manna á milli í þeirri von að sannfæra þá um að það sem manni fyndist sjálfum væri hið eina rétta og ekkert annað kæmi til greina. Það virtist sem ekkert gæti stoppað mann, ef maður á annað borð var viss í sinni sök um hvað væri rétt og hvað rangt, í því að ganga á fólk og fá það til að sjá "ljósið". Þetta getur vissulega verið þreytandi og illgjarnt, kunni menn ekki með málið að fara, en engu að síður var alltaf eitthvað málefni til staðar sem hægt var að ræða um. Sama hvar maður kom, hvern maður hitti og hvað var í gangi, alltaf var hægt að rabba um kosningar, flokka, málefni, Ingibjörgu, DAvíð, hallærið í Framsókn og hvers vegna fólkið gleymdi stríðinu. Og þetta, burtséð frá öllu öðru amstri daganna, var það skemmtilegasta við þessar kosningar. Allir áttu sér sameiginlegan samræðugrundvöll og hann var nýttur. Maður gat stoppað fólk út á götu og hafði samræður, maður gat pikkað í fólk sem maður myndi annars aldrei stoppa og spyrja það um málefni kosninganna, maður gat jafnvel falið það að maður myndi eki eftir viðkomandi með því að brydda uppá hinu sameiginlega málefni.
En hvað nú. Ætli við blasi samræðuleg einangrun hinna almennu þegna samfélagsins? Hvað á að ræða núna. Jú í nokkra daga getur maður rætt hvort Halldór ætli að gerast hugsjónamaður á gamals aldri og ganga í stjórn með Samfó, maður getur rætt um hvort VG hafi skitið á sig með því að útiloka svo margt, maður getur velt fyrir sér hvort Dabbi hætti. En þetta er ekki hægt nema í nokkra daga því þá verða DAbbi og Halli búnir að semja og allt verður aftur að status kvó og ekkert spennandi verður um að vera. Og hvað þá????
Nema náttúrulega að kínverski kommúnistaflokkurinn hringi aftur í stjórnarráðið með skipanir!
Góða nótt
Þorleifur
Það er einhvernvegin skrítið að upplifa daginn eftir koningar einu sinni enn. Í marga daga á undan hefur umræðan ekki snúist um annað, maður gekk manna á milli í þeirri von að sannfæra þá um að það sem manni fyndist sjálfum væri hið eina rétta og ekkert annað kæmi til greina. Það virtist sem ekkert gæti stoppað mann, ef maður á annað borð var viss í sinni sök um hvað væri rétt og hvað rangt, í því að ganga á fólk og fá það til að sjá "ljósið". Þetta getur vissulega verið þreytandi og illgjarnt, kunni menn ekki með málið að fara, en engu að síður var alltaf eitthvað málefni til staðar sem hægt var að ræða um. Sama hvar maður kom, hvern maður hitti og hvað var í gangi, alltaf var hægt að rabba um kosningar, flokka, málefni, Ingibjörgu, DAvíð, hallærið í Framsókn og hvers vegna fólkið gleymdi stríðinu. Og þetta, burtséð frá öllu öðru amstri daganna, var það skemmtilegasta við þessar kosningar. Allir áttu sér sameiginlegan samræðugrundvöll og hann var nýttur. Maður gat stoppað fólk út á götu og hafði samræður, maður gat pikkað í fólk sem maður myndi annars aldrei stoppa og spyrja það um málefni kosninganna, maður gat jafnvel falið það að maður myndi eki eftir viðkomandi með því að brydda uppá hinu sameiginlega málefni.
En hvað nú. Ætli við blasi samræðuleg einangrun hinna almennu þegna samfélagsins? Hvað á að ræða núna. Jú í nokkra daga getur maður rætt hvort Halldór ætli að gerast hugsjónamaður á gamals aldri og ganga í stjórn með Samfó, maður getur rætt um hvort VG hafi skitið á sig með því að útiloka svo margt, maður getur velt fyrir sér hvort Dabbi hætti. En þetta er ekki hægt nema í nokkra daga því þá verða DAbbi og Halli búnir að semja og allt verður aftur að status kvó og ekkert spennandi verður um að vera. Og hvað þá????
Nema náttúrulega að kínverski kommúnistaflokkurinn hringi aftur í stjórnarráðið með skipanir!
Góða nótt
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)