fimmtudagur, maí 15, 2003

Góða kvöldið.

Nú er allt á fullu. Frummari á morgun og það er í raun ekki forsvaranlegt að taka frá tíma til að hobbyast eitthvað á netinu en þegar manni rennur skyldan til blóðsins þá er nokkuð víst að hallað sé á skynsemina (og hver segir svo að hún sé yfir höfuð eitthvað skynsamleg, þ.e. skynsemin)

Annars mætti líta á skynsemisvæðingu nútímans sem hættulegt fyrirbæri. Við getum svo oft borið fyrir okkur skynsemina (og vissulega er hún til margra hluta nytsamleg) þear eitthvað bjátar á, segjum til dæmis ef fyrirtækið rakst illa í liðinni viku þá er mjög "skynsamlegt" að skera niður um svo sem eins og einn starfsmann (þann elsta og sem samkvæmt skynsemisstaðli er minnst prodúktívur) og senda hann á vit ævintýranna (sem hann vissulega kemst aldrei í því skynsemin segir honum að hann muni ekki geta borgað visareikninginn nema hann vinni og þar sem hann var að missa vinnuna og sér ekki að mörg færi séu fyrir hendi þá afræður hann að sleppa ævintýrinu og setja það á hilluna þar til skynsamlegt verður að taka planið fram að nýju).

Annars finnst mér skynsemi bara oft á tíðum leiðinleg. Lífið ætti að snúast um smá spennu og áhættu en ekki að fylgja röddinni sem segir "þetta er kannski ekkert voðalega sniðugt"!

Og hananú!

"Run out and beat around the bush, you always have time to be bored later" ibid

Þorleifur
zorleif@hotmail.com

Engin ummæli: