fimmtudagur, janúar 03, 2008

Góða kvöldið

EFtirfarandi er listi yfir vinsælustu fréttir á síðasta ári á visir.is

Það er eftirtektarvert hversu mikið að þessu er slúður og kynlíf. Auðvitað væri hægt að leggjast nú í pistil um lágan standard þjóðarinnar, en ég er núttúrulega jafn sekur og allir. Þær fréttir sem ég ekki las vor þær sem ég heyrði ekki af...

Netið er einhvernveginn miðill hins stutta texta. Ég held að leitun væri að þeirri manneskju sem liggur lengi og les langar greinar og pistla á netinu (eitthvað sem ég ætti kannski að taka til mín;) og það sem best passar í stuttan texta eru stuttar slúðurfréttir.

Vandamálið er kannski frekar það að fjölmiðlarnir hafa tekið upp ámóta stefnu í skrifum sínum, það er 24 og fréttablaðið. Fréttir eru svo hroðvirknislega unnar að lítil sem engin ánægja situr eftir handan lestursins.

Það er nefnilega hlutverk hverrar stéttar, hverrar atvinnugreinar að uppihalda standarnum, ekki neytendanna að heimta það. Hugmyndin um stjórn neytenda með veski sínu eru náttúrulega stórum ýktar. Neytendur hafa bara meira að gera í raunverulega heiminum en að standa í því að heimta betri gæði (hafi þeir á annað borð kunnáttu eða möguleika til þess að greina slíkt) .

Og standard fellur aldrei yfir nóttu, hann fellur hægt og rólega, dag frá degi, svo hægt að maður tekur ekki eftir því, frekar en að maður tekur ekki eftir því að maður eldist, það bara gerist. Og svo fær maður sjokkið þegar maður skoðar gamlar myndir.

(Eða þegar maður býr erlendis og kemur svo heim...)

Og þegar farið er að fara auðveldar leiðir, eða þegar fólk er of upptekið til þess að geta gefið sér tíma til þess að vinna vinnuna sína vel, þegar gæði skipta minna máli en framleiðslan, þá falla standardar, og við það verður heimurinn í hvert sinn aðeins fátækari.

Og það er miður.

Og því miður á þetta ekki einvörðungu um fjölmiðla, þetta á við á alltof mörgum sviðum, til dæmis starfsstétt minni.

Góðar stundir.

Þorleifur