sunnudagur, maí 23, 2004

Halló gott fólk

Ég hef tvennt að segja í kvöld.

Annars vegar er það útskýring á stöðugt versnandi stagsetningu og hins vegar linkur á frétt (sem ég geri afar sjaldan enn þessi varð að fljóta með).

Mín vonda stafsetning stafar ekki af, eins og margir hafa giskað á, heilaskemmdum heldur því að lyklaborðið mitt hefur tekið upp á því að verða mýkra einhvernveginn. Ég kann þessu ekki nánari útskýringa og er 3000 kílómetrum of langt í burtu frá viðgerðaverkstæðinu í vogunum, þar sem talvan mín er í ábyrgð, til að komast að því. En þar hafiðiða... (og villan hér að ofan var viljaandi hugsuð sem brandari)

og kíkið svo á þetta Það þarf að finna eitthvað fræðiheiti á þennan komplex, en eitt er víst að þetta undirstrikar að 9/11 hefur haft mikil áhrif á fólk af öllum stéttum samfélagsins (þeir fátæku fá minna því að það kostar svo mikið að vera í stríði við vont fólk út í heimi, sérstakleg þegar verið er að leita ósýnilegra hluta).

Annars vann Michael Moore gullpálmann. Nú get ég ekki beðið. ég hef séð sýnishorn úr myndinni þar sem Bush hittir illa golfkúluna og tautar í átt að myndavélinni að hann geti ekki alltaf hitt vel, því þá héldi fólk að hann væri alltaf í fríi!

Góðar stundir

Þorleifur