fimmtudagur, júlí 17, 2008

Fyrst ég er hér...

Maður er orðinn 30 ára. Maður minn lifandi. Þetta er náttúrulega hrikalegt. Eða stórkostlegt. Eða bæði. Eða hvorugt.

Mér finnst satt best að segja bara ekki nokkur breyting á mér. Ég er eiginlega spældur ef eitthvað.

Ég hefði eiginlega á tilfinningunna að þetta ætti að vera svona transformational móment, en svo er þetta bara eins og hver annar dagu, byrjar vel endar vel og slatti af hlutum sem gerast inn á milli.

Annars er ég að leikstýra nýju verki, alveg ferlega skemmtilegu verki. Það er einhver óræð vídd í verkinu sem ferlega gaman og hvertjandi er að vinna með.

Einnig er óhugnanlega gaman að vinna með ungum íslenskum leikurum (þetta er reyndar einn af pörkunum að vera orðinn þrítugur, maður getur farið að tala niður til fólks sem ekki er komið á fertugsaldurinn). Ekki bara að vinna loks aftur á sínu ilhlýra heldur er einhver geipileg orka, óbeisluð en heillandi sem ég dregst að.

Já, eins og margsagt er...

Ef þetta er bara ekki stórgott alltsaman, þá veit ég ekki hvað gæti verið það...

Njótið dagsins.

Þorleifur