Góða kvöldið
Kominn til Berlínar og get ekki anað segt en ég sé farinn að sakna Íslands nú þegar.
Þetta er búið að vera stórkostlegt sumar og ég hef það svo mörgum að þakka.
Elsku krökkunum sem ég vann Vini með og þá sérstaklega honum Símoni sem kallaði mig heim og gaf mér þar með tilgang með því að koma. Vinnan var gefandi, braut niður fordóma, opnaði mér nýjar víddir sem leikstjóri og þar að auki stórkostleg leikferð. Djúpavík gleymst aldrei!
Ekki síður vinum mínum í hádegisdeild Hvíta Hússins. Anna og Sigurjón, Hreizi og Dagur, Sigrún og Brynja, Pétur og Jósi að ógleymdum mönnunum sem kenndu mér svo margt - Ingólfur og Einar Björgvin.
yndislegt að geta eitt smá tíma með Sólveigu og Jósa og pjökkunum tveimur. Vikan sem ég átti þá var mér ómetanleg. Mömmu og pabba, og ekki síst Oddu sys!
ZikZak kom inn í líf mitt fyrir tilstilli örlaganna og þar urðu Grímur, Ottó og hún Hlín yndislega á vegi mínum.
Starri vinur minn hóf ferðalag sem gaman var að fylgjast með.
Gummi kom sterkur inn í lokin.
Stefán birtist að nýju.
Andri Snær opnaði mér nýjar dyr að venju.
Andri hvarf í kreppunni en rétt eins og Þórlindur þá virðist það vera svo að ég sjái þá frekar utan lands en innan, en það þýðir ekki að þeir standi hjarta mínu ekki nærri.
Ætli móment sumarsins hafi þó ekki verið afmælið mitt, fiskisúpan stóð þá rjúkandi á borðinu eftir 30 tíma undirbúning og ég horfi yfir vinahópinn en gat ekki stamað upp orði öðru en því hversu glaður ég er að eiga svona marga og góða vini. Það eru þeir sem gefa lífinu gildi.
Loks er það hún Anna og Flóki litli snillingur. Töfrar sumarsins urðu í návist hennar. Hún veit ekki hversu mikið hún gaf mér, hversu mikla ró hún veitti mér, hversu mikið hún byggði mig upp og hversu mikinn styrk og kærleik ég fann í návist hennar. Henni þakka ég í lok sumars tíma uppgötvanna og gleði.
Ráðstefnan var svo frábær endir á frábæru sumri. Ég fékk að heimsækja gamla tíma fyrir tilstilli vina minn Sollu og Ella og fyrir það verð ég þeim lengi þakklátur. Mikið lærði ég um sjálfan mig með því að heimsækja liðna tíma í núinu.
Fyrir alla hina sem ég hitti bið ég fyrir kveðju, þið eruð hluti af keðju hins líðandi tíma ævinnar og ég hlakka til þess að sjá ykkur öll aftur sem fyrst.
Bestu kv.
Þorleifur
miðvikudagur, september 24, 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)