fimmtudagur, júní 02, 2005

Góða kvöldið

SOt eftir langan dag á hinu rómaða kaffihúsi Kaffibrennslunni (einu sinni sem oftar) og diskútera heiminn.

Fórnarlambið í dag er Hilmar vinur minn sem hefur marga svipaða ausuna sopið, on the bottle and off, og því urðu hér í kvöld fagnaðarfundir.

Niðurstaða kvöldsins mætti súmmera upp með eftirfarandi:

- Ég veit ekki hvernig, ég veit ekki hvenær og ég veit ekki af hverju, en mannsandinn mun sigra að lokum!

- Fyrst er það vilji, allt annað er tækni!

Þá hafið þið það, farið nú út í lífið með þessi vísdómsorða að vopni og sjá, flóðgáttir himnanna munu opnast og ljósið streyma yfir ykkur.

Sendið mér svo e-mail frá geðsjúkrahúsinu!

Þorleifur

mánudagur, maí 30, 2005

Halló halló

Þá er maður sokkinn í kapítalismann og farinn að framleiða auglýsingar svona ti þess að tóra í gegnum sumarið (og ef ég er heppinn) spara fyrir Berlínarvetrinum.

Það er fyndið með auglýsingar að undirbúningurinn er svona eins og með hvert annað verkefni, nema að hér er undirbúningurinn, umræðurnar og ferlið svona 50 sinnum hraðara.

Öllum táknmyndum eru bara kippt inn og ákveðnar samdægurs, rökstuðningur bakvið ákveðin skot er á sama reiki, það er allt í ákveðnu ferli í listrænu ákvarðanaferli sem er ekkert freábrugðið því sem maður myndi gera í mynd eða leikhúsi nema þetta er spítt-útgáfan. Skemmmtilegt en það er eins gott að maður sé í stuði andlega og líkmlega!

Annars horfi ég fram á vinnusumar og vona að ég nái að grípa í sköpun inn á milli einshversstaðar til þess að missa ekki vitið!

Þorleifur

sunnudagur, maí 29, 2005

Halló

Þetta er búin að vera spennandi helgi. Vinur minn Jani Lenonen kom í heimsókn til þess að tala á pallborðsumræðum í sambandi við Listahátíð. Verk hans á farandssýningunni, Populism, vöktu töluverða athygli og því ákvað litla Ísland að bjóða honum hingað til þess að deila með okkur visku sinni.

Ég og hann erum lengi búnir að tala um að framkvæma einhverskonar verkefni saman og þessi heimsókn virðist hafa styrkt okkur í þeirri trú þar sem nú er allt útlit fyrir að ég fari til Helsinki til þess að vinna með honum að uppákomu á listahátíðinni í Helsinki í haust.

Það sem gerir það að verkum að þetta samstarf yrði spennandi er það að ég er afar skeptískur og oft full alvarlegur þegar kemur að list og samfélagi. Hann aftur á móti sér frekar spaugilegu hliðina (eða fegurðina) í kapítalíska samfélaginu og finnur leiðir til þess að endurspegla það í verkum sínum, sem fyrir vikið verða oft afar gagnrýnin. Þessir tveir pólar ættu því að geta unnið vel saman þar sem við njótum þess mjög að tala og spögulera og endurvarpa hugmyndum hvors annars til þess að kasta á þær nýju ljósi.

En verkefnið er ennþá á fósturstiginu og því vil ég ekki tjá mig of mikið um það á þessu stigi.

Annars fór ég í leikhúsið hér heima eftir vonbrigðin í Berlín og sá Draumleik. Og að mörgu leyti varð ég hrifinn. Þarna var mikið af góðum hugmyndum, jafnvel djörfum. Útfærslan á mörgum senum mjög góð og náttúrulega frábær leikmynd.
Reyndar átti ég í töluverðum vandræðum með grunnkonseptið. Þar sem Agnesi (dóttir guðsins Indra) var svipt upp úr áhorfendasalnum til þess að fylgjast með mönnunum. Það sem þessi upphafsgjörð gaf til kynna var það að við, áhorfendurnir, værum guð (eða hinir sem sjá). Þetta útaf fyrir sig er spennandi konsept en því miður varð lítið úr því að þetta konsept yrði notað og þegar ýjað var að því að það yrði gert þá var það svo óreiðukennt að ekki var hægt að sjá út að um gegnhugsað konsept væri að ræða.

Annað konsept í sýningunni sem vakti athygli mína (og tengist vissulega því fyrra) var fréttaflutningskonseptið.Það að Agnes væri á jörðinni í hlutverki fréttakonu til þess að "recorda" hvernig mennirnari hefðu það. Þetta er snilldarleg nálgun að verkinu. Jesú snýr aftur og er "reporter" fyrir pabba á himnum.

En aftur var þetta konsept ekki í sýningunni nema til hálfs. Og mér fannst tengingin milli konseptanna tveggja sem ég hef minnst á hér að ofan ábótavant. Í raun er ég að tala um að þarna voru góðar hugmyndir á ferð sem ekki var unnið nægilega vel úr.

Hugsið ykkur hvað það væri frábær hugmynd að jesú snéri aftur sem blaðamaður og reportaði til áhorfenda leikhússins (sem er hið eina sem raunverulegt er í leikhúsinu , rétt eins og ímynd af guði í heiminum) því sem hún sæji. Alvöru pólitísk hugsun út úr verkinu. Og endalausir möguleikar á því að gagnrýna bæði menn og fjölmiðla. En það þyrfti að vera gegnumgangandi konset í verkinu, það dugar ekki að impra á því af og til.

En þegar á leið verkið fannst mér betur og betur unnið úr senum, þær urðu markvissari, persónulegri og skýrari. Enda er kannski textinn bestur þar. Einnig fannst mér góðar senurnar í leikhúsinu enda sjálfhverft og spennó fyrir okkur rotturnar.

En þegar uppi stendur með því betra sem ég hef séð hér heima í þó nokkurn tíma, þrátt fyrir gallana því að þarna var pótentíal sem ég sé sjaldan hér heima og hlakka til þess að sjá hvað hann BEnedikt gerir næst.

Þorleifur