Góða kvöldið
SOt eftir langan dag á hinu rómaða kaffihúsi Kaffibrennslunni (einu sinni sem oftar) og diskútera heiminn.
Fórnarlambið í dag er Hilmar vinur minn sem hefur marga svipaða ausuna sopið, on the bottle and off, og því urðu hér í kvöld fagnaðarfundir.
Niðurstaða kvöldsins mætti súmmera upp með eftirfarandi:
- Ég veit ekki hvernig, ég veit ekki hvenær og ég veit ekki af hverju, en mannsandinn mun sigra að lokum!
- Fyrst er það vilji, allt annað er tækni!
Þá hafið þið það, farið nú út í lífið með þessi vísdómsorða að vopni og sjá, flóðgáttir himnanna munu opnast og ljósið streyma yfir ykkur.
Sendið mér svo e-mail frá geðsjúkrahúsinu!
Þorleifur
fimmtudagur, júní 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli