mánudagur, maí 30, 2005

Halló halló

Þá er maður sokkinn í kapítalismann og farinn að framleiða auglýsingar svona ti þess að tóra í gegnum sumarið (og ef ég er heppinn) spara fyrir Berlínarvetrinum.

Það er fyndið með auglýsingar að undirbúningurinn er svona eins og með hvert annað verkefni, nema að hér er undirbúningurinn, umræðurnar og ferlið svona 50 sinnum hraðara.

Öllum táknmyndum eru bara kippt inn og ákveðnar samdægurs, rökstuðningur bakvið ákveðin skot er á sama reiki, það er allt í ákveðnu ferli í listrænu ákvarðanaferli sem er ekkert freábrugðið því sem maður myndi gera í mynd eða leikhúsi nema þetta er spítt-útgáfan. Skemmmtilegt en það er eins gott að maður sé í stuði andlega og líkmlega!

Annars horfi ég fram á vinnusumar og vona að ég nái að grípa í sköpun inn á milli einshversstaðar til þess að missa ekki vitið!

Þorleifur

Engin ummæli: