laugardagur, apríl 09, 2005

Goda kvoldid

Sma pistill fra Berlin.

Fyrri dagurinn ad baki og gekk barasta vel. Tettta var tilturulega audvelt. Fyrst vorum vid latin dansa (eins og sidast, sem eg verd ad segja ad kemur mer spanskt fyrir sjonir) og i kjolfarid gafum vid presentation eftir ad hafa talad vid einn medumsaekjanda okkar i 30 min. Svona dokumentarleikrit um vidkomandi. og tad kemur mer alltaf jafn mikid a ovart hvad eg kem tyskunni vel fra mer fyrir framan adra (tegar eg er ad performa). Tad er eins og tad losni um einhver hoft og undirmedvitundin taki yfir. En tad semse gekk vel og tad veltust allir um af hlatri.

Naest var svo leikstjornarvinna. Eg vann senu med tveimur leikurum ad eigin vali ur teim 3 sem mer voru gefnar i upphafi (tad voru senur ur Tartuffe (boring), Miß sara sampson (tysk klassik) og svo loks ur leikritinu Feuergesicht (eldandlit) sem er nylegt tyskt verk). Eg valdi tad sidastnefnda og vann tar agaetis senu undir vokulum augum tveggja professora. Tetta tok einn og halfan tima og svo var afraksturinn syndur ollum professorunum. Svo vildi til ad einn teirra er ein skaerasta stjarna tyskrar leikstjornar, Thomas Ostermeier, en hann slo einmitt i gegn med verkinu Feuergesichte (Eldandlit!!!!!!!!). Tetta var sumse ansi skrytid en hann virtist bara sattur med tetta. Ad minnsta kosti var eg ekkert spurdur ut i uppsetninguna a medan samnumsaekjendur minir voru sumir grilladir... Kannski taladi vinnan bara synu mali?

En annad er tad ad fretta ad i kvold verdur songleikur i minni uppsetningu frumfluttur i VMA a akureyri. Ekki tad, vid forsyndum a fimmtudag vid glymjandi undirtektir og eg hlakka til ad heyra hvernig tetta muni ganga. En burtsed fra tvi ta var tetta storkostleg upplifun, ad fa ad fylgjast med svona einbeittum og flinkum hopi vinna med hjartanu er gjof sem mer mun seint ur minni lida.

TAkk fyrir mig Rigshopur og siglid fleyjinu stolt um stormasom hof leiklistarinnar!

Thorleifur
Berlin

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Góða kvöldið

Jæja, hér situr tilturulega sátt leikstjóradula. Það var rennsli, eitt með öllu í kvöld, og það gekk barasta firna vel.

Sýningin samanstendur af bæði skemmtilegum atriðum, frábærum lögum, mögnuðum hópsenum og umfram allt frábærri liðsheild.

Ég hlakka til þess að fylgja krökkunum síðustu metrana og afhenda þeim barnið til umönnunnar, og er þess sannfærður að þau muni bæði passa upp á það og efla það til dáða.

Og þar með líkur hátíðleikanum!

Í öðrum málum...

Það er kominn nýr fréttastjóri, og hananú! En ég hef svolítið verið að hugsa málið og er farinn að hallast að því að fréttastofan hafi farið offari. Ekki það, ég var algerlega sammála þeim og er gjörsamlega búinn að missa trúna á það að hér ríki lýðræði og er í þeirra sorglegu stöðu að trúa alltaf öllu því versta upp á stjórnherrana, en engu að síður finnst mér að fréttamennirnir hafi gengið full hart fram.

Ég neyðist víst til þess að rökstyðja það örlítið betur.

Fréttamenn hafa mikið og afgerandi vald. Þeir eru (sama hvað nokkur segir) áhrifavaldandi afl í samfélaginu og því bera þeir mikla ábyrgð. Með þessu er ég ekki að segja að þeir eigi að vera hlutlausir, skoðanalausir eða veigra sér undan erfiðum málum en þeim ber að fara varlega að þetta vald sem þeim er gefið.

Og eftir á að hyggja finnst mér ekki að þeir hafi gert það í þessu máli. Þeir notuðu öll tökifæri til þess að koma málinu að, spiluðu með þá þreytu sem almenningur er komin með á stjórnháttunum (sem er alveg sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig) og bjuggu þannig vel um hnútana til þess að Auðunn gæti ekki tekið við starfinu.

Og kannski sýnir þetta í raun linkindina sem þeir sýna annars. Því að þetta gæti kallast rétt viðbrögð ef þau væru ekki svo úr takt við hvernig tekið er öðrum málum og hvernig þau eru kynnt og um þau fjallað. Ef þeir tækju á öðrum málum af viðlíka hörku þá væri hér í fyrsta lagi líklega ekki þetta ægisvald sjálfstæðu framsóknar sem við búum við og í öðru lagi líklega réttlátara samfélag.

Nú að lokum... ljóð að hætti hússins.

Ertu þá farinn,
ertu þá farinn frá mér,
hvar verður þú lengi,
má ég þá borga framsóknarflokknum símreikninginn?

Bestu kv.

Þorleifur

sunnudagur, apríl 03, 2005

Örstutt enda örþreyttur.

Eins og glöggir lesendur munu efalaust taka eftir þá er þetta skrifað þegar klukkan er vel gengin á sjöunda tímann. Ástæðan er ekki sú að ég hafi tekið upp nýja og heilsusamlegri fótfarartíma, nei, ég var að koma af tækniæfingu á Akueyri.

Ég hafði þá verið í húsi samfleytt frá því klukkan 12 á hádegi og teljast því tímarnir 19 þennan daginn.

En það sem mér kom mest á óvart var andinn í hinum stórbrotna leikhóp sem ég er að vinna með. Ekki heyrðist svo mikið sem púst í kvörtunartón. Það skildu allir að ðþað yrði mál að lýsa sýninguna, að þetta væri oft erfið og leiðinleg vinna en það tókst öllum að halda fókus, einbeitingu og vinnugleði. Fólk svaf standandi á sviðinu á milli þess sem það fór með línurnar sínar og söng.

Ég á ekki orð yfir þessu vinnusiðferði og é ger þess fullviss að ég sem og allir sem að þessari sýningu standa geta ekki aðeins verið stoltir af afrekstrinum heldur mun aginn sem þessi sýning þurfti á að halda til þess að komast í höfn að vera slíkur að ég hefði varla lagt það á atvinnumenn.

Bravó, húrra, jíbbí er það eina sem ég get sagt um þessa krakka á sama tíma og ég geng til náða.

Lesi eitthvert þeirra þetta þá þakka ég þeim fyrir að kenna mér hvað vinnugleðin, trúin og atorkan getur skilað manni langt!

Þorleifur