sunnudagur, apríl 03, 2005

Örstutt enda örþreyttur.

Eins og glöggir lesendur munu efalaust taka eftir þá er þetta skrifað þegar klukkan er vel gengin á sjöunda tímann. Ástæðan er ekki sú að ég hafi tekið upp nýja og heilsusamlegri fótfarartíma, nei, ég var að koma af tækniæfingu á Akueyri.

Ég hafði þá verið í húsi samfleytt frá því klukkan 12 á hádegi og teljast því tímarnir 19 þennan daginn.

En það sem mér kom mest á óvart var andinn í hinum stórbrotna leikhóp sem ég er að vinna með. Ekki heyrðist svo mikið sem púst í kvörtunartón. Það skildu allir að ðþað yrði mál að lýsa sýninguna, að þetta væri oft erfið og leiðinleg vinna en það tókst öllum að halda fókus, einbeitingu og vinnugleði. Fólk svaf standandi á sviðinu á milli þess sem það fór með línurnar sínar og söng.

Ég á ekki orð yfir þessu vinnusiðferði og é ger þess fullviss að ég sem og allir sem að þessari sýningu standa geta ekki aðeins verið stoltir af afrekstrinum heldur mun aginn sem þessi sýning þurfti á að halda til þess að komast í höfn að vera slíkur að ég hefði varla lagt það á atvinnumenn.

Bravó, húrra, jíbbí er það eina sem ég get sagt um þessa krakka á sama tíma og ég geng til náða.

Lesi eitthvert þeirra þetta þá þakka ég þeim fyrir að kenna mér hvað vinnugleðin, trúin og atorkan getur skilað manni langt!

Þorleifur

Engin ummæli: