föstudagur, mars 05, 2004

Leikhúsgagnrýni

Í grunninn tel ég leiklistargagnrýni vera afar mikilvægan þátt í leiklistarsamfélaginu og er sammála Peter Brook hvað varðar að leiklistargagnrýnandinn verður að hafa hugsjón og berast fyrir henni. En það er erfitt að tala um þetta á íslandi þar sem gagnrýnendur eru svo fáir og það gæti verið afar skaplegt ef segjum að gagnrýnandi Morgunblaðsins tæki upp með sér að vilja einungis japanskt noh leikhús. Þá værum við í vandræðum því að engin rödd með neinum þunga gæti komið á móti. En hugsjónin er falleg og á vel við í samfélagi þar sem margar raddir geta heyrst á sama tíma um sömu sýninguna.


Ég tel að einn helsti galli íslenskra gagnrýnenda sé of mikil bjartsýni og jákvæðni. Í stað þess að vera gagn-rýnar þá er oftar en ekki slíkur upphrópunarastíll á dómum að það er eins og það sé samkeppni í gangi og yfirlýsingarnar svo almennar að ekkert er að hafa uppúr þeim. En svo má aftur spyrja hvort að þetta sé gagnrýnendunum að kenna eða hvort um sé að ræða nútíma frétta- og afþreyjingarstíl sem kallara á svona skrifa.

Varðandi kenningar þjóðverja um að það sé auðveldara að skrifa um vont leikhús en gott vegna þess að krítískt tungutak sé okkur tamara þá býst ég við að í þessu sé mikill sannleikur þegar litið er á þýskt leikhús enda eru dómar þar mun krítískari en hér. Einnig er að staðreynd að þýskan er mun frekar teknískt tungumál en tilfinningarlegt. En það þarf ekki að þýða að það sama gildi á íslandi. ég tel að íslanska hafi afbragðs orð til þess að lýsa hrinfningu og af hverju það stafar. En aftur á móti held ég að maður lendi í ákveðnum vanda þegar maður reynir að lýsa tilfinningunni af því að horfa á stjörnurnar. SAma er upp á teningnum í list. Þar er ekki alltaf hægt að vita hvaðan fegurðin kemur, hún bara er og það er það. Hvernig á að lýsa því? Ekki hægt og á ekki að vera hægt því að tilfinningar eru mun eldri en tungumálið.

Auðvelt er að útskýra af hverju auðveldara er að dæma vonda sýningun en góða. Maður hefur ekkert betra að gera meðan maður situr á rassinum en að rýna í allt sem maður sér því það sem er að gerast heldur manni ekki. Og þá er bara miklu skemmtilegra að skoða það sem úrskeiðis fór (enda vekur það oft upp vonbrigði og reiði og þá fékk maður allaveganna eitthvað út úr sýningunni!).

Hafiðia gott og glatt

Þorleifur

fimmtudagur, mars 04, 2004

Góðan daginn

ÉG hitti í dag hana Mervi. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að út úr þessum fundi okkar kom það að Finnlandsdeild hins Lifandi Leikhús verður stofnuð hér við fyrsta tækifæri.

Hún sagði mér að hér sé stór hópur ungs listafólks sem er orðið langþreytt á því sem hér er að gerast í leikhúsinu og langaði að gera eitthvað í því. Það hefi ekki fundið staðinn til að gera það og því væri upplagt að nota svona brjálæðing eins og mig til að þess að starta batteríinu og koma pólitísku leikhúsi aftur á kortið í Finnlandi.

Þetta voru stór orð og allt það en ég fann að þarna var kominn manneskja sem hefði samböndin, kunnáttuna, yfirsýnina og kraftinn til að hjálpa mér að gera þetta að veruleika.

Einnig er það svo að Finnar eru afar sérstakt fólk. Niðurlútt og þungt í vöfrum, djúphugsandi og sannleiksfúst. Það þolir ekki fúsk og vitleysu. Og þess vegna er svo heillandi að vinna með því og fyrir það sem áhorfendur. Það er ekki hægt að vera eitthvað að rúnka sér að sviðinu, sýnast vera stærri en maður er og vinna frekar á með sniðugheitum á kostnað innihalds. Þannig leikhús stendur innan skamms autt og yfirgefið.

Þess vegna hlakka ég til að takast á við að vinna hér og vona að ég fái að taka þátt í byltingu hinna nýju leikhúsafla hér.

Þetta er fallegt líf sem aldrei hættir að koma á óvart.

Lifið í gleði og uppljómun.

Þorleifur
zorleif@hotmail.com

þriðjudagur, mars 02, 2004

Halló

Í gær var unaðslegur dagur.

Ég sat á fundi með finnsku pönk hljómsveitinni The Cleaning Laides (sem spiluðu á í Iðnó á Vetrarhátíð í hitteðfyrra) þar sem ég var að reyna að fá þá til liðs við mig við uppsetningu á Pétri Gaut.

Ég kynnti þeim hugmyndina, sem snýst um að nútímavæða Pétur Gaut og setja söguna niður í ótilgreindri borg. Verkið yrði keyrt áfram af mikili tryggð við hina fögru grunnhugmynd Ibsen en ég býst við því að vikið verði mikið frá upphaflegu sögunni. Persónur myndu skipta um nafn eða ásjónu, tónlist Grieg viki fyrir tónlist THe cleaning laides og sagan, svo stórkostlega absúrd, fantasísk og epísk sem hún er, mun verða að festivali fyrir augun, eyrun og hjartað.

Finna nýtt form til að endurvekja boðskapinn með verkinu í stað þess að endalaust sé hægt að sitja aftur og (eins og gerði forðum með flest sem ég sá) dæma það sem fyrir augun ber vegna fyrri kuunnugleika og því hvernig mér fannst eiga að setja verkið upp.

Þessar endalausu formpælingar hafa ekkert uppá sig. Þær eru bara sjálfsfróunarkennt upphafningarhjal þeirra sem langar að vita betur. Og fórnarlambið er boðskapurinn. Tilgangurinn sem var skáldinu að leiðarljósi í upphafi (eða hvernig sá boðskapur færist til í tíma og finnur sér nýjan skotspón eða verða hluti af galdrinum sem á sér stað á sviðinu. Leikhúsið er staður án tíma og rúms. Hann er staður hjartans og vonanna. STaður þar sem maðurinn getur verið maður.

Og vegna þess að leikhúsið er svona sérstakur staður þá bera þeir sem þar vinna ábyrgð á því hvað þeir gera. Ekki er lengur pláss fyrir sjálfsupphafningu og innistæðulausar sýningar sem kalla sig listaverk. Listverk verða að hafa einhverja meiningu, eitthvert inntak ekki bara fjalla um "mannlegar tilfinningar" eða þvíumlíka vitleysu. Það er nefnilega ofboðslega auðvelt að fela sig bakvið orð, sérstaklega því víðtækari og alltumvefjandi þau eru!

Ekki misskilja mig. Hér er ég ekki að fjalla um afþreyjingu sem ég tel nútímasamfélaginu afar nauðsynlega. ég er að fjalla um leikhússýningar sem flokka má sem listaverk. SEm hafa listrænan tilgang að leiðarljósi.

Það þarf opna umræðu um listir og afþreyjingu alveg eins og það þarf alvarlega umræðu um hvað við leikhúslisafólkið erum að gera. TIl hvers erum við að þessu. ERum við að þessu af því það er skemmtilegra en að vinna í bæjarvinnunni eða í bankanum? Eða erum við að þessu því við höfum eitthvað að segja og það brennur sterkara en hugsanir um peninga eða eigið egó.

HVAR STÖNDUM VIÐ?

Þorleifur

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Þetta er bréf sem ég skrifaði í gær og sendi á vini mína nokkra sem hefðpu kannski áhuga á því að velta þessu fyrir sér.

Einnig tel ég að umræðunnar sé þörf. Ekki aðeins í listgeiranum heldur í samfélaginu í heild sinni. ERum við búin að ákveða að samfélagið eigi að vera samansett eins go það er í dag. ER það endanleg ákvörðun, sama hverjar afleiðingarnar eru??

Ef ákvörðunin hefur verið tekin þá var hún tekin fyrir mína tíð og ég hef ekki nokkurn hug á því að samþykkja hana þegjandi og hljóðalaust!

Og því skrifa ég bréf sem þessi og þau eiga eftir að verða mörg þegar fram líða stundir!


Elsku vinur

Ég ákvað að kasta á þig vangaveltum um hlutverk og tilgang leikhússins í heiminum í dag. Meðfylgjandi eru einnig nokkrar athugasemdir um kerfið sem stjórnar leynt og ljóst.

Það er því miður staðreynd sem erfitt er að víkja sér undan að heimurinn er rekinn áfram af fólk sem er að gera sitt best til að framfylgja og halda utan um hugmyndfræðilegt kerfi sem er hannað til ills, Kapitalsima. Þegar kerfið bregst við, eins og í Íraksstríðinu, þá er kerfið bara að verja sig. Menn vakna ekki upp á morgnana og hugsa með sér að í dag ætli þeir að drepa nokkur hundruð börn. Kveikja ekki á því einn daginn að þetta sé nú kannski allt saman svoldið heimskulegt og kannski væri betra að halla sálinni að einhverju sem er henni og mannkyninu hollara. Nei, þetta er ekki spurning um innræti, þetta er spurning um blekkingar þess kerfis sem mennirnir byggðu en kunna ekki að stjórna. Kerfis sem þrífst á hvötum mannsins og er honum því ómögulegt að sigra í hinum meðvitaða heimi. Kapitalismi er hannaður til þess eins að gera ríka ríkari og fátæka fátækari (gamall sannleikur og er orðinn eins og uppþornaður lækur) en í þessum orðum er mikill sannleikur. Í öðrum orðum, svona til að brjóta upp vanamynstur mannsins sem hættir að hlusta á allt sem hann hefur heyrt áður og ákveðið vægi þess, þá þýðir þetta að kerfið er hannað handa elítu manna sem hafa völdin. Elítan hefur völdin og vill halda þeim sama hvaða afleiðingar það hefur eða hvaða meðölum þarf að beita. Aftur langar mig að taka fram að ég trúi ekki af slíku máli á illskuna í manninum að ég trúi að þetta sé meðvitað, frekar eru þetta fórnarlömb kerfisins rétt eins og við erum oft fórnarlömb eigin blekkinga og vanafestu.

Til þess að kerfið gangi upp þá þarf illa upplýsta alþýðu. Með þessu á ég ekki við að fók sé almennt vitlaust heldur að það þarf að hald vel utan um hvernig og hvaða upplýsingum er komið til fólks. Elítan gerir sér vel grein fyrir þessu og því þarf að halda vel utan um hvernig og hvaða upplýsingum er komið á framfæri. Sem dæmi um þessa stjórnun þá má benda til fjölmiðlanna. Fjölmiðlar eru ekki, andstætt því sem við trúum, skrifaðir handa fólki. Fjölmiðlara tapa á því að selja blöð eða að halda úti útsendingum. Þeirra markaður eru auglýsendur. Vegna þess þá verða þeir að passa sig á þvi hvernig upplýsingum er komið á framfæri til þess að styggja ekki þá sem halda raunverulega um völdin. En á sama tíma þurfa þau að halda uppi þeirri blekkingu að raunveruleg umræða fari fram. Tækið sem þeir nota er að halda uppi afar takmarkaðri umræðu. Það er, afmarka umræðuna á þann hátt að hún fer aldrei út fyrir afar takmarkað svið.

Tökum Írak sem dæmi: Umræðan snýst um hvort þetta eða þetta hafi verið nógu góð ástæða til að fara í stríð í stað þess að ræða hvort stríð sé yfir höfuð góð lausn á nokkru vandamáli. Umræðan snýst ekki um að Vestuveldin þurfi nauðsynlega á því að halda (þá sérstaklega BNA) að fara í stríð af og til til að halda blekkingunni af óvini lifandi, ekki um að ríki sem hafa einkavætt alltof mikið þurfa að hafa gífurleg ríkisútgjöld til þess að halda efnahagnum á floti (herinn er fullkominn að því leiti því í gegnum hann fer fram gífurleg þróunarvinna sem seinna skilar sér út í einkageirann og að lokum skilar hagnaði og allt í gegnum ríkisútgjöld, sem er andstætt hugmyndinni um opin og frjálsan markað). Umræðan snýst ekki um það að ríki vilja geta falið sig bakvið vond menntakerfi og niðurskurð í samhjálp vegna þess að því upplýstari sem alþýðan er því meiri líkur á að hún snúist gegn elítunni. Fjölmiðlar fjalla ekki um þetta því það er ekki í þeirra hag né í hag kerfisins sem þau styðja og eru hluti af. Þegar fjölmiðlar reyna að snúast gegn kerfinu sem fæðir þá hrynja þeir eða fara á hausinn.

DV fór ekki á hausinn af því að enginn keypti það (það var búið að vera þannig lengi áður en blaðið fór á hausinn). DV fór á hausinn vegna þess að fyrirtækin hættu að trúa á blaðið. Blaðið var hætt að þjóna ákveðnum hópi, eins og það hafði gert lengi þar á undan, og flaut um í einhverskonar lofttæmi. Reyndi að þóknast Sjálfstæðisflokknum til að bjarga sér en það ýtti í burtu öðrum öflum sem eru orðin mun sterkari í samfélaginu en flokkurinn. Það er engin tilviljun að blaðið lifði kosningarnar af. Það var öflunum sem áttu það í hag að eitt blað væri í gangi sem hægt væri að koma öfgakenndum viðhorfum á hægri vængi stjórnmálanna á kortið (einkavæðingu eða með öðrum orðum elítuvæðingu sem er skmmtileg andstæða orðsins sem þeir notuðu til stutts tíma, almannavæðing) en að þeim loknum mátti blaðið mæta skapara sínum. Og svo var blaðið opnað að nýju með öflin sem sterkust eru að baki því. Auglýsendurnir eiga nú blaðið.

Í samfélagi þar sem umræðan er takmörkuð er nauðsyn að til sé miðill sem talar tæpitungulaust. Listir hafa í æ meira mæli orðið þessu miðill. Vissulega eru þær ríkisstyrktar og undir því kerfi er ritskoðun auðvitað staðreynd. Ekki ritskoðun eins og við þekkjum hana heldur eru valdir til stjórnar menn sem vitað er að hafa ekkert of mikið að segja, sem ekki munu skekja neinar undirstöður og eru þegar allt kemur til alls hlýðnir. Í stuttu máli, “öruggir listamenn”. Besta dæmið um þetta á Íslandi er Þjóðleikhúsið sem ástundar það sem kallast örugg list. List sem af og til kannski víkur oggulítið frá hinni afmörkuðu umræðu en er oftast innan afar þægilegs ramma. Framleiðir fína list sem gott og þægilegt er að horfa á og vekur upp mjúkar spurningar um mannlega náttúru á svo víðum grundvelli að það getur aldrei hróflað við kerfinu. Borgarleikhúsið er aðeins djarfara og inn á milli koma þar fram sýningar sem hafa mikil og góð áhrif á umræðuna. Bestu dæmin þaðan eru tvær stærri sýningar síðustu ára, Fjandmaður Fólksins og besta leikverk mannkynssögunnar, Sölumaður Deyr.

Ekki misskilja mig. Ég er ekki að reyna að skilgreina merkingarlausa list sem vonda list eða að hún hafi ekki rétt á sér. Nei, það sem ég er að benda á er að það er nauðsynlegt að fram komi listamenn sem hafa mikið að segja og þora að segja það. Sem vilji sprengja kílið sem þetta kerfi er og benda á leiðir til batnaðar.

Ég hef reynt að gera þetta. Og mér finnst sem margt hafi tekist vel. Ég er vissulega afar ungur að árum og hef hingað til haft afar takmörkuð fjárumráð en þetta er stefnan sem mig langar að taka og ég held að ég verið að taka. Það er mannkyninu nauðsynleg að þessi umræða fari fram áður en Kapitalisminn drepur okkur öll.

Það eru stór hættumerki framundan sem fá afar litla umræðu. BNA neitaði að samþykkja Kioto vegna þess að það þóknast ekki stórfyrirtækjunum. Og þetta er afar skiljanlegt ef maður gerir sér grein fyrir því að kapitalisminn er kerfi sem hugsar bara til styttri tíma. Hin blinda trú á styrk mannsins gerir honum ókleift að trúa því að allt geti farið til andskotans þegar fram líða stundir þó svo að flestir vísindamenn bendi á hið gangstæða. (Auðvitað er hægt að finna nokkra sem halda hinu gagnstæða fram, að umhverfið sé í fínu og jafnvel að hitahækkunin og El Nino séu af hinu góða. Svona eins og alheimsþvottavél. En á sama tíma er gott að muna að Landsvirkjun rak vísindamann sem neitað að breyta niðurstöðum sínum þeim í hag. Eru allir vísndamenn svo sterkir að þeir séu tilbúnir að horfast í augu við efnahagslegt hrun fyrir það sem þeir trúa á?) Fjölmiðlar hafa uppá síðkastið hampað þeim vísindamönnum sem trúa á að allt sé í lagi. Og af hverju ættu Þeir ekki að gera það, það er þeim í hag að stórfyrirtækin styggist sem minnst.
Ég gæti haldið áfram endalaust og ég held að eg muni skrifa nokkur bréf sem þetta á næstunni. Allaveganna er ég búin að ákveða hvert mín stefna muni liggja á næstunni. Antikapítal þarf raddir og mig langar að vera ein af þessum röddum. En ein rödd berst afar stutt. Það sem þarf er stór breyting og til þess að það takist þarf mikið af fólki. Það þurfa ekki allir að vera sammála um allt en hugsjónir þurfa aftur að verða að leiðarljósi listafólks.

Þetta bréf er síður en svo tæmandi (hvernig gæti það verið það) og eins og flestar hugmyndir eða hugmyndafræðileg kerfi í mótun þá er þetta soldið í allar áttir en ég vona að kjarninn í því hafi komist til skila, að það þarf breytingar og listamennirnar eru e.t.v. einn af fáum þjóðfélagshópum sem geta raunverulega rúllað boltanum af stað.

Endilega taktu þátt í umræðunni og skrifaðu mér ef þú hefur eitthvað um þetta að segja, jákvætt eða neikvætt. Fáum umræðu í gang svo að þróun geti átt sér stað.

Það er gott að muna að flestar hreyfingar mannkynssögunnar (sérstaklega seinni tíma) spruttu upp úr fámennum hópum sem hittu á rétt augnablik. Feminisminn í BNA á 7. og 8. áratugnum, Andstríðshreyfingin á 6. og 7. áratugnum og svo framvegis.

ER AUGNABLIKIÐ NÚNA?

Þinn vinur

Þorleifur

Bréfaskriftir eru nauðsynlegar.

zorleif@hotmail.com