fimmtudagur, mars 04, 2004

Góðan daginn

ÉG hitti í dag hana Mervi. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að út úr þessum fundi okkar kom það að Finnlandsdeild hins Lifandi Leikhús verður stofnuð hér við fyrsta tækifæri.

Hún sagði mér að hér sé stór hópur ungs listafólks sem er orðið langþreytt á því sem hér er að gerast í leikhúsinu og langaði að gera eitthvað í því. Það hefi ekki fundið staðinn til að gera það og því væri upplagt að nota svona brjálæðing eins og mig til að þess að starta batteríinu og koma pólitísku leikhúsi aftur á kortið í Finnlandi.

Þetta voru stór orð og allt það en ég fann að þarna var kominn manneskja sem hefði samböndin, kunnáttuna, yfirsýnina og kraftinn til að hjálpa mér að gera þetta að veruleika.

Einnig er það svo að Finnar eru afar sérstakt fólk. Niðurlútt og þungt í vöfrum, djúphugsandi og sannleiksfúst. Það þolir ekki fúsk og vitleysu. Og þess vegna er svo heillandi að vinna með því og fyrir það sem áhorfendur. Það er ekki hægt að vera eitthvað að rúnka sér að sviðinu, sýnast vera stærri en maður er og vinna frekar á með sniðugheitum á kostnað innihalds. Þannig leikhús stendur innan skamms autt og yfirgefið.

Þess vegna hlakka ég til að takast á við að vinna hér og vona að ég fái að taka þátt í byltingu hinna nýju leikhúsafla hér.

Þetta er fallegt líf sem aldrei hættir að koma á óvart.

Lifið í gleði og uppljómun.

Þorleifur
zorleif@hotmail.com

Engin ummæli: