Halló
Í gær var unaðslegur dagur.
Ég sat á fundi með finnsku pönk hljómsveitinni The Cleaning Laides (sem spiluðu á í Iðnó á Vetrarhátíð í hitteðfyrra) þar sem ég var að reyna að fá þá til liðs við mig við uppsetningu á Pétri Gaut.
Ég kynnti þeim hugmyndina, sem snýst um að nútímavæða Pétur Gaut og setja söguna niður í ótilgreindri borg. Verkið yrði keyrt áfram af mikili tryggð við hina fögru grunnhugmynd Ibsen en ég býst við því að vikið verði mikið frá upphaflegu sögunni. Persónur myndu skipta um nafn eða ásjónu, tónlist Grieg viki fyrir tónlist THe cleaning laides og sagan, svo stórkostlega absúrd, fantasísk og epísk sem hún er, mun verða að festivali fyrir augun, eyrun og hjartað.
Finna nýtt form til að endurvekja boðskapinn með verkinu í stað þess að endalaust sé hægt að sitja aftur og (eins og gerði forðum með flest sem ég sá) dæma það sem fyrir augun ber vegna fyrri kuunnugleika og því hvernig mér fannst eiga að setja verkið upp.
Þessar endalausu formpælingar hafa ekkert uppá sig. Þær eru bara sjálfsfróunarkennt upphafningarhjal þeirra sem langar að vita betur. Og fórnarlambið er boðskapurinn. Tilgangurinn sem var skáldinu að leiðarljósi í upphafi (eða hvernig sá boðskapur færist til í tíma og finnur sér nýjan skotspón eða verða hluti af galdrinum sem á sér stað á sviðinu. Leikhúsið er staður án tíma og rúms. Hann er staður hjartans og vonanna. STaður þar sem maðurinn getur verið maður.
Og vegna þess að leikhúsið er svona sérstakur staður þá bera þeir sem þar vinna ábyrgð á því hvað þeir gera. Ekki er lengur pláss fyrir sjálfsupphafningu og innistæðulausar sýningar sem kalla sig listaverk. Listverk verða að hafa einhverja meiningu, eitthvert inntak ekki bara fjalla um "mannlegar tilfinningar" eða þvíumlíka vitleysu. Það er nefnilega ofboðslega auðvelt að fela sig bakvið orð, sérstaklega því víðtækari og alltumvefjandi þau eru!
Ekki misskilja mig. Hér er ég ekki að fjalla um afþreyjingu sem ég tel nútímasamfélaginu afar nauðsynlega. ég er að fjalla um leikhússýningar sem flokka má sem listaverk. SEm hafa listrænan tilgang að leiðarljósi.
Það þarf opna umræðu um listir og afþreyjingu alveg eins og það þarf alvarlega umræðu um hvað við leikhúslisafólkið erum að gera. TIl hvers erum við að þessu. ERum við að þessu af því það er skemmtilegra en að vinna í bæjarvinnunni eða í bankanum? Eða erum við að þessu því við höfum eitthvað að segja og það brennur sterkara en hugsanir um peninga eða eigið egó.
HVAR STÖNDUM VIÐ?
Þorleifur
þriðjudagur, mars 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
I wish not acquiesce in on it. I regard as warm-hearted post. Specially the appellation attracted me to be familiar with the whole story.
Genial brief and this mail helped me alot in my college assignement. Thank you as your information.
Skrifa ummæli