fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Muna Aukasýninguna á PENTAGON í Iðnó á morgun klukkan hálf ellefu.

Bestu kv.

Þ
Góðan daginn

Langaði bara að athuga hvernig það væri að skrifa pínku hingað að degi til. Ég stend annars í stórræðum, er að smíða hillusamstæðu og að henni lokinni er loks kominn tími til að halda reglulegt innflutningspartý! Og hananú.

Annars hef ég eitthvað verið að velta fyrir mér þessu með Dabba kóng og hæstaréttinn. ég skil ekki að mönnum skuli þykja eitthvað skrítið við þetta, þetta hefur verið í gangi hér síðan land byggðist. í stað þess, eins og tíðkaðist þá, að styja þína sveitunga þá skiptir í dag máli með hverjum þú varst með í grunnskóla (eða eins og í þessu tilfelli, fjölskylduboðum). Svo nú er bara málið að hugsa aftur, berjast í gegnum þokuna og leita þá uppi sem deildu með mannii þýskutímum og finna svo út hvar þeir eru staddir í dag. Ef svo vill svo heppilega til að þeir séu "orðnir" eitthvað þá er bara að hringja og plögga. SVo er bara Kanarí og læti.

Þessa vikuna er ég annars búinn að vera í heilagri leit. ÉG er kominn með 9 af 10 merkingum á sígópökkunum en mig vantar sæðislátspakkann til að fullkomna seríuna. Ef þið eigið þannig endilega sendið hann (má vera í póstkröfu) og komið svo í heimsókn og sjáið hvað ég á. Í nýju bókahillunni mun blasa við öll röðin!

Góðar stundir.

Þorleifur
Smá í viðbót

SVo er Aukasýning á PENTAGON í Iðnó á förtudaginn kl. 22.30.

Vonandi sjáum við sem flesta.

Bestu kv.

Þ
Góða kvöldið

Hvað á maður að gera þegar maður reynir að vera terroristi og allir klappa manni á bakið. Það er svoldið eins og ætla sér eftir margra ára umhugsun að hlaupa í gegnum þykkan múrvegg, hafandi æft sig árum saman í þeim einum tilgangi og svo þegar maður kemur að veggnum þá opnar einhver hurðina og maður hleypur beint í gegn...

Mig langaði alltaf í mínum óraunverulegu útópísku draumórum að geta verið maðurinn sem staðið gæti gegn straumnum og fengið alla til að hata mig en staðið samt á mínu. Og svo framkvæmdi ég til haturs og uppsker hrós og mér líkar það. Mér finnst það gaman. Og hvar stend ég þá? Ætla ég næst að fórna því sem mig langar til að gera til þess að halda í raddir þeirra sem klappa mér á bakið, eða mun ég samt þora að gera það sem hjartað segir burtséð frá röddunum? Ég vona svo sannarlega að hið síðarnefnda verði ofaná, allaveganna er það þangað sem ég stefni.

SVo gæti hitt vel verið að ég sé einfaldlega ekki jafn sérstakur og ég hélt. Þegar ég taldi að ég byggi einn á tómhyggju tímum þá var ég kannski ekki einn, taldi mér aðeins trú um það. Eða kannski er samfélagið allt að vakna (vona að það sé frekar ástæðan en að ég sé svona mildur) og þá fæ ég kannski að lifa á tímum þar sem enn á ný lætur fólk í sér heyra og vill berjast í átt að betra samfélagi. Svo er bara að vona að við endum þá ekki líka feit í jakkafötum á mahóní skrifstofum og kjósum sjálfstæðisflokkinn!

Bestu kv.

Þorleifur

mánudagur, ágúst 18, 2003

Góða kvöldið

Kvöldið eftir frumsýningu! Það er alltaf (segir reynsluboltinn) skrítinn tími, svona rétt á eftir þegar fólk er að koma til þín og annaðhvort óska þér til hamingju eða spyrja hvernig hafi verið og maður hlummar einhverju óskiljanlegu (en hæfilega æðrulausu ) út úr sér. Veit í raun ekkert hvað maður á að segja en kemur einverhju saman og svarar því. Viðmælandinn litlu nær, svarandinn lengra frá og mitt á milli leiksýning sem ætti í raun að tala fyrir sig sjálf.

Annars er mér umhugað um lífið og vanafestuna þessa dagana. Hvað er það sem kemur okkur í þá stöðu að geta ekki annað en að fylgja vanamynstrunum sem við höfum komið okkur upp. Mynstrum sem oftar en ekki byggja á leiðum til að losna undan áreiti og ótta við óþægindi. Ótti og sérplægni eru sumsé undirrót þess að ég begst oft á tíðum rangt við. Og hvaðan kemur óttinn? Jú, hann stafar af samblandi gamalla synda og þeirra sem ég sé í spilum komandi daga. Og í raun þýðir það að ég er að bregðast við í núinu samkvæmt því sem fortíðin kenndi mér og framtíðin ætlar mér en í raun er ég aldrei þar sem ég er að gera mistökin (eða fylgja vanamynstrinu), þar sem ég e. Skrítinn heimur, ha?

Hvað varðar framaldssöguna sem ég var með hér fyrr í mánuðnum þá held ég að hún hafi útlifað ævidaga sína og verði best geymdi til upprifjunnar þegar mistur tímans hefur marineitað hana þannig að hún verður áhugaverð að nýju. En fyrir þá sem eru alveg á nippunni með það sem gerðist þá komst ég aftur til Reykjavíkur við illan leik eftir að hafa komist að því að jafnvel þótt Egilsstaðir séu ekki miðja alheimsins (sama hvaða skilning maður leggur í orðið) þá býr þar gott og gestrisið fólk sem bjargaði okkur Meri á ögurstundu og munu um ókomna tíð birta minningu mína af hinu álhrjáða landi.

En mikið var gott að koma heim.

Góða nótt

Þorleifur
zorleif@hotmail.com