Góðan daginn
Langaði bara að athuga hvernig það væri að skrifa pínku hingað að degi til. Ég stend annars í stórræðum, er að smíða hillusamstæðu og að henni lokinni er loks kominn tími til að halda reglulegt innflutningspartý! Og hananú.
Annars hef ég eitthvað verið að velta fyrir mér þessu með Dabba kóng og hæstaréttinn. ég skil ekki að mönnum skuli þykja eitthvað skrítið við þetta, þetta hefur verið í gangi hér síðan land byggðist. í stað þess, eins og tíðkaðist þá, að styja þína sveitunga þá skiptir í dag máli með hverjum þú varst með í grunnskóla (eða eins og í þessu tilfelli, fjölskylduboðum). Svo nú er bara málið að hugsa aftur, berjast í gegnum þokuna og leita þá uppi sem deildu með mannii þýskutímum og finna svo út hvar þeir eru staddir í dag. Ef svo vill svo heppilega til að þeir séu "orðnir" eitthvað þá er bara að hringja og plögga. SVo er bara Kanarí og læti.
Þessa vikuna er ég annars búinn að vera í heilagri leit. ÉG er kominn með 9 af 10 merkingum á sígópökkunum en mig vantar sæðislátspakkann til að fullkomna seríuna. Ef þið eigið þannig endilega sendið hann (má vera í póstkröfu) og komið svo í heimsókn og sjáið hvað ég á. Í nýju bókahillunni mun blasa við öll röðin!
Góðar stundir.
Þorleifur
fimmtudagur, ágúst 21, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli