mánudagur, ágúst 18, 2003

Góða kvöldið

Kvöldið eftir frumsýningu! Það er alltaf (segir reynsluboltinn) skrítinn tími, svona rétt á eftir þegar fólk er að koma til þín og annaðhvort óska þér til hamingju eða spyrja hvernig hafi verið og maður hlummar einhverju óskiljanlegu (en hæfilega æðrulausu ) út úr sér. Veit í raun ekkert hvað maður á að segja en kemur einverhju saman og svarar því. Viðmælandinn litlu nær, svarandinn lengra frá og mitt á milli leiksýning sem ætti í raun að tala fyrir sig sjálf.

Annars er mér umhugað um lífið og vanafestuna þessa dagana. Hvað er það sem kemur okkur í þá stöðu að geta ekki annað en að fylgja vanamynstrunum sem við höfum komið okkur upp. Mynstrum sem oftar en ekki byggja á leiðum til að losna undan áreiti og ótta við óþægindi. Ótti og sérplægni eru sumsé undirrót þess að ég begst oft á tíðum rangt við. Og hvaðan kemur óttinn? Jú, hann stafar af samblandi gamalla synda og þeirra sem ég sé í spilum komandi daga. Og í raun þýðir það að ég er að bregðast við í núinu samkvæmt því sem fortíðin kenndi mér og framtíðin ætlar mér en í raun er ég aldrei þar sem ég er að gera mistökin (eða fylgja vanamynstrinu), þar sem ég e. Skrítinn heimur, ha?

Hvað varðar framaldssöguna sem ég var með hér fyrr í mánuðnum þá held ég að hún hafi útlifað ævidaga sína og verði best geymdi til upprifjunnar þegar mistur tímans hefur marineitað hana þannig að hún verður áhugaverð að nýju. En fyrir þá sem eru alveg á nippunni með það sem gerðist þá komst ég aftur til Reykjavíkur við illan leik eftir að hafa komist að því að jafnvel þótt Egilsstaðir séu ekki miðja alheimsins (sama hvaða skilning maður leggur í orðið) þá býr þar gott og gestrisið fólk sem bjargaði okkur Meri á ögurstundu og munu um ókomna tíð birta minningu mína af hinu álhrjáða landi.

En mikið var gott að koma heim.

Góða nótt

Þorleifur
zorleif@hotmail.com

Engin ummæli: