Góðan daginn
Á heimasíðu sinni eru Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður á RÚV að rífast við Jakob nokkurn sem mér sýnist á öllu að sé fréttamaður á Fréttablaðinu.
Rifrildið, ef slíkt skyldi kalla, fjallar um yfirlýsingu 365 miðla þess efnis að ef til vill þurfi að leggja niður fréttastofu stöðvar 2 vegna þess að RÚV verður áfram á auglýsingamarkaði.
Þetta eru náttúrulega afleit rök ef horft er á 9 mánaða uppgjör 365 miðla. Menn eru þarna bara að grípa í eitthvað til þess að reyna að færa fókusinn frá vondu fjárfestingum 365 miðla sjálfra.
Og þetta mál allt hljómar svoldið eins og til þess að færa umræðuna frá því sem raunverulega skiptir máli þessu samhengi, hvort yfir höfuð eigi að gera RÚV að eignarhaldsfélagi í eigu ríkisins.
Málið er það að ég fæ ekki séð að sú breyting sem slík breyti miklu. Jú, það gerir kannski auðveldara að reka fólk og stokka eitthvað upp (sem samkvæmt nútíma efnahagskenningum er gott mál og blessað), RUV losnar við yfirstjórn sem getur ráðið menn eins og Auðunn greyjið George (hvar er hann nú blessaður, kominn aftur til Asíu?) en hvað svo.
Hver er tilgangurinn með þessu í raun. Er, eins og mig grunar, verið að leggja fyrstu drög að því að koma RÚV í einkaeign? Og ef það er málið þá er það mun alvarlegra mál en hvort RÚV máegi birta auglýsingar eða ekki.
En auðvitað er gott að einblýna á það til þess að afvegaleiða umræðuna. Það er hin raunveruleg "smjörklípuaðferð" sem er í gangi.
Því það er þekkt trikk að snúa umræðunni um útfærslur af tillögu í stað þess að ræða tillöguna sem slíka.
Í öðrum fréttum. Kárahnjúkastífla lekur næstum ekki neitt og vatnið sem sleppur í gegn er drykkjarhæft. Þarna er náttúrlega stórkostlegt tækifæri á ferð enda voru menn nú ekki lítið í því að koma fram með mögulegar útfærslur. Davíð Oddson stakk til dæmis upp á því að nota uppistöðulónið sem vatnagarð. Hafði reyndar ekki hugsað út í það að vatnið er svo kalt að hver sem dytti í það myndi láta lífið innan nokkurra mínútna.
En sumsé, hér er komin fram önnur hugmynd. Það er hægt að notast við stífluna sem vatnssíu og hægt að selja afurðina á flöskum til útlendinga. Það gæti jafnvel borgað upp tapið sem verður á virkjuninni.
Bestu kveðjur frá Berlín þar sem global warming heldur ennþá á suðrænu hitastigi.
Þorleifur Örn Arnarsson
miðvikudagur, desember 06, 2006
þriðjudagur, desember 05, 2006
Góða kvöldið
Góðar fréttir af mér. Ég var að komast að því að samk. nýjust skýrslunni um skiptingu eigna í heiminum þá erum við Meri í 1.2% af ríkasta fólki í heimi.
Ég var rétt í þessu að senda Bjögga Thors email þar sem ég bað hann um far heim í Desember enda á ég miklu meira sameiginlegt með honum heldur hinu pakkinu öllu hér í Berlín.
Já, það er gott að fá slíkar fréttir. Manni líður miklu miklu betur að tilheyra loks einhverjum almennilegum hópi, svona überDavos hópi, ekki vera flokkaður sem listamaður eða eitthvað álíka plebbalegt. Nei, ríkur er ég og ríkur skal ég vera.
Trúrðu mér ekki?
Samk. skýrslunni þá eiga um 2% helming allra skráðra eigna í heiminum og er þar eignastigi sem sýnir svo ekki er um villst að samkvæmt eignum mínum (sem eru nú samt að ég hélt ekkert rosalegar) þá er ég á toppnum.
Reyndar býst ég við að aðeins séu teknar með í reikninginn skráðar eignir sem þýðir að eignir fólks í þriðja heiminum (og reyndar mikið af Suður og mið Ameríku sem kannski teljast ekki beint til þriðja heimsins) telja ekki með.
En ég læt það ekki skemma fyrir mér upphafninguna, Ég er loks maður meðal manna. Því hvernig sem á það er litið þá er það af eignum sem einstaklingar eru metnir í nútímasamfélaginu.
Og við þetta bætist að hér í Berlín er 10 stiga hiti og því er global warming að redda vetrinum fyrir mér.
Já betra gæti það varla verið.
Bíð nú bara eftir að Bandaríkin ráðist inn í Íran, Sýrland og kannski eitt eða tvo smáríki í viðbót til þess að styrkja dollarann, enda á ég slatta af honum, sem og hlutabréfum í olíufyrirtækjum.
Mórall er frábær og til margs brúklegur svo lengi sem hann er hvorki mér né mínum til trafala, já og afleiðingarnar af því að iðka hann ekki komi bara niður á öðrum.
Go Kapital segi ég nú bara.
Þorleifur Örn Arnarsson
Góðar fréttir af mér. Ég var að komast að því að samk. nýjust skýrslunni um skiptingu eigna í heiminum þá erum við Meri í 1.2% af ríkasta fólki í heimi.
Ég var rétt í þessu að senda Bjögga Thors email þar sem ég bað hann um far heim í Desember enda á ég miklu meira sameiginlegt með honum heldur hinu pakkinu öllu hér í Berlín.
Já, það er gott að fá slíkar fréttir. Manni líður miklu miklu betur að tilheyra loks einhverjum almennilegum hópi, svona überDavos hópi, ekki vera flokkaður sem listamaður eða eitthvað álíka plebbalegt. Nei, ríkur er ég og ríkur skal ég vera.
Trúrðu mér ekki?
Samk. skýrslunni þá eiga um 2% helming allra skráðra eigna í heiminum og er þar eignastigi sem sýnir svo ekki er um villst að samkvæmt eignum mínum (sem eru nú samt að ég hélt ekkert rosalegar) þá er ég á toppnum.
Reyndar býst ég við að aðeins séu teknar með í reikninginn skráðar eignir sem þýðir að eignir fólks í þriðja heiminum (og reyndar mikið af Suður og mið Ameríku sem kannski teljast ekki beint til þriðja heimsins) telja ekki með.
En ég læt það ekki skemma fyrir mér upphafninguna, Ég er loks maður meðal manna. Því hvernig sem á það er litið þá er það af eignum sem einstaklingar eru metnir í nútímasamfélaginu.
Og við þetta bætist að hér í Berlín er 10 stiga hiti og því er global warming að redda vetrinum fyrir mér.
Já betra gæti það varla verið.
Bíð nú bara eftir að Bandaríkin ráðist inn í Íran, Sýrland og kannski eitt eða tvo smáríki í viðbót til þess að styrkja dollarann, enda á ég slatta af honum, sem og hlutabréfum í olíufyrirtækjum.
Mórall er frábær og til margs brúklegur svo lengi sem hann er hvorki mér né mínum til trafala, já og afleiðingarnar af því að iðka hann ekki komi bara niður á öðrum.
Go Kapital segi ég nú bara.
Þorleifur Örn Arnarsson
mánudagur, desember 04, 2006
Góða Kvöldið
Þetta er höll.
Þetta er stjórnsetur.
Borgin er Schwerin í norð-austur Þýskalandi, höfuðborg Meklenburgfylkis.
Í þessu stjórnsetur er nasista að finna, það er 7 prósent máttarstólpa þessa austurþýska samfélags eru nýnasistar sem kosnir voru á fylkisþingið í síðustu kosningum.
Auðvitað tengist þetta hópnum sem ég var að skrifa um hér á síðunni, fólki sem er ekki lengur hluti af samfélaginu, fólk sem á sér enga framtíð og kýs þennan flokk ekki vegna þess að það trúir á hugmyndafræði flokksins (það eru í raun afar fáir nýnasistar í Þýskalandi) heldur vonast til þess að þessi flokkur geri eitthvað öðruvísi, bara eitthvað. hristi upp.
Þetta er fólk sem búið er að missa trúna á kerfið og því er eitthvað annað betra en það sem það sér.
Ástæða þess að ég er að fjalla um Schwerin.
Ég er að fara að leikstýra þarna næsta haust. Og er að hugleiða hvað það er sem ég á að gera þarna.
Ég er nú þegar komin með stykki sem ég vil setja upp en þar til það er samþykkt þá ætla ég ekki að gefa það upp hvað það er, eina sem ég segi er að það er stykki eftir norskan sérvitring sem oftar en ekki sá hlutina í skarpara ljósi en tíðkast nú á dögum.
En þarna er maður kominn með hendur á alvöru thema. Það er mótstöðu að finna í þessu leikhúsi, í þessu héraði.
Og það er það sem leikhúsið þarf á að halda...
Bið að heilsa
Þorleifur
Þetta er höll.
Þetta er stjórnsetur.
Borgin er Schwerin í norð-austur Þýskalandi, höfuðborg Meklenburgfylkis.
Í þessu stjórnsetur er nasista að finna, það er 7 prósent máttarstólpa þessa austurþýska samfélags eru nýnasistar sem kosnir voru á fylkisþingið í síðustu kosningum.
Auðvitað tengist þetta hópnum sem ég var að skrifa um hér á síðunni, fólki sem er ekki lengur hluti af samfélaginu, fólk sem á sér enga framtíð og kýs þennan flokk ekki vegna þess að það trúir á hugmyndafræði flokksins (það eru í raun afar fáir nýnasistar í Þýskalandi) heldur vonast til þess að þessi flokkur geri eitthvað öðruvísi, bara eitthvað. hristi upp.
Þetta er fólk sem búið er að missa trúna á kerfið og því er eitthvað annað betra en það sem það sér.
Ástæða þess að ég er að fjalla um Schwerin.
Ég er að fara að leikstýra þarna næsta haust. Og er að hugleiða hvað það er sem ég á að gera þarna.
Ég er nú þegar komin með stykki sem ég vil setja upp en þar til það er samþykkt þá ætla ég ekki að gefa það upp hvað það er, eina sem ég segi er að það er stykki eftir norskan sérvitring sem oftar en ekki sá hlutina í skarpara ljósi en tíðkast nú á dögum.
En þarna er maður kominn með hendur á alvöru thema. Það er mótstöðu að finna í þessu leikhúsi, í þessu héraði.
Og það er það sem leikhúsið þarf á að halda...
Bið að heilsa
Þorleifur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)