mánudagur, desember 04, 2006

Góða Kvöldið

Þetta er höll.

Þetta er stjórnsetur.

Borgin er Schwerin í norð-austur Þýskalandi, höfuðborg Meklenburgfylkis.

Í þessu stjórnsetur er nasista að finna, það er 7 prósent máttarstólpa þessa austurþýska samfélags eru nýnasistar sem kosnir voru á fylkisþingið í síðustu kosningum.

Auðvitað tengist þetta hópnum sem ég var að skrifa um hér á síðunni, fólki sem er ekki lengur hluti af samfélaginu, fólk sem á sér enga framtíð og kýs þennan flokk ekki vegna þess að það trúir á hugmyndafræði flokksins (það eru í raun afar fáir nýnasistar í Þýskalandi) heldur vonast til þess að þessi flokkur geri eitthvað öðruvísi, bara eitthvað. hristi upp.

Þetta er fólk sem búið er að missa trúna á kerfið og því er eitthvað annað betra en það sem það sér.

Ástæða þess að ég er að fjalla um Schwerin.

Ég er að fara að leikstýra þarna næsta haust. Og er að hugleiða hvað það er sem ég á að gera þarna.

Ég er nú þegar komin með stykki sem ég vil setja upp en þar til það er samþykkt þá ætla ég ekki að gefa það upp hvað það er, eina sem ég segi er að það er stykki eftir norskan sérvitring sem oftar en ekki sá hlutina í skarpara ljósi en tíðkast nú á dögum.

En þarna er maður kominn með hendur á alvöru thema. Það er mótstöðu að finna í þessu leikhúsi, í þessu héraði.

Og það er það sem leikhúsið þarf á að halda...

Bið að heilsa

Þorleifur

Engin ummæli: