Það hefur undarlega plága lagst á þýsku þjóðina
Þeir hafa uppgötvað fátækt
Það er þjóðverjum líkt að liggja í dvala og vakna svo upp við vondan draum þegar veruleikinn slær þá utanundir.
Þetta er nýgerst hér í Þýskalandi þegar ný könnun á högum landsmanna var gerð fyrir nokkru og í ljós koma að stór hluti þjóðarinnar (allt að 8 milljónir manna, kvenna og barna) búa við sára fátækt. Þetta er hópur sem lifir á bótum, hefur litla sem enga menntun og atvinnuleysi gengur í allt að þrjá ættliði.
Auðvitað er þetta ekki nýt vandamál en hin þýska menntaumræða er oft á svo háu plani, talar í svo rósóttu máli að tengingin við veruleikann er lítil sem engin. Og þannig var það í þessu tilfelli.
ég horfði svo í kjölfarið á heimildamynd sem fylgir eftir 3 slíkum fjölskyldum. (þýskukunnátta nauðsynleg)
Ég var nefnilega að velta fyrir mér hvaða fólk við erum á sjá á sviðum hér í landi (og sérstaklega á Íslandi) og hvort að þessi hópur manna kæmi þar fyrir.
Og viti menn, þessi hópur er kemur varla fyrir í leikhúsinu, og ef hann gerir það þá er það yfirleitt sem utanaðkomandi sem á að kommenta á þann eða þá (yfirleitt þann) sem verkið er um.
Af hverju sjáum við þetta fólk ekki á sviðinu? Er það vegna þess að þessi hópur kemur ekki í leikhúsið og því hefur þetta efni ekki resonance við áhorfendur? Er það vegna þess að leikhúsfólkið, sem yfirleitt telur sig til hinnar ríkjandi millistéttar eða menntaelítunnar, skilur það ekki, eða hefur hreint ekki áhuga?
Ég hallast að því að svarið liggi frekar við síðari útskýringuna.
Leikhúsið og millistéttarfólkið þar getur varla gert þessu skil vegna þess að það skilur ekki tilveru þessa fólks. Þetta er fólk án raddar, þetta er fólk sem ekki tekur þátt í opinberri umræðu. Þetta er fólk þar sem tilveran samanstendur af endalausri baráttu við að lifa af. Þetta eru hinir raunverulegu lífskúnstlerar. Hvernig hægt er að lifa af á pakkasúpum og sjónvarpi, skríðandi fyrir starfsmönnum opinberra stofnana á milli þess sem það reynir að svíkja út sígarettupening og mæta í þegnskilduvinnuna sem dómarinn dæmdi það í.
Ég er nokkuð viss um þetta gæti ég ekki tekist á við.
En vandinn við sviðsetningu er sá að þetta er svo mikil raunveruleiki.
Sem dæmi þá var í þessari heimildarmynd stórkostleg sena sem ég er mikið búinn að hugleiða hvernig maður kæmi á sviðið:
Við erum búin að vera að fylgjast með sérlega ólukkulegri fjölskyldu þar sem faðirinn er atvinnulaus og heimsækir soninn á næstu hæð fyrir ofan sem er líka atvinnulaus (sem og konan hans). Faðirinn er kominn í heimsókn til þess að sitja með þeim yfir daginn á meðan þau horfa á sjónvarpið. Þau tala um það að þau fari út einu sinni á dag, út í sjoppu til þess að ná í sígarettur ,annars ekki.
Þegar þau koma aftur úr sígarettuleiðangrinum þá draga þau fyrir og kvarta svo yfir því að gardínurnar séu lélegar, sólin nái alltaf að trufla áhorfið á sjónvarpið.
Það sem er svona stórkostlegt við þessa senu ( í tragísk/dramatíksum skilningi) er ömurðin í sitationinni. Þau sitja þarna og gera ekki neitt allan daginn. Og þegar þau tjá sig um próblematíkina í lífinu þá er það atriði sem virðist við fyrstu sýn ekki sérlega alvarlegt en er fyrir þeim algert aðalatriði, þar sem sjónvarpið er eina flóttaleiðin sem þau þekkja. Og því er sólartruflunin raunverulegt existensíalískt vandamál - fyrir þeim.
Þetta er illfæranlegt á sviðið.
Af hverju?
Vegna þess að þetta - ekkert gera - er ekki áhugavert á sviði nema í mjög svo skamman tíma. En myndavélin sem getur klippt móment frá mómenti (og hver klipp er eins og umbreyting í leikrænum skilningi) ólíkt leikhúsi sem verður að leyfa hlutunum að þróast, annars missir það tenginguna við áhorfendur.
Maður næði þá aldrei í stemminguna sem getur gefið kommenti sem þessu þann slagkraft sem þarf...
Eða hvað...
Og því þessar vangaveltur.
getur leikhúsið klippt eins og í bíó og ef svo þá hvernig.
(Með þessu er ég auðvitað að útiloka þann sjúkdóm í nútímaskrifum að láta persónurnar ekki lenda í neinum breytum á meðan leiknum stendur heldur láta þær standa óumbreytanlegar í situationinni og segja frá breytingunum sem átt hafa sér stað áður. Þessi skrifmáti hefur náð yfirhöndinni vegna þess að þetta er easy short cut. )
Svo mörg voru þau orð.
Bis Bald
Þorleifur Örn Arnarsson
fimmtudagur, nóvember 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli