föstudagur, október 20, 2006

Góða kvöldið

Þá er ég kominn aftur til Berlínar eftir langa og stranga dvöl í burtu héðan frá hámenningarborginni.

Það er langt mál að fara í gegnum það sem á daga mína hefur drifið undanfarna 3 mánuði eða svo síðan ég lét sjá mig hérna síðast, en ætli ég skuldi ekki smá upptalningu.

ég var heima á Íslandi snemmsumars að vinna forvinnu fyrir uppsetninguna á Eilífri hamingju (sem gæti svo heitið 8. syndin). Þetta var spennandi vinna og öðruvísi en ég hafði unnið fram að því. Við unnum út frá viðtölum sem leikararnir höfðu tekið við fólk í markaðsstétt og unnum útfrá því í afstilltum spunum. Þeir skiluðu okkur sterkum persónum og konfliktum, mögulegum situationum og söguþræði.

Þetta er sérstaklega gefandi aðferð sem ég ætla mér að skoða meira hér eftir og þróa áfram með Lifandi Leikhúsi.

EFtir það fór ég til Helsinki þar sem ég hófst handa við að setja upp Clockwork. Það reyndist vera ansi snúin þraut. Ég skrifaði verkið í allt of miklum flýti meðafram æfingum heima og kom til helsinki með ansi gott uppkast en langt í frá fullbúið verk.

Verkið var tilraun til pólitísks leikhúss þar sem ég var að vinna útfrá þeirri hugmynd að konfrontera áhorfendurna gegn eigin hræsni. Það er að stilla upp móral nútímamanneskjunnar gegn því að ofbeldið í samfélagi okkar er orðið svo samdauna hversdagslífinu að við greinum ekki í milli hvað er ofbeldi og hvað er ekki. Og svo stökkvum við til handa og fóta þegar ákveðið ofbeldi á sér stað svona eins og til þess að friða manneskjuna. Til dæmis er ákveðið ofbeldi inntegratað í ákveðnar íþróttir og þar er hvatt til ofbeldis, viðskiptatungumálið er líka factor sem spennandi er að skoða í þessu sambandi.

Frumherjakúltúrinn er fastbundinn hugmyndum um ákefð og að slá til. Kapítalsiminn gengur nú einu sinni út á hinn sterka að sigra hinn veika.

En nóg um það.

Frumsýningin gekk vel og mikið klappað og stappað. Viðbrögð ahorfenda sérlega góð þó svo að gagnrýnin hefði ekki verið mér að skapi. Hún var svo sem góð en ég er langþreyttur á bókmenntafræðingum að kópera uppúr wikipedia themur og reyna að útskýra hvernig unnið hafi verið með (í þessu tilfelli) upprunalega verkið í stað þess að velta fyrir sér og skoða hvernig tekið er á þessum themum og hvernig unnið er með leikhúsmiðilinn til þess að ná fram sem sterkustum áhrifum, hvernig leikstíll, leikmynd, notkun tónlistar og uppbygging dramatíkurinnar er notuð til þess að vinna með umfjöllunarefnið.

Það er í raun grunnvandamál í leikhús gagnrýni, heima sem í Finnlandi að ?gagnrýnin? er byggð á ómótaðri hugmynd um að gagnrýnandinn sé einn af áhorfendunum (sumsé ekki atvinnumaður heldur almenningur) og geti á þeim nótum talað um hvað honum finnist um hit tog þetta. Í stað þess að skoða listaverk út frá þeim forsendum sem presenteraðar eru á sviðinu og þær skoðaðar. Hann getur svo haft rökstutt mat á því hvort honum finnist efnistökin, aðferðin eða meðhöndlunin skila sér og getur þá í kjölfarið rökstutt þá skoðun sína. En það þarf að vera útfrá verkinu. Það þarf að byggjast á skilningi á vinnubrögðum þeirra sem að sýningunni standa.

Hvað hjálpar það nokkrum til dæmis (áhorfanda eða leikhúslistamanni) að lesa setningu ?góður að venju? eða ?tókst ekki til sem skildi? eða kórígrafían var góð??

Auðvitað byggir þetta svo á því handa hverjum gagnrýnin sé. Er hún handa leikhúsinu eða áhorfandanum? Ef það snýst að áhorfandanum þá þarf að velta fyrir sér hvað það er sem viðkomandi þarf að vita. Þarf hann að vita söguþráð eða er það eitthvað sem hann á að upplifa í leikhúsinu? Á að fjalla um innihald, og ef svo hvernig? Á að segja skoðun á einhverju sem lesandinn hefur ekki séð og hefur því engar forsendur til þess að skilja. Eða á þetta kannski að vera útskýring til þess að gefa honum innsýn í það hvort verkið sé til þess fallið að sjá það eða ekki? Og ef svo á hvaða forsendum?

Hér í Berlín er hugmyndin tvíbend. Gagnrýnandi er á sama tíma upplýsingaveita handa áhorfandanum og aðhaldsatvinnumaður til handa leikhúsinu. Verkið er skoðað út frá samfélagi sínu og umhverfi, sögusviði, leikstíl og reynt er að rýna í það hvers vegna þessi, ekki einhver önnur, aðferð var notuð til þess að koma þessari sýn á svið. Þannig er verkið metið á eigin verðleikum, út frá því sem sviðið skilar út til áhorfenda.

Auðvitað búa þýskir leikhúsgagnrýnendur að því að vera atvinnumenn í greininni og samkvæmt því er hægt að gera til þeirra meiri kröfur. Einnig hafa þeir meiri tíma til þess að skrifa heldur en gengur og gerist.

En nóg um það, ég er á leið út á flugvöll til þess að fljúga heim og vinna við skriftir með honum Andra Snæ (milli þess sem ég ætla að reyna að koma Þórhildi Þorleifsdóttur á þing fyrir Samfylkinguna).

Bestu kv.

Þorleifur
Góða kvöldið

Þá er ég kominn aftur til Berlínar eftir langa og stranga dvöl í burtu héðan frá hámenningarborginni.

Það er langt mál að fara í gegnum það sem á daga mína hefur drifið undanfarna 3 mánuði eða svo síðan ég lét sjá mig hérna síðast, en ætli ég skuldi ekki smá upptalningu.

ég var heima á Íslandi snemmsumars að vinna forvinnu fyrir uppsetninguna á Eilífri hamingju (sem gæti svo heitið 8. syndin). Þetta var spennandi vinna og öðruvísi en ég hafði unnið fram að því. Við unnum út frá viðtölum sem leikararnir höfðu tekið við fólk í markaðsstétt og unnum útfrá því í afstilltum spunum. Þeir skiluðu okkur sterkum persónum og konfliktum, mögulegum situationum og söguþræði.

Þetta er sérstaklega gefandi aðferð sem ég ætla mér að skoða meira hér eftir og þróa áfram með Lifandi Leikhúsi.

EFtir það fór ég til Helsinki þar sem ég hófst handa við að setja upp Clockwork. Það reyndist vera ansi snúin þraut. Ég skrifaði verkið í allt of miklum flýti meðafram æfingum heima og kom til helsinki með ansi gott uppkast en langt í frá fullbúið verk.

Verkið var tilraun til pólitísks leikhúss þar sem ég var að vinna útfrá þeirri hugmynd að konfrontera áhorfendurna gegn eigin hræsni. Það er að stilla upp móral nútímamanneskjunnar gegn því að ofbeldið í samfélagi okkar er orðið svo samdauna hversdagslífinu að við greinum ekki í milli hvað er ofbeldi og hvað er ekki. Og svo stökkvum við til handa og fóta þegar ákveðið ofbeldi á sér stað svona eins og til þess að friða manneskjuna. Til dæmis er ákveðið ofbeldi inntegratað í ákveðnar íþróttir og þar er hvatt til ofbeldis, viðskiptatungumálið er líka factor sem spennandi er að skoða í þessu sambandi.

Frumherjakúltúrinn er fastbundinn hugmyndum um ákefð og að slá til. Kapítalsiminn gengur nú einu sinni út á hinn sterka að sigra hinn veika.

En nóg um það.

Frumsýningin gekk vel og mikið klappað og stappað. Viðbrögð ahorfenda sérlega góð þó svo að gagnrýnin hefði ekki verið mér að skapi. Hún var svo sem góð en ég er langþreyttur á bókmenntafræðingum að kópera uppúr wikipedia themur og reyna að útskýra hvernig unnið hafi verið með (í þessu tilfelli) upprunalega verkið í stað þess að velta fyrir sér og skoða hvernig tekið er á þessum themum og hvernig unnið er með leikhúsmiðilinn til þess að ná fram sem sterkustum áhrifum, hvernig leikstíll, leikmynd, notkun tónlistar og uppbygging dramatíkurinnar er notuð til þess að vinna með umfjöllunarefnið.

Það er í raun grunnvandamál í leikhús gagnrýni, heima sem í Finnlandi að ?gagnrýnin? er byggð á ómótaðri hugmynd um að gagnrýnandinn sé einn af áhorfendunum (sumsé ekki atvinnumaður heldur almenningur) og geti á þeim nótum talað um hvað honum finnist um hit tog þetta. Í stað þess að skoða listaverk út frá þeim forsendum sem presenteraðar eru á sviðinu og þær skoðaðar. Hann getur svo haft rökstutt mat á því hvort honum finnist efnistökin, aðferðin eða meðhöndlunin skila sér og getur þá í kjölfarið rökstutt þá skoðun sína. En það þarf að vera útfrá verkinu. Það þarf að byggjast á skilningi á vinnubrögðum þeirra sem að sýningunni standa.

Hvað hjálpar það nokkrum til dæmis (áhorfanda eða leikhúslistamanni) að lesa setningu ?góður að venju? eða ?tókst ekki til sem skildi? eða kórígrafían var góð??

Auðvitað byggir þetta svo á því handa hverjum gagnrýnin sé. Er hún handa leikhúsinu eða áhorfandanum? Ef það snýst að áhorfandanum þá þarf að velta fyrir sér hvað það er sem viðkomandi þarf að vita. Þarf hann að vita söguþráð eða er það eitthvað sem hann á að upplifa í leikhúsinu? Á að fjalla um innihald, og ef svo hvernig? Á að segja skoðun á einhverju sem lesandinn hefur ekki séð og hefur því engar forsendur til þess að skilja. Eða á þetta kannski að vera útskýring til þess að gefa honum innsýn í það hvort verkið sé til þess fallið að sjá það eða ekki? Og ef svo á hvaða forsendum?

Hér í Berlín er hugmyndin tvíbend. Gagnrýnandi er á sama tíma upplýsingaveita handa áhorfandanum og aðhaldsatvinnumaður til handa leikhúsinu. Verkið er skoðað út frá samfélagi sínu og umhverfi, sögusviði, leikstíl og reynt er að rýna í það hvers vegna þessi, ekki einhver önnur, aðferð var notuð til þess að koma þessari sýn á svið. Þannig er verkið metið á eigin verðleikum, út frá því sem sviðið skilar út til áhorfenda.

Auðvitað búa þýskir leikhúsgagnrýnendur að því að vera atvinnumenn í greininni og samkvæmt því er hægt að gera til þeirra meiri kröfur. Einnig hafa þeir meiri tíma til þess að skrifa heldur en gengur og gerist.

En nóg um það, ég er á leið út á flugvöll til þess að fljúga heim og vinna við skriftir með honum Andra Snæ (milli þess sem ég ætla að reyna að koma Þórhildi Þorleifsdóttur á þing fyrir Samfylkinguna).

Bestu kv.

Þorleifur