mánudagur, október 31, 2005

Góða kvöldið

Ég veit að ég var búinn að lofa því að skrifa leikdóm um verk úkraínska snillingsins Zhadeks um helgina en ég gat og get því miður ekki orðið við því vegna þess að Sólveig systir mín kom í heimsókn án fyrirboða.

Það hefur verið alveg stórkostlegt að hafa hana hérna hjá mér og ræða um fortíð, nútíð og framtíð.

Undirbúningur undir næsta verk lifandi Leikhúss er komið á fullan skrið og nú þegar er það ljóst að Orri Huginn, jói og Gói verða með. Eitthvað er ennþá óljóst um hverjar munu sinna kvennhliðum veruleikans í þessu verki en ýmislegt spennandi er þar á döfunni. Einnig er ekki loku skotið fyrir það á þessari stundu að verkið verði gert í einhverskonar samstarfi hér í Berlín en ég mun skíra frá slíku þegar það liggur fyrir.

En það liggur mikill undirbúningur framundan sem ég hlakka til að sinna meðfram námi.

Annars er ég ferlega glaður í náminu fyrir utan það að ég hata að vakna snemma á morgnana sem virðist fara hönd í hönd við það að binda sig skólavist. En ég býst við því að stundum verði maður að fórna þægindum sínum og venjum fyrir það sem maður vill gera.

Fátt hefst án pínkulítilla fórna!

Ég bið að heilsa í bili.

Þorleifur