fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Góðan daginn

Já, það er eins gott að halda uppi góðum siðum. ég er farinn að skrifa á daginn og því ekkert til fyrirstöðu að bauna út úr mér við þetta tækifæri.

Finnlandsdvölin er með besta móti. Ég fór í gegnum sjálfsvorkunarkast hér fyrr í vikunni þar sem mér fannst ég hefði engan tilgang hér en áttaði mig svo á því að það gefst aldrei tími til nokkurs hluts lengur. Það gefst ekki tími til að lesa, ekki hugsa, ekki vera og hvað þá að móta og þróa með sér skoðanir og þekkingu. Ekki skoðanir sem gripnar eru úr lausu lofti heldur hinar sem eru fastmótaðar í þekkingu og bjóða þannig kannski upp á raunverulega valkoksti. En nóg um það, þetta er málefni sem ekki er hægt að röfla yfir svona í stuttu.

REyndar þá er ástæða fyrir þessum skrifum. Vinur minn Eiríkur Norðdahl er að gefa út sína fyrstu bók, hugsjónadrusluna, og langar mig að kynna hana aðeins hér. Eins og er hans von og vísa þá er þetta afskaplega hæðin bók um menn, konur og simpansa, sem öll hafa það sameiginlegt að vera svo viðurstyggilega hallærisleg að þau trúa á eitthvað og eru tilbúin að deyja fyrir það.

"Mér fannst vera að renna upp fyrir mér ljós. Að ég væri ekki einn um að hafa logið alla ævina, að ég væri ekki einn um að finna ekki til. Ég væri ekki einn um að ljúga upp á mig tilfinningum sem ég hef lesið um í bókum, séð í lélegum sjónvarpsþáttum (lífið hermir ekki eftir listinni, það hermir eftir Friends)."

Segir allt sem segja þarf, eða hvað.

Glóðar stundir (þarf að fara að upgreida kveðjuorðaforðann, ég er farinn að hljóma eins og Richter í nýjasta...)

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Góða kvöldið

Ég er að komast að því að ég er háður netinu, eða kannski bara tölvum almennt.

Hvað er það sem gerir það svo heillandi að hverfa inn í óraunverulegan heim tölvunnar og gera þar ekkert langtímunum saman?

Ég skil þetta ekki. Og af hverju þarf ég að komast á netið svona oft?

Og af hverju hlakka ég til þess að fá nýjan tölvuleik (þó svo ég hafi ekki spilað tölvuleiki árum saman) og hangi svo í honum endalaust?

Af hverju er ég með áhyggjur af þessu?

Annars er ég að slappa af í Finnlandi og eins og kannski má lesa úr orðum mínum þá gengur það ekkert sérstaklega. Ég þarf að læra það, og læra að nota tíman sem það gefur manni!

En þangað er ég ekki kominn enn!

Góðar stundir
Þorleifur